Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 8
8
MOK CTlMKT. AÐIÐ
Sunnudagur 2. febrúar 1958
munu koma fleiri kosningar eftir
þessar og þá munu akureyrskir
kjósendur bera gæfu til þess að
hrinda af sér rauðu piningunni
með hina fjarstýjði dokka í
broddi fylkingar.
Sjálfstæðismenn munu veita
góðum málum lið.
Framundan eru mikil verkefni
óleyst á sviði atvinnu-, efnahags-
og menningarmála á Akureyri.
Sjálfstæðismenn munu eftir sem
Hinir nýkjörnu bæjarfulltrúar Sjalfstæðismanna á Akureyri, aðalfulltrúar r~ varafulltrúar:
Talið frá vinstri. Fremri röð: Gísli Jónsson, Jón G. Sólnes, Jónas G. Rafnui, Helgi Pálsson
og Árni Jónsson. Aftari röð: Ragnar Steinbergsson, Gunnar R. Kristjánsson, Bjarni Sveinsson,
Jón H. Þorvaldsson og Árni Böðvarsson.
Akureyrarbréf :
(Jrslit kosninganna á Akureyri sýna að
bæjarbúar eru á móti rauðu einingunni
NÚ þegar rammaslag kosning-
anna er lokið, er ekki óeðlilegt
þótt hugir manna hvíli nokkra
stund við úrslitin. Hinn mikli
kosningasigur Sjálfstæðismanna
mun vera einhver hinn mesti sem
unninn hefir verið um fjölda ára.
Að sjálfsögðu vekur sigurinn í
Reykjavík mesta athygli, enda
munu andstæðingarnir hafa sótt
þar harðast og óvægilegast gegn
Sj álf stæðismönnum.
Athyglisverður sigur.
Hér á Akureyri vann Sjálfstæð
isflokkurinn mjög athyglisverðan
sigur. Þrátt fyrir hina miklu
sókn, sem gerð hefir verið að
Útgerðarfélagi Akureyringa hf,
og Sjálfstæðismönnum kennt um
hallarekstur á því, þótt hér sé
fyrst og fremst stjórnarvöldun-
um að kenna, sem algerlega hafa
svipt rekstrargrundvellinum und
an allri togaraútgerð í landinu
og þrátt fyrir það, að Kaupfélag
Eyfirðinga rekur hér stærstan og
mestan atvinnurekstur og er um
leið höfuðvígi Framsóknarflokks
ins, — ennfremur þrátt fyrir það
að allir vinstri flokkarnir sam-
einuðust í bræðralagi rauðu fylk
ingarinnar — þá vann Sjálfstæð-
isflokkurinn eitt sæti til viðbótar
í bæjarstjórninni og hefir nú 5
sæti af 11.
Kommúnistum veitt lykilaðstaða.
Allt eru þetta mjög athyglis-
verðar staðreyndir. Vinstri flokk
arnir ákváðu að gera útgerðarfé-
lagið að bæjarútgerð, en úrslit
kosninganna sýna að bæjarbúar
eru því andvígir. Þeir vilja ekki
að 600 hluthafar séu sviptir rétti
til lögmætra afskipta af stjórn
félagsins. Þeir vilja heldur ekki
að kommúnistum sé fengin lykil-
aðstaðan að stjórn þessa óska-
barns Akureyringa.
Vinstri flokkarnir sameinuðust
um bæjarstjóraefni, sem er Al-
þýðuflokksmaður og á með hon-
um að veita Alþýðuflokknum
hlutdeild í stjórn bæjarins, en
emmitt sá flokkur hefir frá upp-
hafi verið þar algerlega valda-
laus. Ekkert skal hér sagt þess-
Kjólapoplín
10 mismunandi litir
S/rs og tvisfefni
í svuntur — nýkomið
LœkjGrbúðin
LAUQARNESVEGl"
um, kornunga manni til hnjóðs.
Hann kann að vera mætur mað-
ur. Hinsvegar buðu Sjálfstæðis-
menn fram sem bæjarstjóraefni
Jónas R. Rafnar, sem öllum bæj-
arbúum er að góðu kunnur fyrir
störf sín í þágu bæjarfélagsins
á meðan hann sat á þingi fyrir
Akureyringa. Úrslit kosninganna
sýndu að bæjarbúar vilja fá hann
fyrir næsta bæjarstjóra sinn.
í þriðja lagi eru Akureyringar
greinilega á móti því að veita
kommúnistum lykilaðstöðu
stjórn bæjarmálanna. Þessum
fjarstýrða flokki, sem alla tíð
hefir verið valdalaus í bænum.
Ömurlegt hlutskipti Framsóknar,
Allt er þetta mjög athyglis-
vert. Það er því vægt sagt öm
urlegt hlutskipti, sem Framsókn-
arflokkurinn í bænum hefir val-
ið sér að hefja þessa tvo áhrifa-
lausu flokka til valda í bæjar
málum Akureyringa. Á undan-
förnum árum hefir verið tiltölu
lega gott samstarf milli tveggja
stærstu flokka bæjarins, Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Þetta samstarf má vafa
laust telja að Akureyringar
hefðu sætt sig við, en hitt hafa
þeir nú greinilega sýnt að þeir
eru á móti auknum völdum kom,
múmsta og krata.
Hinsvegar hafa þessir tveir smá
flokkar í bænum allt að vinna
en engu að tapa. Eins og Fram-
sóknarflokkurinn hefir nú leitt
kommúnista til úrslitavalda
ríkisstjórn landsins, eins hefir
hann nú leitt þá til úrslitavalda
í bæjarstjórn Akureyringa. Það
er því ekki lengur einn flokkur
á Akureyri sem talizt getur fjar
stýrður, heldur eru Framsókn-
armenn hér nú undir sömu sök
seldir. Sjálfstæði þeirra er ekki
meira en svo að þeir láta for-
ingjana í Reykjavík segja sér
fyrir verkum í bæjarmálunum.
En Akureyringar hafa svarað
þessum unirlægjuhætti þeirra
Þeir hafa nú eflt Sjálfstæðisflokk
inn svo, að hann hefir aldrei
sögu stjórnmálanna á Akureyri
komið jafn sterkur út úr bæjar-
stjórnarkosningum og nú. Að
sönnu auðnaðist honum ekki að
ná hreinum meirihluta út úr kosn
ingunum, enda hefði hann þurft
til þess fast að helmings aukn
ingu á fylgi frá síðustu bæjar-
stjórnarkosningum. Slíks er vart
að vænta í einu átaki, en það
áður stuðla að framgangi allra
þeirra mála, sem til heilla horfa
fyrir sínum fagra bæ. En það
hefir aldrei verið jafn greinilegt
og nú að þeir bera ekki traust
til vinstri stjórnar. Spor hennar
í ríkisstjórn landsins hræða. Þar
eru svik á svik ofan, sundrung
ríkjandi og óstjórn á óstjórn ofan.
Það er lítið tilhlökkunarefni fyr
ir Akureyringa að eiga slíks von
í bæjarmálum sínum, sem jafnan
hafa verið friðsamlega leyst til
þessa. —vig.
1957varmikiðannaár
hjá Flugfélagi íslands
Félagið ílutti alls um 80,500 farþega á árinu
FLUGFÉLAG íslands hefur
skýrt blöðunum frá starfsemi fé-
lagsins á liðnu ári. Af rekstrar-
yfirliti þess sést, að starfsemi fé-
lagsins hefur verið með miklum
blóma á árinu. Félagið endurnýj-
aðj flugvélakost sinn með því að
festa kaup á tveimur millilanda-
flugvélum af gerðinni Vickers-
Viscount, sem hafa reynzt ágæt-
lega bæði í Atlantshafsflugi og
innanlandsflugi. Á s.l. ári flutti
félagið alls um 80,500 farþega, en
á árinu áður voru þeir rúm 70
þús. Aukningin nemur 14,44%.
Innanlandsflug
Á s.l. ári varð félagið að selja
eina Dakotaflugvél sína, en samt
jókst innanlandsflugið til muna,
enda var Sólfaxi tekinn til notk-
unar, þegar á þurfti að halda. —
Flugfélagið hélt uppi reglubundn
um flugferðum til tuttugu staða
á landinu á s.l. ári. Á þessum
leiðum flutti félagið 55,501 far-
þega og er það 6,84% aukning
frá árinu áður. — Vöruflutningar
og póstflutningar jukust einnig á
innanlandsleiðunum. Á ármu
voru fluttar 144 lestir af pósti,
en það er 6,32% meira en 1956.
og vöruflutningar námu 1275
lestum og er það 8,8% aukning.
Utanlandsflug
Er Flugfélagið hafði fest kaup
á hinum nýju Viscount- vélum,
stórbatnaði aðstaða þess til milli
landaflugs. Alls flutti félagið
21,003 farþega í áætlunarflugi
milli landa 1957 og er það 35,2%
aukning frá árinu áður. Þar af
voru farþegar milli fslands og
annarra landa 16,029, en farþeg-
ar miíli staða erlendis 2536. Hins
vegar voru farþegar á sömu flug-
leiðum erlendis aðeins 760 1956.
Aukningin tekur til áæltunar-
flugsins, Höfn-Glasgow, en flug-
félagið hefur haldið uppi einu
dagferðunum á þessari flugleið,
og flugleiðinni Hamborg-Höfn-
Osló. Þykir erlendum ferðamönn
um gott að ferðast með hinum
fullkomnu Viscount-vélum fé-
lagsins á þessum leiðum. — Þá
má geta þess, að farþegar í leigu
flugi voru 2447 s.l. ár. Vörufiutn
ingar milli landa voru svipaðir
og árið áður, eða 322 lestir. en
póstflutningar voru nokkru meiri.
eða 40,2 lestir, og er aukningin
13,4%.
★
Fulltrúi félagsins gat þess a8
lokum, að félagið þyrfti á auknu
fjármagni að halda vegna mikill-
ar fjárfestingar við endurnýjun
miililandaflugflotans og væntan-
legrar endurnýjunar innanlads-
flugflotans. Af þeim sökum hefur
Flugfél. ísl. leitað til almenn-
ings um lán og hafa verið gefin
út happdrættisskuldabréf, eins
og skýrt hefur verið frá í fréttum.
Bréfin verða endurgreidd eftir
tæp sex ár með vöxtum og vaxta
vöxtum, en auk þess verður dreg
ið um vinninga á vori hverju.
Sala bréfanna hefur gengið all-
vel, sagði fulltrúi félagsins, en
betur má ef duga skal og heitir
félagið á alla landsmenn áð styðja
starfsemi þess og styrkja það með
fjárframlögum. Með því tryggja
þeir betri samgöngur innan
lands og utan.
130 mílur úl í
geiminn
WASHINGTON, 31. jan. — Upp-
lýst var hér í dag, að bandarísk-
ir vísindamenn hefðu hinn 26.
janúar skotið eins þreps eldflaug
130 mílur út í geiminn. Flutti
eldflaugin sjálfritandi mælinga-
tæki, sem vógu lZÍVi kg.
Njarðvíkurleikhúsið, sem er stofnað af Ungmennafélagi og
Kvenfélagi Njarðvíkur, sýnir um þessar mundir gamanleik-
inn „Misheppnaðir hveitibrauðsdagar“ eftir enska skáldið
Kenneth Horne. Þegar er búið að sýna hann sjö sinnum á ýms-
um stöðum á Suðurnesjum. Næstu sýningar eru í Sandgerði
í dag. — Síðar er ætlunin að sýna leikritið víðar, m. a.
austanfjalls. A myndinni sjást þrír aðalleikararnir: Gunnar
Kristófersson, Þórunn Karvelsdóttir og Valur Sigurðsson.