Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. febrúar 1958 I hvaða blaði stóð þetta? Hennar hátign Elisabet II Englandsdrottning og hertoginn af Edinborg heilsa Ölmu Cogan í Palladium, London, Alma Cogan kernur hingað innan fárra daga í EINU AF dagblöðum vinstri -flokkanna í gær var grein um kosningarnar, sem byrjar svona: „Bæjarstjórnarkosningarnar á sunnudaginn hafa eðlilega vakið mikla athygli. Óvæntur stórsig- ur íhaldsins í höfuðstaðnum hefir vakið marga þá til umhugsunar, sem ekki höfðu gert sér fyllilega grein fyrr, að aðeins með sam- stöðu andstæðinga íhaldsins er hægt að leggja það að velli. Þeir andstæðingar íhaldsins, sem hafa í veigamikium atriðum haft sam- vinnu við það, sitja nú yfir rýrust um hlut. Séu úrslitin ekki næg ráðning þessum öflum, er flokki þeirra búinn pólitísk ragnarök. Fylgilag sumra skammsýnna verkalýðsleiðtoga við gangstera Sjálfstæðismanna í verkalýðs- hreyfingunni er að sliga hinn gamla forystuflokk alþýðunnar í bæjunum. Árangurinn er sá, að skipulagsstjóri íhaldsins tilkynn- ir með myndugleik sumum gam- alkunnum verkalýðsforingjum, að hann geti svipt þá vígjum þeirra. Skammsýnustu foringjar Alþýðuflokksins hafa leikið sér að eldinum, sem nú svíður í sundur pólitískan mátt Alþýðu- flokksins. En á meðan vex myllu lækur íhaldsins og myllan mal- ar bröskurunum í fyllri mæli kornið þeirra, aukin völd og áhrif í stærsta kjördæmi landsins. í skjóli sigursins í bæjarstjórnar- kosningunum hyggst íhaldið leggja landsbyggðina að velli og vega andstæðingana einn og einn í senn í sjálfum höfuðvígjum þeirra, fjöldasamtökum alþýðunn ar“. Og enn segir í sömu grein: „Framundan eru miklir reynslu tímar í íslenzkum stjórnmálum og máske siglum við hraðbyri inn á tímabil mestu pólitískra á- taka frá upphafi stjórnfrelsis þjóðarinnar. Nú reynir fyrsta sinni alvarlega á samstaifshæfni vinstri flokkanna, því að aldrei munu íhaldsöflin verða vígóðari en nú. Fimmtu herdeildarstarf- semin í alþýðusamtökunum mun verða aukin og ráðizt til atlögu við samvinnuhreyfinguna með klofningsstarfi, því sem betur fer munu engir þeir bandamenn finn- ast innan hennar, sem vilja af- henda íhaldinu lyklana í kaup- félögunum. Pólitísk sóttkví á í- haldsöflin er nauðsynleg og hættu legasta vopnið gegn því“. Það er ekki óskemmtileg gesta þraut fyrir lesendurna að geta upp á í hvaða blaði þetta stóð. Eins og efnið ber með sér er ráðizt þar að Alþýðublaðinu, svo varla getur greinin hafa staðið þar. En hvort stóð hún þá í Þjóð- viljanum eða Tímanum? Lögðu upp frá Rvík 16. jan. Saga þessarar ferðar hefst fimmtudaginn 16. jan. sl. er þeir féíagar héldu af stað úi; Reykja- vík þrír saman. Komust þeir þann dag upp á Akranes, en þá var óveðrið svo hamslaust á Suð- vesturlandi að ógerningur var að halda lengra. Létu þeir fyrirber- ast um nóttina á Akranesi. Næsta dag tókst þeim félögum að kom- ast upp í Fornahvamm. Var bá Holtavörðuheiðin talin ófær, en þeim var þó heitið hjálp næsta dag norður yfir. í Fornahvammi hefir Vegagerð ríkisins bæði ýtu og „trukk“ til hjálpar bíl- um að komast yfir heiðina. Nú helzt svo til linnulaust ó- veður næstu fimm sólarhringa. Hafði Vegagerðarýtan farið nið- ur í Borgarfjörð til þess að að- stoða fimm bíla, sem allir ætluðu norður yfir Holtavörðeuhiði og var ætlunin að þeir hefðu sam- flot við þá, sem í Fornahvammi voru. Ferðalag ýtunnar niður eft- ir tók u.þ.b. sólarhring. Á meðan liéizt veður gott, en síðan skell- ur óveðrið á. Svo mjög gekk erf- iðlega fyrir bílana, sem sóttir voru, að um tima voru tvær jarð- ýtur og tveir vegheflar þeim til aðstoðar. Haldið frá Fornahvammi eftir viku Á miðvikudag, tæpri viku eft- ir að þeir þremenningarnir höfðu lagt upp frá Reykjavik, gafst loks tækifæri til þess að leggja upp á ný. Gekk þá jarðýta fyrir allt að Þóroddsstöðum í Hrúta- firði. Síðan komust bílarnir hjálp arlaust til Blönduóss og voru komnir þangað að morgni fimmtudags. Á föstudaginn var jarðýta til staðar á Blönduósi og Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti or hæstarétt. Þinghoitsstræti 8. — Simi 18259. HINN 7. þ. m. kemur hingað góður gestur, hin heimsfræga enska dægurlagasöngkona, Alma Cogan. Munu margir hér kanu- ast við þessa ágætu söngkonu, því að hún hefur sungið inn á fjölda af grammófónplötum, sem verið hafa og eru til sölu hér í verzlunum. fylgdi hún bílunum allt norður í Varmahlíð. Þess má geta að alls lögðu 9 bílar af stað frá Fornahvammi. Tveir þeirra fóru til Borðeyrar, einn fór á Hvammstanga og tveir til Blönduóss. Síðan fór einn til Sauðárkróks, en sem fyrr segir komu þrír til Akureyrar. Fimm daga í Varmahlið í Varmahlíð urðu bílarnir að tefja í fimm daga og komust sem fyrr segir ekki til Akureyrar fyrr en í fyrrinótt og urðu þeir sjálf- ir að afla sér hjálpar yfir Öxna- dalsheiði. Vegagerðin á Akureyri hafði tvígefið loforð um aðstoð, enda voru bæði menn og jarðýta til staðar í Bakkaseli í þann mund er bílarnir komu í Varmahlíð. En þegar til átti að taka taldi Vegagerðin ófært að veita hjálp- ina. Fengu hjálp af tilviljun Það sem olli því að bílarnir höfðu sig alla leið til Akureyrar var það, að jarðýta, sem keypt hafði verið á Akureyri vestur til Blönduóss, var á leiðinni vest- ur um þessar mundir. Gátu bíl- stjórarnir fengið ýtustjórann ttl þess að snúa við á ferð sinni og hjálpa þeim austur yfir Öxna- dalsheiði og allt niður í miðjan Öxnadal. Allan þann tíma, sem þeir félagar biðu í Varmahlíð, var meiri og minni hríð og þyngdi því stöðugt færðina. Eftir að kom niður í Öxnadalinn var hálfu meira verk að ryðja veginn vegna þess að ýta Vegagerðarinn- ar hafði rutt hann, er hún fór frá Bakkaseli og synjaði um hjáip og nú var skafið í slóð hennar. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika eru þeir félagar nú komnir heilu og höldnu heim eftir hálfs mán- aðar baráttu við vetrarríki og ófærð. Frásögn þessi er höfð eftir Erni Péturssyni, einum þeirra þre- menninganna. — vig. Þó að ungfrú Cogan sé enn ung að árum, á hún margra ára söngferil að baki sér, því að hun var innan fimmtán ára er húri fór að syngja opinberlega í Lund- únum, þar sem hún er fædd og uppalin. Fór hróður hennar vax- andi með ári hverju, en það var þó ekki fyrr en hún söng inn á fyrstu grammófónplötu sína fyr- ir His Master’s Voice hið vin- sæla lag, „To Be Worthy of You“, að hún vakti verulega at- hygli þeirra, sem mestu eru ráð- andi í skemmtanalífi Lundúna- borgar. Henni var nú boðið að syngja í brezka útvarpið, BBC, og nokkru síðar var hún ráðin til að syngja eitt aðalhlutverkið í söngleiknum „Take it from Here“. — Var nú gata ungfrú Cogan til frægðar greið og hef- ur hún síðan sungið á mörgum víðfrægustu og vandlátustu skemmtistöðum Lundúna. — Á myndinni, sem fylgir þessum línum, sést þar sem Elísabet Eng- landsdrottning og Philip hertogi, maður hennar, eru að þakka ung- frú Cogan, er hún hefur lokið söng sínum í einum af virðuleg- ustu skemmtistöðum borgarinn- ar. Ungfrú Cogan er nýlega kom- in úr söngferð um Ameríku, þar sem hún fór viða um og var hvarvetna tekið með miklum fögnuði áheyrenda og talin í fremstu röð listamanna í sinni grein, enda hefur hún verið ráð- in til þess að syngja í nokkrar vikur í Las Vegas-skemmtistaðn- um í Mexico fyrir hvorki meira né minna en £ 1000 á viku. Af lögum, sem Alma Cogan hefur sungið inn á plötur má nefna „Bell Bottom Blues“, sem hlaut þegar miklar vinsældir og seldist á stuttum tíma í 100.000 eintökum, „Mambo Italiano", „Naughty Lady of Shady Lane“. ',,Dreamboat“ og „Never do a tango with an eskimo". Þá var það sem farið var að kalla hana „stúlkuna með hláturinn í rödd- inni“. — Ungfrú Cogan er mjög listhneigð. Hún hefur lært kjóla- teikningar og er þekkt fyrjr fagran klæðaburð. — Hún kem- ur hingað ásamt píanóleikara sín- um og syngur hér í Austurbæjar- bíói. Er ekki vafi á því að henni verður vel tekið af söngvinum á öllum aldri. Barði með kola- skóflu OSLÓ, 31. jan. — Miðaldra hjón voru í dag dæmd til tveggja mánaða fangelsissetu fyrir að hafa misþyrmt þjónustustúlku sinni. Hafði frúin slegið hana með gólfsóp, kolaskóflu og ýms- um öðrum hlutum — og húsbónd- inn hafði iðkað að sparka í fót- leggi stúlkunnar svo að stórsá á henni. Kaupsýs/umenn! Látið ekki samhandið við viðskiptavini yðar rotna Mikilvægasti þátturinn í afkoniu verzl- unarinnar er að vera í góðum tengslum vlð fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður auglýsir því að staðaldri í útbreiddasta blaði landsins. ttttMfoMfe i — Sími 2-24-80 — Skemmtilegt Fróðlegt — Fjölbreytt Ódýrt Lesið kvennaþætti okkar, draumaráðningar og afmæiisspádóma TímaritiB Samtíðin flytur kvennaþætti Freyju (tízkunýjungar frá París, London, New York, — Butteriek-tízkumyndir, prjóna-, útsaums- og heklmynztur) ástasögur, kynjasögur og skop- sögur. — Skákþætti eftir Guðmund Arnlaugsson, bridge- þætti eftir Árna M. Jónsson, vinsælustu dans- og dægur- lagatextana, verðlaunagetraunir, ævisögur frægra manna, þýddar úrvalsgreinar, viðtöl, vísnaþætti og bréfaskóla I islenzku allt árið. 10 hefti fyrir aðeins 55 kr. og nýir áskrifendur íá seinasta árgang í kaupbæti, ef þeir senda árgjaldið 1958 (55 kr.) með pöntun. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun; Ég undirrit.... óska að gerast áskrifandi að SAMTlÐ- INNI og sendi hér með árgjaldið fyrir 1958, 55 kr. Nafn Heimiii ........................................ Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík Voru hálfan mán uð frá Rvík til Akureyrar AKUREYRI, 31. jan. — í fyrrinótt komu hingað til bæjarins þrír stórir vöruflutningabilar, sem verið höfðu réttan hálfan mánuð á leiðinni frá Reykjavík. Ófærð samfara miklum veðurofsa hafði tafið för þeirra allan þennan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.