Morgunblaðið - 02.02.1958, Side 12

Morgunblaðið - 02.02.1958, Side 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 2. febrúar 1958 ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriítargjak', kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. EKKERT LÆRT OG ÖLLU GLEYMT AÐ var einu sinni sagt um spillta og dáðlitla kon- ungsætt í Frakklandi, að hún hefði „ekkert lært og engu gleymt“. Stjórnarflokkarnir hérna eru þó sýnilega miklu verr á vegi staddir, því þeir hafa ekkert lært og öllu gleymt. Við- brögð þeirra eftir kosningaósigur inn þann 26. janúar virðast sýna þetta skýrt. Forystumenn þess- ara flokka sýnast yfirleitt hafa gleymt öllu, sem þeir lofuðu þjóð inni fyrir hálfu öðru ári síðan. Þeir láta nú líta út eins og þeir hafi gleymt, hvernig öll þessi loforð hafa verið svikin og nú eftir kosningarnar stritast flokk- arnir við að læra ekkert af úr- slitunum. Þeir loka augunum og reyna að blekkja sjálfa sig og aðra. Framsóknarflokkurinn reynir að koma því'inn hjá sjálf- um sér, að hann hafi „unnið á“, jafnvel „sigrað“, af því að honum tókst að slíta nokkur atkvæði ut- an úr sínum eigin samstarfs- flokkum og þó sérstaklega Al- þýðuflokknum. Kommúnistar þegja um að þeir hafa tapað yfir 21% af fylgi sínu í Reykjavík siðan við kosningarnar 1956. for- ystumenn Alþýðuflokksins reyna að dylja þá staðreynd að ef nú hefðu verið þingkosningar, hefði flokkurinn hvergi komið að þing- manni á öllu landinu. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það, hvern- ig blekkingaleikur flokkanna er nú gagnvart sjálfum þeim og öðrum. Þeir sýnast ekkert hafa lært af kosningunum og gleymt öllu því sem liðið er. ★ En vitaskuld er þetta allt tómt yfirskin. Auðvitað sjá forystu- menn flokkanna, hvert stefnir. Allir þessir flokkar sjá raun- verulega að þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm yfir þeim. En þeir neita að hlýða honum. Sjálfstæðis menn hafa áður borið fram kröfu um þingrof og nýjar kosningar á grundvelli þess, að flokkarnir hafi svikið loforð sín og þjóðin gengið til kosninga, sumarið 1956, á fölskum forsendum, þar sem því var þá heitið af hálfu Hræðslu- bandalagsins fyrir kosningarnar að eftir þær skyldi ekkert sam- starf haft við kommúnista. Nú hefur formaður Sjálfstæðis flokksins enn á ný borið þessa kröfu fram, og byggt hana á dómi þjóðarinnar við kosningarnar. Sá dómur er sízt af öllu þýðingar- minni en framburður vantrausts- tillögu á Alþingi. Ef vinstri stjór.n in vildi reyna að rifja upp feril sinn og draga lærdóm al at- kvæðatöiunum nú, þyrfti hún ekki að spyrja til síns eigin vegar. Þegar á staðreyndirnar er litið getur ekkert annað blasað við en sú leið, sem Sjálfstæðismenn benda á. Það er leið lýðræðis og réttra stjórnarhátta í land- inu. ★ En þó að stjórnarflokkarnir reyni að láta líta svo út, sem þeir hafi ekkert iært og öllu gleymt mega þeir þó vara sig á því að þeir eru einir um svo heimskulega afstöðu. — Hinn óbreytti liðsmaður Framsóknar sér hvað gerzt hefur og skilur það. Óbreyttur kommúnisti skilur líka, hvað fylgistap flokksins boð ar. Og Aiþýðuflokkurinn sér og skilur, hvernig flokki hans er komið, eftir 18 mánaða samneyti við kommúnista og Framsókn. Almenningur gleymir ekki og hann dregur líka sína lærdóma af því sem nú hefur gerzt. MERKISAFMÆLI MERKRAR STOFNUNAR 0 Ivikunni sem leið átti Slysa varnafélag íslands 30 ára afmæli. Það voru nokkrir áhugamenn úr hópi sjómanna, sem gengust fyrir stofnun þessa félagsskapar undir forustu tveggja landskunnra manna, þeirra Guðmundar Björnssonar, landlæknis og Jóns K. Berg- sveinssonar. Sjómennirnir og fjöl skyldur þeirra fundu auðvit.að sárar til þess en nokkrir aðrir, hvílikt afhroð landsmenn guldu vegna sjóslysa á hverju ári. — Landlæknirinn hafði líka fyrir sér skýrar tölur um manndauða af völdum slysanna og hann sá vitaskuld að ekki var nóg að beita sér að því að bæta heilbrigðishætti og lækka dánartölu, ef sjófarendur ættu áfram að verða Ægi að bráð á sama hátt og verið hafði. Það var því eðlilegt að Guðmund ur landlæknir ætti þarna mikinn hlut að máli. Slysavarnaíélagið hefur á liðn- um áratugum unnið sér glæsi- legan sess meðal þjóðarinnar. Engum dylst árangurinn af starfi þess. Samkvæmt þeim skýrslum, sem nú liggja fyrir, hefur á þeim 30 árum, síðan félagið var stofn- að, verið forðað frá druknun eða lífsháska 5683 mönnum. Rösklega þúsund mönnum hefur verið bjargað af björgunarsveitum fé- lagsins og oft við hin erfiðustu skilyrði, þar sem björgunarmenn irnir hafa lagt líf sitt í hættu. Það hefur verið sagt af erlendum aðilum, að björgunarafrekið við Látrabjarg muni vera eitthvert hraustlegasta björgunarstarf í sinni röð, sem sögur fari af. Erlend slysavarnafélög láta nú gera kvikmynd af þessum at- burði til þess að sýna sams konar stofunum erlendis hvað unnt sé að afreka, þegar hreysti og fórn- fýsi er með í verki. Öll þjóðin má þakka Slysa- varnafélagi íslands, og hún skilur starf þess og metur það. Það hef- ur hún margsinnis sýnt en ekki er unnt að minnast Slysavarna- félagsins öðru vísi en að geta þess, hve margar íslenzkar konur hafa lagt fram mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu þess. Slysa- varnafélagið er orðið til fyrir áhuga og fórnfýsi einstakra manna og kvenna, það er ekki stofnað af opinberri hálfu og það er sjálfstæð stofnun, sem byggir enn á sama grundvelli og í fyrstu Hér má því segja að um eins- konar þjóðarfélagsskap sé að ræða, ef svo má taka til orða, og mun hin unga kynslóð, sem nú kemur óðum fram á sjónar- sviðið, ekki síður skilja nauðsyn þessarar mikilvægu starfsemi en hin fyrri, sem ruddi henni braut. UTAN UR HEIMI Jean Viaud spáir í stjörnurnar og sér örlög heimsins STJÖRNUSPÁMAÐURINN Jean Viaud hefur getið sér mikla frægð í Frakklandi undanfarin ár, fyrir það, hve nákvæmlega og rétt hann hefur spáð fyrir um ýmsa stórviðburði. Þessi ungi maður, kveður ekk- ert yfirnáttúrlegt vera við spá- dóma sína, hann hafi aðems kynnt sér til hlítar gang himin- tunglanna. Síðastliðið ár birtust spár hans í franska blaðmu Horoscope. Spámenn af haná teg- und eru oft sakaðir um að nota óljóst og myrkt orðalag, til þess að geta þá eftirá teygt uppfyll - ingu spádómsins. En svo er Jean Viaud ekki farið. Hann er að jafnaði ómyrkur í máli. Árið 1957 rættust fjölda, margar af spám hans. Mesta athygli hefur það þó vakið. að hann spáði fyrir um dauða hluta ársins verður ótryggt stjórn málaástand, miklar árásir hefj- ast á ensku konungsfjölskylduna, fyrrvefandi forsætisráðherra Bretlands deyr. Bandaríkin: Á fyrrihluta árs- ins verður mikið um flugslys og sprengingar. Sprenging verður m. a. í mjög leynilegri tilrauna- stöð. Upp kemst um mikið njósnamál og verður heimsfræg listakona viðriðin málið. Ósam- lyndið milli hers, flota og flug- hers vex. Annað hvort rekst bandarísk flugvél á franskan skóla eða frönsk á bandarískan. Kosningaúrslit koma á óvænt. Stórkostleg læknisfræðileg upp- götvun á síðarihluta ársins, sem varðar hjartasjúkdóma eða blóð- sjúkdóma. Rússland: Áframhaldandi órói er í stjórn Rússlands og gengur á ýmsu. Þess er ekki að vænta að kyrrð komizt þar á fyrr en 1962. Á öðrum ársfjórðungi kera- ur Zhukov aftur fram og máske fleiri sem setið hafa í útlegð. Með haustinu má búast við al- varlegri og mannskæðri farsótt. Síðla á árinu má búast við hreins unum í kommúnistaflokknum, erfiðleikum í járniðnaðinum og stórfelldum mistökum í ein- hverri vísindalegri tilraun. Leppríki Rússa: Stjórnarskipti í Ungverjalandi. Sennilegt að brjótist út skærur á landamær. um Búlgaríu og Grikklands. Varsjá og Belgrad leita nánara samstarfs. Þýzkaland: Adenauer hverfur af sjónarsviðinu. Þjóðverjar munu fórna Atlantshafsbanda- laginu fyrir sameiningu Þýzka- lands. Belgía: Mikið verður skrifað um áætlanir um giftingu Baid- vins konungs. Nýlendustefna Belgíu verður fyrir áfalli í Kongó. Norðurlönd: Tveir kunnir menn deyja. Miklar deilur veröa á Norðurlöndum um alþjóðamál og flugskeytastöðvar. Síðarihluta ársins verður haldin í Ósló ráð- stefna, er kalla mætti „Síðasta vonin". ítalía: Frægur stjórnmálafor- ingi verður rekinn. Landið verð- ur fyrir margþættu tjóni af natt- úrunnar völdum. Egyptaland verður algert lepp- riki Rússa um leið og Nasser verður steypt af stóli, því að hann lék tveim skjöldum. Argentína: Peron eða flokkur hans kemst aftur til valda. Indókína: Vopnahléssamning- arnir verða rofnir og bardagar hefjast á ný. Diem forsætisráö. herra mun brjóta odd af oflæti sínu og leita aðstoðar Frakka. Kórea: Vopnahléssamningarnir verða einnig rofnir og bardagar hefjast, en þeir verða takmark- aðir og standa stutt. Eins og sjá má af þessum sýnis hornum eru spádómar Jean Vi- auds ekkert tvíræðir að sið ve- fréttarinnar í Delfi. Hann spáir ákveðnum atburðum á ákveðn- um tímum. Nú er bara eftir að vita, hvort nokkuð er að marka hann. Kjarnorkukluhha send ú! i geiminn ? Aga Khans, Hákonar Noregs- konungs og Zapotocky, for- seta Tékkóslóvakíu. I septem- ber sl. spáði hann því að Ben Gurion væri í lifshættu Skömmu seinna særðist þessi forsætisráðherra ísraels, er tilræðismaður kastaði sprengju í þingsalnum í Jerú- salem. Um áramótin hirti Jean Vi- aud spá sína fyrir árið 1958. Til gamans skal hér skýrt frá nokkrum atriðum í þessari frönsku Krukkspá. Skal tekið fram að hún er miklu lengri Við þurfum ekkí lengi að biða til að geta sannprófað, hvort nokkuð er að marka þetta. Veröldin öll: Það mun ríkja Iriður í heiminum fyrir utan skærur og bardaga á takmörk- uðum svæðum. Ég tel enga hættu á heimsstyrjöld fram að árinu 1962, jafnvel fram að árinu 1965. Eftir það vex hættan. Frakkland: Gaillard-stjórmn fellur fyrir 20. marz. Háttsettur klerkur í Frakklandi dirfist að styggja Vatikanið með því að krefjast breytingar á kirkjulög- um. Þýzkaland bregzt Frakk- landi í mikilvægu máli. Frakkar ráða yfir atómsprengjum. Seinm- hluta árs er hætt við flóðum. Miklar stjórnmáladeilur í ársiok. Bretland: Erfiðleikar vaxa vegna bækistöðva Breta í nálæg- um Austurlöndum og Miðjarðar- hafinu. Bandaríkjamenn bregð- ast Bretum illa í málefni varð- andi nálæg Austurlönd. Síðari- NEW YORK — Þeirri hugmynd hefur nú skotið upp meðal banda rískra vísindamanna, að heppi- Liz Taylor í Prag PRAG 24. jan. — Kvikmynda- framleiðandinn Mike Todd og kona hans Elisabeth Taylor kvik- myndaleikkona komu í dag flug- leiðis til Prag frá París. Tékk- nesku fréttamennirnir spurðu, hvort eitthvað væri hæft í fregn- um um að þau ætluðu að skilja. Hefur orðrómur um það sprottið upp eftir hávært rifrildi milli hjónanna á gistihúsi í París. —Nei, við ætlum ekki að skilja, svöruðu þau einum rómi og til að" sanna það enn betur kysstust þau nokkrum sinnum í augsýn allra og leyfðu að myndir væru af kossunum. — Við rif- umst hressilega, viðurkenndu þau, en við höfum meiri ánægju af rifrildinu, en flest hjón hafa af því að halda stöðugt í höndina hvort á öðru. — Það er mjög spennandi að vera kominn í kommúnistaland, sagði Elisabeth Taylor. Hún hafði þó ekki haft tækifæri til að skoða sig um. — Reuter. legt mundi að sannprófa gildi af- stæðiskenningar Einsteins með því að senda kjarnorkuklukku út í geiminn með geimfari. í afstæðiskenningunni er gert ráð fyrir því sem kunnugt er, að tím- inn breytist í öfugu hlutfalli við hraðann. Þ. e.: með auknum hraða líður tíminn sífellt hægar — og við hraða Ijóssins stendur tíminn nær því í stað. Segir Ein- stein, að geimfari, sem færi með ógnarhraða út i geiminn, mundi eldast hægar en meðbræður hans á jörðinni. Hugmynd hinna bandarísku vísindamanna er sú, að smíða litla kjarnorkuklukku, sem ekki getur seinkað eða flýtt sér um milljónasta hluta úr sekúndu. Ef klukkunni yrði komið fyrir í geimfari — og það látið þjóta um hverfis jörðu með 18,000 mílna hraða á klst. yrði hægt að bera saman gang hennar og annarra nákvæmra klukkna hér á jörðu. STOKKHÓLMI, 31. janúar — Sænska stjórnin hefur skýrt svo frá, að hinir 375 sænsku hermenn, sem gegna nú störfum í gæzlu- liði S. Þ. á Gaza-svæðinu verði leystir af hólmi í apríl-mánuði n. k. Munu Svíar þá senda 500 manna flokk í stað hins gamla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.