Morgunblaðið - 08.02.1958, Page 14

Morgunblaðið - 08.02.1958, Page 14
14 MORGVl\ BLAÐIÐ Laugardagur 8. febrúar 1958 — Svar Hermanns Frh af bls 1 Jiessi fjalla um svipuð málefni, finnst mér hlýða að svara þeim báðum í senn. ■ Eg vil fyrst byrja á því að þakka yður fyrir viðurkenning- arorð yðar um friðarvilja fslend- inga. Ég dreg ekki í efa friðar- vilja neinnar þjóðar, en ég efast um, að friðarviljinn eigi nokk- urs staðar dýpri rætur en meðal islenzku þjóðarinnar. Því veldur meðal annars, að íslendingar hafa aldrei átt í vopnuðum ófriði við neina þjóð og hafa ekki svo að öldum skiptir haft vopn um hönd til að útkljá deilumál innbyrðis. íslendingar kunna því að meta, hve mikilsvert það er, að deilur ~éu leystar án vopnaburðar. Þessi friðarvilji íslendinga .mm glöggt í ljós, þegar ísland endurheimti sjálfstæði sitt 1918. Þá var lýst yfir því, að ísland myndi ekki hafa lier og myndi veroa ævarandi hlutlaust. Það var þá einlæg von íslendinga, að land þeirra myndi haldast áfram utan hernaðarátaka stærri þjóða, eins og verið hafði öldum saman, og hlutleysi myndi því nægja landinu til öryggis. Síðari heim- styrjöldin leiddi hins vegar áþreif anlega í ljós, að ný tækni hafði gert ísland hernaðarlega þýðing- armikið á stríðstímum. ísland var því hernumið strax á fyrsta stríðsárinu, og var með því sýnt, að hlutleysið veitti ekki íslend- ingum lengur öryggi frekar en svo mörgum öðrum. íslendingar iærðu af þessari reynslu, að þeir yrðu í framtíðinni að reyna að tryggja öryggi sitt með öðrum hætti. 1 samræmi við það var gerður varnarsamningur við Bandarikin 1941. Árið 1946 gerð- ' ist ísland svo aðili að Samein- uðu þjóðunum í trausti þess, að þannig yrði öryggi þess bezt tryggt. Því miður hafa Samein- uðu þjóðirnar enn ekki náð þeim viðgangi, að þátttaka í þeim veiti smáríki nægilegt öryggi. Með tilliti til þess gerðist ísland aðili að Atlantshafsbandalag'nu 1949, eftir að hafa kynnt sér vandlega, að þar var um hrein varnarsamtök að ræða, en lega landsins og margvíslegur skyld- leiki við hinar bandalagsþjóðirn- ar gerði þátttöku íslands eðlilega í þessum samtökum. Tveimur árum siðar gerði ísland svo í samræmi við sáttmála Atlants- hafsbandalagsins varnarsamning við Bandaríkin vegna mjög ugg- vænlegs útlits, sem þá var í al- þjóðamálum. í sambandi við allar þær ákvarð anir íslendinga, sem greindar eru hér að framan, hefur ein- lægur friðarvilji og frelsisvilji þeirra komið glöggt í ljós. Þair hafa jafnan tekið fram, að þair vildu ekki hafa eigin her, ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn öðrum þjóðum, ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur, og ef þeir leyfðu erlendum her dvöl í landinu, væri það eingöngu gert í varnarskyni. Þessi afstaða þeirra var t. d. greinilega mörk- uð við inngöngu íslands í Atlants hafsbandalagið. Jafneindregið hafa og íslendingar markað þá afstöðu sína, að þeir muni ekki leyfa erlendum her landvist á friðartímum. Þetta var markað glögglega í varnarsamningnum við Bandaríkin 1941, þar sem tek ið var fram, að hinn erlendi her skyldi hverfa strax af landi burt í stríðslokin. Þetta var áréttað við inngöngu íslands i Samein- uðu þjóðirnar o genn vandlegar við inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið. Þetta var enn á ný áréttað 1951, þegar síðari varnarsamningurinn við Banda- ríkin var gerður. í samræmi við þetta óskaði líka Aiþingi 28. marz 1956 eftir endurskoðun samningsins með brottflutning hersins fyrir augum, þar sem friðarhorfur höfðu þá farið batn- andi um skeið. Vegna óvæntra og hörmulegra atburða, sem gerð- ust haustið 1956, óx uggur og óvissa í alþjóðamálum svo að nýju, að sjaldan hafa horfur ver- ið uggvænlegri, og voru því til- mælin um endurskoðun samn- ingsins afturkölluð. Ósk þessi hefur ekki verið endurnýjuð vegna hins „alvarlega ástands, sem nú ríkir, og vaxandi ófriðar- hættu“, eins og þér lýsið ástandi alþjóðamála í upphafi bréfs yðar 12. desember. En engir myndu fagna meira en íslendingar batn- andi friðarhorfum, sem gerðu erlenda hersetu óþarfa í landi þeirra. í bréfi yðar frá 8. janúar 1958 ræðið þér nokkuð um herstöð Bandaríkjanna á íslandi og seg- ið í því sambandi, að íslenzka ríkisstjórnin hafi ekki gefið neina skýra yfirlýsingu um það, hvort staðsetning kjarnvopna eða eldflauga yrði leyfð á fs- landi. í tilefni af þessu þykir mér rétt að vekja athygli yðar á yfirlýsingu, sem íslenzka ríkis- stjórnin birti 7. maí 1951, þegar varnarsamningurinn við Banda- ríkin var gerður, en þar segir orðrétt: „Óþarft er að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að ráð- stafanir þessar (þ. e'. ráðstafanir þær, sem rætt er um í samningn- um) eru eingöngu varnarráðstaf- anir. Aðilar samningsins eru sam- sála um, að ætlunin er ekki að koma hér upp mannvirkjum til árásar á aðra, heldur eingöngu til varnar“. Sú afstaða íslands, sem hér kemur fram, er að sjálfsögðu ó- breytt enn. Þessi afstaða leiðir eðlilega til þess, að hér verða ekki leyfðar stöðvar fyrir önnur vopn en þau, sem íslendingar telja nauðsynleg landi sínu til varnar. Um kjarnorku- eða eld- flaugastöðvar á íslandi hefur aldrei verið rætt og engin ósk komið fram um slíkt. Þér minnist á það í bréfi yðar 12. desember, að hugsanlegt sé að veita íslandi öryggi í formi „tryggðs hlutleysis“ og .muni stjórn yðar fús til að styðja til- lögur, sem kynnu að koma fram um það. Jafnframt og ég þakka stjórn. yðar þann hug til íslands, sem hér kemur fram, vil ég vekja athygli yðar á því, að samkvæmt því, sem er rakið hér á undan, hafa íslendingar komizt að þeirri niðurstöðu, að öryggi íslands verði að óbreyttum aðstæðum bezt tryggt með þátttöku í At- lantshafsbandalaginu, enda séu þau samtök helzta trygging þess, að friður haldist, meðan ekki næst samkomulag um bætta sam- búð stjórþjóð og verulega afvopn un. í framhaldi af þessu finnst mér ekki úr vegi að minna á nokkur ummæli yðar í bréfinu frá 12. desember. Þér segið í upphafi bréfsins: „Færi svo, að styrjöld brytist út til bölvunar öllu mannkyni, þá er það víst, að ekkert ríki, smátt eða stórt, getur talið sig öruggt“. Þér segið ennfremur nokkru síðar í bréfinu: „Það væri þó háskaleg blekk- ing að ímynda sér, að nú á tím- um yrði hægt að takmarka styrj- öld við tiltekið svæði. Hafi báðar heimsstyrjaldirnar hafizt með staðbundnum hernaðargerðum, þá er enn síður ástæða til að ætla, að með þróun hertækninn- ar verði hægt að koma í veg fyr- ir, að hernaðarsvæðin breiðist út“. Þessi ummæli yðar, herra for- sætisráðherra, sem eru vafalaust hárrétt, benda vissulega til þess, að á stríðstímum yrði hlutleysi lítil vernd íyrir land, sem hefur jcfnmikla hernaðarlega þýðinga og ísland. Lega íslands er slík, að íslendmgurn er það rneira hags munamái en nokkuð annað, að ekki komi lil sryrjalda •. Að ó- breyttum aðstæðum eiga þeir þ ví samstöðu með þeim samtökum, sem frá sjónarmiði þeirra eru nú helzta trygging þess, að friður haldist. Af sömu ástæðum er það jafn- mikið hagsmunamál íslendinga, að sambúð stórveldanna batni og friðurinn í heiminum komist á traustari grundvöll, því að vopn- aður friður verður aldrei tryggur og óhcpp og ill atvik geta leitt tii þeirrar tortímingar, sem allir vilja þó forðast. Þess vegna fagna íslendingar sérhverju frumkvæði sem beinist að því að finna betri skipan á sambúðarháttum stór- veldanna en þá sem nú er. Afþess um ástæðum fögnuðu íslendingar þeirri ákvörðun nýlokins fundar Atlantshafsbandalagsins, að gerð ar yrðu nýjar tilraunir til að bæta sambúðina milli austurs og vesturs, t.d. með fundi utanríkis málaráðherra. Af sömu ástæðum tel ég mér líka fært að lýsa stuðn ingi við tillögur ríkisstjórnar Sovétríkjanna um fund æðstu manna nokkurra ríkja, enda verði ekki rasað um ráð fram við undirbúning hans. Mörg rök hníga að því, að gott gæti leitt af slíkum fundi, en þó því aðeins að hann verði svo vel undirbú- inn, að árangur verði af störfum hans og hann valdi því ekki von- brigðum, er gætu orðið til þess að auka viðsjár á ný. Af þessum ástæðum virðist heppilegt, enda virðist ekkert því til fyrirstöðu, að samræma tillögur Atlants- hafsbandalagsins og Sovétríkj- anna, t.d. með því að halda fund utanríkismálaráðherranna, fyrst eða undirbúa fundinn eftir diplo- matiskum leiðum. Það er að sjálf sögðu samningsatriði, hve fjöl- menn ráðstefna æðstu manna eigi að vera. Ég tel ekki rétt að þessu sinni að ræða sérstaklega þær tillögur, sem þér ræðið um í bréfum yðar, að heppilegt myndi verða að leggja fyrir slíkan fund. Tillög- ur þessar snerta flestar meira önnur ríki en ísland, og er æski- legt að heyra undirtektir þeirra, áður en endanleg afstaða er tek- in til tillagnanna. Sennilega koma þau með einhverjar gagn- tillögur. Því virðist eðlilegt, að reynt verði að samræma nokkuð sjónarmiðin, áður en fundur æðstu manna er haldinn, því að það væri líklegt til að tryggja betri árangur af störfum hans. Þótt ég ræði ekki umræddar tiilögur yðar frekar að svo stöddu vil ég taka skýrt fram, að það er skoðun þjóðar minnar, að allar tillögur, sem geta leitt til betri sambúðar þjóða og afvopnunar, beri að athuga vandlega. Eðlilegt virðist, að slík athugun fari m.a. fram á vegum Sameinuðu þjóð- anna, og ber því að vænta, að stjórn yðar sjái sér fært að taka sem fyrst aftur þátt í störfum af- vopnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Mér er það mikil ánægja að taka undir ummæli yðar um góða sambúð og samskipti milli ís- lands og Sovétríkjanna á undan- förnum árum. Ég get fullvissað yður um, að íslendingar bera hlýjan hug til þjóða Sovétríkj- anna og hafa áhuga á að fylgjast með framförum á sviði atvinnu- tækni og menningar í hinum víð- lendu og fjölmennu ríkjum þeirra. Það hefur komið í ljós í seinni tíð, að miklir möguleikar eru til hagkvæmra vöruskipta milli ís- lands og Sovétríkjanna. Mér er ljúft að minnast þess, að þessi viðskipti hafa verið oss íslend- ingum mjög gagnleg. Það hefur sýnt sig, að vér höfum getað fengið frá Sovétríkjunum mikið af vörum, sem eru nauðsynlegar fyrir þjóðarbúskap íslendmga, og ég vona, að þær vörur, sem vér höfum látið Sovétríkjunum í té, hafi einnig verið þeim gagnlegar. Vér kunnum vel að meta þann markað fyrir útflutningsvörurnar sem opnazt hefur í seinni tíð í Sovétríkj unum. Það er von mín, að þessi og önnur samskipti íslands og Sovét ríkjanna megi halda áfram og að oss í friðsömum heimi megi lán- ast að vinna áfram að því að treysta gagnkvæma virðingu og vináttu þjóða okkar. Yðar einlægur, Hermann Jónasson. Biblíudogur íslenzhu kirhjunnur Á MORUN (9. febr.) er hinn ár- legi Biblíudagur íslenzku kirkj- unnar. Hlutverk hans er tvenns konar, að hvetja menn til þess að lesa Biblíuna og íhuga boð- skap hennar og vera fjársöfnun- ardagur til styrktar útgáfustarf- semi hins íslenzka Biblíufélags. Verður tekið á móti gjöfum til Biblíufélagsins í kirkjum lands- ins, einnig geta menn gerzt styrktarfélagar Biblíufélagsins með því að snúa sér til p st- anna eða til Bókaverzlunar Snæ- björns Jónssonar, Hafnarstræti 9, sem annast alla fyrirgreiðsiu fyrir hið ísl. Biblíufélag. Félagið hefur starfað allmikið hin síðustu ár. Árið 1956 kom út myndskreytt útgáfa af Nýjatesta mentinu og s, 1. ár var útgáfa Biblíunnar flutt heim frá Bret- landi og kom Biblían út á kostn- að félagsins sl. haust. Til þess að kosts þessar útgáfur hafa sjóðir félags'ns náð skamint, og hefur því oröið að taka allmikið fé að láni. Það er stefna allra Biblíufélaga að selja Biblíur og Nýjatesta- menti með sem vægustu verði, en að efla starfsemi félaganna með frjálsum framlögum ein- staklinga, sem áhuga hafa fyrir útbreiðslu Biblíunnar. Þess má líka geta með sérstöku þakklæti hve margir, bæði einstaklingar cg félög hafa stutt Biblíufélagið með gjöfum. Eru þar stærstar gjafir Sambands ísl. Samvinnufé- laga 10 þús. kr. og Kaupfélags Eyfirðinga 10 þús. kr. Hið íslenzka Biblíufélag þarf á næstu árum að vinna að ýmsum aðkallandi verkefnum, koma fastara skipulagi á starfsemi fé- lagsins og undirbúa nýja vand- aða Biblíuútgáfu á 150 ára af- mæli félagsins 10. júlí 1965. Á þessu ári verður sent út rit til allra félagsmanna um sögu íslenzku Biblíunnar og í ráði er að framvegis verði gefin út árbók um starfsemi félagsins og hag þess er einnig flytji stuttar hvetj andi greinar og leiðbeiningar um lestur Biblíunnar. Takmark hins íslenzka Biblíu- félags er að vinna að því að Bibl- ían verði lesin meðal þjóðarinn- ar og að orð hennar og lífsspeki megi bera sem mesta ávezti í hjörtum landsins barna. Óskar J. Þorláksson. Snjófoeltl sömu tegundor og not- nð eru ú Suðurshuutinu SNJÓBELTI fyrir dráttarvélar af sömu gerð og þau, sem Hillary notaði í ferð sinni til Suðurheimskautsins, eru nú komin í notkun á nokkrum stöð- um hér á landi, og hafa reynzt vel. Eru belti þessi framleidd af Eik’s Maskinfabrik í Stafangri fyrir Ferguson dráttarvélar, en hér á landi eru yfir 1800 slíkar vélar. Notaði Hillary þrjár slík- ar vélar með hinum norsku belt- um i ferð sinni til pólsins og rómar mjög, hve vel þær reynd- ust. Fyrstu beltin af hinni norsku Eikmaskin-gerð komu hingað til lands s. 1. haust og hafa verið notuð á nokkrum stöðum á land- inu í harðindunum í vetur með mjög góðum árangri. Eru belti þessi af tveim gerðum, svo- | nefnd „heilbelti", sem ná fram yfir framhjól dráttarvélarinnar, og „hálfbelti“, sem ná fram yfir skriðhjólin eða þensluhjólin, en þeim er komið fyrir sitt hvorum megin á vélinni framan við aft- urhjólin. Beltin eru flutt inn af I Dráttarvélum h. f. Wöruhappdrœfti S.Í.B.S. 200.000,00 kr. 48281 50.000.00 kr. 36106 J0.000,00 kr. 2283 13094 21877 23303 26510 30280 59746 5.000,00 kr. 3912 6626 11782 22409 25010 44616 47606 47711 48328 56839 62803 1.000,00 kr. 5513 9486 11931 14427 15594 15737 15799 16429 17714 17809 25781 31572 32853 33043 35669 35808 38414 42164 42948 60635 500,00 kr. 122 1005 1024 1108 1179 1655 1728 1881 2065 2131 2357 2444 2549 2550 2811 3259 3308 3663 3720 3852 4068 4201 4589 5587 5615 6115 6016 6410 6436 7555 7856 7875 8302 8817 9272 9372 10015 10052 10346 11461 11986 12059 12095 12345 12401 12432 12931 13139 13345 13529 13619 14225 14828 15190 15361 15749 15953 16103 16419 16964 17200 17472 17860 17865 18014 18258 18342 18573 18810 19081 19252 19316 19493 19913 19975 20451 20956 21069 21131 21366 22024 22027 22616 23333 23447 23524 23682 23760 24173 24245 24362 24546 24579 24764 24930 26047 26499 26685 27192 27390 28191 28514 28677 28721 28974 29379 30172 30219 30265 30356 30391 30769 31331 31860 32116 32512 32819 32854 33240 33257 33358 33386 34660 34735 35412 36010 36840 36914 36966 37101 37902 38518 39005 39794 39856 40193 40543 40990 41305 41372 42287 42556 42563 42885 42951 42986 43132 43373 44214 4453 5 44535 44963 45709 45449 46462 46561 46565 47151 48033 48246 48344 48521 48634 48810 49385 49892 50364 51967 52061 52062 52345 53023 53807 55067 55237 55467 55553 55590 56190 56510 57047 57361 57762 58975 59082 59307 59570 59632 59854 59906 59988 60524 60943 61114 61124 61303 61466 61752 61884 61939 62038 62181 62238 62618 63175 63220 63370 63501 63534 64005 (Birt án ábyrgðar)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.