Morgunblaðið - 09.02.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 09.02.1958, Síða 2
2 MOnnriNnr 4ðið Sunnudagur 9. febrúar 1958 Þjóðviljinn lýsir samstarfsflokkunum *'JÓÐVILJINN birti í gær á for- síðu fyrirsögn þá, sem hér er að ofan varðandi svar Hermanns tii Bulganins, og segir í formálá, sem bréfinu fylgir: „Bréf þetta hefir ekki verið borið undir ríkisstjórn ina né það rætt af henni. Ríkis- stjórnin, sem slík á engan hlut að þessu svari heldur er það einkabréf Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, og túlkar einka skoðanir hans á málum þeim, sem um er fjallað." Vitaskuld er hér algerlega rangt með farið að því ieyti, að svar forsætisráðherrans er að sjálfsögðu á ábyrgð allrar ríkis- Afmæliskveðja til frú Guðrúnar Guðlaugsdóttur FRÚ Guðrún Guðlaugsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Freyju götu 37, ein af fyrirmyndarhús- mæðrum þessa bæjar, er 65 ára á morgun, 10. febr. Hefir hún stjórn að sínu stóra heimili af miklum dugnaði og myndarskap. Frú Guð Ástandið í Indónesíu er alvarlegra en menn halda" vafi leikið á, að það hefir verið samþykkt á stjórnarfundi. Hin fyrirsögnin, sem myndin er af, er stíluð til Alþýðublaðsins, sem Þjóðviljinn telur, að hafi glatað bæði sál og æru. í sam- bandi við Alþýðuflokkinn talar Þjóðviljinn nú um „innlimun“ hans og „aftöku“, og er auðvitað engin tilviljun, að blað kommún- ista skuli nota slík orð, því tung- f unni er tamast það, sem hjartanu | er kærast. Að öðru leyti þurfa þessar fyrir sagnir ekki skýringu, en þær lýsa vel andrúmsloftinu, sem er meðal stjórnarinnar, og getur enginn stjórnarflokkanna. Hanníbal Hannesi gefa gulu bókina út? HANNES PÁLSSON, annar höf- undur gulu bókarinnar, skrifar smágrein um hana í Tímann í gær, þar sem hann harmar, að flokkur sinn hafi ekki ennþá bor_ ið gæfu til að fylgja gulu til- lögunum. En jafnframt sver Hann es af sér að hafa samið þing- skjalið, sem Einar Olgeirsson lét í skyndingu taka af borðum þing- manna og ekki hefir sézt þar síðan. Hannes lýsir því, að Hannibal Ær borin á Akur reyn AKUREYRI, 8. febr. — Það hefur vakið nokkra athygli undanfarna vetur, að á bæ einum í Eyjafirði hafa ær borið um miðjan vetur. Er þetta á Stóra-Hamri í Öngul- staðahreppi. Mun þetta vera fremur fátítt fyrirbæri. Nú hef- ur þetta sama gerzt hér á Akui- eyri, að í fjárhúsi einu á Odd eyrartanga, þar sem flóðin gengu yfir í vetur, fæddi tvæ- vetur ær lamb fullþroskað fyr»r fáum dögum. — Líður báðum vel, „móður og dóttur“. Eigandi ærinnar, sem Flekka heitir, er Stefán Stefánsson póst- ur. hafi skipað sig til að semja gula verkið og segir: „Ég vona, að félagsmálaráð- herra gefi mér leyfi til að gefa út umrædda bók og geri mér á þann hátt kleift að rekja ósann- indi og blekkingarskrif Morgun- blaðsins varðandi tillögur okkar Sigurðar Sigmundssonar.“ Segir Hannes ennfremur, að „með birtingu nefndarálitsins verður það bezt sýnt, hvað fyrir » , Sjálfstæðisflokknum vakir í hús- JJcltUíIi rún hefir jafnframt heimilisstörf- rm sínum gefið sér tíma til að vinna í ríkum mæli að kirkju- og margs konar mannúðar-málum, eins og bæjarbúum er kunnugt. Ævinlega er hún boðin og búin að leysa hvers manns vanda. Frú Guðrún hefir unnið mikið í Sjálfstæðisfélögunum og er þar ágætur kraftur eins og annars staðar, þar sem hún leggur hönd á plóginn. Óska ég henni allra heilla og blessunar í framtíðinni. Frú Guðrún og maður hennar eru um þessar mundir stödd í Vestmannaeyjum hjá syni sínum, Sverri tannækni. Sjálfstæðiskona. Nær eingöngu ýsa hjá Stokkseyrar- næðismálum." Það fer ekki hjá „ f , því, að Hannes hljóti að véxa STOKKSEYRI, 7. febr. Allir vegir að lokast í S-Þing. HÚSAVÍK, 8. febr. — Hér þykir mönnum harðindakaflinn vera orðirni langur. Jarðbönn hafa ver ið um tveggja mánaða skeið, svo fénaður hefur allur verið á gjöf. Flesta daga síðan fyrir jól hafa verið hríðar, þó dag og dag hafi rofað til. Frost hafa verið hér nokkur og fannfergi nú orðið mikið. Stöðugt hefur orðið erfiðara að halda uppi nokkrum flutningum með bílum. — Aðeins hinir öfl- ugustu hafa getað brotizt í gegn, en nú er ófærðin orðin það mik- il, að búizt er við, að einnig verði nú að leggja þeim. Tveir snjóbíl- ar eru í flutningi á fólki og varn ingi. Annast þeir einnig mjókur- flutninga hingað til Húsavíkur. Eru þeir látnir draga stóra sleða. — Fréttaritari. orðinn meira en lítið áttavilltur, ef hann telur gulu bókina sýna, hvað Sjálfstæðismexm viiji í hús- næðismálum!! Nú er svo eftir að vita, hvort Hannibal leyfir Hannesi að gefa gulu bókina út, en bráðlega ætti að sjást, hvernig félagsmálaráð- herrann bregzt við þeim tilmæl- um Hannesar. Norræni sumarháskóliim FYRIRHUGAÐ er að halda næstu mánuði námskeið til und- irbúnings þátttöku í Norræna Sumarháskólanum, sem að þessu sinni verður haldinn í nágrenni HelSÍngfors fyrri hluta ágústs- mánaðar næsta sumar. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í námskeiði þessu, eru beðnir að snúa sér fyrir 18. febrúar til Ól- afs Björnssonar, prófessors, sími 16705, eða Sveins Ásgeirssonar. hagfræðings, simi 19742, en þeir gefa allar nánari upplýsingar um Norræna Sumarháskólann og þátttöku í honum. Eldur í litlu húsi Héðan ganga þrír vélbátar til fiskjar á vertíðinni. Hófu þeir allir róðra 3. febrúar. Hafa gæftir verið góð- ar og róið hvern dag síðan. Afli hvers báts hefir verið 3—5 smál. hverri veiðiför, næstum ein- göngu ýsa. Um síðustu helgi var haldinn aðalfundur Sjálfstæðisfélags Stokkseyrarhrepps. Var fjöl- mennl og ríkti hinn mesti áhugx á starfinu. í félagið gengu nokkr ir nýir félagar. Stjórnin var öíl endurkjörin. Er Bjarnþór Bjarna son, bóndi í Hoftúni, formaður félagsins. — Að loknum fundi skemmtu menn sér við spil og annan gleðskap. Ekki hefir hin nýkjörna hrepps nefnd komið saman ennþá til að skipta með sér verkum, og kjósa í fastanefndir, en mun væntan- lega gera það um næstu helgi. KYOTO, Japan, 8. febr. — Jap- önsku öryggissveitirnar, sem gæta Sukarnos forseta Indónesíu voru efldar í dag, eftir að for- ingi herforingjanna sem gert hafa uppreisn í Indónesíu, fór snögg- lega frá Tokyo. Sukarno kom til Kyoto í dag, en hann ferðast um Japan sér til heilsubótar. Hann mun dveljast skemur í Japan en hann gerði ráð fýrir og fer til Djakarta í næstu viku. Samkvæmt sumum fréttum kann Ventje Sumual höfuðsmaður, sem er formælandi uppreisnarmanna, að hafa farið til Nakone-þjóð- garðsins fyrir sunnan Tokyo. — Einn af fylgdarmönnum Sukarn os sagði í dag, að Sumual kynni að eiga viðræður við forsetann bráðlega. Stjórn uppreisnarmanna á mánudag? Sumual sagði fréttamönnum í vikunni ,að hann byggist við þvi að útvarp uppreisnarmanna Súmötru myndi tilkynna stofnun byltingarstjórnar fyrir Indónesíu alla, fyrir mánudag, ef Sukarno léti ekki að kröfum hinna ungu herforingja um að kommúnistum yrði vikið úr núverandi stjórn landsins. Ef Sukarno neitar að fallast á þetta, munu uppreisnaröflin á Súmötru og öðrum eyjum hins unga. lýðveldis utan Jövu láta til sín taka. Herforingjarnir mundu setja á laggirnar nýja stjórn, sem færa mundi minni eyjum aukna sjálfstjóm og svipta Jövu for- ustuhlutverkinu. Uppreisnarmeitn ætla ekki að skipta ríkinu Útvarpið í Singapore tilkynnti í kvöld, að það hefði heyrt í út- varpinu í Padang, og hefði Ach- mad Hussein höfuðsmaður talað þar til þjóðar sinnar. Hussein sak aði stjórn rikisins um algera upp gjöf á öllum sviðum. Hann sagði að ábyrgir leiðtogar yrðu að leita að leiðum til að leysa vandamál ríkisins, en þeir þyrftu ekki að segja sig úr lögum við Bandariki Indónesíu. Hann neitaði fréttum þess efnis, að haim væri að reyna að stofna sjálfstætt ríki á Sú- mötm og kvaðst «kki geta fallizt á það, að andstaða við ríkisstjórn- ina væri andstaða við Bandariki Indónesiu. Siðasta tækifærið glatað? Það var haft eftir fylgdarmönn um Sumuals í dag, að Sukarno hefði misst síðasta tækifæri sitt til að komast að samkomulagi við uppreisnarmenn. Fylgdarmenn Sukarnos sógðu að herforingjar uppreisnarmanna hefðu farið til Ítalíu til að kaupa vopn. Djamin Gintings, yfirmaður fyrstu herdeildarinnar á Sú- mötru, sem er megindeild hers- ins, sagði í dag, að ástandið í Indónesíu væri alvarlegra «■ menn gerðu sér i hugarlund. Lubis handtekinn Útvarpið í Djakarta tilkynnti í dag, að herinn hefði látið hand taka Zulkifli Lubis höfuðsmann, en hann er sakaður um samsæri, sem hafði það að markmiði að drepa Sukarno í nóvember sL Hann á líka að hafa tekið þátt í tilraunum til að steypa stjórninni af stóli. Elzti íbúi Dalasýslu látiim BÚDARDAL, 8. febrúar. — 1 gær lézt að heimili sínu, að Hróð nýjarstöðum í Laxárdal, Einar Þorkelsson, fyrrverandi bóndi, en hann var elzti íbúi Dalasýslu, tæpra 100 ára gamall.. Einar bjó flest sín búskaparár að Hróðnýj- arstöðum og var vel látinn af samtíðarmönnum sínum. Kýpurmálið rætt í Aþenu á mánudag í gærmorgun kl. 5.30 vaknaði Steinúlfur Jóhanness., Suðurl,- . braut 87, við það að íbúð hans, elos Averoff utanrikisraðherra AÞENU, 8. febr. — Formælandi gríska utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að grískir embætt- ismenn væru að undirbúa ráð- stefnu um framtíð Kýpur, sem hefst á mánudaginn. Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta mun þá eiga viðræður við Evang- sem er i litlu timburhúsi, var full af reyk og eldur laus. — Jafnframt því sem slökkviliðinu var gert viðvart gekk Steinúlfur sjálfur rösklega fram í því að kæfa eldinn, sem var í gólfi. — Hafði honum tekizt að ráða nið- urlögum hans er brunaverðir konu á vettvang. Skemmdir urðu þó töluverðar hjá Steinúlfi. — Munu eldsupptök hafa orðið út frá reykröri, sém ekki hafði ver- ið nógu örugglega búið um. og Konstantínos Karamanlis for- sætisráðherra. Lloyd mun dvelj- ast í Aþenu tvo til þrjá daga. Formælandinn sagði, að Grikkir vonuðu hið bezta en byggju sig undir hið versta í sambandi við ráðstefnuna. Samkvæmt góðum heimildum var Makaríos erkibiskup reiðu- búinn að taka þátt í ráðstefn- unni, en hins vegar virðist ekki gert ráð fyrir þátttöku hans neitt um fyrirætlanir Breta í sambandi við lausn Kýpur-vand- ans. Talið er, að það sem kynni að koma í veg fyrir samkomulag Breta og Grikkja, væri áætlun um að skipta eyjunni milli Grikkja og Tyrkja. Annað á- greiningsefni gæti orðið sú hug- mynd að setja upp tyrkneskar herstöðvar á Kýpur, jafnvel þótt þær yrðu undir umsjá NATO. Grikkir munu ekki ganga til neinna samninga, að því er talið er, nema Bretar viðurkenni sjálfs ákvörðunarrétt eyjarskeggja Fallist þeir á hann, mundi jafn- vel Makaríos geta fallizt á tíma bundna sjálfstjórn eyjarinnar undir vernd Breta, en um nánari tilhögun hennar yrði svo samið Gríska stjórnin kveðst ekki vita síðar. Harðindaveðrátta í janúar ÞÚFUM, 4. febr. — Nokkur harðindaveðrátta var hér oft í janúar, þó gerði aldrei mikla fönn, og samgöngur héldust yfir- leitt ótruflaðar bæði á sjó og landi. Hér í hérað eru komnar tvær refaskyttur sunnan úr Reyk- hólasveit og hyggjast stunda refaveiðar hér um slóðir í vet- ur, þar eð alltaí er hér nokkuð um dýr þessi. P. P. Efstu mennirnir tefla saman í dag í ÞRIÐJU UMFERÐ á Skákþingi Reykj avíkur, sem tefld var sl. fimmtudagskvöld í Þórscafé, urðu helztu úrslit þessi: Ingi R. Jóhannsson vann Jón Þorsteinsson, Ólafur Magnússon vann Stefán Briem, Eggert Gilfer vann Eirík Marelsson, Guðmund- ur Ágústsson vann Sigurð Gunn- arsson, Jónas Þorvaldsson vann Hermann Jónsson, Baldur Davíðs son vann Gunnar Ólafsson, Har- aldur Sveinbjörnsson vann Reim ar Sigurðsson, Haukur Sveinsson vann Daníel Sigurðsson og Ágúst Ingimundarson vann Guðmund Ársælsson. Jafntefli varð hjá: Kára Sólmundarsyni og Ben- óný Benediktssyni, Óla Valdi- marssyni og Jónasi Jónssyni. Eftir 3. umferð eru þeir Ingi R. og Ólafur Magnússon efstir með 3 vinninga og hafa þeir unnið allar sínar skákxr. Næstir koma Jónas Þorvaldsson, Haukur Sveinsson og Eggert Gilfer með 2 Yz vinning hver. Með 2 vinninga eru Stefán Briem, Jón Þorsteins- son, Benóný, Kári, Baldur Davíðs, Guðm. Ág., Jón M. Guðmunds. og Ágúst Ingimundarson. í 2. flokki eru efstir með 3 vinninga Árni Jakobsson og Bragi Björnsson. í dag kl. 2 verður 4. umferð tefld í Þórscafé. Þá tefla m. a. saman í efri flokknum þeir: Ingi R. og Ólafur, Jónas og Haukur, Eggert og Stefán, Ben- óný og Jón Þorst., Baldur og Kári, Guðm. Ág. og Jón M. Ágúst og DaníeL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.