Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 3
Sunnudagur 9. febrúar 1958
MORGVNBLAÐ1Ð
3
Ú r v erinu
-- Eftir Einar Sigurðsson -
Sr. Þorbergur Kristjánsson:
Þegar tjaldið fellur
Togararnir
Fram yfir miðja viku var gott
fiskiveður, hæg norðan og norð-
austanátt. Aðfaranótt föstudags
rauk hann upp af norðri með
miklu frosti, og urðu þá margir
að leita landvars. Ekki stóð þó
rok þetta lengi, og voru skipin
farin aftur á veiðar síðarihluta
föstudagsins.
Skipin halda sig á fyrri sióðum,
frá Vikurál og austur fyrir Djúp.
Hafa þau alls staðar orðið vel
vör, og sums staðar hefur verið
ágætur afli. Er augljóst, að hér
er ný fiskiganga á ferðinni. Fisk-
urinn er frekar smár, og er það
hstri vottur.
Fisksölur erl. sl. viku:
Röðull ......... 2681. £ 13653
Hallveig Fróðad. 115- — 5916
Jón forseti .... 198 - — 9638
Marz ........... 212- — 9632
Hafliði......... 203 - —10773
Karlsefni ...... 150- — 7100
Bj. Ólafss...... 183-DM 90000
Fisklandanir sl. viku:
Geir ......... 2201. 13 daga
Pétur Halld....115- 18 —
— saltf....... 45 -
Hvalfell ......... 195- 12 —
Askur .......;... 240- 11 —
Reykjavík
Einn bátur, Hafþór, hefur róið
dagloga með línu á djúpmið og
aflað 3 til 7 xk. lest í róðri.
Þrír minni þilfarsbátar hafa
róið með ýsulínu á grunnmið og
aflað sæmilega, þegar gott hefur
verið sjóveður, 2 'h til 5 lestir í
róðri, ýsa og stútungur.
Bátar, sem róið hafa með ýsu-
net, eru nú flestir búnir að taka
upp. Var afli hjá þeim sáratreg-
ur. Eru þeir nú að búa sig út á
þorskanet.
Fimm útilegubátar komu inn
í vikunni og höfðu lagt 5 lagnir.
Voru tveir þeirra, Helga og Akra
borg, með 52 lestir hvor, Guð-
mundur Þórðarson og Rifsnes
með 40 lestir hvor og Marz með
31 lest.
Keflavík
Róið var alla daga vikunnar,
og voru frekar góð sjóveður nema
í fyrradag, þá var norðanrok
fram eftir degi.
Reytingsafli var alla daga vik-
unnar nema rokdaginn, algeng-
ast 5 til 8 lestir í róðri. Þó fékk
bátur og bátur minni afla en
þetta, en svo var líka afli meiri
hjá bát og bát. Stærsti róðurinn
í vikunni var hjá Reykjaröstinni,
12 lestir. Var aflinn þorskur og
ýsa að mestu leyti.
3—5 bátar hafa seinni hluta
vikunnar landað í Grindavík og
fiskurinn verið sóttur á bílum
suður eftir og farið þangað með
beittu bjóðin. Guðmundur
Þórðarson er einn af þeim bát-
um, sem landað hafa í Grinda-
vík. Fékk hann í tveimur róðrum
25 lestir. í fyrri róðrinum var
ekki einn einasti þorskur í afl-
anum, en 10 lestir af löngu, hitt
var keila.
A k r a n e s
Afli hefir verið sæmilegur
þessa viku, en langt sótt eins og
áður, verið 1% sólarhring í sjó-
ferðinni.
Bezti afladagurinn á vertíðinni
var á mánudaginn. Fengu þá 14
bátar 160 lestir, eða við lli/2 lest
á bát að meðaltali. Hina dagana
var aflinn ekki nema 8 til 9 lestir
á skip.
Hæstu róðrarnir í vikunni
voru hjá Heimaskaga, IIV2 lest
(sl.), og Sigrúnu, 12,9 lestir
(ósl.).
Sjósókn hefur verið með ein-
dæmum erfið í vetur, vegna þess
hve langt er sótt.
Vestmannaeyjar
Almennt var róið alla daga vik
unnar. Alls eru nú 76 bátar byrj-
aðir róðra.
Aflinn var mjög misjafn hjá
línubátum, algengast var hann
6 til 7 lestir. Nokkrir bátar hafa
þó skarað fram úr með afla,
fengið 10 til 15 lestir í róðri flesta
dagana. Stærsti róðurinn í vik-
unni var hjá Langanesinu NK,
15V2 lest.
Aflinn hefur verið mjög bland
aður, stundum allt upp undir
helmingur hans keila og hitt
mest langa og ýsa og yfirleitt lítið
um þorsk.
Handfærabátar eru enn ekki
farnir að afla neitt að ráði, al-
gengast frá V2 lest og upp í 3
lestir. Hæsti róðurinn í vikunni
hjá handfærabát var hjá Björg
EA, 11 lestir.
Talsvert línutap hefur verið
hjá bátum, sérstaklega á föstu-
daginn í norðanrokinu og komst
þá allt upp í 20 stampa hjá ein-
staka bát.
Línubátar hafa í vetur sðtt
mikið meira austur fyrir Port-
land en áður, jafnvel allt austur
fyrir Alviðru. Hafa þeir, sem
austur hafa sótt, aflað bezt.
Alþingi
Alþingi kom saman í vikunni.
Sjávarútvegurinn á jafnan mikið
undir störfum Alþingis. Fleiri
eða færri mál, sem þingið fjallar
um, snerta hann beint eða óbeint.
Eins og sum þeirra geta verið
lyftistöng fyrir þennan atvinnu-
veg, geta líka önnur lamað hann,
svo sem nýjar álögur, sem hafa
verið býsna tíðar upp á síðkastið.
Ef sjávarútvegurinn ætti að
senda Alþingi óskalista í byrj-
un ársins, gæti hann litið út eitt-
hvað á þessa leið:
1) Öryggi sjómanna verði auk
ið sem mest með nýjum vitum
á hættulegum siglingaleiðum.
Nýtt hraðskreitt björgunar- og
varðskip, sem fært væri um að
elta uppi hraðskreiðustu togara
verði keypt. Þótt vel hafi verið
gert í þessum 'efnum hin síðari
árin, dettur engum í hug, að
hér verði látið staðar numið.
Þrotlaust verkefni er framundan,
og ætti fordæmi annarra þjóða
að vera ísléndingum hvatning.
Má minna á hið þýzka hjálpar-
skip, sem hér var á ferð fyrir
nokkru.
2) Stóraukið framlag til hafn
argerða. Má í því sambandi benda
á, hversu mikilvæg myndarleg
átök í þeim efnum geta orðið
sjávarútveginum til eflingar,
eins og hafnargerðin í Vestmanna
eyjum, þar *em í vetur verða ekki
færri en 150 skip gerð út, og svo
hafnargerðin á Akranesi, sem
býður upp á stóraukna útgerð,
hvort heldur togara eða vélbáta.
3) Frjáls innflutningur fiski-
skipa og véla í þau og hvers
konar fiskvinnsluvéla, án nokk-
urra tolla eða aðflutningsgjalda.
Hvert fiskiskip keypt til lands-
ins greiðir sig gjaldeyrislega á
einu ári, hvort heldur um vélbát
eða togara er að ræða. Sé hægt
að semja um gjaldfrest á þess-
um skipum, þótt ekki sé nema
stuttan tíma, þurfa þetta aldrei að
verða gjaldeyrisútlát fyrir hina
gjaldeyrisfátæku þjóð, en þvert
á móti hin bezta gjaldeyrisupp-
spretta um ókomin ár.
Ekkert stuðlar betur að bættri
lífsafkomu þjóðarinnar en aukn-
ar vinnuvélar. Að hátolla vinnu-
vélar og torvelda þannig kaup
þeirra er verri búmennska en að
tolla korn, sem hvarvetna myndi
þykja hinn versti skrælingjahátt-
ur. —
4) Efla Fiskveiðasjóð íslands,
svo að hann geti fullnægt öll-
um lánsbeiðnum, og hæi,l;a láns
hámark sjóðsins.
5) Gera sérstakar ráðstafan-
ir til að bæta úr sjómannaskort-
inum, m.a. með því að bæta kjör
sjómanna borið saman við land-
verkafólk, hafa hlut fiskimanna
skatt- og útsvarsfrjálsan, stofna
lífeyrissjóð fiskimanna og greiða
fyrir innflutningi Færeyinga, m.
a. í sambandi við húsnæði, því
að fyrirsjáanlegt er, að með sí-
auknum fiskiskipaflota, sem þjóð
inni er hvað mest nauðsyn á,
verður ekki unnt að manna hann
með íslendingum, jafnvel þótt
gerðar yrðu hinar róttækustu ráð
stafanir til þess að bæta kjör
þeirra og aðra aðstöðu.
6) Og síðast en ekki sizt að
færa út landhelgislínuna í 12
mílur.
Erfiffleikar útgerffarfélags
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
hefur undanfarið átt í nokkrum
fjárhagserfiðleikum, en félagið á
og gerir út 4 togara, rekur mynd-
arlegt hraðfrystihús, saltfiskverk
un og herzlu. Starfsemi þess
er því hin mikilvægasta fyrir
Akureyrarbæ atvinnulega og fjár
hagslega séð.
Félagið er sameign bæjarfélags
ins og borgaranna og fram að
þessu hefur það þótt til fyrir-
myndar um rekstur slíkra fyrir-
tækja. Hefur verið ályktað sem
svo, að þátttaka borgaranna í
félagsskap sem slíkum veitti
meiri aðhald en þegar um hrein-
an bæjarrekstur er að ræða.
Eins og kunnugt er miðast nú
afkoma allrar útgerðar við mat
rikisvaldsins á þörfum hennar. Þá
er ekki miðað við, hvað útgerðin
þarf til þess að bera sig, heldur
hvað hægt er að komast af með
minnst, til þess að hún skrimti,
með því að ganga á höfuðstól út-
gerðarmannsins, safna skuldum
og láta borgarana standa undir
rekstrinum þegar um bæjarút-
gerð er að ræða, með kannski
allt upp í Vi af útsvarinu og jafn-
vel meira.
Þegar þjóðfélagið vanrækir
þannig að búa sómasamlega að
útgerðinni, er ekkert eðlilegra en
það hlaupi undir bagga i slíkum
tilfellum og rétti Ú.A. myndar-
lega hjálparhönd í erfiðleikum
þess. Þetta er því eðlilegra, sem
ætla má, að hér sé aðems um
stundarfyrirbrigði að ræða, og
væri illt til þess að vita, að farin
yrði sú leið, sem farin var á
Seyðisfirði undir sömu kringum-
stæðum. Borgararnir, sem lögðu
fram hlutafé í fyrirtækið, gerðu
það af óeigingirni og í góðri trú
á að slíkur atvinnurekstur væri
ekki leikinn það hart af því opin-
bera sem raun ber vitni, og sama
er að segja um lánardrottna. Það
má ekki skapa það álit, að eng-
inn geti komið nálægt neinu, sem
heitir útgerðarrekstur, nema
tryggja það fyrirfram, að allt sé
á þurru.
Það er svo aftur annað mál, að
aðrar og meiri kröfur ætti að
mega gera til þeirra, sem hafa
útgerð með höndum, ef horfið
væri frá verðbótafyrirkomulag-
inu og afskiptum ríkisvaldsins, en
söluverð útflutningsafurðanna lát
ið ráða ge»gisskráningunni
hverju sinni.
Bretar auka vetrarveiffar
við Grænland
Brezkir togarar hafa undanfar-
ið veitt vel við Grænland, eink-
um þó skip frá einu útgerðarfé-
lagi í Hull. Bretar byrjuðu að
sækja til Grænlands að vetrar-
lagi 1952, og hefur það fðerzt í
vöxt siðan. Áður var venja að
hætta í nóvember.
Síldveiffi Færeyinga
Á síldarvertíð Færeyinga veiddu
þeir 136.500 tunnur á 111 skipum.
írlendingar bæra á sér
1 landheigismálum
Um áramótin kom sandur af
erlendum togskipum að strönd-
um frlands til að toga þar fyrir
síld. Voru skipin 10 mílur frá
landi og þannig fyrir utan land-
helgislínuna. En frlendingar ótt-
uðust, að skipin myndu sópa mið-
in ,enda fóru þau hvert af öðru
heimleiðis, að því er virtist með
mikinn farm. Leiddi þetta til
þess, að írskir fiskimenn og út-
ALLIR kannast við hugsunarhátt
ríka bóndans, er hugðist segja
við sálu sína: „Þú hefir mikil
auðæfi geymd til margra ára
— Hvíl þig nú, et og drekk og
ver glöð.“ Já, þetta lífsviðhorf
er alkunnugt einnig á okkar dcg-
um, þar sem svo virðist raunai
stundum, að flest sé miðað við
efnisins gæði og þessi fáu skref
okkar frá vöggu til grafar.
Engu að síður kemur þó að
því í lífi flestra manna, að þeim
verður að staldra við og íhuga,
hvað við taki handan þess sjónar-
hrings, er dauðinn markar.
Astæðurnar til þessarar íhugun-
ar geta ýmsar verið. Er kvö'd-
skuggarnir taka að lengjast verð-
ur sú hugsun æ áleitnari, að
brátt muni skeiðið runnið. Eftir
því sem árin færast yfir, fer
þrótturinn að öllum jafnaði
þverrandi, heilsunni hrakar, og
sú vitund verður þá eigi til
lengdar umflúin, að innan tíðar
hljóti tjaldið að falla, og þá vakn
ar spurningin eðlilega og óum-
flýjanlega: — Hvað liggur hand-
an þess?
Og þessi spurning kemur einn-
ig og ekki síður oft fram í hug-
ann í sambandi við ástvinamissi.
Er elskaður vinur, sem e. t. v.
hefir verið svo snar þáttur í lífi
okkar og tilv«ru, hverfur úr
hópnum, þá verður oss óhiá-
kvæmilega hugsað til hans, þar
sem hann nú er, og vér reynum
gjarnan að gjöra oss í hugarlund,
hvernig honum muni farnast i
heimi andans: Hvað hefst hann
þar að, hann sem áður gneistaði
af lífi, þrótti og starfsgleði?
Hvernig ver hann nú tímanum?
Er sú tilvera, sem hann nú er
horfinn til þess eðlis, að hann geti
kunnað við sig þar, — og hvað
um okkur sjálf, þegar röðin
kemur að oss? Getum vér vænzt
þess, að vér munum una oss þar,
er vér höfum neyðzt til að skilja
við eignir vorar og umsvif, al .a
þá kæru hluti, sem vér kunnuo;
að hafa safnað að oss, e. t. v.
á langri ævi, og eru oss svo mik-
ils virði?
gerðarmenn gera nú háværar
kröfur um stækkun landhelginn-
ar. —
Skip, sem veiffa síid í troll
þurfa að hafa mikinn ganghraða.
Getur hraðinn ráðið úrslitum,
hvort síldin veiðist eða ekki. Hér
ættu nýju austur-þýzku skipin að
standa vel að vígi, sem hafa mjög
aflmiklar vélar. Það hlýtur að
koma að því innan skamms, að
hægt verði að ná síldinni í troll
hér við land.
V iðskiptavinur inn
Viðskiptavinurinn er mikil-
vægasti maður fyrirtækisins.
• &
Viðskiptavinurinn truflar ekki
starfið, hann er það, sem allt
stefnir að.
Við gerum ekki viðskiptamann
inum greiða með því að þóknast
honum, hann er að gera okkur
greiða með þvi að leyfa okkur að
gera það, — gefa okkur tækifæri.
Viðskiptavinurinn er ekki háð
ur okkur, við erum háðir honum.
Viðskiptavinurinn er ekki ó-
viðkomandi fyrirtækinu, "hann er
hluti af því.
Viðskiptavinurinn er ekki þurr
ar tölur, hann er mannvera af
holdi og blóði með tilfinningar
og ástríður og ekki laus við
hleypidóma.
Viðskiptavinurinn er ekki sá,
sem á að þrátta við eða sigra í
deilum.
Viðskiptavinurinn er sá, sem
kemur með þarfir sínar til fyrir-
tækisins, og það er okkar verk
að bæta úr þeim með hagnaði
fyrir hann og okkur sjálfa.
Já, margar spurningar geta
vaknað við dánarbeð elskaðs
vinar, eða þegar oss grunar, aff
brátt kunni að verða knúðar dyr
hjá oss sjálfum. Og oss kann að
þykja það undarlegt og ósann-
gjarnt, að Biblían hið opinberaða
Guðsorð, skuli ekki ræða skýr-
ar og skilmerkilegar um þessa
hluti en raun ber vitni, enda er
það þá líka alkunna, að ýmsir
leita annað en til Biblíunnar til
þess að fá upplýsingar um ástand
ið eftir umskiptin miklu. Sú leit
hefir að vísu ekkert markvert
upplýst, er mér sé kunnugt un>
en burtséð frá öllu öðru, fylgir
slíkri hnýsni ávallt sú áhætta, að
óskir vorar og ímyndun hlaupi
með oss í gönur og vér fáum
einfaldlega þau svör, er vér ósk-
um eftir og eru til orðin í okkar
eigin ímyndun.
Það er enda sannfæring mín.
að sá Guð, er yfir oss vakir, hafi
af vísdómi sínum komið því svo
fyrir, að vér menn skulum eigi
vita nema takmarkað um það, er
býr að baki gröf og dauða, sbr
og þá staðreynd, að vér vitum
fátt um það, hvað þeir dagar,
sem oss kunna að gefast hér í
viðbót muni bera í skauti sér
Æskumaðurinn, er öruggum aug-
um horfir fram á veginn, veit lítt
um það, hvað mæta kann á leið-
inni, sem framundan er, og munu
flestir sammála um, að því sé
vel farið, þegar alls er gætt. Og
á sama hátt er ég þess fullviss,
að oss er af einhverjum ástæð-
um ekki ætlað að vita um lif’ð
eftir dauðann annað eða meira
en það, sem Guð hefir opinberað
oss í heilögu orði sínu.
En fyrir hvern þann, sem fund-
ið hefir og skilið hvað í því felst
að Guð er kærleiksríkur faðir vor
— fyrir hvern þann, sem á Jesúm
Krist að frelsara, er það þá lika
ajveg fullnægjandi, sem vér get-
um lesið um þessa hluti í hinni
helgu bók. Fyrir oss alla fylgir
dauðanum einatt sársauki og
sorg, — það er ávallt erfitt að
skíljast við þá, er vér elskum,
jafnvel þótt það sé aðeins um
stundarsakir og dauðanum fylg.ia
oft óumræðilegir örðugleikar,
eins og þá, er foreldri deyr frá
ungum börnum eða ellistoð ald-
urhniginna foreldra. En í augum
þess, er raunverulega trúir á,
Jesúm Krist, fylgir dauðanum
engin ógn, heldur miklu fremur
hið gagnstæða, sbr. það, sem Páll
ritar vinum sínum í Filippiborg:
„Eg á úr tvennu vöndu að ráða“
segir hann. „Mig langar til að
fara héðan og vera með Kristi,
því að það væri miklu betra“. —
„Lífið er mér Kristur", skrifar
hann ennfremur, „en dauðinn
ávinningur." í augum Páls var
dauðinn þannig inngangur til
lífsins í fyllingu sinni, þar sem
óskorað réttlæti ríkti, friður og
fögnuður í heilögum anda, eins
og hann orðar þetta annars stað-
ar. Hann mundi eignast alveg
skuggalaust samfélag við Drott-
in sinn og frelsara, er hann
hafði elskað og þjónað svo trú-
lega.
Nú getum við að sjálfsögðu
ekki mælt okkur við sjálfan
postula trúarinnar, en eigi að síð-
ur er þetta kjarninn í von og
vissu allra kristinna manna varð-
andi lífið eftir dauðann, að þeir
ásamt elskuðum vinum sínum
mega vera þar, sem Kristur er,
í því andrúmslofti, er hann skap-
ar, án þess að þar fái nokkuð
truflað. En þessa von og vissu
byggja kristnir menn ekki á eig.
in ímyndun, óskhyggju eða um-
sögn miðla, heldur á Guðs orði.
Eitt hið síðasta, er Kristur sagði
við vini sína, áður en hann gekk
til móts við krossinn, var einmitt
þetta: „Þegar ég er farinn burt
og hefi búiff yffur staff, kem ég
aftur og mun taka yffur til min
til þess, aff þér séuff og þar sem
ég er.-------Og veginn þangaff
sem ég fer þekkiff þér“, segir
hann ennfremur. „Eg er vegurinn
og sannleikurinn og lífiff.“