Morgunblaðið - 09.02.1958, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.02.1958, Qupperneq 4
4 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. febrúar 195u í dag er 40. dagur ársins. Sunnudagur 9. febrúar. ÁrdegisflæSi kl. 8,55. Síðdegisflæði kl. 21,25. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhiinginn. Læknavörður L R (fyrir vitjaniri er á sama stað, frr kl. 18—8. Sími 15030. Næturvö ður er í Laugavegs- apóteki, sími 24047. — Iðunnar- apótek, Ingólfs-apótek og Reykja- víkur-apótek fylgja öll lokunar- tíma sölubúða. Garðs-apótek, — Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vesturbæjar-apótek eru öll opin daglega til kl. 8, nema á laug ardögum til kl. 4. Þessi síðasttal- in atpótek eru opin á sunnudögum milli ld. 1 og 4. Kópai ogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Ólafur Einarss Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. — Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son. I.O.O.F. 3 = 1392108—8% I. = □ EDDA 59582117 EB^Mcssur Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 2. Séra Þorsteinn Jóhannes- son, fyrrum prófastur, predikar. — Heimilispresturinn. Innrl-Njarðvíkurkirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11. — Keflavík- urkirkja: — Messa kl. 5. (Biblíu- dagurinn). Séra Björn Jónsson. 5 mínútna krossgáta irnn TT---w1 t ’—g|| — u — 12 13 Bm :__t 18 SKÝRINGAR. Lárétt: — 1 kvæði — 6 fæða — 8 dýr — 10 átrúnað — 12 átak — 14 tónn — 15 fangamark — 16 — fæða 18 í lögun (þf.). Loðrélt: — 2 skák — 3 verk- færi — 4 stúlka — 5 fugla — 7 ungviðin — 9 vafa — 11 kven- mannsnafn — 13 slá í öngvit — 16 fisk — 18 flan. Lau.n síðustu krossgátu: Lárétt: — 1 áhald — 6 aða — 8 rok — 10 lóa — 12 yfirlið — 14 S. N. — 15 Ra — 16 blá — 18 andlits. Lóðrétt: — 2 haki — 3 að — 4 lall — 5 frysta — 7 kaðals — 9 ofn — 11 óir — 13 ræll — 16 BD — 17 ái. FERDIIMAND Brúðkaup 1 gær voru gefin saman í hjóna band af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Ásta Kristinsen og Einar Jósteinsson sjómaður. Heimili brúðhjónanna er í Hiíðargerði 1, Reykjavík. + AF M Æ Ll <■ Frú Jónína Hermannsdóttir, Skúlagötu 66, er sjötíu ára í dag. Jón Valdemarsson smiður, Lamb haga, Hrísey, er sextugur í dag. Jón er vinsæll og vel látinn af öllum, sem til hans þekkja. Kunn- ingjar hans og vinir um land allt munu samgleðjast honum og ósifa honum allra heilla á þessum merku tímamótum. Skipin Eimskipaféiag fslands li. f.: —— Dettifoss fór frá Ventspils 7. þ.m. til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss fór frá Rvík 31. f.m. til New York. Gullfoss fór frá Reykjavík 7. þ.m. til Ham borgar, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar, Ventspils og Turku Reykjafoss fór frá Hamborg 7. þ. m. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 29. f.m. til Reykjavíkur. Tungufoss kom til Hamborgar 8. þ.m., fer þaðan til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja kom til Reykjavíkur í gær að austan úr hringferð. Herðu- breið er væntanleg til Reykjavík- ur í dag frá Austfjörðum. Skjald- bréið er á Skagafirði á leið til Akureyrar. Þyrill er í olíuflutn- ingum á Faxaflóa. Skipadeild S. í. S.: — Hvassa- fell væntanlegt til Kaupmanna- hafnar 11. þ.m. Arnarfel' s í Reykjavík. Jökulfell fór 5. þ.m. frá Akranesi áleiðis til New castle, Grimsby, London, Bou- logne og Rotterdam. — Dísai-fell fór í gær frá Reykjavík til Grund arfjarðar og Flat^yrar. Litlafell er í Rendsburg. Helgafell fór í gær frá Gufunesi til Reyðarfjarð ar. Hamrafell er í Batum. g^Flugvélar Flugfél-g íslands h.f.: — Hrím- faxi er væntanlegur til Reykjavík Frá bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag. Á myndinni sjást fulltrúar kommúnista, Framsóknar og Alþýðufl. (f. v.): Alfreð Gíslason, Guðm. J. Guðmundsson, Guðm. Vigfússon, Þórður Björnsson og Magnús Ástmarsson. ur í dag kl. 16,10 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvél in fer iil London á morgun kl. 08,30. — Innanlandsflug: — 1 dag er ráðgert að fljúga til Akur eyrar og Vestmannaeyja. Á morg un er ráðgert að fljúga til Akur- eyrar, Fagurhólsmýrar, Horna- fjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. HFélagsstörf Blaðamannafélag íslands heldur aðalfund sinn n. k. sunnudag, 16. febrúar, kl. 2 e.h., að Hótel Borg. Kvcnfélagið Kcðjan heldur að- alfund mánudaginn 10. febrúar, í félagsheimili prentara kl. 8,30 síðdegis. Kvenfélag Bústaðasóknar. — Félagsfundur 12. þ.m. að Kaffi- Höll. Ýmis félagsmál, upplestur. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hefur fund annað kvöld í Sjálf- stæðishúsinu kl. 8,30, til að fagna sigri Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórnarkosningunum. Skemmti- atriði. Leikþáttur og gamanvísur, Emélía Borg og Nína Sveinsdótt- ir flytja. Kaffidrykkja og dans. Allar S:álfstæðiskonur velkomn- ar með gesti. Ymislegt Orð lífsins: — Vér viljum og þekkja, kosta kapps um að þelckja Drottin, — hann mun eins áreið- anlega koma eins og morgun/roð- inn rennur upp — svo að hann komi yfir oss eins og regnskúr, eins og vorregn, sem vókva/r jörð- ina. (Hós. 6, 3). Frímerkjasamband í Noregi. —— Foringi í norska flughernum, sem leggur stund á frímerkjasöfnun, einkum NorðurLandafrímerki, vill komast í bréfaskipti við frímerkja safnara hér á ■ landi, með f rí- merkjaskipti fyrir augum. — Ut- anáskrift til hans er: Oberst Heine Eriksen, Bodö Hovedfly- stasjon/LKN, Bodö, Norge. í fregninni um konuna sem hvarf af togaranum Neptúnusi, var sagt í blaðinu í gær að það hefði verið í Hamborg, en átti að standa Cuxhaven. Skellinöðru stolið. — Rannsókn arlögreglan leitar nú að skellinöðr unni F-35 (Siglufirði), sem hvarf fyrir nokkrum dögum utan við húsið Sogaveg 198. Þetta e. grænt NSU-hjóI. Eru þeir, sem kynnu að hafa séð farkost þenna, >eðn- ir að tilkynna það rannsóknarlög reglunni. Barnasamkoma verður kl. 3 í dag í félagsheimilinu Kirkjubæ, við Háteigsveg. Öll börn velkom- in. Séra Emil Björnsson. Fræði Martínusar. Fyrirlestur verður haldinn annað kvöld kl. 8,30 í Gagnfræðaskóla Austurbæj. ar, stofu 9. Umræðuefni „Hrynj- andi heimsmenning". Siilabækur með litprentaðri kápumyndum hefur' Vinnubókaút- gáfan sent blaðinu. Myndir þess- ar eru í þremur flokkum í 1. fl. fuglamyndir og er þá frásögn sem fylgir um viðkomandi fugl. 1 2. flokki eru spendýrin og er t.d. mynd númer eitt af hreindýri og frásögn um þau eftir Helga Val- týsson. í 3. flokki eru borgir og i 4. flokki myndir af rithöfundum. Aftan á kápunni er að finna mál og vog og margföldunartöfluna. Góður pappír er í bókunum og eru síður strikaðar. Allt gott æskufólk vill vera sín- um nánustu til gagns og glgði. — Þess vegna, aldrei áfengi. — Um- dæmisstúkan. Aheit&samskot Hallgrímskirkju í Saurbæ, afh. Mbl.: G og B kr. 50,00. Bágstaddu móðirin, afh. Mbl.: Maggi kr. 100,00; B B 100,00; M K kr. 50,00. Lamuði iþróttamaðurinn afh Mbl.: Áheit N N kr. 500,00. Gjafir og áiieit til hins íslen/.ku Biblíufélags: — „Anonym“ kr. 5000,00; G. Gíslason h.f. 300; Öl. Johnson 500; Bj. Sigurðsson 100; Ragnh. Ó. Björnsson 500; Fr. Magnússon, Skagaströnd 100; — Matth. Sveinsson, Isafirði 200; Hannes Magnússon 100; S K 200; Konan: — Ef einhver segir eitt hvað við þig, þá fer það inn um annað eyrað og út um hitt. Maðurinn: — Og ef einhver segir eitthvað við þig, þá fer það inn um bæði eyrun og út um munninn. ■Á — Hvers vegna ferðu alltaf út á svalirnar þigar ég er að æfa mig að syngja. Fellur þér ekki röddin i mér? — Jú, jú, en það sem fyrir mér vakir, er að sýna nágrönnunum það að ég sé ekki að drepa þig. ★ — Þú ert skilinn við konuna þína. Hvert ykkar fékk íbúðina? — Málafærslumaðurinn. Hundalíf Áslaug Magnúsdóttir 10; N N 20; Guðm. Gunnlaugsson 100; Lýsi h. f. 300; G. Eir., Berufirði 100; N N 355; Guðm. Garðarson, Seyð isfirði 40; Guðm. Gunnarsson, Laugum 150; Sr. Þorgeir Jónsson 100; Sr. Einar Guðnason 100; Sigurhans Árnason 500; Kaupfé- lag Eyfirðinga 10.000,00; Sam- band ísl. Samvinnufél., 10.000,00; H T 25; Guðrún Ólafsd., (afh. B. E.), 100; Elísabet Kristj., Vesm.- eyjum kr. 100,00. — Kærar þakk- ir. — Rvik 1. febrúar 1958. — Óskar J. Þorláksson, gjaldkeri. Peningagjafir til f jölskyldunn- ar í Múlakamp 1B. — Frá ónefnd um 100 kr., frá Heimi 100 kr., frá Laugarvatni 300 kr., frá Stykkis- hólmi 100 kr. og frá Mæðrastyrks nefnd til fjölskyldunnar kr. 1000. Spurning dagsins AÐ hvaða leyti teljið þér tón- listarflutningi útvarpsins helzt ábótavant? Jón Leifs, tónskáld: í stuttu máli finnst mér að tónlistarflutningi útvarpsins sé ábótavant 1 öllu — tón- gæðum, vali tónverka, nið- urröðun dag- skrár, stundvísi og kynningu. Um sérhvert þessara atriða væri hægt að skrifa heilsíðu- grein, en form þessa spurninga- þáttar gefur ekki tilefni til ýtar- legrar greinargerðar. Knútur Skeggjason, magnara- vörður: Á síðustu árum hefur tónlistarflutningur útvarpsins aukizt mjög bæði að magni og fjölbreytni. Flestir hljóta að finna þar eitthvað við sitt hæfi, en galdurinn ligg- ur æ meir í að velja og hafna. Sennilega væru fleiri ánægðir útvarpshlust- endur, ef það ráð væri almennt tekið að hlusta sjaldnar en betur — og loka þess á milli fyrir tækið, gjarnan ákveðið, en þó með stillingu. Svar mitt verður því það, að allir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Ingvar Guðmundsson, ritstjóri Keflavíkurtíðinda: Einu sinni réðist Benedikt Gröndal, núver- andi formaður útvarpsráðs. í það að hreinsa til í plötusafni út— varpsins. Þá braut hann að- eins eina plötu, en gerði það samt svo mynd arlega, að flest ir hlustendur heyrðu brot- hljóðin. Nú vildi ég mælast til þess að Benedikt léti fara fram verulega hreinsun i plötusafninu og vildi ég þá gjarnan fá að hjálpa til við starfið. Er ég hræddur um að hvergi hlífði ég sinfonium, oratorium og fugum og hvað hún er nú kölluð þessi háfleyga tónlist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.