Morgunblaðið - 09.02.1958, Síða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Surmudagur 9. febrúar 1958
NYI FORSÆTISRAÐHERRANN ER
HOLLARI RÚSSLANDI EN
FÖÐURLANDI SÍNU
FYRIR nokkru var skýrt frá
stjórnarskiptum í Ung-
verjalandi. Janos Kadar
lét af embætti forsætisráðherra
en við tók 71 árs gamall kommút
isti, sem talinn hefur verið keppi-
nautur Kadars. Nýi forsætisráð-
herrann Ferenc Miinnich hefur
lifað mjög viðburðarika ævi.
Hann hefur verið boggja handa
járn og er til marks um það að
sumir telja valdatöku hans benda
til stalinisma í ungverskum
stjórnarháttum, en aðrir teija
hana vitni um títóisma. Og þó
hann hafi verið keppinautur
Kadars um hylli Moskvu-valds-
ins, heldur Kadar enn stöðu fram
kvæmdastjóra kommúnistaflokks
ins, svo að þeir munu eiga eftir
að starfa saman í þjónkun við
Kreml-valdið.
Þó Múnnich sé 71 árs, er hann
unglegur og kvikur í hreyfingum,
og hann kann vel við sig í fjöl-
mennum drykkjuveizlum.
★
Hann er ekki verkamannsson-
ur og hann var ekki fátækur í
æsku, þótt nú sé stundum
reynt að gefa honum öreigablæ.
Hann gekk á Kolozsvar-háskól-
ann ogs lærði lögfræði og lifði
glaðvær stúdentsár.
Þegar heimsstyrjöldin brauzt
út 1914 var hattn kallaður i her-
inn og sendur á Rússlandsvíg-
stöðvar. Þar barðist hann með
litlum árangri öðrum en að Rúss-
ar tóku hann höndum og mátti
hann sitja lengi í fangabúðum
þar eystra. Þar kynntist hann
kommúnismanum.
Bolsévíkarnir rússnesku létu
sér ekki nægja að útbreiða sinn
pólitíska áróður meðal rússneskra
borgara, heldur skipulögðu þeir
pólitíska kennslu í stríðsfanga-
búðunum. Þegar byltingin brauzt
út fengu þeir þannig í lið með
sér mikinn fjölda fanga, sem
brutust út úr fangelsunum.
Ferenc Munnich var einn þeirra.
Hann barðist fyrir valdatöku
Lenins, hins mikla leiðtoga.
Eftir sigur byltingarinnar í
Rússlandi sneri hann heim til
Ungverjalands og tók þátt í
ungversku kommúnistabylting
unni undir forustu Bela Kun.
Hann varð þegar háttsettur í
liði ungverskra kommúnista
og var skipaður yfirmaður
Rauða hersins í Búdapest og
stjórnmálafulltrúi alls Rauða
hersins ungverska. Þannig átti
hann meginsökina á geysi-
legri ofsóknarstjórn komrnún-
ista í Ungverjalandi 1919.
Byltingarstjórnin ungverska
féll og Munnich tókst að flýja
land. Leið hans lá þá aftur til
Rússlands. Varð hann nú um
langt skeið háttsettur embætíis-
maður í stjórn rússneska olíuiðn-
aðarins og sýndi sú staða, að rúss
nesku valdhafarnir mátu hann
mikils.
Þegar borgarstyrjöldin brauzt
út á Spáni 1936, sendu Rússar
hann til Spánar, og var hann
skipaður yfirmaður 11. alþjóðlegu
herdeildarinnar, sem barðist
með stjórnarliðum á Spáni.
Múnnich átti vissulega sinn þátt
í hinum blóðugu innbyrðis deil-
um milli spanskra kommúnista.
Þau mál hafa enn ekki verið upp
lýst til fulls. En svo mikið er víst,
að Múnnich var handbendi
Moskvuvaldsins.
★
Franco sigraði í borgarastyrj-
öldinni svo Múnnich varð enn að
leggja land undir fót. Fyrst
dvaldist hann skamma hrið í
Frakklandi, en hvarf svo enn
heim til föðurhúsanna — til
Moskvu.
Hreinsanirnar miklu stóðu
þá yfir í Moskvu. Stalin hafði
látið handtaka Bela Kun, hinn
gamla húsbónda og vin
Munnich. En nú gerðist sá
ljóti atburður, að Munnich
varð höfuðákærandi Bela
Kuns, sem var tekinn af lífi.
Síðar hefur Krúsjeff að vísu
upplýst, að Bela Kun hafi
saklaus verið líflátinn. Eftir
þennan atburð hefur Múnnich
fengið orð á sig sem gallharð-
ur stalinisti.
Múnnich var nú ekki lengur
neitt unglamb. Þegar Þjóðverjar
réðust á Rússland 1941 ákvað
hann samt að ganga í rússneska
herinn og þótti hann ganga eink-
Þorskveibarnar hér
Ferenc Múnnich
ar vel fram í bardögunum við
Stalingrad. Undir stríðslokin
kom hann heim til Ungverja.
lands, sem rússneskur hermaður
og tók að vinna að skipulagningu
ungverska kommúnistaflokksins.
í rauninni hefði Múnnich
í samræmi við allan feril sinn
átt að verða fremsti forustu-
maður ungverska kommún-
istaflokksins. Það er augljóst,
að cnginn hafði unnið stefn-
unni meira, enginn hafði náð
Framh. á bls. 15
ÞAÐ ER EITT helzta um-
ræðuefni útgerðarmanna
og sjómanna hvað valda
muni Því hve þorskaflinn
hefur verið lítill það sem
af er vertíð. Sú spurning
hefur vaknað hvort það sé
hugsanlegur möguleiki að
um ofveiði á þorski sé að
ræða hér við land.
Þú munt án efa kannast við
þetta allt, sagði ég við Jón Jóns-
son fiskifærðing og forstöðu-
mann Fiskideildarinnar, er við
sátum í vinnustofu hans í Deild-
inni fyrir nokkrum dögum og
Jón var að segja mér frá því
hvernig það hefði orðið ýsu- og
skarkolastofninum til lífs, að við
lokuðum flóum og fjörðum okk-
ar fyrir allri togveiði.
Ég get byrjað á því að svara
þessu um ofveiðina, sagði Jón
Jónsson. Eftir þeim gögnum sem
Fiskideildin hefur yfir að ráða
eftir rannsóknarstörf sín hér við
land, þá er ekkert sem gefur okk-
ur ástæðu til þess að ætla, að
um ofveiði á þorski sé enn að
ræða.
Þorskveiðin undanfarin ár hef-
ur aðallega byggzt á einum ein-
asta árgangi, þ. e. árg. frá 1945.
Þetta er heldur ekki neitt eins-
dæmi, sagði Jón, því þess eru
mýmörg dæmi að sterkir árgang-
ar beri stundum uppi mestan
hluta af þorskafla okkar íslend-
inga, ekki aðeins á einni einustu
vertíð, heldur einnig um nokk-
ur ár.
Ég skal nefna þér dæmi hér
um, og nú lagði Jón á borðið
línurit eitt mikið. Á þessu línu-
riti, sagði hann, sérðu þorsk
árganginn frá árinu 1945. Hann
kemur hér inn í veiðina á árinu
1953 og er þá rúmlega 30% af
þorskaflanum það árið. — Þú
sérð hér annan árgang, þorsk frá
1942, sem þetta sama ár er þá
að hverfa úr veiðinni. — Við
skulum svo fylgjast ineð þessum
1945 árgangi og sjá vöxt hans og
viðgang. Á árunum 1954 til 1956
er þessi sterki árgangur orðinn
yfir 55% af heildarþorskaflanum.
í fyrra er svo á hann gengið, að
hlutur hans í heildarmagninu var
fallinn niður í 28%.
Svo kemur hér annar árgangur
fram á sjónarsviðið á árinu 1956,
en það er þorskur „fæddur" árið
1949. Það er strax ljóst að þarna
er í vexti nýr þorskárgangur, og
hann varð um 26% af veiðinni
Rætt við Jón
Jónsson forstöðu-
ímann fiskrannsókn
anna um hvort of-<
veiði eigi sér stað
og fleira
í fyrra. Veiðin á þeirri vetrarver-
tíð sem nú stendur yfir á að
byggjast að miklu leyti á þessum
árgangi, og tveim nýjum ár-
göngum, sem nú eru að koma í
veiðina, en þeir eru frá 1950 og
1951.
xx* — Hverju viltu spá?
Um þá vertíð sem nú er hafin',
vil ég ekki spá neinu í blaðið
hjá þér. En við ættum alltaf að
halda í horfinu. — Og já, og
heldur betur, svaraði Jón.
Þessi þorskur frá 1945, sem ég
minntist á áðan, hefur gert okkur
erfitt fyrir um áætlun um breyt-
ingar á stærð stofnsins undanfar-
in 3 ár, vegna þess að við höf-
um enn sem komið er enga mögu-
leika til þess að reikna fyrir fram
hve mikið muni koma ár hvert
frá Grænlandi til íslands. En
reynslan hefur sýnt okkur, sagði
Jón, að þau ár, þegar litlar göng-
ur hafa verið frá Grænlandi til
íslands, hafa áætlanir okkar
reynzt furðanlega réttar.
Merkingar Dana á þorski við
vesturströnd Grænlands sýna að
þorskgöngur þaðan hingað til Is-
landsmiða eru miklar. Okkar
rannsóknir eru byggðar á athug
unum á okkar eigin þorski, en
nú eru Grænlands-þorskarnir
komnir til skjalanna í ríkum mæli
og þetta hefur valdið vissum
erfiðleikum varðandi áætlanir
um aldursdreifinguna og magnið
af fiski í sjónum frá ári til árs.
sbrifar úr i
daglega lífinu
y „Ánægður hlustandi ‘
J skrifar til að mótmæla
bréfi um útvarpið, sem
birt var hér í dálkunum í fyrra-
dag. „Kvartað var yfir sunnu-
dagslögunum og þriðjudagsþætt-
inum“ segir í svarbréfinu. „Stúlk
an, sem velur danslögin á sunnu-
dögum, reynir að gera öllum til
hæfis. Oftast hefst þáttur henn-
ar á gömlu lögunum og endar á
þeim nýjustu. Fyrir stuttu skrif-
aði einhver Velvakanda og vildi
láta spila minna af gömlu lögun-
um. Nú er heimtað meira af þeim!
Mér finnst, að lögin séu vel valin
í þessa þætti, og ekkert vera út
á þau að setja“.
y Frá Kaupmannahöfn
jf berast þær fréttir, að nú
sé hætt við, að hinu
kunna öldurhúsi Rauðu akurlilj-
unni, öðru nafni Nellunni, verði
lokað. Þar í borg berjast nú marg
ir veitingastaðir í bökkum vegna
áfengisskattsins danska, sem orð-
inn er mjög hár. Hann muri þó
ekki valda því, að Rauða aukur-
liljan er nú í hættu, heldur kem-
ur það til, að leðurfyrirtækið
Jason, sem er við hlið krárinnar,
þarf á auknu húsrými að halda.
Nellan er eins og margir vita
við Kattasund, fetkorn frá Strik-
inu. Hún hefur á undanförnum
árum verið mikið sótt af Islend-
ingum. Það hefur yfirleitt elcki
verið erfitt að fá tækifæri til að
tala íslenzku í Kaupmannahöín,
en alveg óbrigðult ráð hefur verið
að bregða sér í Kattasund að
kvöldlagi.
y Þeir, sem hafa átt leið
J um Hafnarstrætið að
undanförnu hafa veitt
því athygli, að miklar breytingar
standa nú yfir á verzlunarhús-
næði Matardeildarinnar í „Mjólk
urfélagshúsinu". Búið er að flytja
dyrnar yfir í austurenda verzlun
arinnar og inni lyrir er unnið að
margvíslegum breytingum. Tekið
verður upp sjálfsafgreiðslufyrir-
komulag, eftir því sem unnt er í
kjötbúð. Heitur matur og ýmiss
konar kjöt verður selt yfir búð-
arborð, en margvíslegar kjötvör-
ur geta menn þó valið sér sjálfir
úr frysti- og kæliborðum. Einnig
verður sjálfsafgreiðsla á áleggi og
dósamat. — Þegar Velvakandi leit
þangað inn í gærmorgun, voru
smiðir önnum kafnir við að hefla
og pússa og lakka. Verzlunar-
stjórinn sagði, að ætlunin væri að
opna í þessari viku.
y „Hverri árstíð fylgja
f sérstakir samkvæmis-
™* - siðir“ segir í frétt frá
París. „Nú efna þeir Parísar
búar, sem kunna sig, til „litlu
kvöldboðanna". Gestirnir eru 8—
18 og mikil áherzla er lögð á að
velja réttan mat og rétt vín.
Samræðurnar eiga að vera léttar
og fjörugar, — um tízkuna og
síðustu hneykslin. Næstum því
allar konurnar í þessum boðum
eru í svörtum kjólum — minna
einna helzt á hnetutré á vetrar-
kvöldi, sem bíða eftir vorinu með
sínu létta og leikandi hátíðar-
skrúði!“ Þá vantar ekki orðskrúð
ið suður í Parísarborg.
J Kennsluskrá Háskóia
y íslands fyrir vormisser-
wi ■ ið 1958 er nýkomin út.
Við skólann starfa nú 82 kenn-
arar og skiptast þannig eftir
deildum:
Guðfræðideild 6
Læknadeild 35
Laga- og viðskiptadeild 10
Heimspekideild 21
Verkfræðideild 9
auk þess fimleikakennari 1
Stúdentar munu vera nær 800
y í kvöld verður Rizpa,
y kvæði eftir enska lár-
viðarskáldið Tennyson,
lesið í útvarpið. Það var Tenny-
son, sem sagði: „í mörg, mörg
ár voru konan mín og ég ham-
ingjusömustu verur á jörðinni.
En svo kynntumst við og trúlof-
uðum okkur........1“
v/ð land
Leiða merkingarnar í ljós að sum
árin hefur 40% af þorski sem
merktur var við Grænland, veiðzt
hér við land. Þetta sýnir okkur,
sagði Jón Jónsson fiskifræðingur,
svo ekki verður um villzt, að mik
ill samgangur er nú milli þorsk-
miðanna hér við land og Græn-
land.
— Gæti verið um flótta
að ræða, vegna mikilla veiða á
Grænlandsmiðum?
Ekki held ég það, hér er aðal-
lega um hryggningargöngur að
ræða. Skýrslur sýna, sagði Jón,
að árið 1930 er þorskaflinn við
Grænland mjög óverulegur.
Árið 1955 var hann kominn upp
í 355 þúsund tonn. Þá var aflinn
hér við land 536 þúsund tonn.
En svo við komum aftur sem
snöggvast að þessu varðandi
sterka stofna í fiskveiðunum.
Hliðstætt dæmi því er ég áðan
nefndi um 1945-þorskinn, eigum
við frá árunum 1930—’37. Þá var
það þorskurinn frá J922, sem ár-
um saman bar uppi veiðar ís-
lendinga, ásamt þorskinum frá
1924. Töluvert magn af þessum
þorski kom þá frá Grænlandi.
En þorskurinn frá 1945, þessi
mikli og sterki árgangur hefur
enzt lengur í veiðinni en við
höfðum átt von á, og það stafar
af hinum miklu göngum hans af
Grænlandsmiðum. Það er þetta
sem gerir strikið í reikninginn
hjá okkur.
Jón Jónsson forstöðumaður
Fiskideildarinnar.
Fallið í veiðinni undanfarin
þrjú ár, stafar einkum af rýrn-
un 1945 árgangsins í aflanum.
Nú er þessi árgangur búinn að
renna sitt skeið á enda. Svona
hefur þetta verið frá fyrstu tíð.
í aflanum hafa skipzt á sterkir
og veikir árgangar og sveiflur í
aflamagni allt frá þeim tíma sem
nákvæmar fiskirannsóknir ná til,
eða frá 1930, hafa að langsam-
lega mestu leyti orsakazt af
þessu fyrirbrigði. Það má segja
að stundum geti verið um tíma-
bundna ofveiði að ræða, þ.e.a.s.
þegar veiðin byggist að veru-
legu leyti á einum eða tveim
árgöngum, eins og ég sagði þér
áðan. Þá skeður það, að meira er
tekið úr stofninum en í hann
bætist af eðlilegum orsökum.
Hingað til hafa þó nýju sterku
árgangarnir getað rétt við stofn-
inn aftur.
Hið aukna álag á þorskstofn-
inn hér við land hefur haft í
för með sér að hver þátttak-
andi í veiðinni hefur borið
minna úr býtum. Það er alltaf
ákveðið magn af fiski í sjónum
og því meiri sem .ásóknin er í
þetta magn því minna^ magn
kemur í hlut hvers þátttakanda.
Þorskveiði íslendinga og heild-
arþorskveiðin hér við land jókst
ákaflega mikið frá styrjaldarlok-
um til ársins 1955. Það ár var
veiði íslendinga meiri en nokkru
sinni fyrr á þessari öld, sömu-
leiðis heildarveiðin, sem varð
550 þúsund tonn, eða talsvert
meiri en „fyrra metár“, sem var
árið 1933.
Þessi aukning á veiðinni, sagði
Framh. á bls. 15.