Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 9

Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 9
Sunnudagur 9. febrúar 1958 MORCUNBLAÐ1Ð 9 í f á u m o r ð u m s a g t HORFT YFIR HÁLFA ÖLD FRÁ MIÐSELI Rabbað v/ð Kristján V. Gubmundsson um þá, „se/n fögnubu árroða aldar- innar og eru nú byrjaðir crð líta til Kristján V. Guðmundsson 1. Þegar við óðum í sjálfum okkur í LITLU húsi vestur á Seljavegi býr Kristján V. Guðmundsson, verkamaður, ásamt konu sinni. Hús þeirra er nú um 90 ára gam- alt. Það nefnist Miðsel: — í þessu húsi er konan fædd, sagði Krist- ján, þegar ég hitti hann að máli fyrir skömmu. Faðir hennar, Magnús Vigfússon, bóndi, lét reisa það á sínum tíma. Þá var það svo langt út úr bænum, að þegar gestir komu og svo hittist á, að Magnús var ekki heima, var þeim sagt, að bóndinn væri niðri í Reykjavík. Það er orðið nokkuð langt síðan, eins og þú sérð. Kristján V. Guðmundsson hef- ur lagt gjörva hönd á margt á langri ævi. Hann hefur stundað sjómennsku, búskap, verkamanna vinnu (í stjórn Dagsbrúnar), iðnað og allt sem nöfnum tjáir að nefna og hann hefur komið víða við: — Ég get sagt, eins og Kaupahéðinn hinn mikli, þegar Hrútur spurði hann: „Er þér kunnigt til Reykjardals?“. Þá svaraði hann: „Kunnigt er mér um allt ísland“. — Og nú skulunr við hlusta á, hvað þessi Kaupahéðinn 20. aldar hefur að segja:_ — Ég man fyrst eftir mér 1896, þegar landskjálftarnir miklu urðu hér á suðurlándi. 'Þeirra mun einnig hafa orðið vart á ísafirði, og við krakkarn- ir fórum að velta því fyrir okkur, nær landskjálftarnir mundu velta okkar húsum í rúst. Senni- lega höfum við haldið, að þeir væru ófreskjur eða tröllkarlar, að minnsta kosti voru þeir eitt- hvað, sem við skildum ekki. En ékki varð úr því, að þeir kæmu vestur á firði, enda held ég það sé skoðun jarð- fræðinga, að Vestfirðir muni sleppa við landskjálfta, því að undirstaðan sé svo góð. Já, eins cg þú sérð, er ég Vestfirðingur, og Vestfirðingar hafa löngum verið hreyknir af sinum æsku- stöðvum, en þjóðskáldið Matthías sló dálítið á þetta, óvart að ég held, þegar hann kallaði Vestfirði beinagrind í „Söguköflum af sjálf um mér“. Þó verð ég að viður- kenna að Vestfjarðakjálkanum hefur hnignað mjög undanfarin ár og hann líkist meira beinagrind nú en þegar ég ólst þar upp. Á æskuárum mínum höfðu kind- urnar oft góða beit í hæstu fjalla- tindum eða svonefndum grasgeir um og grastóm, sem voru minni blettir. En nú eftir hálfa öld eru þessi gróðurlönd horfin allsstað- ar nema í þrengstu dölum. í miklum vorleysingum koma gróðurspildurnar veltandi eins og kökukefli niður hlíðarnar og breyta láglendisbölum í grjót og urð. — Við höfum sennilega leikið okKur, strákarnir í Dýrafirði, á sama hátt og tíðkaðist annars- staðar í landinu, heldur Kristján áfram. En eitt höfðum við, sem gaf dögunum lit og umhverfinu svip. Það voru bergvatnsárnar. Þær falla um þessa þröngu og djúpu dali, prýddar fossum á mörgum stöðum. Þær voru litlar og vel við okkar hæfi og freist- uðu okkar eins og gengur. Við komum oft heim blautir í fæt- lofts" urna og þurftum að játa fyrir móður okkar, að nú værum við illa votir, „því við óðum í sjálf- um okkur“. Enginn sleppur við það á langri ævi að vaða einhvern tímann í sjálfum sér. 2. Æskustöðvar kvaddar — 1906 kvaddi ég æskustöðv- arnar og fór hingað suður. Fyrst var ég í Borgarfirði, í kaupavinnu á Hvanneyri, en hef átt heima hér í Reykjavík síðan 1911. — At- vinnulífið fyrir vestan var ákaf- lega dauft. Þar var enga vinnu að fá nema frá aprílbyrjun og út september. í byrjun október urðu heimilin að vera búin að afla vetrarforða, og ef hann ekki dugði, tók ekkert við nema guð og gaddurinn. Vorkunnsemi var mjög takmörkuð og mér er nær að halda, að hjálpsemi hafi ekki tíðkast í íslenzkum sveitum fyrr en upp úr aldamótum. Lífsbarátt- an var hörð og kældi marga lund eins og eðlilegt er. Þegar skip- in fóru á veiðar, var alltaf reikn- að með því, að sjórinn tæki eitt- hvað af mönnunum í sinn hlut. Sjóslys voru engin undantekning, síður en svo. Vorið 1906' mátti heita, að sorg væri á hverjum bæ í Dýrafirði. Þá fórust þilskip- in Anna Sophiá og Sophie Whe- atley. Fjörðurinn dýri átti þá all- gott mannval. Má þar til nefna níu skipstjóra, sem allir bjuggu sveitabúi samhliða sjómennsku. Áttu margir þeirra orðlaus af- rek að baki, ef eftir slíku hefði verið leitað á fyrri tíð. Ef til vill hefðu þeir aðeins tekið sér í munn orð sunnlenzka formanns- ins, sem lenti í hrakningum í róðri, ef þeir hefðu verið spurð- ir um starf sitt. Þessi sunnlenzki formaður hafði, ásamt mönnum sínum, barizt við bylji og hol- skeflur á Faxaflóa og ekki náð landi, svo að örvænt var um land töku þeirra félaga. Menn biðu í fjörunni í óvissu. Að lokum kom báturinn að landi. Formað- urinn var þá ávarpaður með þess- um orðum: „Velkominn að landi, og mikið ert þú búinn að hafa fyrir“. — „Ég? Nei, en báturinn, hann er búinn að hafa mikið fyrir“. Sjómannslundin gat ver- ið hörð enda ýmsu vön. — Ann- ars er mér aldamótaárið einna minnisstæðast frá þessum tíma. Sunnanblöðin sögðu okkur frá þeim mikla viðbúnaði, sem Reyk- víkingar höfðu til að fagna nýrri óld, og var heitið verðlaunum fyrir bezta kvæðið um þessi merku tímamót. Við ræddum mikið um þetta á heimili mínu og töldum öll að þjóð- skáldið Matthías mundi bera sigur úr býtum. Svo komu janú- arblöðin með kvæði Einars Bene- diktssonar. Okkur fannst nýtt mál á kvæðinu, allt önnur ís- lenzka en við höfðum alizt upp við. Þarna var nýr þróttur, sem við höfðum ekki þekkt áður í íslenzkum bókum og ég man eft- ir þvi, að mér fannst kvæðið allt í anda einhvers nýs tíma, sem við höfðum vænzt og beðið eftir með óþreyju. Kvæðið hreif okk- ur svo, að við bræður lærðum það utanbókar og bárum það í minni. í því var þjóðin af trú til dáða kvödd, eins og Einar orðar það löngu síðar. Kvæði Hannesar Hafsteins var miklu lengur að ná fótfestu í hugum manna, en var þó eins og haf- niður í fjarlægð, sem stefnir á ströndina með brimfalli. Kvæðið þótti ágætt, en það trúði enginn einu einasta orði í því. Ja, nema Eyfirðingur. Við vorum ekki bjartsýnir á þeim árum. Það voru okkur dálítil vonbrigði, að Matthías skyldi ekki hafa komið þarna neitt nærri. Eins og ég sagði þér, töldum við vist, að hann myndi hljóta fyrstu verð- laun: hann bar tignarmerkið þjóðskáld, sem þótti ekki ómerki- legur titill í þá daga og svo var hitt, að hann var fæddur okkar megin. — Sveitungar mínir kvöddu öldina gömlu og fögnuðu hinni nýju með veglegri veizlu á Þing- eyri. Þar voru fluttar ræður, les- in kvæði, sungið og dansað. Söng- stjóri: hákarl og brennivín. Er þeirrar veizlu ennþá minnzt með ánægju, svo vel fór hún fram. Veizlustjóri var faktor Wendel, hestur í íslenzku máli og prúð- menni í fasi, enda Suður-Jóti að ætt. Þingeyrar handel lánaði stærsta fiskhúsið fyrir veizlusal og lét tjalda húð frá ræfri að aurslám með hvítum seglum af fiskijöktunum, enda voru skipin landbundin að vetri til, eins og þú veizt. Fálkamerkið og þjóð- fánar Norðurlanda, auk annarra tákna, juku svipbrigði og töluðu dulmál, þar sem þau hengu á stoðum og veggjum. Var skreyt- ing öll rómuð og lengi í minni höfð. — Já, ég minntist á aldamóta- ijóð Einars Benediktssonar. Séra Kristinn Dariíelsson, sem var prestur okkar fyrir vestan, sagði mér eitt sinn, að Einar hefði ver- ið hálfan mánuð að yrkja kvæð- ið. Séra Kristinn hafði hitt Ein- ar um borð í Láru, þar sem skip- ið lá í Stykkishólmi. Hann vátt sér að skáldinu, og spurði hve lengi hann hefði verið að yrkja ljóðið. Hálfan mánuð, svaraði Einar Benedjktsson og brosti. Hann hefur haft mikið fyrir sínum kvæðum, það er eng- inn vafi á því. Egill Hallgrímsson sagði mér, að hann hefði teikn- að fyrir Einar Benediktsson kort af „Port Reykjavík“.' Það náði yfir Skildinganeslandið og hafði Einar keypt það til að byggja þar nýja höfn. Þegar skáldið bað Egil um að teikna uppdráttinn, svaraði hann: „En þetta tekur langan tíma“. „Já“, svaraði Ein- ar Benediktsson, „ég skil það, að þetta taki langan tíma. En ís- lendingar halda, að ég þurfi eng- an tíma til að yrkja mín kvæði“. Hann hefur áreiðanlega haft fyr- ir sínum kvæðum. 3 á kvítnm hesti — Konungssumarið 1907? Jú, mér er það mjög minnisstætt. Ég var þá kaupamaður á Hvítárvöll- um. Það sumar var með því bezta, sem komið hefur á íslandi. Frá konungskomunni og hinum göf- ugu gestum voru fáar fréttir. Eitt slys á Mosfellsheiði, sem heyrði til undirbúningi móttök- unnar. Þar átti að hafa tapazt hestur með klyfjum sterkra vína. Þeir sem sinntu fréttinni vissu, að ríkissjóður mundi hafa tapað á hesthvarfinu, sérstaklega á klyfjunum. Svo kom ný frétt. Konungur, Friðrik VIII, hafði haldið ræðu á Kolviðarhóli og mælt svo: „Þessi tvö ríki, fsland og Danmörk, geta í framtíðinni átt fulla vináttu um öll ókomin ár“. Voru þá hest- ur og klyf að fullu bætt í öllu umtali manna, enda þótt I. C. Christensen, forsætisráðherra Dana, hefði staðið upp og leið- rétt orð konungs um ríkin tvö. — — Þú varst að spyrja um Upp- kastið. Jú, málið vakti miklar deilur í Borgarfirði eins og ann- arsstaðar í landinu, en ekki man ég þó eftir missætti milli manna út af því. Ég fór ásamt félög- um mínum á Hvanneyri á einn stjórnmálafund, þar sem Hannes Hafstein flutti ræðu og varði mál sitt. Það var á Grund í Skorradal sumarið 1908. Við fór- um ekki á fundinn af pólitískum áhuga einum, heldur einnig til að hlusta á ræðumennina og sjá mannfjöldann sem safnaðist þarna saman á þessum blíðviðr- isdegi. Fundurinn var haldinn úti á túni, enda hefði Grund ekki rúmað nema brotabrot af fund- armönnum, þó að þar væri vel hýst. Á fundinum var ekkert hnútukast, þó að hrti væri í ræðumönnum. Hannes Hafstein varði frumvarpið, en talaði mest um nauðsyn þess að losna við illdeilurnar við Dani og kvað íslendingum þarfara að snúa sér næstu árin að fram- kvæmdum innanlands. Hann var ekki rismikill mælskumaður, en orðin streymdu af vörum hans eins og vatnsþringi elfunnar. Og mér er sérstaklega minnisstætt, hversu fallegt tungutak hans var. Aðalandmælandi Hannesar var Stefán bóndi á Fitjum Guðmunds son, og flutti hann mál sitt prýði- lega, enda maður fluggáfaður og kunni ýmislegt fyrir sér, en var einn af þeim gömlu íslending- um, sem komu aðeins örsjaldan út úr hreysum sínum til að sjá sólina og lofa henni að sjá sig. Hann var talinn vallgróinn mað- ur í fræðum þeim sem hann lét sig varða. Þess má loks g^ta af fundinum, að ég aðhylltist Upp- kastið eins og það kom fyrir og gekk í Heimastjórnarflokkinn í fundarlok. — f byrjun túnasláttarins sást til ferða tveggja hvítra fáka, sem báru konu og karlmann. Voru hestarnir héraðskunnir brandvettir og sögðu til sín í fjaclægð. Bóndi nokkur úr Anda kýlnum var að færa Ólafi stór- bónda kaupakonu, ættaða úr Reykjavík. Þetta var mdælt j.úll kvöld og við fórum til fundax við komumenn og spurðum fi’étta úr höfuðstaðnum. Um haustið fór ég til Reykjavíkur og gafst mér þá tækifæri til að fylgjast sjálf- ur með stjórnmálabaráttunni þar. Ég heyrði Björn Jónsson tala. Hann er mesti ræðumaður, sem ég hef heyrt og set. ég hann á undan Jóni í Múla og Þórarni á Hjaltabakka. Björn talaði í Barnaskólaportinu. Málrómurinn var svo hár og hvellur, að hann hefði alveg eins getað staðið aust ur á Hengli og áheyrendurnir við Barnaskólann. Ég man sér- staklega eftir því, þegar karlinn fór með þetta kvæði eftir Grím Thomsen: „Þú ert fögur / með fannakögur / um fjallabrún —“. Það var eins og fjöllin hefðu opnazt og ísland sjálft kveðið sér hljóðs. Ég sá þá oft hér 1 Reykja- vik, Hafstein og Björn Jónsson, og fannst mér alltaf sópa að þeim báðum. Og þó að þeir ættu í ill- vígum stjórnmáladeilum, fylgdi þeim einhver virðing sem fór með löndum. — Hvernig veiztu, að ég hef verið úti á Jótlandi? Jú, það er rétt. Það var 1910. Sumarblíðan þar er mér minnisstæð ennþá. Ég stjórnaða íslenzkri landbúnaðar- sýningu í Fredriksia um viku- tíma. Þar var íslenzki hesturinn sýndur á þej'sireið. Svo var hann sýndur með klyfjar, trjádrögur og kombagga. Ágætur Dani frá Árósum var sýningarstjóri og flutti foredrag um þarfasta þjón- inn á Islandi fyrir miklum mann- fjölda. Þessa sæluviku í Fred- riksiu átti ég Páli Zoph. að þakka, enda hef ég elskað Pál síðan af öllu hjarta. Um veturinn var ég á Austur-Jótlandi. Þar var vetrar- mildi, plægð jörð allan veturinn. Um helgar var farið til Silkiborg- ar á sjónleiki, í bíó og á dansleiki. Ég framdi þarna eitt bók- menntalegt hneyksli: endursagði Njálu á dönsku. Það tók mig viku. Ég átti erfiðast með að segja draum bóndans á Reykjum á Skeiðum, sem hann dreymdi skömmu fyrir Njsilsbrennu. Sennilega hef ég orðið mér til skammar, enda óvanur að tala dönsku. Menn þurfa ekki endi- lega að vera á íslandi til að gera axarsköft, eins og þú getur séð. Að vísu kunni ég Njálu eklti verr en Tryggvi Þórhallsson Sturlungu. En það er ekki þar með sagt að ég hafi kunnað hana á dönsku! Svo kvaddi ég Jótland með eftirsjá og hélt heim til stúlk unnar, sem sat hvíta hestinn sumarkvöldið fagra á Völlum. 4. Á Eyrinni — Þegar ég kom til Reykja- víkur aftur, gerðist ég verka- maður hér í bæ. Vann meðal annars lengi á Eyrinni. Verka- menn við höfnina eru nú betur búnir en frændur þeirra voru fyrir 50 árum. Enda eru þeir nú upplitsdjarfir og hættulaust að mæla þá léttu máli, þótt þeir hittist lausir. Þeir hafa ekki pokað áhyggjur morgundagsins og sveifla því ekki þeirri byrði á bak séi, þótt þeir fari heim að kvöldi með öngulbrot. Þeir hugsa bara fram í hið ófædda — geim- flug barna sinna og nýlendunám þeirra á Marz; og svo hvort skatta byrði þeirra þar verði ekki hóf- leg fyrsta árið, af því að spari- sjóðsbókin hefur orðið eftir niðri í kvosinni. Fra 'nh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.