Morgunblaðið - 09.02.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 09.02.1958, Síða 13
Sunnudagur 9. febrúar 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 REYKJAVIKURBREF Laugard. 8. febr. Páll Hermannsson látinn Öllum þeim, sem þekktu Pál Hermannsson, er að honum sökr<- uður. Páll sat á mörgum þingum og fylgdist vel með þjóðmáia- baráttunni fram á síðustu æviár. Hann var að vísu flokksmaður Framsóknar, en hleypidómalaus og grandvar maður. Eftir langa þingmannsreynslu vissi Páll flestum betur deili á forystu- mönnum stjórnmálanna og kunni vel að meta þá, sem honum þótti nokkur veigur i, þó að í öðrum flokki væri en hans eigin. Páil var góður heim að sækja, og var yndi að rabba við hann fyrii gamla kunningja. Með honum er horfinn maður, er allir báru hlýj- an hug til, sem af honum höfðu veruleg kynni. „Verkefni44 Alþ mgis ekki f yrir hendi Þá er Alþingi komið saman til funda á ný. Ekki eru þau enn mörg né merk nýmælin, sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir framhaldsþingið. Á fyrsta fund' þess voru aðeins lögð fram frum- varp um frestun á samkomudegi reglulegs Alþingis fram í október og frv. um staðfestingu á bráða- birgðalögunum um, að álagningu stóreignaskatts þurfi ekki að ljúka á árinu 1957. Enginn veit enn, hvað efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar líður. Tíminn segir sl. miðvikudag: „Alþingi hóf störf sín að nýju í gær eftir eins og hálfs mánaðar hlé. Það verkefni sem bíður þess fyrst og fremst að þessu sinni, er lausn fjárhagsmálanna.------ Ríkisstjórnin hefur nú falið sérfræðingum að gera vandlega athugun þessara mála og gera til- lögur til úrlausnar. Sennilega verða þær bráðlega tilbúnar. Þegar athuganir og tillögur sér- fræðinganna liggja fyrir, mun vafalaust sjást betur, hvernig ástatt er í þessum efnum“. Stundum hefur sterklegar ver- ið tekið til orða um „varanlegu úrræðin“, sem gera ætti, heldur en að sennilega yrði „bráðlega tilbúnar" einhverjar tillögur em hverra sérfræðinga, sem síðan er eftir að athuga í ríkisstjó< n, þingflokkum og þeim stéttasam- tökum, sem stjórnin kveður til. Otæk vinnubrögð Hvað sem öðru líður hefðu það óneitanlega verið skynsamlegri vinnubrögð að láta Alþingi ekki koma saman til funda á ný fvri en efnahagstillögurnar væru svo undirbúnar, að hægt væri að leggja þær fyrír Alþingi. Með því móti hefði sparazt bæði tími og fé. Stjórnmálaágreiningur er eðli- legur. Hitt er með öllu ótækt að Alþingi sé haldið vikum og jafnvel mánuðum saman verk- lausu, en þýðingarmestu mál séu undirbúin á bak við það og síðan knúin í gegn á örfáum dögum, án þess að málefnaleg athugun sé möguleg. Það er engin afsök- un fyrir þessum vinnubrögðum nú, þó að svipað hafi verið farið að áður. í þessu hefur heldur aldrei verið gengið jafnlangt og í tíð V-stjórnarinnar. Með þessum stjórnarháttum er tekið upp það versta, sem áður tíðkaðist, og það aukið og marg- faldað, en öllu hinu skárra sleppt. Alþingismenn ættu utan við flokkadeilur að koma sér saman um að knýja fram skyn- samlegri og þinginu boðlegri vinnubrögð en tíðkuð eru. Vonlausir uiii „varanlegu úrræðin44? Úr því að ekki er lengra koin- ið um lausn efnahagsmálanna en það, að gefið er í skyn, að tillög- ur sérfræðinganna verði „senni- lega bráðlega tilbúnar", er ekki tímabært að fjölyrða um efni þeirra. Ekki var meira aðgræðaá ummælum forsætisráðh. á Al- þingi en Tímanum um það, hve- nær tillögurnar yrðu til. Her- mann sagði, að hann hefði heyrt, að sérfræðingarnir mundu skila af sér fyrir lok þessa mánaðar, um mánaðamótin eða í byrjun þess næsta eða ekki löngu síðar! Að því loknu tæki svo við með- ferð stéttarfélaga, ríkisstjórnar og flokka hennar áður en máiið kæmi fyrir Alþingi. Ekki vildi hann lofa því, að þingið fengi að sjá álitsgerðina né segja f”á því, hverjir þessir sérfræðing- ar væru! En um efni úrræðanna segir í tilvitnaðri grein Tímans: „Varðandi þessi mál, virðast einkum vera uppi tvær stefnur. önnur stefnan er sú að leita að heilbrigðari og traustari grund- velli fyrir efnahagsmálin en upp- bótar- og niðurgreiðslukerfið er. Hin er sú að bjargast með nýjum bráðabirgðaúrræðum frá ári til árs á grundvelli uppbótarkerfis- ins. Þeirri stefnu er alleindregið haldið fram í ræðu, sem Bjarni Benediktsson hélt á Kópavogs- fundi nokkru eftir áramótin og birt var í Mbl. — — — Þessi stefna er byggð á því, að raun- verulega sé ekki nein varanleg lausn til og því verði að halcia atvinnulífinu gangandi með bráðabirgðaúrræðum frá ári lil árs. Þessi stefna virðist hingað til hafa átt mikinn hljómgrunn, ekki sízt hjá forsvarsmönnum ýmissa flokka og stéttarsamtaka.“ Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá, hvert Tíminn er að fara með þessum orðum. Hann er nú orðinn vonlaus um, að finna „varanlegu úrræðin". sem þeir Hermann og Eysteinn hafa sífellt lofað, og núverandi ríkis- stjórn var mynduð til að fram- kvæma. Um þessar ófarir Fram- sóknar þarf að kenna einhve>-j- um öðrum en sjálfum hinum seku höfuðpaurum Framsóknar. Þess vegna er brautin nú rudd og þegar einhverjar tillögur koma, þá á að halda því fram, að það hafi verið einmitt þetta, sem Bjarni Benediktsson vildi eða a. m. k. sé það honum að kenna, að ekki sé það burðugra. Víða kemur hann við sögu, ef marka mætti sannsögli Tímans! Verðbólgan kemur fyrst og fremst af því, að menn hafa hald- ið, að þeir gætu með kröfuhörku knúið fram meira kaup en at vinnuvegirnir raunverulega eru færir um að greiða. Af þessu leiða ýmsir örðugleikar og sá verstur, að atvinnulífið stöðv- ast, ef ekki er að gert. En frá þvílíkri stöðvun hefur ætíð ver- ið forðað af öllum ríkisstjórnum, sem við þetta hafa þurft að glíma. Hvort til þess er bevtt sköttum, niðurfærslu eða geng- islækkun er nánast tæknilegt atriði, sem meta verður eftir að- stæðum hverju sinni. Það er ekki meðalið, sem mestu máli skiptir heldur mark- miðið: Hagsæld almennings af störfum við blómlega atvinnu vegi. Við Sjálfstæðismenn hljot- Hvað var sagi í Kópavogi? Bjarni Benediktsson hélt raun- ar í ræðu sinni í Kópavogi ailt öðru fram, en Tíminn hefur eftir honum. Sá hluti þeirrar ræðu sem hér skiptir máli, hljóðar svo: „Gildi pappírspeninganna er ekkert í sjálfu sér, heldur alveg háð hinum raunhæfu verðmæt- um: Fasteignum, framleiðsiu- tækjum og öðru slíku, sem á bak við stendur, að ógleymdu vinnuþreki, dug og dómgreind sjálfrar þjóðarinnar. Á undanförnum áratugum hef- ur íslenzka þjóðin ætíð orðið bet- ur búin að þessu leyti. Aldiei hefur hún skuldað minna út á mikil verðmæti en einmitt, þeg- ar núverandi ríkisstjórn tók við. Auðvitað var sitthvað að þá, eins og ætíð hlýtur að verða. Hið versta var, að nokkur hluti þjóðarinnar hafði látið annarleg- ar kenningar trufla svo dóm- greind sina, að peningakerfn.u stafaði hætta af. Þessi mynd er af sýningarkassa ljósmyndara eins í Reykjavík. Hafa sjaldan sézt fleiri tignir menn saman í slíkum kassa. En skyldu liinn efsli og neðsti vera manninum í miði'ð' sam- mála um, að „hcildarniður- staða“ í þessum kosningum" sé alls ekki slík, að stuðnings- flokkar ríkisstjórnarinnarþurfi undan aö kvarta“? um ætíð að velja það úrræðið sem helzt horfir til frjálsræðis og aukinnar athafnasemi borgar- anna, er við teljum, að farsæld þjóðfélagsins sé undir komin. Fullyrðing fyrirfram um, hvert úrræði skuli velja, er sama eðlis og ef skipstjóri segði löngu áður, hvernig hann ætli að haga sigi- ingu tiltekinn dag. Vitanlega fer það eftir sjólagi og vindi, en engum kosningaloforðum, hvernig sigla skuli, og er þá líf skipshafnar oft undir því kom- ið að rétt sé siglt. En þótt verstu afleiðingar verð- bólgunnar séu hindraðar, er hún engu að síður ærið alvarleg. Hún skapar misrétti í þjóðfélag- inu og dregur úr sparnaðarvið- leitninni í því formi, að menn vilji geyma eignir sínar í pen- ingum eða verðbréfum. Á móti verðbólgunni ber því að berjast um leið og menn geia sér ljóst að heilbrigði efnahags- lífsins verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll með neinu „var- anlegu úrræði", fremur en heilsa mannlegs líkama. í báðum til- fellum eru skynsamlegir lifnað- arhættir vænlegasta ráðið. En „patentlyf" á borð við það, þegar Hermann Jónasson kallar komm- únista til að stöðva verðbólguns er ómenguð skottulækning. Það er eins og innbrotsþjófnum sé. fenginn fjársjóðurinn, sem hann brauzt inn til að ná, í þeiiri von að hann láti af innbroc- unum. Kommúnistar mögnuðu verð bólguna til að brjótast á þarm veg til valda. Völdin nota þen til að grafa undan þjóðfélaginu. Þegar þeir verða búnir að gera svo mikið illt, að núverandi sam- starfsmenn þeirra þora ekki leng'- ur að vinna með þeim, eða þjöð- in sviptir þá alla völdum, þá byrja kommúnistar á sömu stundu sína fyrri iðju um mögn- un verðbólgunnar. Hér stoða því engin skyndi- bandalög við kommúnista, heldur einungis látlaus fræðsla um hið sanna samhengi fjármálanna og þá ekki sízt skilningur á því, að fyrst og fremst er um sálfræði- legt og stjórnmálalegt atriði að j ræða, aðeins einn þátt baratt- unnar gegn þeim öflum, sem viija frelsi íslands feigt. Allir, sem taka undir, að því- líka meinsemd sé hægt að lækna með töframeðulum, er tryggja eiga „varanlegar framfarir“ eru að ganga erinda skemmdarverka- mannanna. í þessum efnum er langvinn barátta fyrirsjáanleg og er þó síður en svo ástæða til að láta hugfallast. Þvert á móti“. Þar sem auðséð er, að Tíma- menn lesa Reykjavíkurbréfið af sérstakri ástundun er framan greindur ræðukafli prentaður upp í þeirri von, að þeir átti sig á. sannleikanum, sem í hon- um felst. Ekki mundi af veita! Samfylkingai- tilboð Framsóknar Meðal fyrstu viðbragða Fram- sóknarforingjanna eftir bæjar- stjórnarkosningarnar var að bjóða samstarfsflokkunum upp á „samfylkingu“ í kommúnistastíl. — Tíminn útskýrði rækilega í forustugrein hinn 29. janúar,' að bandalag við Alþýðuflokkinn einan dygði ekki lengur, þótt þ-ið á sínum tíma hefði verið þýð- ingarmikið og bætir við: „Þann grundvöll, sem þá var lagður þarf að treysta og breikka. Það er í samræmi við þessa stefnu, að íhaldsandstæðingar gengu nú sameinaðir til bæjar- stjórnarkosninganna á nokkrum stöðum, t. d. á Selfossi, á Akra- nesi, í Borgarnesi og á Isafirði. Þetta samstarf gaf ágæta raun.“ Það er þess vegna samstarf þeirra afla, sem að þessum samn ingum stóðu, sem Tíminn á við, þegar hann segir: „Úrslit bæjarstjórnarkosning- anna í Reykjavík á sunnudaginn, eru ný sönnun fyrir réttmæt. þeirrar stefnu, að lýðræðissinnað fólk skipi sér saman í einn flokk eða bandalag, ef ekki á ver að fara.“ Síðar skilgreinir Tíminn tilbrð sitt nánar svo: „Samfylking alls frjálshuga fólká, sem vill vinna gegn aftur- haldi og einræði, er það takmark, sem nú ber að stefna að. Aðal- atriðið er ekki, hvaða form henni verður valið, heldur hitt að henni verði komið á. Eindregnari sam- stöðu þarf að tryggja um ríkis- stjórnina og stefnu hennar.“ Tíminn segir að hafi gefið „ágæta raun“, og enn „eindregnari sarii- staða“ kommúnista „um ríkis- stjórnina“, sem „þarf að tryggja", að dómi Tímans. Svo mikið ligg- ur við, að ,aðalatriðið er ekki, „hvaða form“ „samfylkingunni" „verður valið, heldur hitt, að henni verði komið á“, jafnvel þott það kosti, að allir þurfi að ganga í einn flokk eða bandalag! Nú orðið sér Tíminn raunar, að hann hafi hér helzt til of ber- lega komið upp um ráðagerðir Framsóknarforkólfanna. Eftir kosningabandalag kommúnista og Framsóknar í bæjarstjórn Reykjavíkur þýðir þó ekki að þræta fyrir staðreyndirnar. — Þjóðviljinn tók og samfylkingar- tilboðinu strax vel og hefur marg oft hamrað á því, að Alþýðu- flokkurinn eigi að hafa Noið- fjörð að fyrirmynd. En þar var samfylkingin svo fullkomin, að Alþýðuflokkurinn beinlínis gafst upp við að bjóða fram og fylgis- menn hans sundruðust á milli allra hinna flokkanna, þótt komm únistar raunar gleyptu bróður- partinn. Kommúnistar „frjálshuga lýðræðissinnar44! Kommúnistar eru nú meðal öflugustu stuðningsmanna rikis- stjórnarinnar. Þeir voru þátttak- endur í bandalögunum á Selfossi, á Akranesi, í Borgarnesi og á ísa- firði. Það er þetta samstarf, sem Gremia gegn gleði Alþýðuflokksmenn munu að vísu telja fullsnemmt af sam- starfsflokkunum að ráðstafa þeim þegar í stað með þessum hætti. Enn telja þeir sjálfa sig á lífi, hvað sem samstarfsflokk- arnir segja. Jafnvel höfuðráðgjafi menntamálaráðherrans, Hannes á horninu, virðist hafa fengið betri skilning á eðli Framsóknar en hann áður hafði. Hinn 31. janúar segir hann: „Einn lesenda minna bað m:g fyrir kosningarnar að upplýsa, hvers vegna Framsókn hefði stiilt upp í Hafnarfirði. Hann svaraði sér að vísu sjálfur og sagði að I því framboði sæist glögglega hinn raunverulegi tilgangur þess flokks. Hann vildi með því reyna að halda Alþýðuflokknum niðri, koma í veg fyrir meirihluta hans.“ Hér er lýst hinu sama, sem allir samstarfsflokkar Framsókn- ar hafa reynt. Framsókn vill ekxi, að þeir, er vinna saman, vaxi allir af samstarfinu, heldun er áhugamál hennar hitt, að gera sjálfa sig stóra umfram allt á kostnað samstarfsflokksins. Þetta er furðulegt fyrirbæri, en engu að síður staðreynd. Um þessar mundir þreytist Tíminn aldrei á því að lýsa fögu- uði sínum yfir framgangi flokks- ins í bæjarstjórnarkosningunum, þó að hann væri eingöngu á kostnað samstarfsflokkanna og þá fyrst og fremst Alþýðuflokkj- ins, sem hafði svarizt í fóstbræðra lag við Framsókn fyrir tæpum tveim árum. Þeim félögum þykir ekki nóg að hælast um yfir sigr- unum í sínum eigin hópi, heldur fer sjálfur forsætisráðherrann í útvarpið þeirra erinda, Tíminn japlar á sigurvinningunum dag eftir dag, og loks eru haldnar sérstakar fagnaðarsamkomur. — Hinn 6. febrúar sagði Tíminn frá einni þeirra á þennan veg: „Avörp fluttu Eysteinn Jóns- son, ráðherra og Þórður Björns- son, bæjarfulltrúi. Var máli þeirra ágætlega fagnað og mikil ánægja ríkjandi yfir kosninga- sigri þeim, sem flokkurinn vann í Reykjavík og öðrum bæjum“ Svar fólksins Mörgum hinna gætnari Fram- sóknarmanna ofbjóða þessar gleðisamkomur eins og á stend- ur. Þeim þykir með réttu meira en lítið óviðeigandi, að Fram- sóknarmenn skuli kyrja sigur- söngva sína á búkum fallinna og særðra samstarfsmanna. En sjálf umgleðin og valdasýkin sést ekki fyrir, þó að margir liðsmann- anna séu farnir að skilja, að með rangindum Hræðslubanda- lagsins smíðaði Framsókn þau vopn, er reynast munu henni sjálfri skeinuhættust, áður en yfir lýkur. Þó virðast valda- mennirnir enn of hrifnir af eigin Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.