Morgunblaðið - 09.02.1958, Page 17

Morgunblaðið - 09.02.1958, Page 17
Sunnudagur 9. f«T>níar 1958 MORGVNBLAÐIÐ 17 Leiktjaldasýning ATHYGLISVERÐ sýning er um þess minnzt á réttum stöðum. Ungur Þjóðverji í hnaft- ferð — hafði viðdvöl hér í BYRJUN nóvember sl. kom hingað til lands ungur Þjóðverji, Udo Becker að nafni, og hefur dvalizt hér síðan. Hann hefur stundað sjóm. og haft góðar tekj- ur. Svo stendur á ferð þessa unga Þjóðverja, að hann er á leið inni kringum jörðina, svo það eru fleiri en sputnikar sem hafa gaman af slíku sporti. Þjóð- verjinn hyggst koma heim aftur 1960, eftir Olympíuleikana í Róm, sem verða þá um sumarið, en þangað hyggst hann halda að hnattferð sinni lokinni. Udo Becker hóf ferðalag sitt 24. júní 1957 frá Muenster í Westfalen, þar sem hann hefur búið ásamt foreldrum sínum og systur. Þar hefur hann unnið hjá tryggingarfélagi. Hann er 22ja ára gamall. Udo Becker hóf hnattferð sina með því að fara til allra Norður landa og kom til íslands með Gullfossi frá Kaupmannahöfn. Héðan fer hann í dag til Banda ríkjanna, Kanada, Mexikó og síð- an til Suður-Ameríku. Hann gerir ráð fyrir að vera á Havaí um næstu áramót og fer síðan til Japan. Rússor verða að lóta af starfsaðferðum sínum LONDON, 6. febrúar — Dulles utanríkisráðh. Bandaríkjanna, hefur ritað brezka vikuritinu „New Statesman“ opið bréf þar sem hann segir, að Bandaríkja- menn geri nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að forða kjarnorkustríði. Bréfið er eins konar svar við öðru bréfi, er Bertrand Russell sendi tímarit- inu í nóvember s. 1. Russell hvatti þar Eisenhower og Krú- sjeff mjög til þess að eiga fund saman og ræða og reyna að tryggja firðsamlega sambúð aust- urs og vesturs. Krúsjeff svaraði þegar í næsta mánuði og sagði, að vel kæmi til greina að efna til fundar æðstu manna stór- veldanna. f svari sínu segir Dulies, að til þess að heitustu óskir Russells og annarra friðelskandi manna geti rætzt verði Rússar að iáta af starfsaðferðum sínum. Rússar beiti valdi til þess að koma fram kenningum sínum og skoðunum, en af þeim aðferðum verði þeir að láta, ef sambúð austmrs og vesturs á að verða friðsamleg, segir Dulles. Hann kveður heiminum nú stafa mest hætta af því að geimurinn verði notaður sem vettvangur vigbún- aðarkapphlaupsins. Bandaríkja- menn hafi farið þess á leit við Rússa, að samið yrði um að ein- ungis friðsamlegar aðgerðir færu fram í geiminum — og Rússar gætu komið til móts við Banda- ríkjamenn á því sviði ef þeir meintu eitthvað með friðarhjali sinu. Ekki drepur Dulles á hugs- anlegan fund með Eisenliower og Krúsjeff, en vísar til bréfavið- skipta að undanförnu. þessar mundir í sýningarsalnum í Alþýðuhúsinu. Tveir góðkunnir listamenn kynna almenningi þar, hvernig gengið er frá undirbún- ingi leiktjalda og búninga fyrir leiksvið. Er sýning þessi skemmti leg tilbreyting frá hinum mörgu málverkasýningum, sem þar hafa verið undanfarið. Leiktjaldamálararnir Magnús Pálsson og Sigfús Halldórsson, sem standa fyrir sýningu þessari. eru ólíkir listamenn, og eykur það fjölbreytni þessarar litlu en fallegu sýningar. Fyrst blasa við manni í glugga sýningarsalarins styttur (gínur) af karli og konu í rómverskum búningum. Ef bet ur er að gætt sjást teikningar af búningunum á bak við. Þarna er sýnt, hvernið hugmynd búninga teiknarans verður í framkvæmd, þegar búningar hafa verið saum aðir. Eru búningar þessir úr leik- sýningunni „Ætlar konan að deyja“ eftir enska leikritaskáldið Christopher Fry, er Þjóðleikhús ið sýndi fyrir nokkrum árum. Inni í salnum sýnir Magnús einn- ig framúrskarandi haglega og hugvitsamlega gert líkan á litlu hringsviði af þrem sýningarmynd um úr Shakespeare-leikritinu „Comedy of Errors“. Má snúa þessu litla hringsviði og skoða hverja mynd fyrir sig. Er smíði líkansins aðdáanleg, ekki sízt þegar þess er gætt, að það er smíðað í nákvæmlega réttum hlut föllum, þannig að hægt væri að afhenda það í þessu forini leik- tjaldasmiðunum, sem auðveldlega gætu smíðað eftir því. Má geta nærri hvílíkt verk þetta hefur verið. Magnús hefur auðsjáanlega „studerað“ þetta leikrit af kost- gæfni, því hann sýnir einnig úr því mjög vel gerðar búningateikn ingar. Eru þær teiknaðar á gráan filtpappa, sem gerir það að verk- um, að búningarnir sýnast úr þykku voðfelldu efni, en þeir eru litaðir með pastellitum. Snjöll hugmynd. Hefði sá er þetta ritar heldur kosið að Magnús hefði beitt snilli sinni að þessu sinni við merki- legra leikrit en „Comedy of Errors", því af nógu er að taka hjá Shakespeare gamla. En hann hefur allt um það sýnt með þessu verki, að Shakespeareleikrit láta honum vel og vonandi verður Magnús er nákvæmur í minnstu smáatriðum, en Sigfús er að ýmsu leyti mjög ólíkur honum í vinnu- brögðum. Enda er það skiljanlegt, því þeir hafa orðið fyrir áhrifum gjörólíkra kennara. Magnús hefur stundað nám hjá Reginald Leefe í Birmingham í Englandi og Otto Niedermoser í Vínarborg, en Sig- fús hjá Rússanum Polunin í Ox- ford og London, en hann hefur meðal annars gert fortjaldið í Memorialleikhúsinu í Strantford- on-Avon. Sigfús gefur sér miklu frjáls- ari hendur, enda er hann djarfur í litameðferð og hinn mikli stemn ingsmaður. Leggur hann meiri áherzlu á sterkar litaandstæður og stór form en útfærslu smá- atriða og gætir þar greinilega áhrifa meistarans Polunins. Eins og.kunnugt er, er Sigfús einnig listmálari og má e.t.v. að vissu leyti rekja til þess, að sumar myndir hans á þessari sýningu gætu sómt sér vel sem sjálfstæð málverk, svo sem myndin úr Prologus „Igors fursta“, sem býr yfir fagurri stemningu og hin furðulega og áhrifamikla úti- mynd hans úr leikriti Lofts Guð- mundssonar „Brimhljóíði“, sem e.t.v. fremur mætti kalla hug- dettu, er skapazt hefði fyrir stemningu leikritsins en hugmynd að raunverulegum leiktjöldum. Þá má nefna athyglisverða mynd úr „Hallsteini og Dóru“ Einars H. Kvarans, er gerastá„einhvers staðar í tilverunni“ og gefur því listamanninum næstum takmarka lausa möguleika til að beita hug- arflugi sínu. Margt er þarna fleira hjá þeim félögum girnilegt til fróðleiks. Sem heild er sýningunni einkar- smekklega fyrir komið. Gaman væri síðar að sjá enn fullkomnari og fjölbreyttari leik tjaldasýningu með verkum fleiri listamanna, eins og t.d. Lárusar Ingólfssonar, Lothars Grunds og Freymóðs Jóhannssonar, sem að vísu virðist að mestu hættur að gera leiktjöld, en þó ekki má gleymast sem einn af brautryðj- endum þessarar þýðingarmiklu leikhúslistar hérlendis. Ég tala nú ekki um, ef grafa mætti upp teikningar eftir Sigurð Guðmunds son föður 'þessarar listar hér á landi. Það þyrfti að vera sérstök deild fyrir líkönin, þar sem slökkva mætti salarljós og sýna þau í sem réttustu sviðsljósi, án þess að trufla þyrfti með því fyrir þeim gestum, er skoða myndirnar. En hvað sem því líður; hafi þeir félagar Magnús og Sigfús beztu þökk fyrir þessa smekk- legu sýningu, sem öllum skal ráð lagt að sjá. Ævar R. Kvaran. EINBYLISHUS með verzlunarplássi í Kópavogi, 5 herbergi, eldhús og bað á 2 hæðum. Afgirt lóð. Útborgun aðeins 100 þús. Opið í dag frá kl. 2—5. Aðra daga kl. 10—7. BlLA- & FASTEIGNASALAN, Vitastíg 8 A — Simi 16205. Úsóttir vinnmgar i happdrætti Sjúkrahúss Suðurlands. eru 27230 Flugfar Rvík—Kaupmannahöfn,-—Rvík. 11816 Farseðill Rvík—Khöfn—Rvík. 3934 Lamb 2502 Bækur. Magnús Thorlacius hæstarctturlögniaóur. Málf lutningsskrif stof a. Aðalstræti 9. — Sími 11875. Lítil orsök .... olli uppgötvun tóbaks sem nautna lyfs, en afleiðingar þessarar upp- götvunar hafa orðið miklar og margvíslegar. Eftir að Indíánar höfðu komið tóbaksneyzlu á það stig, að hún var almennt viður- kennd sem menningarfyrirbæri og breiddist þaðan út til nær allra þjóða heimsins, óx jafnframt tala þeirra hluta, sem tóbaksmenn gátu ekki án verið. Vindlingaveski, tóbaksdósir, tóbakspípur, vindla- og vindlingamunnstykki og hið ómissandi eldfæri er aðeins fátt eitt af því, sem reykingamenn þarfnast nú á dögum, en þessa hluti sérstaklega vandaða getið þér fengið frá oss. Ef þér skrifið oss og vísið til: No. K 22, munum vér um hæl senda yður ítarlegar upp- lýsingar um þessa hluti. Á kaupstefnunum í Leipzig verða þessar vörur til sýnis í sýningarskálanum Specks Hof og munum vér með ánægju sýna yður þá. DEUTSCHER INNEN- UND AUSSENHANDEL aái Berlin C 2, Schicklerstrasse 5—7 DEUTSCHE DEMOKRATISCHE REPUBLIK Umboðsmenn vorir eru: Verzlunarfélagið Festi, Pósthólf 192, Reykjavík — Þórður Sveinsson & Co., Hafnarstræti 10— 12, Reykjavík — Ingvar Helgason, Hávallagata 44, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.