Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 20

Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. febrúar 1958 wu aí reilzan di Eftir EDGAR MITTEL HOLZER 33 ÞýSii.g: Sverrir Haraldsson komu hennar og viðmóti: einhvers konar niðurbælda reiði. — „Ég virðist hafa fallið í ónáð hjá þér“, sagð; hann. — „Á ég að skilja það sem svo, að þú sért hætt að treysta mér?“ „Treysta þér?“ Hún hristi höf- uðið og tautaði: „Hér er ekki um neitt slíkt að ræða. En ef þú vilt endilega fá að vita það — ja, þú virðist hafa fremur spilltan kimnismekk“. „Spillt .... Oh. Svo þú heldur það? En þegar maður er nú í Róm....“ Hún sagði ekki neitt, en viðmót hennar varð kuldalegra. „Eigum við nú að fara?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli þrjózkulega og sagði: — „Sama er mér — ef þú vilt það. En ekki út um skrúðhússdymar". Rödd föður hennar náði þeim, þegar þau voru á leiðinni með- fr’am hliðarstúkunni, í áttina til vestur-dyranna. „Gregory, komdu og heilsaðu upp á tvo af mínum heztu vinum og samverkamönnum". Gregory sneri sér við. Heil hers ing af engisprettum féll niður úr sperrunum. Þær störðu á hann með grænum, hatursfullum aug- um, ailar með krókbognar grip- tengur, til þess að klipa sneiðar af sál hans. „Já“, sagði hann. „Hr. Hendrik Buckmaster og frú Sophie Buckmaster". Fölur og titrandi virti Gregory hinn hörundsgrófa, gamla mann fyrir sér, með hrokkið, hvítt hár. Hann brosti glettnislega um Leið og hann greip framrétta hönd Gre gorys. — „Nýr félagi í okkar á- gæta hóp, eh?“ sagði hr. Buck- master. — „Verð samt að segja, að þú ert líkastur blóðlausri vofu í útliti". Og aftur brosti hann sama glettnisbrosinu. Frú Buckmaster rétti honum höndina og sagði lágri röddu: — „Gleður mig að kynnast yður“. Hún var kursteis og frjálsleg í framkomu. — „Mjög venjuleg manneskja", hugsaði Gregory með sér. — „Of venjuleg“. „Ég er búinn að heyra söguna um hanann", sagði hr. Buck- master. „Jæja, eruð þér búinn að heyra hana?“ sagði Gregory brosandi. „Já, Gerald var einmitt að segja mér hana. Frændi þinn held ur að yður muni líða ágætlega hérna hjá okkur. Hann á, sko, við það, að þér hafið hinn rétta anda — ekki eins og þessir náttúru- lausu. .. .“ „Hendrik. Góði minn. Ekki neitt klám“. „Alveg rétt, Sophie, ástin mín. Það var ekki ásetningur m/inn. — Það var heldur ekki ég, sem sagði það. Það var þessi bölvaður tví- fari minn“. „Tví.kváði Gregory undr andi. „Tvífari", sagði hr. Buckmast er og drap tittlinga framan í hann. — „Ég er svo ógæfusam- ur, að hafa gersamlega kynóðan tvífara, drengur minn. Hann ger ir ekkert annað en að eignast lausaleikskrakka. Á hverri nóttu dreymir mig hræðilegustu drauma". Hann bankaði með fingrinum á bringuna á Gregory. „Ég er konungur svefngenglanna hér í nágrenninu — tvífari minn er það, vildi ég sagt hafa. Og hvort ég sé aðgerðalaus í þessum svefngöngum mínum — ja, þú getur bara reynt að spyrja ein- hverjar af Indíánakonunum uim það, og vitað hverju þær svara“. „Hendrik, nú held ég að nóg sé komið í bráðina“, sagði frú Buckmaster, en Gregory sá glettn isglampa í augum hennar. Hún tók i handlegg manns síns og brosti til Gregorys. — „Nú sr bezt að ég fari með hann, Gre- gory, áður en hann þreytir yður 'meira, með málæði sínu“. „Hann þreytir mig ekki“, sagði Gregory. — „öðru nær. Ég hefði einmitt mjög gaman af að hitta Ihann oft. Mér finnst hressandi að 'spjalla við hann“. Buckmaster veifaði til hans. — „Jafnvel karlmennirnir falla fyr ir mér“, sagði hann borginmann- lega og rak upp hrossahlátur, orð •unum til áréttingar. — Og svo úeiddi konan hans bann af stað, í áttina til norður-dyranna. „Sannarlega galgopi“, sagði ■séra Harmston brosandi. „Mjög ■viðfeldinn og skemmtilegur karl“. „Það finnst mér líka“, sagði ■Gregory og kinkaði kolli til sam- þykikis. „Mikill lærdómsimaður", bætti séra Harmston við alvarlegur. — „Þú mátt trúa þvi, að þetta klúra tal hans, er bara uppgerð og ávani“. „Pabbi, ég ætla að skreppa yf- ir í Indíánaþorpdð með Gregory", ■sagði Mabel. „Ætlarðu að gera það? Ágæt hugmynd, telpa mín. Þið verðið bara að gæta þess að koma ekki of seint heim í hádegisverðinn“. Við vestur-dyrnar stanzaði Oli- via þau: — „Mabel, í þínum sporum myndi ég ekki fara með honum fyrr en ég hefði fengið örugga vissu um það, að hann hefði ekki rakhnífinn sinn með- ferðis“, sagði hún og svo var hún þotin, ein3 og eldibrandur í burtu. Gregory virtist hafa hið mesta gaman af þessu: — „Kannske þú viljir rannsaka það strax, hvort UTSALAN heldur átram Baðmullarpeysur — margir litir og stærðir Aðeins kr.: 15.00. Þýzkar smábarna-sokkabuxur, bláar, bleikar. Verð aðeins kr. 25.00—30.00 og 35.00. Kuldagallar, bláir og rauðir, áður 98.00, nú kr. 65.00 Kvensokkar, silki, ísgarn, baðmull. Eitt verð, kr. 15.00 parið. Skriðbuxur — áður kr. 69.00 — nú kr. 25.00 Fallegt úrval af barna- og kvenhúfum 20% afsláttur. Hvítar hosur — kr. 5.00 parið o. m. fl. SÓLRÚN Laugavegi 35. ég er með rakhnífinn?“ sagði hann. „Við skulum nú reyna að koma okkur af stað“, sagði Mabel þurr lega. Þau gengu þegjandi þangað til þau beygðu inn á stíginn, sem opnaðist skammt frá skóla-benab. Þá rauf Gregoi-y þögnina: — „Hvers vegna ertu reið við mig, Mabel ?“ „Ég hélt að það gæti nú hver maður skilið", sagði hún. „Ekki sá, sem er veikur, bæði á líkama og sál“. „Þú ert hvorki vitlaus né veik- ur, fremur en. éig er það“, sagði hún þykkjulega og bætti svo við, eftir örstutta þögn: „Þú ert bara að gera gys að okkur og ekkert annað“. „Þú ert svo gáfuð", sagði hann brosandi og kreisti saman hend- urnar, eins og hann væri að reyna að bæla niður gleði sína. — „Það er nákvæmlega það, sem ég er að gera“. „Og þú hefur kjai’k til að viður kenna það“. „En“, sagði hann. — „Þú hef- ur rangt fyrir þér, viðvíkjandi hinu andlega heilsufari mínu“. „Nei, það er ég einmitt viss um að er rétt álit hjá mér. Vitfirring ar vita ekki að þeir eru vitfirr- ingar“. „Þannig hugsaði ég líka. Þang að til....“ Greinileg fyrirlitning sást í svip hennar. Stígurinn var þakinn hvitum sandi og leiðin lá upp sívaxandi bratta, svo að þau gengu fremur hægt og ferðin sóttist seint. „Þangað til ég myrti Brendu“. Hún hrasaði, staðnæmdist og virtist næstum tapa jafnvæginu í hvítum sandinum, en svo hló hún stuttum hlátri og hóf göng- una að nýju. — „Það getur verið að ég sé heimskuleg í útliti“, sagði hún — „en svona auðveldlega get urðu nú samt ekki gabbað mig“. Hann hættd að brosa og allur roði hvai'f úr kinnum hans. „Þú trúir mér þá ekki? Álíturðu mig þá ekki hættulegan?" „Nei, ég held að þú gætir ekki gert flugu mein“. Allt viðmót hennar var ögrandi, feimni og ó- framfærni sást ekki lengur í svipnum. Varirnar voru saman- herptar og í augum hennar, sem áður höfðu verið svo vingjarnleg, var nú f jandsamlegur glampd. Hann fór aftur að brosa og hör undslitur hans varð eðlilegur að nýju. — „Þú vekur áhuga minn“, tautaði hann. — „Meira og meira. Kannske ert það þú, sem þjáist af sehizophreniu, en ekki ég“. „Nei, þar skjátlast þér alger- lega. Ég er bara ósköp venjuleg manneskja, sem kann ekki vel við það, að gert sé gys að mér. Slíkt þoli ég alls engum manni“. Hann greip í handlegginn á henni og sneri henni við, svo að hann gæti horft framan í hana: „Ég ætla að drepa þig, skera úr þér hjartað og troða á því“. „Viltu gera svo vel að sleppa mér“. Að baki sér, hinum megin við bugðuna á stígnum, heyrðu þau mannamál. Kirkjugestirnir voru á leið heim til sín. En hann hélt jafnfast í handlegginn á henni og starði rannsakandi á andlit hennar. Þannig stóðu þau hreyfdngar- laus og ldkust því sem líkamar þeirra hefðu skyndilega stein- runnið. Eðla — eða skordýr — lét til M A R K Ú S Eftii Ed Dodd 1) _ Það verður erfitt að kom | skyldi hafa vaðinn, hann gerir I 2) — Hvað er þetta, ég sé ekkii 3) . .. . hann er hér ekki leng- Mt upp aftur. Ég er feginn að ég I mér þetta auðveldara. kaðalinn .... I ur. sín heyra, inni í þéttum burkna- klasa, öðrum megin við stíginn, skammt frá rótum gamals pálma- trés, og höfuðið á Gregory hreyfð ist nærri ómerkjanlega eins og hann langaði til að líta í áttina til pálmans. Raddir fólksins færðust nær. Hún gat þokað sér um hálft skref aftur á bak, en þá dró hann hana til sín og kyssti hana. En hann var ekki heppnari en það, að koss inn lenti ofurlítið ofar en til var ætlazt, eða nánar til tekið, beint á nefbrodd stúlkunnar, svo að hann flýtti sér að kyssa hana aft ur — í þetta skiptið á munninn. Hún titraði og opnaði munninn, til þess að segja eitthvað, um leið og hún reyndi að keyra höfuðið aftur á bak, en ekkert hljóð kom frá henni. Hann var svo mörgum sinnum sterkari en hún, að öll mótspyrna frá hennar hálfu var tilgangslaus. Hann horfði á fölt andlit hennar litla stund, brosti svo og sleppt- henni skyndilega og hélt áfram göngu sinni upp stíginn — og eftir andartaks hik, lagði hún af stað á eftir honum, með klaufalegum tilburðum, lík- ust ölvaðri manneskju. Fólkið var enn ekki komið fyrir bugðuna á stígnum. Stígurinn beygði nú skyndilega til hægri og þau komu út á víð- áttumikið, rutt svæði, ræktað og SHÍItvarpiö Sunnudagur 9. febrúar: - Fastir liðir eins og venjulega, 11,00 Messa í HalLgrímskirkju —= (Prestur: Séra Sigurjói. Þ. Árna- son. Organleikari: Páll Halldórs- son). 13,05 Erindaflokkur útvarps ins um vísindi nútímans; II. Eðlis fræðin (Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor). 14,00 Miðdegistónleik- ar (plötur). 15,30 Kaffitíminn: a) Carl Billich og félagar hans Leika b) Létt lög af plötum. 16,30 „Víxlar með afföllum" eftir Agn- a; Þórðarson; 3. þáttur endurtek inn. — Leikstjóri: Benedikt Árna son. 17,00 Tónleikar: Lög frá Mexíkó (plötur). 17,30 Barnatimi (Skeggi Ásbjarnarson kennari), 18,30 Hljómplötuklúbburinn — (Gunnar Guðmundsson). 20,20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur; Hans-Joachim Wunderiich stjórnar. 20,50 „Rizpa", kvæði eft ir Alfred Tennyson í þýðingu Ein ars H. Kvaran (Steingei'ður Guð- mundsdóttir leikkona). 21,00 Um helgina. — Umsjónarmenn: Egill Jónsson og Gestur Þorgrímsson. 22,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 10. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Búnaðar- fræðsla (Júlíus J. DaníeLsson). — 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fiskimál. 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Um daginn og veginn (Bene dikt Gröndal alþingismaður). —; 20.50 Einsöngur: Kristinn Halls- son syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21,10 Erindi! Krabbameinsrannsóknir og krabba meinsvarnir (Gunnlaugur Snæ- dal læknir). 21,35 Tónleikar (pl.). 22.10 Passíusálmur (7.). — 22,20 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnssc" listfræðingur). —• 22.50 Kammertónleikar (plötur), 23,20 Dagskrárlok. ÞriSjudagur 11. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: —• „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jóns- son; III. (Höfundur les). — 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. — 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars son kand. mag.). 20,35 Erindi: Vísindin og vandamál mannfé- lagsins; síðara erindi (Dr. Björn Sigurðsson). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Sólon íslandus” eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi; V. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 Passíusálmur (8.). 22,20 „Þriðju- dagsþátturinn". — Jónas Jónas- son og Haukur Morthens hafa stjórn hans með höndum. — 23,20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.