Morgunblaðið - 09.02.1958, Page 23

Morgunblaðið - 09.02.1958, Page 23
Sunnudagur 9. febrúar 1958 MORGVNBLAÐ1Ð 23 Helga Hansdóftir minning Myndin er tekin af knattspyrnuliðinu Manchester United, þeg- ar lagt var upp frá Bretlandi í keppnisförina til Júgóslavíu. I fremstu röð til hægri er framkvæmdastjórinn Busby, sem lifði af flugslysið í Munchen. Við hlið hans stendur Itoger Byrne — og í sömu röð, lengst t. d. er Tommy Taylor, — Þeir fórust báðir. — Hreinsun Framh. af bls. 1 • Þelr töluðu um lýðræði, en hugsuðu ekki um nauðsyn þess að tryggja ríkið gegn mold- vörpustarfsemi óvinanna. • -• Þeir voru skammsýnir í mati sínu á hugsjónalegum og efnahagslegum undirróðri óvin- arins. • -• Þeir vanmátu áhrif borgaralegs hugsunarháttar, sem hefur þrengt sér inn í flokkinn. • -• Þeir vildu ekki viður- kenna hætturnar sem eru sam- fara þeim hillisýnum, að samein- ing Þýzkalands sé æskileg, hvað sem hún kostar. • -• Wollweber var sakaður um vanrækslu í störfum sínum sem yfirmaður öryggislögreglrann ar, þar sem hann hefði látið und- ir höfuð leggjast að berjast gegn annarlegum skoðunum og áhrif um. „Hann reyndi að vinna flokks- félaga á band sundrungarhópsins, sem Schirdewan stóð fyrir“, seg- ir í skýrslunni. „Óvinurinn fékk upplýsingar um innanflokksmál, sem hann notaði síðar gegn flokknum". Karl Schirdewan Schirdewan, sem er 51 árs gamall, gekk í kommúnistaflokk- inn 18 ára og gegndi ýmsum em- bættum innan flokksins fram að síðari heimsstyrjöld, en þá fór hann úr landi. Hann kom til Berlínar aftur árið 1945 og var kosinn í miðstjórn austur-þýzka kommúnistaflokksins. Honum var falin skipulagning flokksins og kosinn í æðsta ráðið 1953 Ernst Wollweber Wollweber, sem er sérfræðing- ur í skemmdarverkum á skipum og hafnarmannvirkjwm, njósnum, mannránum og vopnasmygli, lét af störfum sem öryggismálaráðh. í október sl., og var sagt að hann hefði beðið um lausn frá embætti vegna vanheilsu. Eftir síðari heimsstyrjöld skipulagði hann skemmdarverkasveitir og njósna- hringi og var settur yfir austur- þýzku öryggislögregluna árið 1953. Vestur-þýzk blöð skýrðu frá því á sínum tíma, að það hefði verið njósnahringur Wollweber, sem flutti brezku sendiráðsmenn ina Guy Burgess og Donald Mac- Lean austur fyrir járntjald. Fred Ölssner Ölssner, sem er 55 ára gamall, gekk í æskulýðsfylkingu þýzka kommúnistaflokksins 17 ára. — Hann fór til Moskvu árið 1936 og kom aftur til Berlínar með Rauða hernum 1945. Fyrir þrem- ur árum var Ölssner skipaður aðstoðarforsætisráðherra og hafði þá yfirumsjón með nevzlu- vörum og framleiðslu. Nýir menn 1 embætti þessarra þriggja manna hafa verið skipaðir: Al- fred Neumann, fastafulltrúi í æðsta ráðinu; Paul Fröhlich, með limur miðstjórnarinnar og Her- hard Griineberg, aukameðlimur miðst j órnarinnar. Ný leið til að lakmarka barneignir PEIPING, 8. febr. — í Kína, þar sem sjötti hluti mannkynsins býr, hafa menn uppgötvað nýja leið til að takmarka barneignir, en það er eitt helzta vandamál Asíuþjóða. Prófessor Ma Yin Chu, helzti forustumaðurinn á þessu sviði, skýrði kínverska alþýðuþinginu frá því að ungir verkamenn væru svo áhugasamir um byggingu vatnsveitukerfa og vatnsbóla, að þeir gæfu sér ekki tíma til að ganga í hjónaband. Áætlanir stjórnarinnar eru þannig „ákveð in tegund af takmörkun á barn- eignum“, sagði prófessorinn. Önnur leið að sama marki, er gefizt hefur mjög vel, sagði pró- fessorinn, er sú, að neita her- mönnum um heimfararleyfi, ef þeir eiga mörg börn. Nefndi próf essorinn ýmis dæmi máli sínu til sönnunar! Guð komi sjálfur nú með náð, Nú sjái Guð mitt efni og ráð, nú er mér, Jesú, þörf á þér, þér hef ég treyst í heimi hér. (H. P.) 1. JANÚAR sl. andaðist að heim- ili sínu, Oddhól á Rangárvöllum, Helga Hansdóttir á 92. aldursári. Helga var fædd að Kirkjulandi í Austur-Landeyjum 3. marz 1866. Af foreldrum sínum hafði Helga lítið að ségja. Tveggja vikna var hún flutt til hjónanna Ástu og Jóns, er þá bjuggu í Ey í Vestur-Landeyjum. Dvaldi hún hjá þeim hjónum, meðan þau lifðu, én bæði voru þau dáin, er Helga var 14 ára. Tóku þá við búi þar Kristín dóttir þeirra hjóna, og maður hennar, Guðmundur Eiríksson. Hjá þeim var Helga, og síðan hjá Kristínu, er maður hennar var dáinn, samfeílt í 27 ár. Árið 1907 tóku við jörðinni Sig urður Snjólfsson og Þórhildur Einarsdóttir frá Stóru-Mörk. Réð ist Helga til þeirra, og var hún hjá þeim allan þeirra búskap, eða til vorsins 1926. Var Sigurður þá dáinn, og ekkjan brá búi. Var Helga þessi ár, og æ síðan sem einn meðlimur þessarar fjöl- skyldu. Lengi munu börn þriggja ættliða minnast umhyggju henn- ar og ástúðar. Hafði nú Helga verið í 60 ár hjá þrem búendum á sömu jörð- inni. Enn var Helga um sinn í Ey, en vorið 1931 flutti hún til Mörtu, dóttur þeirra Þórhildar og Sig- urðar, _og manns hennar Frí- manns ísleifssonar. Hjá þeim var hún til dauðadags, fyrst að Tuma stöðum í Fljótshlíð, en síðan að Oddhól á Rangárvöllum. Hér hafa æviatriði verið rakin í fáum dráttum. Vitt var ekki farið, en því betur að því hugað, sem til heilla og hagsbóta mátti verða þeim húsbændum, er hún vann hjá. Helga var alin upp og lifði sín þroskaár á þeim tímum, er öll alþýða hér á landi lifði við mjög þröngan kost. Urðu allir hart að sér að leggja, til þess að hafa til brýnustu nauðþurfta. Tók Helga þátt í þeirri baráttu með húsbændum sínum með slíkri at- orku og trúmennsku, að lengra verður vart komizt. Vel hafði hún til þess unnið, er hún hlaut verð- laun frá Búnaðarfélagi íslands fyrir langa og dygga þjónustu á sama stað. Oft vann Helga þau verk, sem venjulega voru karmönnum ætl- uð. Mun hún lítt hafa hugsað um erfiðið, en meira um nauðsyn verksins og hag húsbændanna. Þrekið var líka mikið, og heilsan lengi góð. Eigi var heldur hugsað um launin fyrir erfiði daganna, og því, sem áskotnaðist, jafnan varið til þess að gleðja aðra. Sjálf átti hún líka til hinztu stundar nóg rúm í hug og hjarta fyrir þakklæti til allra, sem gerðu henni gott. Ekki er það óeðlilegt, að langri ævi fylgi margs konar mótlæti. og ekki fór Helga varhluta af því, en sorgum og mótlæti mun hún jafnan hafa tekið með hetjulund. Hún átti glaða og þróttmikla lund, sem ekki lét bugast, þótt á móti blési. Góð stoð var hún og þeim, sem áttu um sárt að binda. Helga giftist ekki né átti börn, en eigi er það ofsagt, að hún hafi verið önnur móðir allra barna, sem með henni dvöldu. Mun það allstór hópur, yngri og eldri, sem slíkan hug bera til hennar. Margur ylgeislinn mun hafa streymt milli hennar og litlu barnanna í Oddhól, sem hún dvaldi nú síðast með. Jafnan var svo, nú síðustu mánuðina, að það var sem blrti yfir svip hennar, þegar litla nafn an, tveggja ára, kom til hennar, meðal annars í þeim erindum að fá hana til að sitja við rúmið sitt meðan hún sofnaði. Það var hryggð í huga litlu barnanna, þegar þau undruðust það, hvað hún stóra Helga svaf lengi. Helga Hansdóttir varð aldrei rík af neinu því, er í krónum verður talið, en á ævi sinni allri og að leiðarlokum, átti hún í hugum samferðarmanna virð- ingu, ást og þökk. Sannarlega finnst mér Helga verð þessara orða meistarans mikla frá Nazaret: „Gætt, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns“. Utför Helgu fór fram frá heim- ili hennar 11. jan. Hún var jarð- sett að Breiðabólstað í Fljótshlíð, að viðstöddu fjölmenni. Þar var kirkjan hennar mestan hluta æv- innar. Þaðan hljómaði nú sálm- urinn, sem hún hafði óskað eftir, að súnginn væri við jarðarför sína. „Guð komi sjálfur nú með náð“. H. S. Ráðskonusfaða óskasf Kona, um fertugt, vill sjá um gott, fámennt heimili. Aðeins fyrsta flokks íbúð kemur til greina. Tilb., með greinilegum upplýsingum, sé skilað til Mbl., 'yrir 16. febr., merkt: „Maí 1958 — 8616“. Tilboð endui'send. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps vill ráða sér Sveifarstjóra Þeir sem kynnu að hafa hug á að sækja um stöðuna sendi umsóknir sínar ásamt upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og kaupkröfu til oddvita Ólafsvíkurhrepps fyr- ir 1. marz 1958. Oddiviti Ólafsvíkurhrepps. Hilmar Carðars hc.'uðsdónislögmaður. Málflutnmgsskrifstofa. Gamla-Bíó. Lngólfsstræti. Tregar samgöngur við Búðardal BÚÐARDAL, 8. febr. — Tíð hef- ur verið umhleypingasöm í Dala- sýslu undanfarið. Mikil frost hafa verið öðru hverju en ekki mikill snjór. Hagar eru sæmilegir víðast hvar fyrir sauðfé og er bví beitt eftir því sem tíð leyfir Samgöngur eru frekar erfiðar. Ekkert skip frá Skipaútgerð rík- isins hefur komið hér síðan fyrir jól, en bátur frá Reykjavík, sem Kaupfélagið fékk til að flytja vörur, kom hér i byrjun janúar. — 1 Síðan hefur ekkert skip komxð. Engar flugáætlunarferðir eru hingað. Landleiðin hefur teppzt öðru hverju og verið mokuð þrisvar sinnum síðan um ára- mót. — Elís. Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 4. febrúar. Guð blessi ykkur öll. Kristján Jóhannesson, Njálsgötu 27 B. Maðurinn minn og faðir okkar JÓN JÓNSSON Efralandi, Grindavík, andaðist þann 4. þessa mánaðar. María Jónsdóttir og börn. EINAR ÞORKELSSON andaðist 7. febrúar að heimili sínu, Hróðnýjarstöðum, Dölum. Börn og tengdabörn. Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu margrétar eiríksdóttur frá Akurhúsum, Garði, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 2. Athöfninni verður útvarpað. Hrefna Matthíasdóttir, Pétur Jónsson og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu, við and- lát og jarðarför systur okkar og mágkonu, ÁSTRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR hj úkrunarkonu Þuríður Símonardóttir, Steingrímur Einarsson, Kristiun Símonarson, Hailfríður Jónsdóttir, Jón Símonarson, Hannesína Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.