Morgunblaðið - 09.02.1958, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.02.1958, Qupperneq 24
VEÐRIÐ Allhvass norSaustan síðdegis ____víðast léttskýjaS_ 34. tbl. — Sunnudagur 9. febrúar 1958. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. (p • • r f • • • • r mm r m • , Sr/ornarfc/ori i Fel. /arn- íðnaðarmanna lýkur í dag Listi lýðræðissirma er B.-listinn STJÓRNARKOSNINGIN í Félagi járniðnaðarmanna heldur áfram i dag í skrifstofu félagsins, Skálavörðustíg 3A. Kosið verður frá kl. 10 árd. til kl. 6 síðd. og er þá kosningunni lokið. Tveir listar eru í kjöri. B-listi lýðræðissinna, sem studdur er af andstæðingum kommúnista í félaginu og A-listi, sem skipaður er kommúnistum og borinn fram af þeim. Eins og kunnugt er hafa kommúnistar farið með stjórn í Félagi járniðnaðarmanna í nokkur ár og notað það félag óspart í þagu. flokkssamtaka sinna eins og önnur verkalýðsfélög, sem þeir hafa náð tökum á. Hefur þessi framkoma kommúnistanna ekki em- ungis veikt félagið út á við, heldur beinlínis stórskaðað félags- menn frá hagsmunalegu sjónarmiði. Félagsstjórnin hefur marg sinnis gert sig seka um að ganga í berhögg við sína eigin félaga, í.ðeins til þess að styðja að áframhaldandi setu Hannibals í ríkis- stjórn. — Járniðnaðarmenn, hindrið áframhaldandi misnotkun kommúnista á samtökum ykkar með því að tryggja glæsiiegan sigur B-listans. Stúdentafélagsfundur í dag um Prentfrelsið og roðnsteininn RithÖfundum er sérstaklega boðið á fundinn Mynd þessi var tekin af fyrsta fundi hins nýkjörna bæjarráðs í nýju fundarherbergi í Skúla- túni 2. Var það 1712. fundur bæjarráðs frá upphafi. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunn- laugur Pétursson, borgarritari, Tómas Jónsson, borgarlögmaður, Geir Hallgrímsson, bæjarráðs- maður, Auður Auðuns, bæjarráðsmaður, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Páll Líndal, skrif- stofustjóri, Magnús Ástmarsson, bæjarráðsmaður, Guðmundur Vigfússon, bæjarráðsmaður og Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræðingur. (Ljósm.: P. Thomsen). Mikill fjöldi iðkar nú vetraríþróttir Bjartviðri, en hvessir þegar líður d daginn í fyrrinótt var skautasvellið á íþróttavellinum sprautað, enda var skautaísinn eins og spegill í gærmorgun. í gærdag eftir há- degið og fram til klukkan 4.30 hafði gífurlegur mannfjöldi skemmt sér þar á skautum, en útvarpað var um hátalara- kerfi léttri tónlist. Fólk á öllum aldri var þar, sumir leiknir aðrir byrjendur. Sameiginlegt var það bersýnilega með þessum mikla mannfjölda, að allir skemmtu sér vel. Ágætt veður var, hæg- viðri og sólskin með frosti. í nótt átti að sprauta skauta- svellið aftur, svo þar ætti að verða góður skautaís, þegar opn- að verður í dag klukkan 1.30. Það myndi þó bæta aðstöðuna fyrir skautafólkið, ef þremur ljóskösturum yrði bætt við þá, ér þar eru fyrir. Framfarasjóður B. H. B j arnasonar FRAMFARASJÓÐUR B. H. Bjarnasonar, kaupmanns mun meita námsstyrk (um kr. 2000) hinn 14. febr. n.k. Styrkinn má veita karli eða konu, sem lokið hefur prófi í gagnlegri námsgrein til framhaldsnáms, sérstaklega er lendis. Umsóknir sendist form. sjóðs- stjórnar, Hákoni Bjarnasyni, Snorrabraut 65, Reykjavík. Fagnaður Hvatar annað k\ öld SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- lagið Hvöt gengst fyrir kvöldfagn aði í Sjálfstæðishúsinu á mánu- dagskvöldið kl. 8.30, þar sem sigr inum í bæjarstjórnarkosningun- um verður fagnað. Meðal annars skemmta þær frúrnar Emelía Borg og Nína Sveinsdóttir. Félags konur, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Ekki hœtta á mjólkur- skorti á Akureyri AKUREYRI, 8. febr. — Þrátt fyrir hina miklu ófærð hér í Eyjafirði er reynt að halda uppi mjólkurflutningum til Akureyr- ar. Frá Dalvík er komið meö mjólk þeirra Svarfdælinga á báti hingað inn eftir, og er búizt við að svo muni verða um nokkuvt skeið. Árskógstrendingar flytja mjólkina á sleðum inn í Möðru- vallasókn, en þar er hún tekin á „trukka“. Er veginum þangað haldið opnum með snjóýtum. Af Svalbarðsströnd verður komið með mjólkina á sleðum sem ýta dregur, eða á báti, en þangaö hefur verið með öllu ófært und- anfarna daga. Úr Öngulstaða- hreppi ganga „trukkar" og er mjólkin flutt á þeim. Eyjafjarð- arbraut, vestan ár. hefur nú verið rudd og komu mjólkurbílar í morgun úr Saurbæjar- og Hrafna gilshreppum. Ekki er talin hætta á að mjólkurskortur verði hér á Seglagerðin á Akranesi eyðilagðist í eldsvoða VEÐURSTOFAN spáði í gær- kvöldi áframhaldandi bjartvirði hér um sunnanvert landið í dag. Þetta mun án efa þýða að bæjar- búar munu reyna að nota daginn vel til þess að stunda vetraríþrótt ir, en þó skal á það bent að hvessa á, þegar líður á daginn. Þegar í gær hópuðust Reykvík- ingar upp í skíðaskálana. Stein- grimur gestgjafi í Skíðaskálanum sagði blaðinu, að hann hefði í gær sennilega neitað um 100 manns gistingu. Mig vantar tilfinnan- lega svefnpokapláss, sagði hannv Færið er hér mjög gott sagði hann, og öll sólarmerki benda til þess að margt muni verða um manninn hér í Hveradölum í dag. Vegagerðin hafði sent jarðýtur sínar á vettvang, svo færð var góð a.m.k. fyrir stærri bíla. — Steingrímur kvaðst ekki vita, hvort snjólyftan yrði komin af stað, en verið var að setja hana upp. Nokkrir helztu skíðagarpar bæjarins, fóru í Jósepsdal í gær- dag með Guðmundi Jónassyni, en þar verður í dag skíðamót, stór- svigsmótið svonefnda. Eggert Thorarensen, forstjóri BSR sagði í gærkvöldi að um 200 manns hefðu farið upp í skíða- skálana á vegum skíðafélaganna. Iíaldara í Osló og Stokkliólmi ÞAÐ er víðar mikið vetrarríki um þessar mundir en hér á landi. Þó mörgum hafi fundizt kalt hér í Reykjavík í gær þá var kaldara í Noregi og eins í Svíþjóð. Þegar lesið var á hitamælana hér í Reykjavík, klukkan 5 síð- degis í gær var frostið 6 stig. Á sama tíma var það 4 stig í Kaupmannahöfn, 9 stig í Osló og 14 stiga gaddur var í Stokkhólmi. Þá var aftur á móti 5 stiga frost í höfuðstað Grænlands, Góðvon. Aftur á móti var 38 stiga gaddur nyrst á austurströnd Grænlands við Danmerkurfjörð. AKRANESI, 8. febrúar. — Eldur kom upp í Seglagerðinni hér icl. 1,30 e. h. í dag. Er hún í bak- húsi úr timbri og bárujárni að Suðurgötu 19. Mikill reykur og magnaður eldur hafði fyllt hus- ið, þegar slökkviliðið kom. Segx og björgunarhringir voru þarna inni og eyðilagðist þessi varn- ingur í eldinum. Tókst að bjarga saumavél seglagerðarmannsins, Elxasar Benediktssonar, fyrrver- andi skipstjóra, er hafði húsið á leigu. Vélin var þó nokkuð skemmd af eldinum. Talið er að kviknað hafi í út frá olíukyndinu. Tók það slökkviiið- ið klukkustund að ráða niðurlög- um eldsins. Brann húsið allt að innan. — Oddur. í dag kl. 2 e.h. gengst Stúdenta- félag Reykjavíkur fyrir alm fé- lagsfundi í Sjálfstæðishúsinu. — Umræðuefni fundarins er: Prent- frelsið og hið umdeilda ritverk norska rithöfundarins Agnars Mykle: „Sangen om den röde rubin“. Segja má að á hinum síðari ár- um hafi fátt vakið eins mikla at- hygli í bókmenntaheiminum og hin harðsnúna málsókn á hendur Mykle vegna útkomu bókarinnar. Með þessum deilum hefir verið fylgzt mjög vel hérlendis, og er inálið orðið íslendingum skylt, þar sem lagt var bann við út- komu bókarinnar á íslenzku. Rithöfundum er sérstaklega boðið á þennan fund. Akureyri, enda eru bændur allvel búnir við miklu fannfergi. Tals- vert er til af fiutningasleðurn, sem hægt er að beita jarðýtum fyrir. — vig. Maðuriim fannst örendur Milli 40 og 50 Reykjavíkurskátar og nokkrir Hafnarfjarðarskátar hófu í gærdag leit að manni, sem horfið hafði hér í bænum síd- astliðinn fimmtudag. Fór hax:n þá að heixaan frá sér, en síðan hafið ekki til hans spurzt. Hér var um að ræða Halldór Sveinsson, verkamann hjá Reykjavíkurbæ, til heimilis að Drápuhlíð 48, 66 ára að aldri. — Einnig tóku þátt í leitinni að- standendur hans og vinir. Leitin var skipulögð með sjó fram allt sunnan frá Keflavik og upp að Kjalarnesi. Síðdegis í gær, nokkru fyrir myrkur, fannst Halldór örendur í fjörunni á Hvaleyri sunnan Hafnarfjarð- ar. Halldór lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Spilukvöld Þórs ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis- manna, heldur spilakvöld í Hótel Akranesi í kvöld kl. 8.30. í kvöld fara fram úrslit fimm kvölda- keppninnar. Akurnesingar, fjöl- mennið á þessa skemmtun. Frummælandi er Helgi Sæm- undsson, formaður Menntamála- ráðs. Frá Alþingi DEILDARFUNDIR verða á morg un kl. 1.30. í efri deild verður 3. umr. um frumv. um veðurstof- una. 1 neðri deild verður 3. umr. um frv. um samkomudag reglu- legs Alþingis 1958 og 1. umr. um frumv. um skatt á stóreignir. Forsetamim afhent málverk eftir Sigurð rnálara TÓMAS'Tómasson, ölgerðarmað- ur og kona hans hafa afhent for- seta íslands að gjöf til þjóðarinn- ar tvær myndir eftir Sigurð Guð- mundsson málara. Önnur myndin er teikning af gömlum manni, en hin olíumálverk af Amor-styttu Alberts Thorvaldsen, báðar for- kunnarvel gerðar. Málverkið er vísast prófmynd Sigurðar. Þessar myndir hafa nú verið afhentar Listasafni ríkisins til eignar, og verður væntanlega opnuð, 22. þ. m., í Þjóðminjasafninu heildar- sýning á verkum Sigurðar málara en í ár er öld liðin síðan hann kom heim til fslands, að loknu námi á listháskólanum í Kaup- mannahöfn. (Frá skrifstofu for- seta íslands). Kvöldvaka Sjálfstæðisfél. í Hafnarfirði HAFNARFIBÐI — Kvöldvaka Sjálfstæðisfélaganna fyrir stuðn. ingsfólk D-listans í kosningunum, verður eins og áður hefir verið skýrt frá, í Hafnarfjarðarbíói annað kvöld og hefst kl. 8,30. — Þar verða flutt nokkur stutt ávörp og auk þess verða eftirfar- andi skemmtiatriði: Carl Billich, Jósef Felzman og Pétur Urbancic munu leika létt lög. Nína Sveinsdóttir og Emelia Borg fara með skemmtiþátt, Jón Sigurbjörnsson leikari syngur og að lokum verður sýnd stutt kvikmynd. — G. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.