Morgunblaðið - 08.03.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.03.1958, Qupperneq 2
MORCVNBL4ÐIÐ Laugardagur 8. marz 1958 V. Sfóreignaskatturinn mun hafa lamandi áhrif á atvinnulífið Harðar umræður á ABþinffi Á FUNDI í efri deild Alþingis í gær var rætt um frumvarp, sem ríkisstjórnin flytur til að fá stað- fest bráðabirgðalög, sem sett voru 31. desember sl. Var efni þeirra það, að álagningu stóreignaskatts skyldi lokið fyrir febrúarlok þessa árs, en í lögunum, sem sett voru I sumar, var svo til skilið, að henni skyldi ljúka fyrir sið- ustn áramót. Eysteinn Jónsson flutti stutta framsöguræðu um frumvarpið og sagði, að ekki hefði unnizt tími til að ljúka skattlagningunni fyr- ir áramót, en henni væri nú lok- ið, og hefði skattgjaldið reynzt vera 135 millj. kr. — Eitthvað myndi það þó lækka, þegar kær- ur væru úrskurðaðar. • Harkaleg skattheimta Jóhann I'. Jósefsson tók næstur til máls og ræddi um stóreigna- skattinn almennt. Gagnrýndi hann harðlega setningu laganna um hann og framkvæmd þeirra. Hann sagði m. a.: Stóreignaskattur var lagður á 1950, og eru fjöldamargir enn að greiða hann. Verður að telja lík- legt, að mörgum þessum mönnum vórði nú gert að greiða nýjan . skatt. Skatturinn, sem lagður hef- ur verið á nú, er svo tillitslaas og harkalegur, og lagður á af svo mikilli ónærgætni af hahdlöng- urum fjármálaráðherrans, að ekki er annað sjáanlegt en marg- ir muni dæmast úr leik sem sjálf- stæðir atvinnurekendur, ég vil segja sem sjálfstæðir borgarar. Þessi skattur mun hafa verið ákveðinn til að þóknast kommun- istum, þegar núverandi stjórn var mynduð. Þeir eru líka þeir einu, sem hafa fagnað skattálagn- ingunni, ef frá er skilin mið- stjórn Framsóknarflokksins, en forsætisráðherrann og fjármála- ráðherrann létu sína sauðtryggu fylgismenn þar lýsa ánægju moð þetta furðulega bjargráð. Stór- eignaskatturinn átti víst að vera einn liður í ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Lofað var miklum bjargráðum, en þetta tryllta eignarnám og árás á framleiðsluna, ekki sizt sjávarútveginn, er hið eina, sem sézt hefur enn. Beðið um upplýsingar Ég vil nú biðja fjármálaráð- herra um nokkrar upplýsingar varðandi þetta mál. Hve mikið af stóreignaskattin- um á að greiðast af útgerðar- mönnum eða fyrirtækjum þeirra? Hve mikill hluti stóreignaskatts- ins frá 1950 er enn ógreiddur? Hve mikill hluti skattsins nú á að greiðast af sömu aðilum og skattlagðir voru 1950? Hví ligg- ur ekki frammi skrá yfir skatt- greiðendur? Hvers vegna er stór- eignaskatturinn ekki frádráttar- hæfur? Fjármálaráðherra hefur nú væntanlega skilið, í hvert óeíni stefnir, ef innheimta á stóreigna- skattinn eins og ætlunin var. Ég vil því spyrja, hvort ekki megi vænta stuðnings hans við tillög- ur, sem ég mun bera fram í fjar- hagsnefnd þessarar deildar, um að lengja greiðslutíma skattsius úr 10 árum upp í t. d. 20 ár og lækka vextina úr 6% í t. d. 3%? Keglur um skattinn Eysteinn Jónsson: Það voru stór orð, sem þingmaður Vest- mannaeyinga hafði um stóreigna- skattinn. En fyrir noltkrum árum áttu Sjálfstæðismenn þátt í að leggja á stróeignaskatt og þeir hafa síðan gortað af að hafa att frumkvæðið að þeim ráðstöfun- um, sem þá voru gerðar í efna- hagsmálum. Stóreignaskattur er hið mesta bjargráð, þegar Sjáií- stæðismenn leggja hann á, en stórhættulegur ella. Samkvæmt stóreignaskattslög- unum frá því I fyrra skal meta fasteignir eftir nýja fasteigna- matinu, en landsnefndin má bækka mat á lóðum, ef hún telur það nauðsynlegt til að það sé í samræmi við söluverð. Ella eru niðurjöfnunarreglurnar nú yfir- leitt mildari en var 1950, t. d. er sparifé skattfrjálst. Síðasti ræðumaður réðst á þá, sem lagt hafa skattinn á og kail- aði þá handlangara mína. Ég vil benda á, að endanleg niðurjöfn- un hefur alls ekki farið frarn, því að kæra má skattinn til 5 manna nefndar, sem skipuð er 4 þingkjörnum mönnum og einum manni tilnefndum af Hæstarétti. Spurningum þingmannsins get ég ekki svarað fyrirvaralaust. Ég vil aðeins geta þess, að tekið verður til athugunar, hvort birta skuli lista yfir þá, sem skattinn eiga að greiða. Einnig er sjálf- sagt að ræða um það í nefnd, hvort rétt sé að lengja greiðslu- frest og lækka vexti. Dæmi um mat á eignum Allmikil frekari orðaskipti urðu um málið milli þeirra Jó- hanns Þ. Jósefssonar og Eysteins Jónssonar. Jóhann sagði, að stóreigna- skatturinn hefði verið lagður á 1950 í sambandi við víðtækar ráðstafanir í efnahagsmálum, gengislækkun o. fl. og hefði því staðið öðru vísi á en nú. Einnig kvað hann Eystein Jónsson hafa verið fjármálaráðherra þá eins og nú og hafa borið höfuðóbyrgð á þeim hluta laganna um gengis- skráningu o. fl,, sem fjallar um stóreignaskatt. Einnig tók Jóhann dæmi um útreikning skattsins. Hann sagði, að maður, sem keypti hlutabréf fyrir 750 kr., þegar Eimskipa- félag íslands var stofnað fyrir rúmlega 40 árum, og hefur að- eins fengið 4% arð af þeim ár- ! lega, hefði nú orðið að sæta því, að bréfin voru metin á 77;304 kr. Hann þarf vegna annarra eigna sinna að greiða af bréfunum í stóreignaskatt nálega þrefalt nafnverð þeirra: — 2118 kr. Þetta taldi Jóhann mikla fjar- stæðu, ekki sízt þar sem ekki væri heimilt að borga nema 4% arð af hlutabréfum í Eimskipa- félaginu. Taldi hann félagið nú í miklum vanda, þar sem það þyrfti að greiða miklar fjárhæð- ir í skatt vegna hluthafanna. Annað dæmi tók Jóhann um fasteign, sem skv. gamla matinu var metin á 245 þús. kr. Um aðr- ar eignir hjá eiganda hennar er vart að ræða. 1950 átti hann að greiða 170 þús. kr. í stóreigna- skatt, nú 579 þús. kr. Málinu var að umræðu lokinni vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Franskur rifhöfundur segir að nafn Jamilu hafi verið falsað Ölfaþyfur óf af má!i 22ja ára Aisír-stúlky PARÍS. — Robert Lacoste, Alsírmálaráðherra Frakka, hefur farið þess á leit við Coty, Frakklandsforseta, að hann náði 22ja ára gamla' Alsírstúlku, Jamilu Bouhira, sem Frakkar hafa dæmt til dauða fyrir þátttöku í sprengjutilræði í Algeirsborg. — Mál Jamilu hefur vakið mikla athygli, bæði í Frakklandi og utan þess, einkum nú upp á síðkastið, þegar það kvisaðist að ráðgert væri að hengia hana í dag, föstudag. Jamila var dæmd til dauða af frönskum herrétti í Alsír í júlí í Kömuiúsilsfar sfcufii - neyddu oklcur fil að lenda SEOUL, 7. marz. — Bandaríski flugmaðurinn Willis P. Hobbs, sem stjórnaði suður-kóresku flug vélinni, sem flugmenn kommún- ista neyddu til að lenda í Norður- Kóreu, 16. febrúar sl., skýrði frá þessu ævintýri á 90 mínútna blaðamannafundi í dag. Hann sagði, að hann hefði ekki vitað um neinn árekstur í flugvélinni fyrr en skammbyssukúlur tóku að þjóta um flugmannsklefann. Gerðist það skömmu eftir að hann hafði haft samband við flug turninn í Osan. — Síðan réðust tveir menn inn í flugklefann og var foringi kommúnistanna vel vopnaður. Flugmennirnir hölluðu sér báðir í sætum sínum til að forðast kúlurnar, en þá var byssu miðað í bakið á Hobbs og honum skipað að fljúga norður fyrir landamærin. Hann var neyddur til að fljúga í 2100 metra hæð og fylgdust kommúnistarnir vel mcð fluginu. Þegar flugvélin nálgaðist Pyongyang, komu tveir flugvellir í ljós. Var Hobbs fyrirskipað að lenda á þeim vel'li, sem nær var, en á síðustu stundu breyttu kommúnistarnir um skoðun og létu flugmennina , lenda á flug- velli um 24 km frá borginni. — Kommúnistarnir spurðu Hobbs, hvort flugvöllurinn væri banda- rískur og þegar hann svaraði því neitandi, sagði foringi kommún- istanna, að ef þetta væri banda- rískur flugvöllur, yrði hann skot inn fyrirvaralaust. Eftir lending- una voru flugmennirnir hafðir í haldi í 20—30 mínútur í flug- mannsklefanum, síðan var leitað gaumgæfilega á þeim og að því búnu var þeim leyft að fara. Þeg- ar þeir gengu aftur í vélina, sáu þeir farþegana, sem sátu í sætum sínum með hendur fyrir aftan höfuð. Meðal farþeganna var Johannes W. Hinrichs og kona hans frá Vestur-Þýzkalandi. Hin ir farþegarnir voru frá Suður- JCóreu. — í flugvallarbygging- unni voru farþegar og flugmenn yfirheyrðir, síðan var þeim ekið inn í borgina. Ekki fengu þeir að halda hópinn, en voru dreifðir um borgina. Hobbs segist oft hafa verið yfirheyrður, m. a. var hann spurður margra persónulegra spurninga. Viku síðar sáust nokk ur merki þess, að kommúnistar hygðust sleppa þeim úr haldi. Sl. miðvikudag var farið með þá í baðhús og þeir baðaðir. Var þetta fyrsta baðið, sem þeir fengu í 18 daga. Um kvöldið voru þeir sendir frá höfuðborginni (Pyong- yang) með lest og komu íil Kea- song snemma næsta dag. Þeim var skilaö aftur í Panmunjom sl. nótt. Gísli Magnásson píaíiólcikari GÍSLI MAGNÚSSON píanóleik- ari efndi til tónleika í Þjóðleik- húsinu miðvikudaginn 5. þ. m. A efnisskránni voru verk eftir Bach, Brahms, Bartók, Chopin og Liszt. Gísli er löngu kunnur sem framúrskarandi píanóleikari. Að þessu sinni sló hann þó sín fyrri met, svo maður noti íþróttamál- ið, og var leikur hans glæsilegur og í beztu merkingu „píanistísk- ur“, línur skýrt dregngr og pedalnotkun í hóf stillt. Tónleik- arnir hófust með itálska konsert- inum eftir Bach, sem undirritað- ur gat því miður ekki hlustað á. Brahms samdi Handel-tilbrigðin op. 24 ungur að aldri. Þetta eru einhver merkustu píanótilbrigði, sem samin hafa verið eftir daga Beethovens, og er fúgan sann- kallað meistaraverk. Gísli gerði þessu mikla verki góð skil og var þó fúgan sérstaklega vel formuð og sterklega byggð upp. Eftir hléið lék Gísli allegio barbaro og sónatínu eftir Bar- tók. Þessi verk nutu sín einnig prýðilega í meðferð píanóleikar- ans, og þá ekki siður Ballade í As-dúr eftir Chopin, sem var af- burðavel leikin. Tónleikunum lauk með Polo- naise í E-dúr eftir Liszt. Þeii sem halda því fram að Liszt hafi verið lélegt tónskáld mega sann- arlega fyrirverða sig fyrir slíkt hjal, en maður verður þess oft var, að sumar „vitsmunaverur" viðhafa slík ummæli. Sannarlega er Liszt oft stórbrotinn í verkuin sínurn, vinnubrögðin meistaraleg, og hver býr yfir méiri hljóm- auðgi en einmitt hann? Þetta stórglæsilega píanóverk var leik- ið með miklum yfirburðum, svo sló gneistum. Allmargt var áheyrenda, en hefði átt að vera húsfyllir. — Aheyrendur fögnuðu listamann- inum hjartanlega, og varð hai>n að leika aukalög. P. í. fyrra og hefur síðan setið í svart- holi og beðið þess, að dómnum yrði fullnægt. En á þessu tíma- bili hafa margir lagt sig fram um að bjarga lífi hennar, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Franski rithöfundurinn, Georges Arnaud, hefur skrifað bók um mál Jamilu og segir þar m. a„ að hún hafi verið dæmd á fölskum forsendum. í bókinni segir Arn- aud ennfremur, að unga stúlkan hafi liðið miklar kvalir í fang- elsinu vegna pyndinga, sem áttu að neyða hana til að skrifa undir játningu. Rithöfundurinn segir, að hún hafi ekki sjálf skrifað undir heldur hafi undirskrift hennar verið fölsuð. Loks má geta þess, að Lacoste hefur neitað því, að Jamila verði tekin af lífi í dag. Hann bætti því við, að „engin kona hefur verið tekin af lífi á umráðasvæði Frakka í hálfa öld“, eins og hann komst að orði. PARÍS, 7. marz—í kvöld var skýrt frá því í París, að 14 manna nefnd undir forsæti Cotys Frakk- landsforseta fjallaði nú um mál Jamilu Bouliir. I París ganga menn út frá því sem vísm, að hún verði náðuð. GóSur afli í Sand- gerSf í fyrradag SANDGERÐI, 8. marz. — í fyrra dag var mjög tregur afli í Sand- gerði, 3—5 lestir á bát, enda var mjög vont sjóveður. í gær var afli miklu betri. Komu þá á land í Sandgerði alls 115 lestir af fiski. Héðan róa 15 bátar, og var aflinn því 7,6 lestir að meðaltali á bát. Aflahæstur var mb. Pétur Jónsson með 16 lestir, næstur var Muninn með 10 lestir og Mummi og Guðbjörg fengu 8 lest ir hvor. Loðnu var beitt í fyrsta sinn í gær. — Axel. Nú fer i hönd sá timi, þegar mikill afli berst á land hér í Reykjavík. Fisksala togara til útlanda eru að hætta og bátarnir fara að stunda netjaveiðar í Flóanum. — Hér er „stemningarmynd“ frá Reykjavíkurhöfn. Togari liggur við Ingólfsgarð, albúinn þess að leggja að nýju út til veiða. 1 bak- sýn sést í Þjóðleikhúsið. (Ljósm. Mbl.. Ol. K. M.) «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.