Morgunblaðið - 08.03.1958, Síða 12

Morgunblaðið - 08.03.1958, Síða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. marz 1958 nu ci i reihan di Eftir EDGAR Mi'i'TEL HOLZER I*ý5ii*g: Sverrir Haraldsson L 55 n ^ ^ ci hvað? Þetta er einn af gömlu kjól unum hennar mömmu, sýnist mér“. Mabel þagði sem fyrr. Olivia kom inn og útskýrði fyr- ir þeim alla málavexti. „Sjá“, þrumaði Olivia. — „Hún þjáist vegna þess, að hún braut lögmál vort“. Gregory, sem kom inn nógu snemma til að heyra orð hennar, leit á Mabel og skildi um leið all- ar aðstæðurnar. Hann setti upp kurteisislegan afskiptaleysissvip og virti fyrir sér klukkuturninn. Eétt á eftir hvíslaði Olivia að honum: — „Þarna endar hinn eld heiti ástardraumur. Hún á að ganga í þessum hræðilega búningi í tvær vikur“. Hann svaraði ekki. „Það er ólykt af honum. Ég finn hana hingað. Finnur þú hana ekki líka?“ Að morgunverði loknum, kom hann örlítið við öxlina á Mabel, þegar hún var að ganga út úr stof unni. Hún sneri sér við, kafi-jóð í fraipan. — „Já, hvað viltu mér?“ ,„Má eg tala nokkur orð við þig niðri hjá lendingunni". „Við mig? Ég — ég veit það ekki. Kannske seinna“. Hún flýtti sér út úr borðstofunni. Þau frú Harmston og Garvey, sem ekki voru farin út úr stof- unni, brostu. Frú Harmston gekk skrefi nær Gregory og sagði lágt: — „Þetta er hræðilegt, drengur minn. En hjá því verður samt ekki komizt. Við megum til með að vera ströng og ákveðin í málum sem þessu". Giegory kinkaði kolli. „Ég sé það“, svaraði hann. „Mjög leiðin- legt. Aumingja bamið“. „En segðu mér eitt, Joan frænka. Samþykkir þú raunveru- lega, allt þetta — þessa lifnaðar- hætti?“ Úr svip frænku hans mátti lesa bæði undrun og gremju. — „Já, það geri ég mjög ákveðið", sagði hún. „Hvernig datt þér í hug að efast um það?“ Hann hikaði, en sagði svo: „Ja, ef* satt skal segja, þá fannst mér einhvern veginn að þú værir ekki — ekki alveg eins óvenjuleg og hinir meðlimir fjölskyldunnar, ef ég má orða það þannig. Garvey fékk svo ákafa hláturs- Kulda og hita einangrun með Ef þér viljið einangra hús yðar vel, þá notið WELLIT plötur. V/ELLIT einangr- unarplötur eru mikið not- aðar í Svíþjóð, Noregi, Eng- landi, Þýzkalandi, Banda- ríkjunum og víðar. — WELLIT einangrunarplöt- ur, 5 cm. þykkar, kosta að- eins kr. 35.70 fermeter. Keynslan mælir með WELLIT. Czechoslovak Ceramics, Prag. Einkaumboð: Mars Trading Company Klapp. 20. — Sími 1-7373 hviðu, að hann náði varla andan- um. „Hvernig gat þér dottið annað eins í hug, Gregory? Ekki alveg eins óvenjuleg!!! En ég hefði þó haldið, að við værum öll mjög venjulegar manneskjur". „Oh, vertu nú ekki svona skiln ingslaus, mamma", sagði Garvey, sem hafði jafnað sig að mestu aft ur, eftir hláturinn. — „Þú veizt ósköp vel hvað hann á við. Hann á við það, að þú berir það með þér, að þú sért ekki ein af okkur — og það er líka alveg satt. Viður kenndu það bara og hættu að malda í móinn. Hlutirnir eru ekki alltaf það sem þeir sýnast, Gre- gory — sérstaklega í Berkelhoost. Mamma er raunverulega alls ekki neitt háð áhrifum staðarins — og Mabel ekki heldur — en hún er alveg jafn sterktrúuð á goðsagnir okkar og boðorð og við hin“. - „Það er mjög fallega gert af þér, að taka það að þér að gefa honum útskýringar, fyrir mína hönd, Garvey", sagði móðir hans þykkjulega og bjóst til að yfir- gefa þá. En Gregory brosti og greip í handlegginn á henni: — „Þetta er ekkert til að reiðast af, Joan frænka", sagði hann. „Ég vildi bara láta hina réttu hlið málsins koma í ljós. En svo að við víkjum nú aftur að Mabel — held urðu ekki að þið séuð nokkuð harð leikin við hana — að þvinga hana til að ganga í þessum andstyggi- legu flíkum?" „Nei, það held ég alls ekki. Hún hefur gert sig seka um mjög al- varlegt athæfi og verður að sæta refsingu". Hann starði á hana eitt andar- tak: — „Er þetta raunverulega skoðun þín?“ „Að sjálfsögðu". Viðmót henn- ar mildaðist aftur og hún hélt á- fram: — „Auðvitað tek ég þetta nærri mér, drengur minn. Mabel er svo gott og elskulegt barn. Það særir mig í hjartað, að sjá henni refsað. En aginn verður að ríkja". „Alveg rétt“, sagði Garvey. „Og Maby veit aða hún á þessa refsingu fyllilega skilið og þess vegna skaltu ekki eyða meðaumk- un þinni á hana, Gregory. Heyrðu annars, hvaða áhyggjur eru þttta, sem þú hefur út af henni? Ertu ástafanginn af henni, eða hvað?“ Gregory lézt ekki heyra spurn- inguna. — „Ég verð að biðjast afsökunar", sagði hann við frænku sína — „ef ég sýnist of afskiptasamur, en þetta var allt mér að kenna og þess vegna er ég að blanda mér í málið“. „Ég skil vel tilfinningar þín- ar“, sagði hún brosandi. — „En ég held að faðir hennar hafi sýnt henni mjög rnikla mildi. Gerald er ekki eins strangur eða liarður og maður gæti haldið. Hann er góðhjartaður, Gregory, drengur minn — og hann er enginn ofstæk ismaður. Ég er viss um að Mabel sjálf segir þér það“. „Ef þú verður hér nógu lengi, muntu komast að einu og öðru um pabba, sem þig hefði ekki get að dreymt um. Hann hagar sér al- veg eins og einhver skrumari, en það er aðeins upgerð. Inni við beinið er hann skynsamur og sterk ur — og viðkvæmur. Hann er eng inn einvaldur, eins og Hitler ykk- ar og Mussolini". „Vandræðin með þig, drengur minn, held ég að séu aðallega þau, að þú ert svo nýkominn frá hinum lítt siðaða umheimi", sagði frú Harmston brosandi — „að sann-siðmenntað samfélag, eins og okkar, ruglar þig“. „Ég efa það ekki, að þú hafir Allsherjaratbvæðagreiðsla um stjórnarkjör í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- bæjar fer fram í Hafnarstræti 20 á morgun, sunnu- dag, kl. 14—19 og mánudaginn 10. marz kl. 17— 22 og er þá lokið Nánar auglýst á vinnustöðum. , Reykjavík, 7. marz 1958. Kjörstjórnin. FÍTAN HVERFUR FLJÓTAR með íreyðandi V I M X-V 510-814 Úlafrnir voru nú komnir á slóð j Markúsar, sem var að þrotum j kominn. — Það er eins og lungun I í mér séu að bresta, sagði hann ' við sjálfan sig. alveg á réttu að standa", tautaði frændi hennar". Tíu mínútum siðar sat hann niðri við lendingarstaðinn, í mildu sólskini morgunsins, þegar hann heyrði allt í einu fótatak að baki sér. Hann leit við og sá hvar Gar- vey kom gangandi í áttina til hans Drengurinn settist við hlið hans og teygði frarn bera fótlegg- ina. „Vertu ekki neitt dapur“, sagði hann alúðlega — „þegar þú ferð að kynnast okkur á annað borð, þá muntu ekki finna neitt óvenju- legt í fari okkar. Hvers vegna byrjarðu ekki á einhverjum skap andi störfum?“ „Skapandi störfum?" „Já, þú skrifar leikrit, er það ekki? Og þú málar. Taktu þér eitthvað fyrir hendur, -ef þú villt ekki verða geggjaður aftur. Iðju- leysið gerir hvern mann vitlaus- an og áður en þú veizt sjálfur af, færðu annað þunglyndiskast eða hvað það nú aftur var, sem þú þjáðist af, þegar þú komst hing- að“. Gregory brosti. Hann horfði yf- ir í skóginn, handan árinnar. — Trén spegluðust svo greinilega í vatninu, að jafnvel hvert laufblað sást. Skógurinn var hljóður og afskiptalaus. Það var alveg sama hve lengi hann, Gregory, horfði á hann. Skógurinn myndi aldrei tala aftur til hans, eða ráðleggja honum hvernig hann ætti að halda sér andlega heilum. Gregory minntist þess, hvernig hann hafði legið í rúminu um morgunninn og fylgzt með því, hvernig trén urðu greinilegri og greinilegri í þok- unni og vaxandi dagsbirtunni, hvernig hann hafði óskað þess, að hann væri sjálfur eitt af þess- um trjám. > „Mér líkar vel við þig“, sagði Garvey, um leið og hann sleit npp langt strá og saug það hugsandi. „Þú ert siðprúður rnaður og þú ert enginn kjáni. Jafnvel þegar þú varst talinn með lausa skrúfu, varstu enginn kjáni. Segðu mér annars eitt. Varstu í raun og veru vitlaus, eða varstu bara að gera þér það upp?“ „Yndislegur morgun, finnst þér það ekki?“ Garvey hló. — „Farinn að læra sérvizkuhætti okkar, eh? Gott fyr- ir þig. En í alvöru talað, þá er ég ennþá í nokkrum vafa um þetta tilfelli þitt. Skýringin sem þú gafst, sjálfur, um konuna þína, sannfærir mig ekki. Mér finnst hún alltof ótrúleg". „Hlutiz-nir", sagði Gregory — „eru ekki alltaf það, sem þeir virðast vera“. „Er hún þá sönn? Varstu raun verulega vitlaus út af konunni þinni?“ Gregory kinkaði kolli. Garvey virti hann forvitnislega fyrir sér. — „Og hvernig líður þér nú? Alveg með réttu ráði aft- ur? Heldurðu að þér geti ekki versnað aftur?“ Gregory yppti öxlum: — „Jú, ég geri ráð fyrir því. Annars get ég ekkert um það sagt“. „Þú hefur verið hjá einum eða tveimur geðveikislæknum, eh?“ SHtltvarpiö Laugardagur 8. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir og veður fregnir. —- Raddir frá Norður- löndum; XII: Danska leikonan Bodil Ipsen Its „Ilistorien om en moder“ eftir H. C. Andersen. — 10.30 Endurtekið efni. 17,15 Skák þáttur (Baldur Möller). Tónleik- ar. 18,00 Tónistundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útva rpssaga barnanna: „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jónsson; X (Höfundur les). 18,55 1 kvöld- rökkrinu: Tónleikar af plötum. 20.30 Upplestur: Emilía Borg leikkona les smásögu. 20,50 Tón- leikar (plötur). 21,20 Leikrit: — „Pétur og Páll“ eftir Edvard Brandes. — Leikstjóri og þýðandi Haraldur Björnsson. 22,10 Passíu- sálmur (30). 22,20 Danslög (pl.). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.