Morgunblaðið - 08.03.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 08.03.1958, Síða 13
Laugardacur 8 mar? 1958 MORCXimtl. AÐIÐ 13 Um óþurrkalánin eftir Sigmimd Sigurðsson oddvita Syðra-Langholti ÉG lít svo á að ekki sé um annað að ræða, en að gefa eftir hin svonefndu óþurrkalán, eins og nú er málum komið, að ýmsu leyti: Þessi lán voru á sínum tíma veitt, til þess að deyfa sárasta broddinn á því ógnartjóni’ og sálarraun, sem mesta óáran í tíðarfari þess- arar aldar, leiddi yfir íslenzkt bændafólk á Norðausturlandi og Suðvesturlandi fyrir nokkrum árum. Og þeim mun seint úr minni líða, sem fyrir urðu. Síðari hluta sumars 1955, þegar sýnt þótti að til vandræða horfði á Suður- og Suðvesturlandi vegna óþurrkanna, valdi þáver- andi ríkisstjórn Pál Zóphóníasson og Árna Eylands til að kynna sér ástandið og gera tillögur um aðstoð til bænda á þessu svæði. Páll Zóphóníasson var þá þegar sem búnaðarmálastjóri búinn að ferðast um allt óþurrkasvæðið, ræða þar við hvern einasta odd- vita og fjölda annarra bænda. Hann var því manna kunnugastur ástandinu. Enda mun hann hafa ráðið miklu um það hvernig ián- unum var síðar skipt milli hinna ýmsu sveitafélaga. Plreppsnefnd- ir skiptu svo fénu milli sinna sveitunga, og reyndu að styðjast við sömu reglu og þeir Árni og Páll studdust við. Það fengu allir aðstoð sem hennar óskuðu á til- skiidum tíma og ekki veit ég annað en þetta gengi árekstra- laust. Það var mikið rætt um það haustið 1955 í hvaða formi aðstoð þessi skyldi veitt. Sumir vildu niðurgreiðslu á fóðurvörum, aðr ir fóðurbætisstyrk á hvern grip, sem á vetur væri settur á ó- þurrkasvæðinu. Þó varð það end anlega ákveðið að aðstoðin yrði veitt í sama lanaformi og lánin til Austurlandsins. sem veitt voru vegna harðindanna nokkrum ár- um áður. Þetta er mjög athyglis- vert, og eins það, að á þessum tíma, hefðu fáir haft neitt við það að athuga, þó niðurgreiðslu- eða styrkjaleiðin hefði verið far- in. Enda var þá mjólkur- og kjöt- skortur á landi hér, og öllum Ijós ara en nú, hver þjóðarvoði væri fyrir dyrum, ef landbúnaðurinn lamaðist. Haustið 1956 þótti sýnt, að bændur á Austurlandi gætu ekki staðið á skilum með lán sín, og mörgum orðið ljóst að óheppilegt hefði verið að velja lánaleiðina Alþingi tók þá þessi mál til með- ferðar, en það óhapp skeði að sunnlenzku lánin voru slitin úr tengslum frá þeim austfirzku og afhent Bjargráðasjóði til inn- heimtu, en þau austfirzku gefin eftir að miklu leyti, eins og sjálf- sagt var. En þó lenti einhver hluti þeirra hjá Bjargráðasjóði. Iiefi ég nú allgóðar heimildir fyrir því, að almennar kröfur austfirzkra bænda um verulegar eftirgjafir á þeim hluta, liggi nú hjá stjórn Bjargráðasjóðs, og verða eflaust teknar þar til greina. Að þessu athuguðu ætti engan að undra, þó illa horfi með inn- heimtu lánanna á Suður- og Suð- vesturlandinu. í sambandi við getu bænda til að greiða þessi lán, vil ég benda á, að allur fjöldi þeirra bætir árlega ískyggi lega við sinn þunga skuldabagga, eins og skýrslur um þau efni sanna. Það er því staðreynd, að fjöldi bænda á engan pening né aðstöðu til lántöku, til þess að geta staðið í skilum með þessi lán. Þau hljóta því að lenda í vanskiium. Hins vegar viður- kenni 'ég að til kunni að vera menn sem geta greitt sína skuld. En ég veit að hreppsnefndir neita að draga menn þannig í dilka. Því þar kemur margt til greina. Þetta yrðu í flestum til- fellum menn sem neitað hafa sér og sínum um meiri þægindi en aðrir, eða lagt harðara að sér og sinni fjölskyldu en gerist, 'eða eiga eftir að leggja í lífsnauðsyn- legar fjárfestingar. Slíkum mönn um hefir hingað til ekki verið gieymt af hreppsnefndum og skattayfirvöldum í okkar þjóð- félagi, og það er víst alveg ástæðu laust að óttast að þeir fái ekki að leggja fram sinn skerf, til samhjálpar þjóðfélagsins í fram- tíðinni. Alþingi mun nú ætla að endur- skoða afstöðu sína til óþurtka- lánanna og hefir I þeim tilgangi sent Búnaðarþingi til umsagnar, þingsályktunartillögu _ Ingólfs Jónssonar og Sigurðar Ó. Ólafs- sonar, sem fjallar um eftirgjöf þessara lána, er afhent voru Bjargráðasjóði. Munu bændur því bráðlega frétta um afgreiðslu þessa máls frá Búnaðarþingi og óskandi er að Alþingi taki þetta leiðinda mál, bráðlega til svo rækilegrar afgreiðslu, að um það þurfi ekki frekar að ræða. Sveinbjörn Hannesson lom. verkstjórsféiacsiins VERKSTJÓKAFÉLAG Reykja- víkur hélt aðalfund sinn sunnu- daginn annan marz sl., var sá fundur fjölmennari en nokkur annar sem félagið hefur haldið. Á árinu 1957 höfðu 17 verk- stjórar gengið í félagið, en tveir félagsmenn höfðu látizt á árinu. Félagatala er nú 262. Fjárhagur félagsins er mjög góður, og eru þó árgjöld félags- manna fremur lág. Á sl. ári festi félagið kaup á húseign í Skipholti 3 í Reykjavík, sem það hyggst voh bráðar gera að heimili fyrir starfsemi sína. í stjórn félagsins fyrir yfir- standandi félagsár voru kosnir, Sveinbjörn Hannesson formað- ur, og með honum þeir Adolf Petersen, Guðlaugur Stefánsson, Guðjón V. Þorsteinsson og Matthías Matthíasson. Nýr bátur til Súgandafjarðar SÚGANDAFIRÐI, 6. marz. — Nýr bátur, Freyja ÍS-364, kom hingað til Suðureyrar í gær- kvöidi. Báturinn er eign Fisk- iðjunnar Freyju hf. á Suðureyri. Báturinn er 64 lestir'að stærð. Hann er búinn öllum nýjustu siglingatækjum svo sem 32ja mílna radar og asdictækjum. — Mjög fullkominn rafmagns- og sjálfstýrisútbúnaður er í bátnum og hefur slíkt ekki sézt hér fyrr. Frágangur er allur hinn vand- aðasti. Ganghraði bátsins í reynslu- ferð reyndist vera 11 sjómílur á klst. Báturinn er smíðaður í Dan mörku og reyndist sjóhæfni hans með ágætum á heimleiðinni. — Bátnum sigldi heim til íslands Guðni Jóhannsson, skipstjóri. — Fréttaritari. Afgreiðslustúíka ó s K A s T Búsfababúbin Hólmgarði 34 — Sími 34804 og 10610. Aðalfundur Fyrirhugað etr að stofna byggingasamvinnufélag vegna byggingar á 12 hæða húsi í Laugarásnum. íbúðirnar eru ætlaðar fyrir einstaklinga, eð a fámennar fjölskyldur og verða sarnkv. með- fylgjandi uppdrætti. — Áætlaö er að hefja framkvæmdir í apríl og gera húsið fokhelt á þessu ári. — Ætlunin er, að félagsmenn leggi fram aukavmnu, eins og þeirra ástæður leyfa. ÍIB ium uwfc. 1, i /. \ Nánari upplýsingar í síma 34472, frá hádegi og í síma 19164, eftir hádegi á sunnu dag. Félags íslenzkra liljómlistarmanna verður haldinn í Breiðfirðingabúð, uppi, laugardag 15. marz nk. og hefst kl. 1,30 e. h. stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. SvefnRierbergishúsgögn fyrirliggjandi — Nýjar gerðir. Húsgagnav. Birki Laugavegi 7 — Sími 17558 Skrifstofustúlka Stórt verzlunarfyrirtæki óskar að ráða vana skrif- stofustúlku nú þegar. Aherzia lögð á góða vélritnnarkunnáttu. Tilboð er greini aldur, menntun, kaupkröfu og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Vélritun —7952“. TiSboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og einn tengivagn, er verða til sýnis að Skúlatúni 4, mánudaginn 10. þ. mán. kl. 1—3. Tilboöin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5- sama dag. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnariiðseigna. Sfarfsstúlka óskast Dugleg stúlka óskast í eldhús Kleppsspítalans strax eða 15. marz nk. — Upplýsingar hjá ráðskonunni í síma 34499, kl. 2—3 og eftir kl. 8. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Teeak-oEáa Höfum nú fyrirliggjandi teak-olíu. — Eldri pant- anir óskast endurnýjaöar, þar sem birgðir eru takmarkaðar. Hilmar Sigurbsson Hverfisgötu 50 — sími 33106. í Norðnrmýri til sölu 4 herbergi og eldhús á 2. hæð, auk 2ja herbergja íbúðar í kjallara, að liálfu. Ennfremur 1 herbergi í kjallara og geymsluris. — Bilskúrsréttindi. Fallegur trjágarður. Söluverð 460 þúsund kr. — Útborgun 300 þús. Ingi Ingimundarson hdl. Vonarstræti 4, Sími 24753 — heima 24995.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.