Morgunblaðið - 08.03.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.03.1958, Qupperneq 16
V EÐRID StiIIt og bjart veður .tniMfiMft Skóggræðsla Sjá bls. 11. 57, tbl. — Laugardagur 8. marz 1958. Hann haíði látið sér detta í hug að svipfa unnustuna lífi Rannsókn morbmálsins ab mesfu lokib SAKADÓMARI og þeir rann- sóknarlögreglumenn, sem með honum unnu að rannsókn hins hryllilega morðs í Eskihlið 12B, hér í bæ um síðustu helgi, hafa nú lokið rannsókninni að mestu. Hefur verið unnið sleitu- laust með festu að því að upp- lýsa aðdraganda þess að Guðjón Magnússon Guðlaugsson sjómað- ur, varð banamaður unnustu sinnar. Blöðin spurðust í gær fyr- ir um lokaþátt rannsóknar máls- ins og iét þá sakadómari þeim í té yfirlit um aðalatriði þess sem fram hefur komið frá því fyrstu yfirheyrslum yfir Guðjóni lauk, en rannsókn málsins hefur einnig farið fram í Grindavík og Kefla- vík. . Skýrsla sakadómara Framburður kærða, Guðjóns Magnússonar Guðlaugssonar, hef- ur mjög skýrzt frá því í fyrstu yfirheyrslum, en síðustu skýrslu sína um atburðarásina gaf hann á miðvikudaginn. Eftir því sem honum þá sagðist frá hafði ó- stjórnleg afbrýðisemi hans fyrir nokkru leitt hann svo langt, að Gísli Guðmunds- son bókbindari látinn GÍSLI Guðmundsson, bókbind- ari, einn hinna kunnari gömlu Reykvíkinga er látinn, tæplega 84 ára að aldri. Lézt hann um klukkan 4.30 í fyrrinótt í Hvíta- bandinu. Þangað hafði hann ver ið fluttur á mánudaginn, en það var þvagteppa i.em dró hann til dauða. Allir fulltíða menn hér í R.eykjavík vissu nokkur deili á Gísla, og einna kunnastur var hann fyrir söng sinn. Allt fram undir áttræðisaldur söng hann í" kór Dómkirkjunnar við messu- gjörðir og jarðarfarir. Hann átti einnig að baki lang an starfsferil í iðn sinni. Hann var 26 ára gamail er hann hóf að vinna við bókband hjá Birni Jónssyni, ísafoldar rit- stjóra og í ísafoldarprentsmiðju slarfaði hann alla tíð, allt fram tii síðasta hausts, því að Gísli var heilsuhraustur maður allt fram á hin síðustu ár. Síðari árin vann hann aðeins hálfan daginn. Fyrir um það bil ári síðan gekk Gisli heitinn undir uppskurð vegna sjúkdóms síns. GuSjón Magnússon Guðlaugsson hann lét sér til hugar koma að fyrirfara sér eða jafnvel svipta unnustu sína lífi. Vegna þessara hugsana keypti hann hnífinn í verzlun einni hér í bænum um viku fyrir hinn voðalega atburð og fór með hann heim í íbúðina í Eskihlíð 12B. Meðan þau dvöldu í íbúðinni á laugardagskvöldið neyttu þau dálítils áfengis, en að því dró að þeim varð sundurorða og í einhvers konar geðofsakasti greip Bolvíkingar flögg- uðu fyrir rafmaaninu BOLUNGARVÍK, föstudag — f gærkvöldi var straumi hleypt á veitukerfi Bolungarvíkur frá hinu nýja raforkuveri við Fossá í Syðridal. Eru vélar allar í bezta Iagi en smátruflanir Mrðu fyrst í morgun vegna tenginga í spenni stöðvum. Rafmagninu fagnað Almennur fögnuður ríkir hér vegna þess að hið nýja raforku- ver hefur nú verið tekið í notkun. Voru víða dregin flögg við hún í kauptúninu í dag til þess að fagna rafmagninu frá Fossá. Glaðasólskin hefur verið hér í dag með þriggja til fjögra stiga frosti. —Fréttaritari. Fæðingarheimili Reykjavíkurhæfar LAGAFRUMVARP það, sem Gunnar Thoroddsen flutti um, að Reykjavikurbæ skyldi heimilt að taka húsin nr. 37 við Eiríksgötu og 16 við Þorfinnsgötu til afnota fyrir fæðingarheimili, var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í gær. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. Guðjón þá til hnífsins, sem þarna var tiltækur, og stakk sjálfan sig með honum í brjóstið hægra megin og hlaut af því nokkurt sár. Honum mislíkuðu viðbrögð unnustu sinnar við þessu tiltæki hans og án þess að hún hefði sýnt honum nokkra líkamlega áleitni trylltist hann nú og réð henni bana með hnífnum. Að þessu afstöðnu fór hann á brott og náði sér í bíl, sem hann fór í til Keflavíkur og síðan heim til sín til Grindavíkur. Væntanlega verður kærði bráð- lega fluttur í sjúkrahúsið á Kleppi til rannsóknar á andlegri heilbrigði hans. Akranesbátar byrja með net aítur AKRANESI, 8. marz: Flotinn hér er nú almennt að hefja netja veiðar. í gær hafði vélskipið Sig rún, sem er með net, 27 tonna afla eftir róðurinn, og Sveinn Guðmundsson var með 15 tonn. Línubátar voru með miklu minni afla allt niður í þrjú tonn. Þorsk urinn sem nú er farinn að veið- ast er vel vænn, lifraður vel og hrognin orðin stór. — Oddur. Sjúkraliðsmenn bera brezka sjóliðann að Reykjavíkurflugvelli um hádegisbilið í gær. þyrilvængjunni á (Ljósm. Mbl.) I GÆRMORGUN varð slys um borð í brezka eftirlitsskipinu H.M.S Russell, er það lagðist að •Faxagarði hér í Reykjavíkurhöfn um kl. 10. Einn sjóliðanna, 16 ára piltur, skaddaðist svo á hægri hendi, að taka varð af fjóra fing- ur. Eftirlitsskipið, sem er hér við land til aðstoðar við brezka tog- ara, var að koma inn til að taka vatn og vistir. Skipið var að leggja að Faxagarði er slysið vildi til. Skipverjinn, sem slasaðist, var að koma fyrir svonefndum „stuðpúða", en hann er notaður til að taka af högg er skip leggja að bryggju. Þegar skipið seig að Haldið verður áfram ösk)uhlið A FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í gær var rætt um tillögu frá Þórði Björnssyni um að efnt skyldi til samkeppni um tillögur um skipulagningu og fegrun Öskjuhlíðar. Borgarstjóri sagði, að tillaga þessi hefði verið lögð fram í nóvember s. 1., en síðan verið til athugunar hjá samvinnunefnd um skipulagsmál og skipulags- stjóra. Nefndin sendi álit sitt með bréfi dags. 18. febrúar s. 1. og kváðust sérfræðingar þeir, sem hana skipa, ekki geta mælt með því, að tillagan væri sam- þykkt, þar sem enn hefðu ekki verið teknar ákvarðanir um skipulag við Reykjanesbraut. Borgarstjóri tók fram, að al- ger einhugur væri að sjálfsögðu um að vinna ætti að því að fegra öskjuhlíð eins og gert hefur ver- ið á undanförnum árum. Hefur verið unnið að því undir stjórn garðyrkjuráðunauts bæjarins og varið til þess talsverðu fé. Fyrir nokkrum árum sömdu þeir Valtýr Stefánsson ritstjóri og Einar Sæmundsen skógarvörð- ur ýtarlegar tillögur um upp- græðslu hiíðarinnar. Voru þær samþykktar í aðalatriðum í bæj- arstjórn. Allmikil orðskipti urðu um þetta mál og var m. a. minnt á tillögur um veitingaskála ofan á hitaveitugeymunum. — Þórður Björnsson undi því illa, að tillaga hans fékk ekki stuðning. Fram kom í umræðunum, að tillögur hafa komið fram um að breyta Hafnarfjarðarveginum og rætt hefur verið um veg norðan og vestan við Öskjuhlíð og inn með Fossvogi. Loks er framtíð Reykja vikurflugvallar enn ekki ókveð- in. Allt eru þetta atriði, sem hljóta að hafa mikil óhrif á skipulag á Öskjuhlíð. Einnig var á það be”‘ mkeppnin myndi verða mjög kostnaðar- söm. I umræðunum réðst Þórður Björnsson harkalega á skipulags- skrifstofu Reykjavíkur, en borg- arstjóri benti á, að á síðustu 4 árum voru skipulagðir nær 330 hektarar í borginni. — í síðustu ræðu sinni sagði Þórður loks, að fyrir sér væri það í rauninni ekkert aðalatriði, að efnt væri til samkeppni. Aðalatriðið væri, að „vissir áhrifamenn" vildu fá lóðir fyr.ir hús í Öskjuhlíð og það mætti ekki verða. — Borgarstjóri kvað þessa hugaróra vart svara- verða. Sér vitanlega hefði eng- um dottið í hug að reisa íbúðar- hús í öskjuhlíð nema flugráði, sem sótt hefur um að mega byggja þar embættisbústað. íbúð- arbyggingar kæmi ekki til mála að leyfa á þessurn stað. Að lokum var samþykkt með 10 atkv. gegn 4 að vísa tillögu Þórðar Björnssonar frá. bryggjunni og púðinn varð milli skips og bryggju, vildi slysið til. Bandið, sem í hann er fest, skarst þá svo djúpt inn í greip hægri handar, að minnstu munaði að hún skærist í sundur. Sjóliðinn var í skyndi fluttur í sjúkrahús, en hægri hendinni var ekki hægt að bjarga. Maðurinn var síðah fluttur með þyrilvængju frá varn arliðinu til Keflavíkurflugvallar, en þaðan var hann fluttur til Lundúna í gærdag í herflugvél. Aðalfimdur Verzlunar- sparisjóðsins í dag í DAG verður aðalfundur Verzl- unarsparisjóðsins haldinn í Þjóð- leikhúskjallaranum og hefst harin kl. 2 e. h. Þar mun formaður stjórnar sparisjóðsins flytja skýrslu um starfsemi hans ó árinu sem leið og lagðir verða fram endurskoð- aðir reikningar sparisjóðsins. Starfsemi Verzlunarsparisjóðs- ins er þegar orðin mjög umfangs- mikil og hefur hann átt vaxandi vinsældum og trausti áð fagna. í stjórn sparisjóðsins eiga nú sæti: Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, formaður, Egill Gutt- ormsson, stórkaupmaður og Pet- ur Sæmundsen, viðskiptafræð- ingur. Hletavelta Hvatar HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagið, heldur hlutaveltu í Listamanna- skálanum á morgun, sunnu- dag. Félagskonur og velunnarar félagsins eru beðnir að gefa góða muni á hlutaveltuna. Munirnir verða sóttir heim ef þess er ósk- að. — Lítill bátur ferst við Land- - Mannbjörg VESTMANNAEYJAR, 7. marz. — Snemma í morgun strandaði vélbáturinn Unnur héðan frá Vestmannaeyjum, á Landeyjar- sandi. Mannbjörg varð, enda var hæg norðanátt og brimlaust við ströndina. Unnur var á leið í róður, en báturinn fiskar með handfæri. — Var hann á ferð og sigldi beint upp í sandinn. Um tildrög- in að öðru leyti vissu menn ekki hér í kvöld, því skipbrotsmenn eru ekki komnir heim, en að sjálfsögðu mun sjóréttur fjalla um málið. Eftir því sem formað- ur Bátaábyrgðarfélagsins, Ár- sæll Sveinsson sagði mér í kvöld, þá voru strax gerðar ráðstafanir til að ná bátnum á flot aftur, en það hafði ekki tekizt í kvöld. — Taldi Ársæll litlar líkur til þess að bátnum yrði bjargað, þar sem hann myndi brotinn. Skipsmenn munu allir hafa komizt hjálp- arlaust í land. Skipstjóri á bátn- um og jafnframt eigandi er Jón Markússon. Báturinn er 13 tonn og á honum voru 4 menn. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.