Morgunblaðið - 14.03.1958, Side 3
Föstudagur 14. marz 1958
MORCT’NBTAÐIÐ
3
Átti rétt til sérstakra
uppbóta fyrir varðstörf
Starfsmaður Landssímans í máli við
símamáloistjórnina
.
Þetta eru ekki ungliðar úr auslurríska flotanum, sem gengið
hafa á Iand og tekið Xower í London með áhlaupi, heldur
meðlimir í hinum fræga drengjakór Vínarborgar, sem var á
ferðalagi í Bretlandi fyrir skömmu. — Ha, ha, segir senni-
lega einhver, Austurríkismenn eiga engan flota— og ]iað er
laukrétt.
Óskað eftir upplýsingum
um stóreignaskatt
EINS og kunnugt er, lauk nýlega
niðurjöfnun stóreignaskatts skv.
lögum, sem sett voru á sl. sumri.
Alls voru 135 millj. kr. lagðar
á 609 aðila. Nú hafa ýmis fé-
lagasamtök sent opinbera orð-
sendingu til stóreignaskattsgreið
enda. Segir þar, að skattstofan i
Keykjavík og fjármálaráðuneytið
Roðasteinninn
op; ritfrelsið
BLAÐINU hefur borizt bæknng-
ur Jóhannes úr Kötlum, „Roða-
steinninn og ritfrelsið“, þar sem
fjallað er m. a. um hina umdeildu
bók Agnars Mykle, „Söngurinn
um roðasteininn“, og bannið við
pientun hennar hér á landi og
í Noregi.
Bókin er 98 bls. að stærð og
kostar 20 krónur. Kaflar hennar
bera þessi heiti: Fáein orð um
mannlega náltúru, Skáldverk um
ungan mann, Norskt klámhögg,
íslenzkt klámhögg, Þér hreinsið
bikarinn og diskinn að utan . . .,
Lítilla sanda, lítilla sæva . . .
Eins og kunnugt er, las höf-
undur upp úr þessum bæklingi
á fundi Stúdentafélags Reykja-
víkur, þar sem fjallað var um
prentfrelsið á íslandi, og vakti
ýmislegt í þeim lestri athygli,
ekki sízt upphafskaflinn.
Bæklingurinn er á boðsttólum
í flestum bókabúðum.
Skákkeppni á Kefla-
vfkurflugvelll
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 13.
marz. — Hraðkeppni í skák fór
fram s.l. þriðjudag milli skák-
félags Keflavíkur og starfs-
manna ísl. aðalverktaka. Keppt
var á 10 borðum. Keppninni
lauk með sigri Keflvíkinga, sem
hlutu 63 vinninga gegn 37. Þeir
Keflvíkingár, sem vinna hjá Aðal
verktökum kepptu fyrir þá. Að
keppninni lokinni buðu Aðal-
verktakar keppendum til kaffi-
drykkju. —B.Þ.
hafi neitað að sýna skrá um
greiðendur skattsins. Því er þess
farið á leit, að greiðendurnir gefi
trúnaðarmanni samtakanna upp-
Iýsingar, og er óskað eftir ná-
kvæmu afriti, helzt ljósprentun
af tilkynningunni um skattinn.
Ætla samtökin að láta gera skýrsl
ur um þessi mál og birta opinber
lega, hvernig skatturinn skiptist
á verzlun, iðnað og aðrar atvinnu
greinar.
Að orðsendingunni standa sam
tök iðnrekenda, stórkaupmanna,
húseigenda i Reykjavík, iðnaðar-
manna, smásöluverzlana ogvinnu
veitenda svo og Verzlunarráðið.
Xrúnaðarmaður þeirra er Svavar
Pálsson, löggiltur endurskoðandi
og er þess óskað, að upplýsing-
arnar séu sendar til hans i Xjarn-
argötu 4 í Reykjavik eigi síðar
en á mánudag í næstu viku.
f HÆSTARETTI er genginn
dómur í máli, er reis út af launa-
kjörum starfsmanns hjá Lands-
síma íslands sem vinnur við
loranstöðina í Vik í Mýrdal,
Jónasar Tr. Gunnarssonar að
nafni.
Þau urðu úrslit málsins bæði
í héraði og fyrir hæstarétti að
Jónas vann málið. Þegar kæra
Jónasar var lögð fram hljóðaði
hún upp á fjárhæð, er nemur
tæplega 40,000 kr. og taldi hann
að þar væri um að ræða vangold
in laun frá 1. an. 1951 til 31.
des. 1953.
Árið 1951 var .Jónas ráðinn til
starfa við loranstöðina á Reynis-
fjalli í Mýrdal sem aðstoðar-
maður. Starf hans þar var fólgið
í ,,tímavörzlu“ og öðrum störfum
við stöðina, er honum kynni að
verða falin. Jónas hafði áður
verið starfsmaður við þessa sömu
stöð frá 1. jan. 1947 í þágu flug-
ráðs íslands, er þá hafði með
höndum rekstur stöðvarinnar,
en Landssími íslands tók við
rekstrinum um áramótin ,50—,51
og var Jónas því framráðinn til
starfa af Landssímanum og fékk
ráðningarbréf. í því segir að
staða Jónasar í stöðinni svari til
XII. launaflokks launþega.
1. febr. 1953 bárust Jónasi
starfsmannareglur Landssímans
í hendur. Við lestur þeirra hafi
komið í ljós að hann og nokkrir
samstarfsmenn hans í stöðinni
höfðu ekki fengið laun, er þeim
bar samkv. 19. gr. starfsmanna-
reglanna. Þegar hér var komið
máli, snéri Jónas sér til Félags
símamanna og það tókst að fá
leiðréttingu mála og Jónas og
samstarfsmenn hans fengu laun
sem þeim bar frá 1. jan. 1954.
Úrslit máls þessa urðu þau i
undirrétti að Jónasi Tr. Gunnars
syni yoru dæmd hin vangoldnu
laun, samkv. XII. launaflokki
opinberra starfsmanna að við-
bættu álagi fyrir eftir-nætur og
helgidagavinnu samkvæmt starfs
mannareglum Landssímans um
„vaktfólk".
Þessi dómsorð staðfesti Hæsti-
réttur og í dómsforsendum
segir m.a. á þessa leið:
Dómur:
Áfrýjandi (Póst- og símamála-
stjórnin) hefur skotið máli
þessu til Hæstréttar, með stefnu.
Krefst hann sýknu af kröfum
málskostnaðar úr
í héraði og fyrir
STAKSTEIIVAR
stefnanda og
hendi hans
Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar
hins áfrýjaða dóms og málskostn
aðar úr hendi áfrýjanda fyrir
Hæstarétti.
Viðurkennt er, að áfrýjandi
skuldi stefnda fjárhæð, ef dóm-
krafa stefnda í þessum hluta
málsins verður tekin til greina.
Telja verður, að með bréfi
áfrýjanda frá 8. desember 1950
hafi stefndi verið skipaður í
starf samkvæmt þágiidandi lög-
um um laun starfsmanna ríkis-
ins nr. 60/1945, sbr. 8. tl. 21. gr.
þeirra laga, og fór um föst laun
fyrir það starf eftir XII flokki
laganna. Af því leiðir. að auk
nefndra laga giltu um starfs-
réttindi stefnda reglur um
starfrækslu og starfsmenn
Landssímans, sbr. 1. gr. þeirra
reglna frá 27. .febrúar 1935, og
urðu þau starfskjör, sem þannig
voru ákveðin, ekki skert með
sérstökum samningi. Stet'ndi átti
því rétt til að njóta þeirra kjara
um sérstakar uppbætur fyrir
varðstörf, sem greind eru í c-lið
19. gr. reglugerðar um sama efni
nr. 136/1945, enda hefur hann
ekki með tómlæti glatað rétti til
að krefja áfrýjanda um slíkar
greiðslur, þar sem um starfskjör
hans gilda ákvæði opinbers rétt-
ar.
Samkvæmt þessu ber að stað-
festa héraðsdóminn og dæma
áfrýjanda til að greiða stefnda
málskostnað fyrir Hæstarétti.
semjB um gagn-
kvæma Ifrkpeks’u við TWA
MÖRG flugfélög, sem e u utan
vébanda flugféiagasams.-j ,.unn-
ar IATA eiga í talsveröum örð-
ugleikum sökum þess, að stór
flugfélög vilja ekki gera við þau
samninga um gagnkvæm við-
skipti (Interiine Agreement), en
þess konar samkomulag er báð-
um aðilum oft til hins mesta hag
ræðis, þar sem það tryggir hag-
kvæma fyrirgreiðslu og veldur
því m. a. að flugfarþegar geta
ferðazt með ýmsum flugfélögum
víða um heim og notið alls staðar
beziu kjara.
Undanfarin ár hefur þeim
IATA flugfélögum farið fjölg-
andi, sem talið, hafa hagkvæmt
að gera við Loftleiðir samninga
um gagnkvæm viðskipti og með
undirritun samninga, sem nýlega
voru gerðir um þetta milli Loft-
leiða og bandaríska flugfélags-
ms TWA eru þessi félög nú orð-
in um 20, en TWA er áttunda
stóra ameríska flugfélagið, sem
samið hefur um þetta við Loft-
leiðir. Auk þess eru nú í gildi
sams konar samningar milli Loft
leiða og þriggja brezkra flugfé-
Sjónvarpsleikkona
hefir viðdvöl hér
laga, franska flugfélagsins AIR
FRANCE, AEROFLOT hins rúss
neska, auk smærri félaga víða
um heim. Vegna þessa geta far-
þegar nú keypt í skrifstofum
Loftleiða einn farseðil til ferða-
laga til hinna fjarlægustu flug-
stöðva og fá sama afslátt og ef
ferðazt væri með einu félagi. Er
þetta einkum hagstætt fyrir þá,
sem ferðast vilja innan Banda-
ríkjanna, þar sem kaup farseðla
hér spara 10—15% söluskatt,
sem lagður er á þá farseðla, er
keyptir eru í Bandaríkjunum.
Þau flugfélög, sem gert hafa
fyrrgreinda sanminga við Loft-
leiðir munu annast sölu farmiða
með flugvélum Loftleiða á flug-
leiðunum yfir Norður-Atlants-
hafið, og er félaginu því mikill
styrkur að þe'ssum nýju tengslum
við hin stóru erlendu flugfélög.
í GÆR léku Spánn og Frakkland
landsleik í knattspyrnu. Jafn-
tefli varð, tvö mörk gegn tveim-
ur. í hálfleik stóðu leikar 1:0
fyrir ’Spán.
Leikurinn fór fram í París.
BREZKA sjónvarpsleikkonan
ungfrú Anne Valerie kom til
Reykjavíkur í fyrrakvöld með
flugvél Loftleiða frá London og
hélt áfram til New York eftir
skamma viðdvöl.
Ungfrú Valerie er ein af kunn
ustu sjónvarpsleikkonum Bret-
lands. Hún semur sjónvarpsþætti,
stjórnar þeim og leikur. Hún
hefir unnið við auglysingadeild
sjónvarpsins frá því er sú deild
hóf störf í septembermánuði árið
1955 og annast ungfrú Valerie
fasta þætti þess, sem notið hafa
mikilla vinsælda. Hún hefir alls
stjórnað 208 sjónvarpsþáttum
um margvísleg efni og leikið í
flestum þeirra.
Áður en ungfrú Valerie hóf
störf hjá sjónvarpinu fékkst hún
við margs konar leikstarfsemi
og lék í nokkrum kvikmyndum.
Hún hefir verið tízkusýninga-
dama hjá Dior í París. Ungfrú
Valerie kvaðst gera ráð fyrir að
koma fram í sjónvarpi meðan
hún dvelst í Bandaríkjunum, en
hingað kemur hún aftur 25. þ.m.,
á leið til London.
„Einföld“ skýring
Þjóðviljinn gefur í gær skýr-
ingu á því, af hverju ekki sé
atvinnuleysi á íslandi. Ástæðan
til þess, „hvers vegna ekki eru
nú þegar þúsundir atvinnuleys-
ingja í Reykjavík, er ofur einföld
og augljós", segir Þjóðviljinn.
Þessi einfalda skýring er þá sú,
að við höfum gert svo góða og
hagstæða sölusamninga við Sovét
rikin og önnur Austur-Evrópu-
lönd. Það má með sanni segja,
að einfalt sé að koma uieð slíka
skýringu, en er hún þá ekki nokk
uð einfeldningsleg um leið?
Kommúnistar sjá að
Framsókn er ekki nóg
Þjóðviljinn biðlar nú á hvcrj-
um degi ákaft til Alþýöuí'lokks-
ins. Kommúnistar hafa nú komizt
að þeirri niðurstöðu, að Alþýðu-
sambandið muni vera beim glatað
vegna samtaka lýðra;ðissinna
innan verkalýðsfélaganna, sem
tekið hafa höndum saman þar til
andstöðu við kommúnista. Komm
únistar sjá að stuðningur for-
ustuliðs Framsóknarmanna muni
ekki duga þeim og er skýrt dæm-
ið úr Iðjukosningunni. Hræðslan
við að missa Alþýðusambandið
hefur heltekið kommúnista nú
síðustu vikuna.
Reyndar er það svo, að fyrir
Iðjukosningarnar taldi Þjóðvilj-
inn að ekkert væri upp úr Al-
þýðuflokknum leggjandi, hann
ætti ekkert fylgi innan verkalýðs
félaganna og kommúnistar virt-
ust þá leggja miklu meira upp
úr því aö hafa samstarf við Fram
sókn. Nú er þetta öfugt. Nú
telja kommúnistar, að þeir þurfi
einmitt að fá stuðning Alþýðu-
fiokksins til að lialda tökum sin.
um innan verkalýðsfélaganna.
Þannig er alltaf sami hringsnún-
ingurinn hjá Þjóðviljanum, eftir
því hvernig vindurinn blæs í
hvert skipti. En það fróðlegasta
í þessu öllu er, að kommúnistar
virðast hafa gefizt upp á að
treysta á stuðning Hérnianm
Jónassonar innan ve íý ðshreyi
ingarinnar og er raunar ekki að
undra það.
Ráðstefna og vopnavald
Nú berast fréttir um að nýr
skriður sé að komast á undir-
búningsfund hinna æðstu manna.
Eitt sinn sagði spakur ma'ður, að
„styrjaldir tækju við þegar stjórn
málamennina bæri upp á sker“.
Þá var litið á styrjaldir eða vopn
aða valdbeitingu sem eðlilegt
framhald á átökum stjórnmála-
mannanna. Eyðingarvopn nútím-
ans hafa breytt þessu viðhorfi
þannig að stórþjóðirnar reyna nú
að nálgast hver aðra til að komast
hjá hinu gamla „framhaldi“ á
misheppnaðum stjórnmálavið-
ræðum. Þó viðhorfið sé þetta í
dag getur þó enginn séð inn i
framtíðina. Meðan vopn eru til
eru líka til menn, sem vilja beita
þeim. Stefna' vestrænu þjóðanna
hefur verið sú, að búast til varnar
til að vernda friðinn. Ekki hefur
þó verið unnt að koma í veg
fyrir „smærri“ stríð, eins og í
Kóreu eða vopnavald eins og það
sem beitt var í Ungverjalandi.
Hvort fundur æðstu mannanna
fryggir friðinn eða hvort hann
misheppnast og leiðir þá af sér
að kalda stríöið harðni, eins og
sumir spá, sést í fyllingu tímans.
Óréttlátur skattur
Sjálfstæðismenn hafa lengi
gagnrýnt tekjuskattinn, en talað
fyrir daufum dyrum. Nú virðist
sjónarmið þeirra loks hafa mætt
skilningi. Yfirskriftin í Alþýðu-
blaðinu í gær út af umræðunum
um afnám tekjuskattsins, var
þessi: „Tekjuskatturinn er nú
fyrst og fremst orðinn óréttlátur
skattur á launþega.“