Morgunblaðið - 14.03.1958, Side 8

Morgunblaðið - 14.03.1958, Side 8
8 MORnrnvnr 4ÐIÐ Föstudagur 14. marz 1958 Veröur kosiö upp á Jón Isberg skrifar um deilu er kom • upp eftir hreppsnefndarkosningarnar á Blönduósi HREPPSNEFNDARKOSNING- AR sem fram fóru hér á Blöndu- ósí í janúarmónuði sl. hafa nýlega verið gerðar að umræðuefm í Tímanum og Þjóðviljanum. Bæði þessi blöð vilja halda því fram, að líkur séu til uppkosn- inga hér vegna lögbrota í sam- bandi við kosninguna. Vegna þeirra; sem eitthvert mark taka á þessum tveimur biöð um, vil ég reyna, að skýra gang málanna hér við -'kosningarnar og eftir þær. Mér er ekki ljúft að gera þetta, vegna þess að í smá- þorpi eins og Blönduós er þar sem kjósendur eru aðeins um 300, eigum við að deila fyrir kosning- ar, en reyna að jafna ágreinings- málin eftir kosningar og taka höndum saman og vinna að fram faramálum sveitarfélagsins. Það er nú lika einu sinni svona að í smábæjum og kauptúnum. er ekki kosið eftir strangri póli- tískri línu, þótt listarnir séu merktir stjórnmálaflokkunum. En einmitt þar er hætta á per- sónulegri óvild og hatri, og er þá voðinn vís, enda oft gripið til meðala, sem menn svo skammast sín seinna meir fyrir að hafa not- að. Á Blönduósi komu fram 2 listar. Annar, A-listinn, buiinn fram af Sjálfstæðismönnum og studdui fyrst og fremst af bemi Hinn, B-listinn, var borinn fram af vinstri mönnum. A-listinn fékk 133 atkv. og 3 menn kjörna, en B-listinn 128 atkv. og 2 menn kjörna. Þessi litli munur á atkvæðamagm list- anna kom mörgum hér heima fyf ir á óvart, en eftir kosningar. er málin tóku að skýrast, kom t ijós, hvernig á þessu stóð. Ég vil þó ekki ótilneyddur fara frekar út í þá sálma, en ég hreyfi þessu hér vegna ummæla Þjóðviljans, um stórtap Sjálfstæðismanna liér í kauptúninu. Við hér heima þekkjum þetta, en utanaðkom- andi menn eiga líklega erfitt með að skilja ástandið, enda er senni- lega ekki almennur óhugi í land- inu fyrir flokkaskiptingunni á Blönduósi. Það virðist svo sem þeir B-lista menn hafi þegar fyrir kosningar talið sér sigurinn visan og jafnvei í vitund þeirra sjálfra verið bún- ir að sigra. Að kvöidi kjördags blasir svo við þeim n-.^ur veru- leikinn. í stað þess aö taaa þess- um ósigri, sem þó ek_var osigur, því þeir unnu einn m.un með heimspekilegri ró, hvetjandi sjálfa sig til meiri átaka næst, þá umhverfast þeir og hegða sér eins og keipóttur krakki, sem hleypur inn og kiagar fyrir mömmu, þeg- ar eitthvað amar að. Kæra skyldu þeir. Eftir var aðeins að finna út yfir hverju skyldi kært, og fyrir hverjum. Eitthvert hug- boð munu þeir hafa haft um það, að hreppsnefnd ætti fyrst að fjalla um málið og að yfirmaður allra sveitarstjórnarmála væri ráðherra. Virðist því ályktun þeirra hafa verið sú, að þar sen. þeir væru vinstri menn og í ríkis stjórn væru vinstri menn, þá væri óhætt að kæra nsestum yfir hverju sem væri, því úrskurður ráðherra myndi verða þeim hlið- hollur. Ef til vill finnst mönnum hér fulldjúpt tekið á ármni hjá mér. Ég ætla því að skýra frá stað- reyndum, sem mér vnðast sanna munu þessa tilgátu. Að vísu verð ur þetta enginn skemmtilestur og ekki þjóðmál, sem neima á i þjóðmálablöðunum. Hefðum við hér héraðsblað eða blöð gætu þau verið vettvangur deilu sem þessarar, en nú er það ekki og vinstri menn hafa hafið bardag- ann og við munum ekki hopa. Að kvöidi kjördags voru aðeins talin atkvæði listanna, en ekki reiknuð út atkvæði manna á listunum. Daginn eftir voru svo talin og reiknuð út atkvæði fram bjóðendanna á listunum. Þessi útreikningur gekk vel, þrátt íyr- ir allmargar breytingar, og árekstralaust. Að talningu lok- inni undirritaði kjörstjórn kjör- bók ásamt fulltrúa frá B-listan- um, en við þessa talningu voru 2 umboðsmenn frá þeim lista mætt ir. Frá A-listanum var hins vegar enginn fulltrúi mættur. Ég undir ritaöur mætti þarna og aðstoðaði við talninguna sem lögfræðingur að beiðni eins kjörstjórnarmanns ins og án mótmæla frá nokkrum aðilja. Enda má segja að sett hafi verið undir lekann fyrirfram, því við hreppsnefndarkosningarnar þar næst áður, 1954, var ég kall- aður út um miðja nótt, en þá voru reiknuð út persónuleg atkvæði manna þegar eftir talningu. til þess að skera úr ágreiningi milli meirihluta kjörstjórnarmanna og formanns kjörstjórnar. Leið nú fram á íóstudag án þess að til tíðinda drægi, en þá skyldi hin nýkjörna hreppsntfnd koma saman. Að vísu hófðu heyrzt sögusagnir um að nokkur hluti forystumanna vinstri manna hvettu óspart hverjir aðra til stórræðanna. Við áttum því von á einhvers konar kæru, þegar hreppsnefndin kæmi saman. Á þessum fundi hreppsnefndar var kosinn oddviti, varaoddviti og margar undirnefndir hrepps- nefndarinnar. í öllum þessum kosningum tóku B-listamennirn- ir þátt og gerðu pað án nokk- urra athugasemda. Enda var ágætt samkomulag á fundinum. Þegar þessum kosningum var lok ið lagði efsti maður B-listans fram tillögu um hreppsmá. og var hún samþykkt. Voru nokkur mál rædd í mesta broðerni og vorum við að hætta, er efsti mað ur B-Iistans dregur upp úr vasa sínum bréf og leggur fram. Var það krafa efstu manna B-listans um upptalningu atkvæða vegna þess, að á einum atkvæðaseðli, er tilheyrði B-listanum, hafði kjörstjórn úrskurðað krossa (x) sem tilfærslumerki. En svo stóð á í þessu tilfelli, að fimm krossar voru á seðlinum, og merkt var við 3 efstu menn og tvo neðar. Til þess að gera langa sögu stutta, þá g'et ég aðeins þess. að þessari kröfu var vísað til um- sagnar kjörstjórnar eins og lög gera ráð fyrir. Krafan kom svo aftur fyrir hreppsnefnd er neit- aði að taka kröfuna til greina. Senniiega hafa efstu menn B- listans funnið það á almei.nl... s- áiitinu, að þeir þyrftu að gera meira til þess að starida við eitthvað af stóru orðunum. Þessi krafa þeirra um upptalningu minnti óþægilega ó söguna um fjöllin, sem tóku jóosótt og fæudu litla mús. Á öðrum fundi nýju hrepps- neindarinnar, sem B-nsi.aixienn- irnir sátu einnig án athugasemda, var lögð fram kæra undirrituð af 5 mönnum af B-listanum, þar sem krafizt var uppkosningar vegna þess 1) að menn frá A-list anum hefðu ritað niður nöfn þeirra er kusu og gert það á kjörstað, 2) að A-listinn hefði sannanlega haft gagn af þessum nafnaritunum og 3) að aðeins hefði munað 5 atkv. á listunum og því hefði þessi vitneskja A- listamanna orðið til þess að þeir unnu kosningarnar. Þetta er þá krafan, sem áður- nefnd blöð hafa taliö aö gnti sama sem uppkosningu á Btöndu- ósi. Hreppsnefnd vísaði einnig þessari kröfu frá, en í báðum til- Blönduósi fellunum áskildu B-listamenn- irnir ser rett til þess að áfrýja „til ráðherra“. Þeim var á það bent, aö oddviíi sýslunefndar ætti úrskurðarvald í svona málum og opin ieið væri að leita til dóm- stólanna, ef úrskurður sýslu- manns líkaöi ekki. Urðu allar ábendingar um þetta atriði álíka tilgangslausar og að skvetta vatni á gæs. „Til ráðherra“ skyldu kærurnar. Ef krafa fimmmenninganna er atliuguð nánar, eru eftirgreindar staðreyndir augljósar: að það ur hvergi bannað að rita niður nöfn þeirra er kjósa. Breytingin frá í vetur á kosningalögunum nær til þess, að umboðsmönnum fram- bjóðenda og lista er bannað að rita niður nöfn kjósenda a kjör- fundi. Ég ætla ekki að rökræða þetta lögfræðilega að sinni, að- eins vil ég benda á , að hafi hér verið framið brot, þá ber að kæra þá er það gerðu, fyrir sýslumanni og heimta refsingu. En að láta sér til hugar koma, að það geti Jón ísberg hafa haft áhrif á úrslit kosning- anna hér í hreppnum, þótt fylgzt hefði verið með því á kjörstað hverjir kusu, er svo fráleitt, að það er meira en lítið bogið við þankagáng þeirra manna, sem ala slík hugarfóstur. í kauptúnum þar sem aðeins eru um 300 kjós- endur á kjörskrá, þá fer ekki h,iá því, að allir þeir, er kæra sig um, viti hverjir hafa kosið og hverjir ekki. Svo þess vegna var það al- gjörlega óþarfi að vera á kjör- stað. í annan stað held ég að það sé hæpin fullyrðing, að sannan- legt sé, að A-listinn hafi haft gagn af því, þótt eitthvað hafi verið skrifað á kjörstað. En setjum nú svo, að einhver hafi kosið vegna þessara upp- skrifta, sem ekki hefði gert það, ef við hefðum ekki fylgzt með kosningunni, þá hefir það ekki önnur áhrif en þau, að fleiri kjós endur neyta atkvæðisréttar síns. Ég spyr, gelur það verið saknæmt að stuðla að því, að s^m flestir kjósi? Lýoxccöið væn þá fyrst fullkomið, ef ailir neyttu atkvæð isréttar slns. í lýðfrjálsu landi hvorki geta allir kjósenaur né vijja korna á kjörstað svo 100% þátttaka er aðeins fræðilegur möguleiki, nema til sérstakra ráð staíana sé gripið. sem gera ölium fært að kjósa, eins og t. d. var gert er kosið var um stofnun lyð- veldisins. En vel á minnzt er ekki allt að 100% þátttaka í „kosning- um“ kommúnistaríkjanna og ekK. hefir kommana okkar klígjað við að lofsyngja það „lýðræði". Nei, kæru vinir og samborgar- ar, þið fáið enga menn með ó- skerta vitsmuni til þess að fallast á þessa skoðun ykkar. Hefðum við neytt einhvern til þess að sitja heima með hótunum um atvinnusviptingu, eins og sagt er að komið hafi fyrir eða hefðum við raskað heimilisfriði manna á kjördag, eins og ljótar tungur segja. að þið hafið.gert svo þeir hafa þegar auglýst eignir sínar og eru að hugsa um að flýja staðinn, eða ef áróðursmenn A- listans heíðu farið slíkum ham- förum fyrir kjördag, að varpa varð þeim á dyr af friðsömum borgurum, þá skal ég viðurkenna, að ef til vill hefði verið ástæða til að krefjast uppkosninga og láta lög ganga yfir afbrotamenn- ina. En í raun og veru eru allar þessar hugleiðingar þarflausar, því A og B listinn höfðu sam- vinnu á kjördag um að koma öll- um, sem þess óskuðu á kjörstað. Þið eruð þó ekki að gefa til kynna með þessu framferði ykkar, að þið hafið verið reiðubúnir að svíkja þetta samkomulag? Að þið hafið vitað um einhverja, sem voru síðbúnir að kjósa og talið að þeir myndu styðja A-listann og því væri sjálfsagt að skilja þá eftir. ' Af framanrituðu sést, að krafan um uppkosningu er fráleit, og þið, kæru vinir og samborgarar, hafið aðeins gert ykkur hlægilega með því að bera slíka kröfu fram og kórónið vitleysuna með því að hlaupa með þetta í dagblöðin. Hafi hins vegar verið framið lagabrot, er sjálfsagt fyrir ykkur. sem náttúrlega eruð æruverðugir borgarar, sem ekki megið vamm ykkar vita í neinu, að kæra það og óska þyngstu refsingar, sem lög leyfa. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvers vegna gripið hafi ver- ið til þessarar kröfu um upp- kosningu og hvers vegna hiaupið hafi verið með þetta í dagblöðin. Hér eru að verki dagfarsprúðir menn og í raun og veru ágætir menn. Það er engu líkara en því að illur andi standi á bak við þa og stjórni gerðum þeirra. Menn hafa furðað sig á ákefð kærenaanna að vísa þessum mál- um „til ráðherra", þótt þeir viti að ráðherra á ekki úrskurðar- vald í þeim. Ef til vill hafa þeir ekki hærri hugmyndir um ráð- herra vinstri stjórnarinnar en það að álíta, að þeir leggi það i vana sinn að misnota vald sitt eða taka sér vald, sem þeir ekki hafa, ef það aðeins er gagnlegt flokks- hagsmunum. Er þetta álit í sam- ræmi við áróður þeirra fyrir kosn ingar, að ekkert vit væri í því að kjósa Sjálfstæðismenn í hreppsnefnd og veita þeim meiri- hluta, því sá meirihluti væri and stæður ríkisstjórninni og myndi hún enga fyrirgreiðslu veita sveit arfélaginu, ef til hennar yrði leit að. Núverandi ríkisstjórn, eins og allar aðrar ríkisstjórnir, verð- ur að sæta réttmætri gagnrýni. En þetta teljum við ekki rétt- mæta gagnrýni og við sem and- stæðingar núverandi ríkisstjórn- ar leyfum okkur ekki að ætla ráðherrum hennar slíkt atferli. Aðalreglan mun vera sú, að ráð- herra spyr. ekki eftir því, hver flokkur hafi meirihluta í viðxom andi sveitarfélagi, sem leitar eftir aðstoð ríkisvaldsins. Enda þyrfti þá líklega að setja á stofn nýtt ráðuneyti til þess að vinsa úr góðu hreppsnefndirnar, sem væru með ríkisstjórnarlit hverju sinni. Hins vegar munu vafalaust vera dæmi þess, að ráðherra hafi íviln- að flokksmönnum sínum í ein- hverri sveitarstjórn og einnig munu. vafalaust vera dæmi þess, að ráðherra hafi verið andstæð- ingum sínum þungur í skauti. En þessar undantekningar sanna aðeins aðalregluna. Ég þekki ekki raunhæf dæmi þess, að ráðherra hafi þannig misnotað vald sitt, en fræðilega séð myndi hann helzt gera það, ef' hann teldi sér andstæðan sveitarstjórnarmeirihluta hafa komið þannig fram heima í hér- aði, að ekki væri fráleitt að gefa honum til kynna, hver valdið hefði. Hér komum við því að kjarna málsins. Kærendurnir vita, að þeir geta ekki sótt rétt til ráð- herra í þessum tilfellum, en þeir geta vakið athygli ráðherra á þvi, að á Blönduósi stjórni vondir menn, sem rétt sé að vara sig á. Varla geta þeir álitið sig vera að vinna að heill sveitarfélags- ins með þessum gjörðum sínum og vart munu íbúar Blönduóss kunna þeim þakkir fyrir þessa framtakssemi þeirra. Ég ætla svo að ljúka þessari grein, sem- þegar er orðin of löng, með því að segja ykkur, elsku- legu kærendur, smásögu. Fyrir nákvæmlega tuttugu árum fóru fram hreppsnefndarkosningarhér á staðnum. Þeir, sem þá urðu undir, töldu sig misrétti beitta, sem m. a. átti að koma fram í því, að meirihlutinn valdi sér oddvita úr sínum hópi. Þessir ágætu menn gripu þá til þess ráðs að boða til hreppsfundar í eigin nafni, og rifust þar og skömmuðust við sjálfa sig eina kvöldstund. Þetta kældi blóðið og urðu þeir viðmótsþýðari á eft ir. Væri ekki athugandi fj'rir ykk- ur að gera slíkt hið san.a? .• i nokkurra ára skeið gegndi Grumman-báturinn þýðingar- ; rtlu hlutverkl í samgöngum við minnstu kaupstaðina. — i adiii er tekin á Akureyri fyrir mörgum árum, er flugbát- . ,.nn keniur að landi. Hann er ekki starfræktur lengur. 20 ára afmælis Flpgfélagsins miunzt SÍÐASTA hefti tímaritsins Flugs er helgað 20 ára afmæli Flugfé- lags íslands. Hefst það á ávarps- orðum flugmálaráðherra og form. Flugfélagsins. Síðan ritar rit- stjórinn, Vignir Guðmundsson, um fyrstu starfsár félagsins og brautryðjendurna — og viðtal við fyrsta farþegann, Ingolf Kristjánsson bónda í Eyjafirði, Njáll Símonarson ræðir við yfir- flugvirkja félagsins, sem lengst allra hefur starfað hjá þyí. Baid- ur Jónsson rekur í stuttu mali sögu Flugfélagsins fram til þessa dags — og framkvstj. félagsins, Örn Ó. Johnson, ritar grein, er hann nefnir: Möguleikar.á fram- tíð Flugfélags íslands. Ritið er prýtt miklum fjölda myndr. jr nútíð og fortíð — og er frágangur allur hinn vandaðasti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.