Morgunblaðið - 14.03.1958, Qupperneq 9
Föstudagur 14. marz 1958
HORGVTÍBLAÐIB
9
BÓKAÞÁTTUR:
* Boris Pasternak
skáldið sem kýs að þegja
Það vantar 100 mill|ónir
SÍLDARSÖLUFÉLAGIÐ norska
upplýsir um helgina 2. marz, að
þá sé búið að veiða til sölu 524
þús. hektólítra af vorsíld, að
verðmæti 10.496.000 krónur, en
samanlagt af vorsíld og stórsíld
2.932.125 hektólítra að verðmæti
65,8 millj. króna.
Á sama tíma í fyrra nam þessi
veiði 7.866.987 hektólítrum, að
verðmæti 175 millj. króna, —
allt talið í norskum krónum. —
Það er því yfir 100 millj. kr.
sem síldveiðarnar hafa til þessa
gefið minna í aðra hönd heldur
Gís/f Guðmundsson
bókbindari — Minning
Fréttaritari bandaríska stór-
blaðsins „The New York
Times“ í Belgrad, C. L.
Sulzberger, skrifaði nýlega
grein þá sem hér birtist í ís-
lenzkri þýðingu:
ÞAÐ getur verið varhugavert að
dæma þjóðfélag af rithöfundum
þess. Myndin sem við fáum af
Ameríku hjá Kerouac og Faulkn-
er er brengluð, og það væri jafn-
fráleitt að dæma England nútim-
ans af þeim verkum einum sem
Kingsley Amis og John Osborne
hafa skrifað.
Eigi að síður leyfa rússnesk
blöð sér að draga viðtækar álykt-
anir af því sem er skrifað á Vest-
urlöndum. Ef við gerum slíkt hið
sama að því er varðar bókmennt-
ir austan. járntjalds, hvað verð-
ur þá fyrir augum? Við sjáum
t. d. tékkneska ljóðskáldið
Frantisek Nechvatal skrifa þess-
ar línur: „Valdhafarnir eru allt-
af óskeikulir og verða harðstjór-
ar .... en fólkið man sár sín vel,
kvalin sál þess er þögul“.
Ef við ætlum að dæma þjóð-
félag kommúnismans af rithöf-
undum þess, þá er langathyglis-
verðasta dæmið í seinni tíð hin
nýja skáldsaga eftir Boris Past-
ernak, „Doktor Zhivago".
Pasternak er mesta núlifandi
ljóðskáld Rússa. Hann er 67 ára
gamall, hefur lifað tvær heims-
styrjaldir og endalausa byltingu.
Fjölskylda hans hefur sundrazt
í hörmungunum. Faðir hans flúði
til Þýzkalands og lézt sem inn-
flytjandi í Englandi, þar sem syst
ir hans er nú kennari.
Pasternak var víðfrægur rit-
höfundur áður en hann skrifaði
„Doktor Zhivago", en það var
liðinn aldarfjórðungur síðan síð-
asta frumsamda verk hans kom
út. Allan tirnann sem Stalin hélt
Jandinu í járngreip sinni gaf
Pasternak sig eingöngu við þýð-
ingum, fyrst og fremst á verk-
urn Shakespeares, og þykja þær
meistaraverk.
Skáldsaga Pasternaks á ein-
kennilega sögu. Hún hefur ekki
verið gefin út í Sovétríkjunum
og mun ekki birtast þar, að því
er bezt verði vitað. Það er ekki
vegna þess að Pasternak hafi ekki
nógu gott orð á sér sem rithöf-
undur. Öðru nær.
Persónurnar hafa orði'ð
Hvað segir hann þá í „Doktor
Zhivago“? Hér er brot úr sam-
tali: „Marxisminn hefur ekki
nægilega sjálfsögun til að geta
orðið vísindi....Ég veit ekki
um neitt hugsanakerfi sem er
eins einangi-að og jafnfjarri stað-
reyndunum og marxisminn. ....
Ég held að samyrkjubúskapur-
inn hafi verið röng aðferð og
hafi brugðizt, þó ekki mætti játa
niistökin. Til að fela mistökin
með öllum þeim ráðum, sem ógn-
arstjórnin hefur tiltæk, er nauð-
synlegt að kenna fólkinu að hugsa
ekki og beita ekki dómgreind
sinni, þvinga það til að sjá hluti
sem aldrei voru fyrir hendi og
sanna gagnstæðu þess sem allir
sáu með berum augum........“
Eða þetta: „Versta ógæfan og
orsök allrar ógæfu í framtíðinni
var það að menn misstu trúna á
gildi eigin skoðana...... Við
héldum að það væri nauðsynlegt
að syngja í kór og lifa á endan-
legum og óskeikulum kenningum
sem var þrengt upp á okkur af
valdhöfunum. . . Það sem upphaf
lega var göfug og háleit hugsjón
er orðið veraldlegt og ruddalegt“.
Söguhetjan sem ber nafn, er
gefur til kynna lífsþrótt, hefur
lifað hræðilegar sviptingar. Ein
persónan kveður upp þennan dap
urlega dóm: „Byltingar eru gerð-
ar af framkvæmdamönnum, trú-
aróður ofstækismönnum, snilling-
um þröngsýninnar. Á nokkrum
klukkustundum eða nokkrum
dögum geta þeir steypt hinu
gamla skipulagi af stóli. Átökin
kunna að standa yfir vikum sam-
an eða nokkur ár. Síðan munu
menn tilbiðja áratugum og jafn-
vel öldum saman hinn þröngsýna
anda sem átökunum olli, eins og
hann væri helgur dómur“.
Þessi sama persóna er að velta
fyrir sér augnablikinu „þegar
var sem vindhviða hefði feykt
þakinu af öllu Rússlandi, eins og
öll þjóðin hefði skyndilega séð
beran heiðan himin. Og enginn til
að hafa gætur á okkur framar!
Frelsi! Ekki frelsi í orðum né
frelsi til að setja fram kröfur.
En frelsi af himnum ofan, sem
yfirgengur allar vonir manns".
Hvernig bókin komst á prent
Handritið að bókinni var feng-
ið ítölskum útgefanda, sem er
kommúnisti, og skyldi hann láta
þýða það, enda var þá sýnt að
bókin kæmi út í Sovétríkjunum
innan skamms. En leiðtogarnir
í Kreml voru farnir að naga sig
í handabökin út af hinni hættu-
legu „hláku“, sem þeir áttu sök
á eftir tíma Stalins! Alexei
Surkov, bókmenntalegur lög-
reglustjóri Moskvu, bannaði út-
gáfu bókarinnar.
Þess vegna hefur hún ekki
komið fyrir augu Sovétborgara.
Bæði Pasternak, sem ekki kærir
sig um nein skakkaföll, og Sur-
kov reyndu að telja ítalann á að
skila handritinu aftur. En þótt
hann væri góður kommúnisti, þá
var hann samt enn betri fésýslu-
maður, svo hann gaf bókina út.
„Doktor Zhivago" hefur vakið
geysilega athygli, og nú er verið
að þýða hana á mörg tungumál,
þrátt fyrir þá umkvörtun Sur-
kovs, að „bókin beri brigður á
gildi rússnesku byltingarinnar".
Nokkrum útlendingum hefur
tekizt að ná tali af hinu aldna
skáldi nýlega. Gerd Ruge, ungur
Þjóðverji, skrifar um Pasternak:
„Honum er ekki að skapi að
lenda í hugmyndafræðilegum
deilum. Það var ekki tilgangur-
inn með bók hans. En meðan
Stalin var á lífi orti Boris Past-
ernak ekki eitt einasta kvæði til
vegsömunar persónudýrkuninni".
Italski skáldsagnahöfundurinn
Alberto Moravia kemst að þeirri
niðurstöðú að bókin sé „saga um
sambandið sem skapazt getur
milli menntamannsins og byltiog-
arinnar, eða milli mennskrar
veru í bezta og æðsta skilningi
þess orðs annars vegar og hins
vegar þeirra opinberu viðburða
sem hrífa hana með sér og beygja
hana í duftið“.
Pasternak hefur greinilega ekki
beygt höfuð sitt til hlýðni. Hvað
skyldu vera margar þúsundir
slíkra manna í hinu órólega
mannhafi Sovétrikjanna? —
Malcolm Muggeridge, sem um
skeið var fréttaritari í Moskvu,
lét þessi orð falla nýlega:
„Er það ekki merkilegt að
Pasternak skuli hafa lifað af
Stalin-tímabilið og samt getað
varðveitt tilfinningar sínar? Það
er óheillavænlegur fyrirboði þeim
herfilega bófaflokki, sem tekið
hefur af erfðum „vitisvélina", er
byltingin kom af stað“.
GÍSLI Guðmundsson bókbands-
meistari varð tæpra 84 ára að
aldri og hélt andlegu atgerfi til
hinztu stundar. Hann lét svo um
mælt við þann, er þetta ritar,
nokkrum klukkustundum áður
en hann lézt, að hann myndi
senn hverfa heim af sjúkrahús-
inu, heim til sín á Laufásveg.
En Gisli var orðinn lúinn likam-
lega og þarf ekki neinum að
koma það á óvart, sem hugleiðir
það, að Gísli hafði bókstaflega
staðið við iðn sína, bókbandið, í
samfellt 70 ár. Síðustu misserin
þjáðist Gísli nokkuð af prostratis;
hann andaðist á sjúkrahúsi Hvíta
bandsins, eftir nokkurra daga
legu, aðfaranótt 7. þ. m.
Gísli var þjóðkunnur maður.
Hann hafði marga kosti til að
bera, sem gera menn fræga, en
þó mun hann kannske hafa orðið
kunnastur fyrir söng sinn og þá
fyrst og fremst frábæra söng-
gleði. Hann segir sjálfur svo frá
að hann hafi byrjað að syngja
sjö ára gamall. Hann var þá
vestur á Geirstúni og söng „Fríð
er himins festing blá“ svo að
undir tók í öllum Vesturbænum.
Síðar á ævinni var aldrei hald-
inn sá álfadans á Austurvelli eða
á íþróttavellinum að Gísli þætti
ekki sjálfkjörinn álfakóngur. Þá
var sagt að rödd hans hafi heyrzt
frá íþróttavellinum vestur á
Bakkastíg.
Frá því fyrir aldamót hefir
Gísli sungið og verið lífið og
sálin í flestum söngkórum, sern
eitthvað hefir ltveðið að hér í
Reykavík. Hann byrjaði að
syngja í karlakórnum „Svanur“,
sem Þorst. járnsmiður Jónsson
stofnaði á Seltjarnarr.esi fyrir
aldamót. Hann söng með Sigfúsi
Einarssyni tónskáldi, Þórði Páls-
syni lækni, Jóni Aðils sagnfræð-
ingi, Brynjólfi Þorlákssyni söng-
stjóra, Þórði frá Hól o. fl. í kórn-
um „14. jan.“ og síðar með Pétri
Jónssyni óperusöngvara, bræðr-
unum Friðrikj og Jónasi Rafnar,
Hendrik Erlendssyni lækni o. fl.,
í söngkórnum „Kátir piltar“.
Hann var í „Heimi“ Sigfúsar Ein
arssonar og hann var í „Fóst-
bræðrum" Jóns Halldórssonar.
Og hann yar lífið og sálin í þjóð-
kór Páls ísólfssonar.
Gísli söng um 65 ára skeið með
fjórum söngstjórum, hverjum á
eítir öðrum, í dómkirkjukórnum
— þeim Jónasi Helgasyni, Brynj-
ólfi Þorlákssyni, Sigfúsi Einars-
syni og Páli ísólfssyni. Og Gísli
hefir sungið yfir moldum þús-
unda manna hér í Reykjavík.
Gísli átti til söngfólks að telja
í báðar ættir. Faðir hans, Guð-
mundur Magnússon, var góður
söngmaður.. Móðir hans, Sigríður
Gísladóttir frá Núpum í Flóa
hafði frábæra söngrödd, svo að
til þess var tekið, og eins systir
Gísla. Einu sinni, endur fyrir
löngu, er Gísli var ungur maður,
lék hann einleik á lúður (Gisli
var einn af forvígismönnum lúð-
urþeytara hér í Reykjavík og
„Lúðrasveitar Reykjavíkur“) í
Prestakórnum eftir Mozart á
hlómleikum með lúðrasveit af
danska eftirlitsskipinu „Heim-
dalli“ hér í Reykjavík. Stjórnanda
dönsku lúðrasveitarinnar þótti
svo mikið til koma músikhæfi-
leika Gísla, að hann bauð honum
að koma með sér til Kaupmanna-
hafnar og kosta hann þar til
náms. Gísli varð að synja þessu
boði, sökum fátæktar. Síðar barst
honum annað slíkt boð um er-
lenda námsdvöl, en Gísli sagði
síðar svo frá að hann væri glaður
og kátur að vera aðeins alþýðu-
söngvari hér heima. En þeir sem
þekktu Gísla á þeim árum og
raunar síðar, höfðinglegan að
vallarsýn, þóttust geta séð hann
fyrir sér sem glæsilegan hetju-
tenor á söngleikasviði stórborg-
anna.
Foreldrar Gísla fluttu búferl-
um frá Lambastöðum í Flóa til
Reykjavíkur árið 1876, er Gísli
var á öðru ári (fæddur 29. maí
1874). Fjórtán ára gamall réðist
Gísli til Björns ritstjóra í ísa-
foldarprentsmiðju sem hesta-
sveinn og sendill og síðar bók-
bindari, og í ísafold hefir Gísli
verið nær óslitið síðan. Gísli kom
í ísafold 18. maí 1888 og 18. maí
að sumri myndi hann hafa átt
þar 70 ára starfsafmæli. Mun
slíkt starfsafmæli fátítt ef ekki
einstætt.
Gísli átti um alla ævi tvo föru-
nauta, bækur og tónlistina. Enga
förunauta í lífi og starfi veit ég
betri en þessa tvo. Líf Gísla var
ávallt fjörmikið, það geislaði af
honum næstum frumstæðum
krafti, honum fylgdu dyggðir
einstakrar tryggðar og trú-
mennsku, eins og starfsferill hans
sýnir, hann var mikill og góður
verkmaður og hann var alltaf
glaður og reifur, eins og þeir
menn eru einir, sem eru góðir
menn af hug og hjarta.
Gísli átti fallegt heimili að
Laufásvegi 15. Hann missti konu
sína, Sigríði Loftsdóttur (Jóns-
sonar, frá 'Sandprýði á Eyrar-
bakka) árið 1950, eftir 30 ára ást-
ríkt hjónaband. Eina dóttur af
fyrra hjónabandi (Gísli var þrí-
kvæntur) missti hann 19 ára
gamla. Fóstursonur Gísla, Guð-
mundur Gíslason, er nú verk-
stjóri á bókbandsstofu ísafoldar-
prentsmiðju og var með þeim
feðgum mikil og ástúðleg vinátta.
Fanney, hálfsystir Gísla hefir
dvalizt á heimili hans meira og
minna í nær 40 ár og verið heim-
ilinu mikil stoð ekki sízt hin
síðustu árin.
Gísli var í Isafold í nær 70 ár.
Sjálfur hefi ég þekkt Gísla allt
mitt líf, hann var fyrir mér, er
ég var strákur í Austurstræti 8,
Gilli Gúmm eða Gillimann, stóri
maðurinn síkáti, og síðar á æv-
inni er eg fór að fylgjast með
rekstri ísafoldar, leitaði ég oft
á fund Gísla. Ég skal játa það
hreinskilningslega — og tala ég
þar raunar fyrir munn margra
manna, eigenda og starfsfélaga,
— að í ísafold er Gísla saknað —
og saknað sárt.
P. Ól.
en í fyrra, enda er nú mikið rætt
um erfiðleika sjómanna, sem
sjáanlega eru íramundan af þess
um ástæðum, og hvernig beri að
koma þeim til hjálpar.
5. marz 1958
Á. G. K
Horskt sauðfé
til Finniamts
NÝLEGA keyptu Finnar 84 ær
loðnar og lembdar frá Noregi,
þær eru af hinu svonefnda
Rygja-kyni. Ánum var í Finn-
landi skipt niður á 12 bæi, 7
ær á bæ. Fyrir þremur árum
keyptu Danir ær af þessu sama
kyni og er búizt við að þeir
bæti við stofninn á næstunni. —
Rygja-fjárkynið er frá Roga-
landi, eins og nafnið bendir til.
Um fjárkyn þetta nefna Finnar
þessar tölur: Fullorðnir hrútar
vega 100—120 kg., ær 60—70 kg.
Ull af vænum hrút vegur 6—7
kg., en af ánni 2,5—3,5 kg. —
Er svo að heyra að þeir gangist
mjög fyrir ullarmagni og ullar-
gæðum af fé þessu.
5. marz 1958
Á. G. K.
Vaxandi atvmnu-
leysi í Banda-
ríkjunum
WASHINGTON, 11. mars. —
Tala atvinnuleysingja í Banda-
rikjunuin var komin upp í 5.200.
000 um miðjan febrúar, sam-
kvæmt opinberri tilkynningu í
Washington í dag. Hefur talan
hækkað um 500.000 síðan í janú-
ar. Samtök launþega í landinu
hafa skorað á forsetann og rikis-
stjórnina að hækka opinber fram-
lög til atvinnuleysingja og koma
á fót atvinnubótavinnu. Mun
Eisenhower ræða við ráðgjafa
sína og aðra sérfræðinga á morg-
un til að reyna að finna einhverja
lausn á hinum alvarlega vanda.
Félagsbréf Al-
menna bóka-
félagsins
IJT er komið 6. hefti af Félags-
bréfi Almenna bókafélagsins.
Efni þess er sem hér segir:
Dr. Þorkell Jóhannesson, há-
skólarektor, ritar Um Guðmund
Friðjónsson, snjalla og merkilega
grein. Sigurður A. Magnússon,
blaðamaður, birtir síðari hluta
greinarinnar Nokkur brezk ljóð-
skáld, en fyrri hlutinn birtist í
5. hefti Félagsbréfs, sem út kom
í desember sl.
Ivar Orgland sendikennari á
þarna kvæðið Dettifoss, sem bæði
er birt á frummálinu, norsku,
og ísl. þýðingu Þórodds Guð-
mundssonar frá Sandi. Einnig er
þar kvæði eftir Ingimar Erlend
Sigurðsson, og Sigurður A. Magn-
ússon þýðir kvæðið Júdas ískari-
ot eftir Stephen Spender. At-
hyglisverð smásaga er þarna eft-
ir Steingrím Sigurðsson og grein
eftir Howard Fast, Ávarp til rúss-
neskra rithöfunda. Um bækur
rita þeir Lárus Sigurbjörnsson,
Baldur Jónsson cand. mag. og
Peter Crabb.
Einnig eru hér ritsljórnargrein
ar, tilkynning um bókmennta-
verðlaun, sem bókafelagið ætlar
að veita árlega fyrir frumsamið
íslenzkt verk, tilkynning um tvær
fyrstu mánaðarbækur félagsins
og glöggar upplýsingar um allar
þær bækur, sem Almenna bóka-
félagið hefur gefið út til þessa.
Atli Már hefur myndskreytt heft
ið einkar smekklega