Morgunblaðið - 14.03.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.03.1958, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 14. marz 1958 tTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. « Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjalci kr. 10.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÁRÁS FRAMSÖKNAR Á SAM- GÖNGUBÆTUR / SVEITUM E'i NGUM, sem eitthvað þekk- ir til í sveitum landsins ■i dylst, að eitt stærsta hagsmunamál þeirra og landbún- aðarins eru greiðar og góðar samgöngur, vegir til afurða- og nauðsynjaflutninga til og frá bú- unum. Einangrunin og samgöngu leysið er einn versti óvinur sveitafólksins. Ætla mætti að á þessu ríkti jafnari glöggur skilningur hjá valdhöfunum á hverjum tíma. Má og fullyrða að svo hafi oftast verið. Stórfelldar umbætur hafa verið unnar í vegamálum þjóð- arinnar undanfarin áratug. Engu að síður búa margar sveitir við mjög lélegt vegasamband og surnar eru sambandslausar með öllu. Það er nú auðsætt orðið að nú- verandi ríkisstjórn hefur sýnt sveitunum sérstaka óvild og allt að því beinan fjandskap að því er snertir vegaframkvæmdir í landinu. í tvö ár hefur það verið eina sparnaðarmál Eysteins Jóns- sonar fjármálaráðherra að skera stórlega niður fjárveitingar til nýbygginga þjóðvega. Þannig lagði hann til í fjárlagafrumvarpi sínu á sl. hausti, að fjárveiting til þessara lífsnauðsynlegu fram- kvæmda yrði lækkað úr tæpum 16 millj. kr., sem hún var á fjár- lögum ársins 1957, niður í 12 millj. kr. Það sætir vissulega ekki lítilli furðu, að flokkur, sem þykist sér- staklega bera hag sveitanna og bændastéttarinnar fyrir brjósti, skuli flytja slíkar tillögur á Al- þingi. Fyrir ötula baráttu Sjálf- stæðismanna fékkst hlutur sveitanna og vegamálanna í landinu réttur og árás vinstri stjórnarinnar undir forystu Framsóknar hrundið. Fjár- veitingin til nýbyggingar þjóð- vega var hækkuð upp í sömu upphæð og á sl. ári, eða tæpar 16 millj. kr. Þýðir raunverulega lækkun vegafjár En þrátt fyrir það að tilræði Framsóknar við vegaframkvæmd irnar misheppnaðist og sama upphæð væri veitt til nýbygg- inga á þessu ári og sl. ár, er þó auðsætt að framlögin til nýrra þjóðvega hafa verið lækkuð stór- lega í valdatíð vinstri stjórnar- innar. Kostnaður við vegagerðir hefur hækkað verulega sl. tvö ár, sennilega um allt að 20%. En fjárveitingarnar til þessara nauð- synlegu framkvæmda í þágu at- vinnulífsins hafa staðið í stað. Verðbólgustefna vinstri stjórn- arinnar er þannig smám saman að draga saman verklegar fram- kvæmdir í þágu bjargræðisveg- anna. Færri og færri kílómetrar af nýjum vegum eru lagðir fyrir það fé, sem Alþingi veitir til vegabóta í landinu. Hins vegar er haldið áfram að ausa hátt á annan milljónatug króna í halla- rekstur Skipaútgerðar ríkisins. Stefna Framsóknarmanna í vegamálunum er þannig farin að bitna þunglega á sveitunum, sem vantar vegi og öruggar samgöng- ur. öll þjóðin þarf á vegum að halda. Kaupstaðir og kauptún »jávarsíðunnar þurfa að ná til sín mjólkinni og öðrum afurðum bænda. Það er þess vegna sam- eiginlegt hagsmunamál almenn- ings til sjávar og sveita að haldið verði áfram að byggja upp vega- kerfi landsins. En því miður virð- ist það vera stefna vinstri stjórn- arinnar <að draga úr þessum rauðsynlegu framkvæmdum enda þótt hún auki eyðslu og fjár- austur á flestum öðrum sviðum. Ný embætti eru stofnuð, nýjar nefndir og ráð sett á laggirnar á vegum vinstri stjórnarinnar, en framlögin til vegabóta eru raun- verulega stórlækkuð. Tillaga Jóns Pálmasonar Sjálfstæðismenn meta hvers konar viðleitni til sparnaðar og hófsemi í meðferð ríkisfjár. En þeir telja það fráleitt að draga úr framlögum til vegagerða á sama tíma, sem eyðsla er aukin á öllum öðrum sviðum. — Jón Pálmason flutti þess vegna til- lögu um það í samvinnunefnd samgöngumála á því þingi, sem nú stendur yfir, að fjárveiting til byggingar nýrra þjóðvega yrði á þessu ári 20 millj. kr. í stað 12 millj. kr. eins og fjármálaráð- herra hafði lagt til í frumvarpi sínu. Stjórnarliðið svæfði þessa til- iögu Jóns Pálmasonar. — Hún fékkst ekki einu sinni tekin til atkvæðagreiðslu í nefndinni. Með samþykkt hennar hefði þó aðeins verið haldið í horfinu með bygg-. ingu þjóðvega. Þannig er skilningur Fram- sóknarmanna á hagsmunamálum sveitanna. Þeir reyna fyrst að skera niður fjárveitingar til vega- gerða, enda þótt hvergi sé reynt að spara á öðrum útgjaldaliðum fjárlaga. Síðan láta þeir svæfa tillögu Sjálfstæðismanna um leið- réttingu þessa ranglætis. Loks drattast þeir, vegna baráttu Sjálf- stæðismanna, til þess að hækka vegaframlögin upp í sömu upp- hæð og á sl. ári. En eins og áður er sagt þýðir það raunverulega lækkun þeirra vegna sívaxandi dýrtíðar. Minni nýbyggingar Þjóðin fær þess vegna styttri nýja vegi á komandi sumri en undanfarin ár. Vélaskortur sverf- ur einnig að vegamálastjórninni. Öll framkvæmd vegabóta í land- inu verður erfiðari, þrátt fyrir dugandi verkfræðilega yfirstjórn þessara þýðingarmiklu mála. Framsóknarflokkurinn beitir sér einnig gegn því að nýir vegir verði teknir í þjóðvegatölu. Hafa þó þingmenn allra sveitakjör- dæma landsins flutt tillögur um nýja þjóðvegi í héruðum sínum. Sj álfstæðismenn hafa jafnframt lagt til að framlög til nýbygg- inga þjóðvega væru aukin til þess að mæta lengingu þjóðvega- kerfisins í vegalögum. En Framsóknarafturhaldið berst eins og ljón gegn þessu. Eysteinn sér hvergi möguleika til sparnaðar nema í sam- bandi við vegaframkvæmdir. Ríkisbáknið má halda áfram að þenjast út. Þar þarf ekkert að spara. Þetta er stefna vinstri stjórnarinnar gagnvart strjál- býlinu. UTAN UR HEIMI Of kostnaðarsamt að vinna kol í Grænlandi til útflutnings GRÆNLANDSMÁLARÁÐ- herrann danski lagði á dögun- um fyrir þingið skýrslu sína um landfræðilegar rannsóknir og námuvinnslu á Grænlandi. Eitt hið merkasta, sem þar kemur fram, er að hann telur að þýðing avlaust sé að hugsa til stórauk- innar kolavinnslu á Grænlandi með útflutning fyrir augum. Geysimikið kolamagn hefur fund izt í jörðu á Grænlandi og talið er, að á Nugssuaq-skaganum ein- um, sem er norðan Diskó-flóans á vesturströndinni, séu milljónir lesta í jörðu — og þar væri hægt að vinna 100.000—200.000 lestir árlega. Að undangenginni margra ára rannsókn hefur niðurstaðan orð- ið sú, að kolavinnsla á Græn- landi muni ekki svara kostnaði nema sem nemur kolanotkuninni í landinu sjálfu. Aðalástæðan er sú, að flutningaleiðin er löng og ótrygg — og rekstur námanna er tiltölulega dýrari norður á Græn landi en í Evrópu. Á síðasta ári voru 18.000 lestir kola unnar úr jörðu á Qutligssat- eyju í Disko-flóa og búizt er við því að framleiðaian aukist á þessu ári um 6.000 lestir, en það mun nægja til þess að þessar námur fullnægi kolaþörfinni á vesturströndinni. Þá segir í skýrslunni, að yfir- stórn landfræðirannsóknanna og kortlagningarinnar á Græn- landi hafi farið þess á leit við stjórnina, að hún keypti tvær þyrilvængjur til starfsins fyrir næsta sumar. Talið er að stofn- kostnaður við þessi kaup yrði 1,2 milljónir danskra króna, en árlegur reksturskostnaður kr. 177.000. Þá kemur það og fram, að dr. Lauge Koch hefur nú lokið við að gera uppdrátt af miðhluta A- Grænlands. Hefur Koch lagt fram í Grænlandsmálaráðuneyi- inu skýrslu um starfið svo og framtíðaráætlun. Telur hann að næst þurfi að hefjast handa við rannsóknir og uppdráttargerð af Scorespysundi og landssvæðinu umhverfis. Engar teljandi rann- sóknir hafa verið gerðar þar enn — og telur Koch sig geta | unnið verkið á 5 árum, frá og með næsta sumri fram til 1962. í því sambandi vill hann flytja aðalbækistöðvar sínar frá Ella ey inn í botn Scorespysunds- fjarðar. Biður hann um 40.000 krónur til framkvæmdanna — og einnig telur hann að verja eigi auknum fjárhæðum til þessa starfs. Vill hann fá 750.000 kr. til umráða til eflingar rannsóknar- starfinu. Að lokum er þess getið í skýrsl unni, að í Skógafirði í Juliane- haab-héraðinu hafi fundizt uran iumríkur málmur, 575 grömm af uranium voru þar í hverri smá- lest, en sums staðar á þessu svæði var magnið helmingi meira, þ. e. eitt kg. í hverrl smá lest. Auk þess var þrisvar sinn- Um meira magn af þorium í þess u.m málmlögum. Sem kunnugt er hefur urani- um fundizt á nokkrum stöðum á Grænlandi, en stjórnin telur enn ekki hafa verið gengið nægilega vel úr skugga um magnið á hin- um ýmsu stöðum svo að enn verð ur engin ákvörðun tekin um vinnslu þess. Verður því veitt tveim milljónum króna til frek- ari rannsókna og borana á næsta fjárhagsári — og er þess almennt vænzt, að ekki líði á löngu þar til þessar rannsóknir fari að bera ríkulegan ávöxt. < Ymsar nýjungar -jk „Firestone" hjólbarðaverk- smiðjurnar bandarísku eru um þessar mundir að gera tilraunir með nýja gerð varahjólbarða. Eru þeir mjög léttir í meðförum og litlir fyrirferðar, en æði sér- stæðir. Þeir eru nefnilega úr stáli, gúmmíhúðaðir. Ekki er ætl- azt til að skipt sé um hjólbarða, þegar þessi varabarði er notað- ur, því að hann fellur utanyfir þann sem fyrir er. Það er því mjög fljótlegt að gera við bil- unina. Hér er að vísu aðeins um að ræða bráðabirgðaviðgerð, sem þægilegt er að geta gert við erf- iðar aðstæður fjarri byggð. Atlas Martin í Gautaborg hef- ur fengið leyfi til þess að gera tilraunir með nýtt rafveiðitæki nú í vor. Þetta tæki er sérstætt og nýstárlegt hvað það snert- ir, að með því er hægt að veiða fisk af þeim stærðum, sem óskað er í það og það sinni. Verður því hægt að þyrma smáfiski og ungviðið, sem að engu gagni kemur, en togarar veiða jafnan mikið af. ★ H. van Gimbron í Zevenaar í Hollandi hefur hafið framleiðslu á bleki, sem hægt er að þvo úr fatnaði með köldu vatni, en er þó jafngott og varanlegt til skriftar og annað blek. ‘>=í>í=í»=ös<=í»'=0@ -/r Redal-France í París fram- leiðir nú lítið móttökutæki, sen» vel hefur reynzt á fjölmennum vinnustöðum svo sem stórum verksmiðjum. Tækið vegur ekki nema 100 grömm og er 7/8 úr þumlungi á breidd. Fer því lítiS fyrir því í vasa og hefur reynzt verkstjórum í stórum verksmiðj- um sérlega vel, því að þeir geta á þann hátt móttekið boð frá yfirmönnum hvar sem þeir eru staddir á verksmiðjusvæðinu. Þegar viðkomandi menn eru „kallaðir upp“ heyrist örlítið suð í móttakaranum, nægilega mikið til þess að vekja athygli hvers og eins, sem ber hann í vasa sínum. Gengur móttökutækið fyr- ir rafhlöðu, sem endist í 400 stundir — og tekur ekki nema nokkrar sekúndur að skipta um. ýc Hjartasérfræðingur einn í New York hefur skýrt svo frá, að honum hafi tekizt að búa til eins konar „raf-hjartastilli“, sem hann hefur notað til þess að róa og koma reglu á hjartslátt hjart- veikra manna — sérstaklega við uppskurði — og eftir þá. Eru tveir hárfínir vírar, sem eru í sambandi við sérstaka rafvél, leiddir til hjartavöðvanna — og með rafstraumi er hjartsláttur- inn síðan stilltur. rr mBwwww ý" ■" VI t ** /•yt^rr”rirrfytvtyrrrr t/y* Lögreglan í Nordheim-Wcstfalen hefur stofnað sveit lögreglumanna á kappaksturshjólum, sem auðveldlega komast 170 km á klukkustund. Tilgangurinn er að hafa hendur í hári umferðar- lögbrjótanna sem aka oft æði hratt. — Liður í æfingum lögreglumannanna í þessari sveit «r eins konar körfuknattleikur. Á fullri ferð eiga þeir að kasta knetti í körfu. Slíkt krefst mikila sjónaröryggis og góðrar hraðadómgreindar. — Myndin er frá slíkri æfingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.