Morgunblaðið - 14.03.1958, Side 11

Morgunblaðið - 14.03.1958, Side 11
Fostudagur 14. marz 1958 MOnCVTNBLAÐlÐ 11 Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni Hækkandi fjárlög andi niðurgreiðslur lækk- þeir haldist óbreyttir; þó hækkar viðaukafgjald af benzíni um 10%. í fyrra var lagt 10% gjald á alla byggingastarfsemi, hvort heldur einstaklinga eða annarra. Þannig urðu líknarfyrirtæki, sem safnað höfðu til hæla, að greiða þetta gjald, og opinberar bygg- ingar — skólar og sjúkrahús — urðu að greiða það líka. Þetta varð svo óvinsælt, að nú er gert ráð fyrir að gjaldið verði af- numið, að því er skóla, sjúkrahús og heilsuhæli snertir. í fjárlagafrumv. er ein nýj- ung, sem ýmsum léttir við er þeir lesa. Hún veif að skattalækkun frá 1. janúar næsta ár. Er gert ráð fyrir breytingum á skattstig- anum, sem hefur talsverða lækk- un í för með sér, á tekjum frá 15.000 til 75.000 krónum. Sam- kvæmt núverandi reglum er ríkis skattur af 15.000 kr. 10%, af næstu 7500 kr. 15%, af 22.500— 30.000 kr. 25%, af 30.000—40.000 Er það meðfram hækkun benzín- afgjaldsins að kenna. en ýmsar áætlunarleiðir hafa ekki svarað kostnaði mörg undanfarin ár, þrátt fyrir styrk frá hlutaðeig- andi sveitafélögum. Fargjöldin hafa verið svo að segja óbreytt í mörg ár, en alit sem til þarf — vagnar, viðgerðir og vinnulaun stórhækkað. En ríkisjárnbraut- irnar hafa tekið að sér rekstur ýmissa þeirra leiða, sem beztan arð gáfu. Alvarlegar horfur Trygve Bratteli fjármálaráð- herra komst svo að orði, er hann lagði fjárlagafrumvarpið fram: „Fjármálaástandið í ár er erfitt en ekki ískyggilegt („vanskelig men ikke ux-ovækkende“). Ef ekki koma á árinu þær verð- lagsbreytfngar, sem m. a. Eisen- hower forseti hefur oftsinnis spáð, verða erfiðleikar okkar á næsta ári mun meiri en þeir eru nú.“ Bratteli drap m. a. á atvinnu- leysið, sem er mun meira núna, en það hefur verið nokkurn tíma síðan stríðinu lauk. Gat hann þess að stjórnin væri að íhuga leiðir til þess að vinna bug á því og kvaðsf gera sér vonir um að það tækist. í ■ skógunum og vatnsorkunni eiga Norðmenn varasjóð, reynist notadrjúgur. I FYRRA var sú breyting gerð á starfstilhögun Stórþingsins, að fjárlagafrumvarp skyldi ekki lagt fram í þingbyrjun eftir nýj- ár, svo sem venja hefur verið, heldur skyldi fyrstu 7—8 vikun- um varið til afgreiðslu ýmissa annarra mála og fjárlagafrum- varpið ekki birt fyrr en 1. marz. Kom þessi breyting til fram- kvæmda nú. Fjárlagafrumvarp- inu var útbýtt 3. marz og eldhús- dagur verður haldinn þegar þing menn koma aftur úr páskaieyf- inu, en það er hálfur mánuður. Hefur þingið þá hátt á þriðja mánuð til að afgreiða fjárlög þau, sem ganga í gildi 1. júlí. Þetta er talið hagfelldara en gamla fyrirkomulagið, einkum að því leyti að fjármálaráðuixeyt- ið hefur nú betra tækifæri til að notfæra sér reynslu liðins árs til þess að byggja nýtt frumvarp á, er hún hefur nær níu mánuði til stefnu, í stað sex áður. Hækkandi tölur Allt fer hækkandi’í Noregi, og enginn furðar sig á þó þarfir hins opinbera verði meiri en áð- ur, með vaxandi vei'ðbólgu. Tæp- lega munu menn þó hafa búizt við jafnmikilli hækkun gjalda og tekna og frumvarpið sýmr. Það gerir ráð fyrir 5773 milljón króna gjöldum, og er það raun- verulega 285 milljónum meira en fárlög yfirstandandi fjárhagsráðs hljóða upp á. Upphæðirnar sjálf- ar sýna að visu aðeins 152 millj. króna hækkun, en úr fjárlaga- frumvarpinu hefur verið kippt burt 133 millj. kr. til ellistyrks, sem eru á núgildandi fjárlögum. Ellistyrktarsjóðurinn verður framvegis sjálfstæð stofnun, og tekjur hans og gjöld koma ekki inn í fjárlögin. Áætlaður halli á fjárlögunum er 62 millj,, og svarar það til þess, sem ríkið leggur fram á árinu til Tokke- rafvirkjunarinnar í Þelamörk, sem verður sú stærsta í landinu áður en lýkur. Hins vegar er 893 millj. króna tekjuafgangur áætlaður á rekstr- arreikningi — tekjur 5644 millj. og gjöld 4751 millj. En til opin- berra fjárfestinga á að verja 398 millj. og til afborgana af ríkislán um 624 milij. krónum, eða sam- tals 1.022 millj. Lækkandi niðurgreiðslur Þaó sem einna mesta athygli hefur vakið í sambandi við fjár- lagafrumvarpið nýja er, að þar er ekki gert ráð fyrir nema 500 millj, krónum til niðurgreiðslu á nauðsynjavörum. Á yfirstand- andi ári hefur verið veitt til þessa 770 millj. króna og jafnvel búizt við að 30 millj. þurfi í viðbót. En lækki niðurgreiðslurnar um 270—300 milljónir er óhjákvæmi- legt að vísitalan hækki upp í meira en 160 stig, og þá eiga launþegar einstaklinga og hins opinbera kröfu á kauphækkun. Konrad Nordal, foi’maður verka- mannasambandsins hefur heldur eigi farið dult með að endur- •koðun á kaupgjaldi muni fara fram, þegar kemur fram á sum- arið. Bratteli fjármálaráðherra lét þess getið, er hann fylgdi frum- varpinu úr hlaði, að stjórnin hefði lofað því, vorið 1956 að halda vísitölunni í skefjum til 1. júlí 1958. En eftir þann tíma væri stjórnin óbundin og sæi sér ekki fært að halda niðurgreiðsl- um áfram. Hér er því um að ræða algera stefnubreytingu í dýrtíðarmálum, og Norðmenn verða að sætta sig við orðinn hlut: að allt verði að hækka. Fólk dreymir um þá „gömlu jg góðu daga“, fyrstu árin eftir stríðslok, er vöruverð stóð svo að segja í stað ár eftir ár. Nú hækkar all, og þar af leiðandi kaupið líka, og ríkisstjórnin er alls ekki öfundsverð af því að vera vinnuveitandi, því að sýslun armenn hins opinbera vilja hafa mat sinn og engar refjar, ekki síður en annað fólk. Lögi'eglu- menn í Osló gerðu verkfall fyrir jólin til þess að fá sínum kröfum framgengt, kennarar eiga í sífelld um brösurn við sína húsbændur og þannig mætti lengi telja. Hið lækkandi gildi Lækkandi gildi peninga á vit- anlega fyrst og fremst sökina á hinum hækkandi tölum fjárlag- anna. En til þess að vega á móti hækkun þeiri'i, sem leiðir af vax- andi launabyrði ríkisins, hefur verið reynt að draga úr öðrum útgjöldum. Þegar litið er yfir út- gjaldaáætlun flestra ráðuneyt- anna í nýja frumvarpinu, vekur það furðu að sjá, að ýmsum þeirra er ætlað að komast af með minna fé á komandi fjárhagsári en því líðandi. Þannig lækkar áætlun íélagsmálaráðuneytisins um 109 millónir, en sú lækkun stafar af því, að framlag til elli- styrktarsjóðs fellur niður, því að sjóðnum hefur verið ætlað að afla tekna sinna hjá atvinnufyrirtækj unum sjálfum og hinum vinnandi stéttum. Og áætlun landbúnað- arráðuneytisins lækkar um 18 milljónir, vegna minni framlaga til húsbóta í sveitum. Hins vegar hækkar áætlun kennslumála- og hervarnarmála- ráðuneytisins um 60 milljónir hjá hvoru. Það eru skólabyggingar, sem hleypa upphæðunum fi'am, hjá fyrrnefnda ráðuneytmu — þar á meðal 10 milljónir til nýrra bygginga handa verkfræðinga- skólanum í Þrándheimi — en end urbætur á vopnum, sem auka hervarnarútgjöldin, en þau eru nú áætluð 960 millj. krónur, eða um 17% allra ríkisútgjalda. Járnbrautirnar eru þungur baggi á þjóðinni, og það er ekki sízt samkeppni bílanna að kenna. Þær geta ekki hækkað far- og fai'mgjöldin, því að þá yrði bíla- samkeppnin enn hættulegri. Hins vegar er keppt að því að gera reksturinn hagfelldari, fyrst og fremst með því að útrýma eim- reiðum alveg, og taka upp diesel- vélar í staðinn, þangað til raf- virkjun brautanna kemsf í fram- kvæmd. Það er meðfram diesel- vélunum að þakka, að samgöngu- málaráðherrann þorir að áætla rekstrarhalla brautanna „aðeins“ 135 milljónir, sem er 17 milljón- um minna en á yfirstandandi ári. Hins vegar hefur verið tekin upp 11 milljón ki'óna fjárveiting til þess að kaupa diesel-dráttar- vagna í viðbót við þá, sem þegar ei'u komnir. Iiafa sænskir vagnar reynzt betur en þeir þýzku, sem i'eyndir hafa verið hingað til. Til vegamála á að verja 330 milljón krónum eða nær 30 millj ónum meira en á yfirstandandi ári. Raunvei'ulega leggur ríkið ekki fram nema 167 milljónir af þessari upphæð, því að 80,8 millj. kr. koma frá benzínskatti, 15 millj. frá gúmmískatti og 53,7 millj. frá öðrum afgjöldum. Af upphæðinni ganga 145 milljónir til viðhalds vega. Aðeins 11,4 milljónir ganga til brúargerða. Tekjur ríkisins Tekjur ríkisins koma fyrst og fremst frá söluskattinum — 1850 milljónii', og tollum — 1796 millj- ónir. Eru tollarnir áætlaðir 104 milljónum hærri en á líðandi fjárhagsári og gert ráð fyrir að kr. 35% og af 40.000—70.000 kr. 45%. — Nú verður sú bi'eyting á, að af fyrstu 18.000 kr. reiknast 10%, af næstu 7.000 kr. 15%, af 25—30 þús. kr. 20%, af 30—35 þús. 25%, af 35—40 þús. 30%, af 40—45 þús. 35% og af 45—70 þúsund 45%. Af tekjum yfir 70 þúsund verður skatturinn 55% eins og áður. Á 30.000 króna tekjum nemur þessi lækkun 650 krónum og 1400 krónum á 40.000 króna tekjum. En hins vegar koma ýmsar hækkanir á rnóti. Póstgjöld hækka um 11% að meðaltali frá 1. apríl og fastagjald á hvert samtal í síma úr 10 í 15 aura og innlagningargjöld stórhækka. Það hefur mikið verið kvartað um símaleysi í Noregi undanfar- in ár, sérstaklega í Osló, og hinar nýju hækkanir eru gerðar til þess að hægt verði að hi'aða aukningu talsímakerfisins, þannig að 7000 simar bætist við árlega í Osló í stað 4000 núna, og 13.000 annars staðar í landinu, í stað 9.000 núna. En í Osló hefur fólk staðið á biðlista í möi'g ár, án þess að hafa fengið síma. Þá er og gert ráð fyrir að fargjöld með áætlunarbifreiðum hækki verulega frá því sem nú er. En hvað sem öðru líður er óneitanlega dimmra framundan í Noregi en verið hefur áður. Heildarafkoma var að vísu góð síðasta ár, og viðskiptajöfnuður- inn við útlönd var hagstæður um 125 milljónir, en hafði verið óhag stæður um 62 milljónir árið 1956. Það sem reið baggamuninn þar, var að tekjur af siglingum erlend is urðu gífurlega miklar, vegna hárra farmgjalda framan af ár- inu — eða 400 millj. hærri en 1956. Um slíkar tekjur verður ekki að ræða í ár. Að vísu sigla mörg norsk skip, sem langa samn inga höfðu gert, enn fyrir há farm gjöld. En það sem af er árinu hafa ískygglilega mörg skip legið fyrir festum, vegna þess að þau fá ekki viðunandi leigutilboð. Þó er ástandið ekki eins slæmt og margur kynni að ætla. A. Knud- sen útgerðarmaður í Borgested upplýsti nýlega í fyrirlestri að 68% af norska olíuskipaflotanum hefði góða samninga mörg ár fram í tímann, og sama máli væri að gegna um 40% af þui'r- lestarskipunum. 37% af þeim eru í áætlunarferðum og 23% án langra samninga. Svo að þrátt fyrir óhagstætt árferði mun það reynast enn sem fyrr, að flotinn bjargar efnahagslegri afkomu hinnar miklu siglingaþjóðar. Málm- og efnavöruiðnaður þjóðarinnar, sem að miklu leyti hyggist á vatnsafli því, sem hún hefur vii'kjað, virðist einnig munu geta staðið af sér kyrrstöðu þá, sem nú er á heimsmarkaðnum. Til dæmis er afkoma járn- og aluminiumiðnaðarins góð. — Hins vegar á trjávöruiðnaðurinn við nokkra erfiðleiiía að stríða. Hinað til hafa Noi'ðmenn getað selt allt sem þeir gatu framleitt af tréni og pappir tregðulaust, en nú hefur markaðurinn þrengzt svo, að ýmsar trénis- og pappírs- gerðir hafa dregið úr framieiðsl- unni og fækkað við sig fóiki. Þá hafa iðnaðarfyrirtæki þau, sem framleiða efni til fatnaðar, prjon- les og vefnaðarvöru. orðið fyrir svo alvarlegri samkeppni frá Tékkóslóvakiu og Ungverja- landi, að til vandræða horfir. Sum gömul og gróin fyrirtæki í þessum greinum haía alveg lagt árar í bát, en önnur fært saman kvíarnar og orðið að segja upp fólki. En fiskveiðarnar eru þó sú at- vinnugrein, sem verst hefur orðið úti. Síldveiðin hefur brugðizt herfilega. í byrjun þessa mánaðar höfðu ekki aflazt nema 2,9 millj. hektólítrar — þar af 2,4 millj. hl. á stórsíldarvertíðinni — og and- virði aflans frá fyrstu hendi 108 millj. krónum minna en á sama tima í fyrra, og var vertíðin þó léleg þá! Margir fiskimenn standa uppi slyppir og snauðir og út- vegsmennirnir sjá sér ekki fært að komast á fjarlæg mið, svo sem til íslands á komandi vori og sumri, nema þeir fái 16 millj. króna lán til veiðarfærakaupa og gjaldfrest á þeim lánum, sem á útgerð þeirra hvíla. Það er tal- ið vafalaust að þau lán verði veitt, því að það mundi hafa nrun í för með sér ef mikili hluti fiskiflotans yrði aðgerðarlaus og útvegsmennirnir yrðu gjaldþrota. — Þorskveiðarnar í Lófót ganga líka illa, enn sem komið er. og jafnvel hvalveiðarnar, sem löng- um hafa reynzt drjúgt búsílag, hafa brugðizt tilfinnanlega. í byrjun marz var eftirtekjan orðin 372.130 föt af lýsi, en á sama tíma í fyrra 563.390. Og ofan * þetta bætist, að verðið á hval- lýsi er mun lægra í ár en í fyrra. — Þannig er það ekki ofmælt; að útlitið sé alvarlegt. En geigvæn- legt er það ekki. Aflabrestur sjáv arfangs er ekki alvarlegur í Nor- egi á sama hátt og hann er hjá okkur. Norski þjóðarbúskapurinn er svo alhliða, að þó eitt bregðist bjargar annað málunum við. í skógunum, flotanum og vatnsork unni eiga Norðmenn varasjóS, sem reynist notadrjúgur til að fylla skörðin, sem ávallt geta orð ið í sumum atvinnugreinum. -----Og yfirleitt berja Norð- menn sér ekki né tala mikið um erfiða tíma og alvarlegar horfur. Um þessar mundir tala þeir miklu meira um nýju tillögurnar um réttritun, sem komið hafa fram eftir margra ára strit stjórn skipaðrar nefndar. Þar kennir margra grasa. Nýjar reglur eiga að ganga í gildi, „valfrjálsum rit hætti“ ýmsum orðum er gert hærra undir höfði en áður. Yfir- leitt ganga breytingarnar meira út yfir landsmálið en bókmálið, og það er vitað fyrirfram, að mikið verður deilt um þessar til- lögur, þegar þær koma fyrir Stór- þingið á næstunni. Þar deila ekki aðeins landsmálsmenn við bók- málsmenn, heldur landsmáls- menn innbyrðis og bókmálsmenn innbyrðis. Heil öld er liðin síðan sú deila var vakin, en aldrei hef- ur hún verið flóknari en nú. Fyr- ir íslenzkum augum er svo að sjá, sem gera mætti hana einfaldari með því að láta einu norrænuna, sem enn lifir, ráða meiru um ýmis deiluatriðin, en Norðmenn hafa hingað til hirt um að gera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.