Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 3

Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 3
Miðvikudagur 19. marz 1958 MORCTnsmL AÐIÐ 3 Auka þarf eftirlit Af- þingis með fjárstjórninni Frumvarp Jóns Páímasonar rætt EINS og frá var skýrt í Mbl. sl. laugardag, hefur Jón Pálmason lagt fram frumvarp til laga um eftirlit til varnar gegn ofeyðslu hjá ríkinu og stofnunum þess. Er meginefni frumvarpsins það, að yfirskoðunarmenn ríkisreikninga, sem kosnir eru af Alþingi sam- kvæmt ákvaeði í stjórnarskránni, skuli þurfa að veita samþykki sitt, áður en ríkisstjórnin greiðir fé úr rikissjóði umfram fjárlög, gengzt undir ólögákvcðnar ábyrgðir eða veitir ólögákveðin lán. Um nýjar stöður og stofnan- ir skal einnig haft samráð við yfirskoðunarmennina, svo og um skiptingu meiri háttar fjárveit- inga, sem tilgreindar eru i einu lagi í fjárlögum. Á fundi neðri deildar í gær kom frumvarpið til umræðu, og fylgdi Jón Pálmason því úr hlaði. Sagði hann m. a.: Aukið eftirlit Þetta frumvarp er flutt í sam- ráði við flokk minn, Sjálfstæðis- flokkinn. Tilgangur frumvarpsins er í að- alatriðum skýrður í greinargerð. Aðaltilgangurinn er sá, að slá því föstu enn betur en verið hef- ur, að fjárveitingavaldið er hjá Alþingi, en ekki hjá ríkisstjórn eða ríkisstofnunum. í raun og veru er þessu slegið föstu í sjálfri stjórnarskránni, en frá því hefur vexúð brugðið mjög mikið á undanförnum árum og fyrirmæli Alþingis í mörgum til- fellum að litlu höfð hjá þeim, sem ráðið hafa. Það er augljóst mál, að ekki er fengin vissa fyrir því, að ekki sé eytt of miklu fé hjá ríkinu og stofnunum þess, þótt þetta frum- varp sé samþykkt. En mælzt 'er til þess, að betri trygging heldur en verið.hefur fáist fyrir því, að öll fjárútlát, öll lán, allar ábyrgð- ir o. s. frv., séu ákveðnar af Al- þingi sjálfu, en ekki af þeim sem með framkvæmdavaldið fara. Ef menn á annað borð vilja, að haft sé eftirlit með því af hálfu Alþingis, er það ekki neitt vafa- atriði, frá mínu sjónax-miði, að þeir menn, sem það eftirlit eiga að hafa, verða að vera kosnir af Alþiixgi sjálfu. Yfirskoðunarmennirnir Hins vegar gefur að skilja, að það getur orkað tvímælis, hvort rétt sé, að það séu yfirskoðunar- menn ríkisreikninganna eða ein- hvei'jir aðrir menn, sem hafa þetta eftirlit með höndum. Það getur verið atriði, sem kemur til greina að athuga, hvort heppi- legra þykir að það séu þessir menn, sem hafa þetta eftirlit, ellegar að það séu kosnir aðrir menn til þeirra starfa. Yfirskoðunai-menn ríkisreikn- inga hafa haft það starf sam- kvæmt 43. gr. stjórnarskrárinnar að yfirfara reikninga ríkisins. Þeir gera það eftir á, þegar hin umboðslega endurskoðun hefur farið fram. Heynslan hefur sann- að, að þó að þeir geri athuga- semdir út af eyðslu umfram fjár- laga og annað slíkt, þá hefur ekki verið tekið tillit til þess eins og ætlazt er til og vera ber. Ég hygg, að ekki myndi það oftar koma fyrir, ef þétta frv. yrði samþykkt sem varð fyrr á þessu þingi, að fjárlög voru hesp- uð af á fáum dögum og tiltölu- lega athugunarlítið hjá því sem oft hefur áður verið. Ef á að setja strangari skorður við því, að ríkisstjórnin eyði utan fjárlaga stórum upphæðum, þá mundi eðlilega fyrsta afleið- ing af því verða sú, að Alþingi leggi í það meiri vinnu og athug- aði það nánar, að fjárlögin væru í sami-æmi við það sem alveg væri óhjákvæmilegt að fram- kvæma. Eftirlit í öðrum löndum Eins og fram er tekið í gi-einar- gerð fyrir þessu frv., þá hefur verið gerð fyrirspurn um það, hvernig þessu er háttað í okkar nágrannalöndum og tiltekin þrjú lönd, Bretland, Bandaríkin og Danmörk. í Bretlandi er þessu þannig varið, að þar eru starfandi marg- ar nefndir, sem eru til eftirlits með því að fyrirmælum þingsins á fjármálasviöinu sé fylgt. Er það viss flokkur af málefnum, sem heyrir undir hverja nefnd til eft- irlits. Reglan er sú, að þar í landi er ekki heimilt að ríkisstjórnin greiði neitt umfram það, sem fjár lögin ákveða, umfram það sem þessar eftirlitsnefndir sam- þykkja. í Danmörku er þetta nokkuð mikið á annan veg og eðlilegt að svo sé, því að þar er það fjárveitinganefnd þingsins, sem hefur þetta eftirlit. Ástandið þar er þannig, að nefndin starfar allt árið. Þess vegna getur ríkisstjórn in eða þeir, sem með fjármálin fara, borið hvert það mál undir nefndina, sem óskað er eftir, að greitt sé til umfram það sem fjár lögin ákveða. Þess vegna er það þannig, að það er ekki nein heim ild til þess hjá Dönum að greiða fé eða taka ákvarðanir um fjár- útlán nema því aðeins að fjvn þingsins samþykki það. I Bandai'íkjunum er þetta tölu- vert mikið á annan veg. Þar er það að visu fjöldi starfsmanna, sem hefur eftirlitið með höndum, en þó einn maður aðallega fastur embættismaður, sem kosinn er en þó einn maður aðallega, fastur til 15 ára. Það á að vera lxans verksvið og hans undirmanna og starfsmanna að hafa eftirlit með því, að fjármálastjórnin eyði ekki umfram það sem fjárlög eða önnur lög hafa ákveðið. Stefnir í rétta átt Eysteinn Jónsson: Það er eðli- legt, að leitað sé að leiðum til að minnka hinar hvimleiðu umfram- greiðslur, og er sjálfsagt, að Al- þingi fjalli hleypidómalaust um þær tillögur, sem fram koma um þetta efni. Því er stundum haldið fram, að Alþingi sé að missa hið raun- verulega fjárveitingavald.' Af þessu tilefni hef ég látið athuga nokkuð rækilega ^járlög og ríkis- reikningana síðan 1924. Allerfitt er að finna öruggan samanburðar grundvöll, en bezt mynd af þess- um málum fæst með því að at- huga rekstrarreikningana. Sé far- ið eftir sjóðsyfirlitinu, þarf að taka tillit til ýmissa viðskipta- liða, sem gera myndina óskýrari. Sé reiknað út, hve mikið útgjöld á rekstrarreikningi eru lxærri en á fjárlögum, kemur þetta út: eins og skipaútgerðina eða vega- viðhald eða greiða til hans fé um- fram fjárlög. Þó að endurskoð- endur yrðu kvaddir til, kæmust þeir í sama vanda. Þess eru og dæmi, að eyðslu- ráðuneytin hafa stofnað til stór- útgjalda 'án þess að hafa samráð við fjármálaráðuneytið, og þrátt fyrir eftirgangsmuni árum sam- an hafa þau ekki fengizt til að gera ýmsar kostnaðaráætlanir eins fullkomlega úr garði og vera þyi-fti. Verður því reyndin sú oft á tíðum, að lögleg útgjöld eru of lágt áætluð. Loks er þess að geta, að vax- andi dýrtíð í landinu hefur haft sín áhrif og auk þess stórfelld óhöpp. Ef frumvarp þetta verður'sam- þykkt, kynnu umframgreiðslur að aukast, þar sem svo yrði e. t. v. litið á, að Alþingi hafi með lögum afsalað sér fjárveitinga- valdinu í hendur ríkisstjórnarinn- og yfirskoðunarmannanna, sem yrðu eins konar yfirráðherr- ar. Og ég álít það ennfremur fjarstæðu, að yfirskoðunarmenn- irnir hafi þetta starf með hönd- um. Þeir eru settir til að vera endui-skoðendur og verði starfs- svið þeirra aukið, verður ekki um neina að ræða til að hafa eftirlit með þeim mikilvægu störf um, sem ætlunin er að fela þeim. Aðeins eftirlitsstörf Jón Pálmason: Fjármálaráð- herra talaði af hógværð um þetta mál. Ýmislegt af því, sem fram kom í ræðu hans, var rétt, en annað miður rétt. Frh á bls. 19. SIAKSIEIMR 1924—1934: 31,48% 1935—1939: 13,64% 1940—1949: 55,5 % 1950—1956: 10,07% (að meðalt.) Lifla vinnusfofan í nýjunt húsakynnum HAFNARFIRÐI — Litla vinnu- stofan tók til starfa í Hafnarfirði árið 1954 og hafði aðsetur í einu kjallaraherbergi að Brekkugötu 11. Annaðist vinnustofan við- gerðir á hverskonar heimilistækj- um og nýsmíði eftir því sem ástæður leyfðu, svo sem hand- riðasmíði. Brátt kom að því að húsnæðið yrði of lítið og bjó verkstæðið við alltof þröngan húsakost um árabil eða þar til 25. febrúar s. 1. að það flutti í eigin húsakynni á Flatahrauni við Hafnarfjarðarveg. Smíði hússins hófst fyrir ári síðan og er í því, auk vinnustofunnar, íbúð eig- anda. Yfirsmiður var Nikulás Jónsson, innréttingu annaðist Dröfn h.f., múrverk Einar Sig- urðsson, raflögn Sigurjón Guð- mundsson og geislahitun í gólfi Rafn Jensson verkfræðingur. Hús og raflögn teiknaði Ásgeir Long. Vinnustofan er röskir 70 ferm. að flatarmáli og er, auk vinnu- salar afgreiðsla, skrifstofa og W.C. svo og geymslupláss í kjall- ara. Þar sem öllu er fyrirbomið á sem hagfelldastan hátt, váentir vinnustofan þess að geta hraðað afgreiðslu til muna við hin bættu skilyrði og veitt hafnfirzkum húsmæðrum, sem fyrr; fyrsta flokks þjónustu, er á bjátar með heimilisvélarnar. Eigandi Litlu vinnustofunnar er Ásgeir Long, vélstjóri. Af þessu sést, að hér hefur þok- uzt til hins betra á síðustu árum. Samanburður sá, sem gerður er í greinargerð þessa frumvarps með því að taka niðurstöður fjár- aukalaga, hefur ekki mikla þýð- ingu. Þar eru með ýmsir við- skiptaliðir, sem ekki skipta máli. Astæður t<i umframgreiðslna Ég vík þá nokkuð að ástæðun- um fyrir því, að umframgreiðsl- ur eru inntar af höndum. Umframgreiðslui-nar eru margs konar. Sumar eru lögboðnar, þó að ekki sé gert ráð fyrir þeim í fjárlögum. Hinar eiginlegu umfram- greiöslur eru nins vegar í því fó’ xar, að rekstrarkostnaður \ ar meiri en í fjárlögum er tj iint. Slíkar greiðslur eru vit- i en ja alltof miklar. Ráðherrarn- ir, sem hlut eiga að máli, eru oft settir í hinn mesta vanda í þessu sambandi. Getur t. d. verið um ■' 7 að ræða að stöðva rekstur Ingeborg prinsessa Utför íngeLorg prinsessu í dag í DAG fer frarn í Stokkhólmi jarðarför Ingeborg prinsessu, en hún lézt s. 1. miðvikudag úr hjartaslagi, 79 ára að aldri. Inge- borg prinessa hefur verið mikils metin meðal Dana og Svia. Hún fæddist 1878 í Chai'lotten- lund í Danmörku og var hún dóttir Friðriks Danakrónprins, sem síðar varð Friðrik VIII og Lovísu konu hans, en hún var dóttir Karls XV Svíakonungs. Ingeborg var systir þeirra Kristjáns konungs Dana og ís- lendinga og Hákonar VII Noregs- konungs. í ágúst 1897 giftist Ingeborg þriðja syni Óskars Svíakonungs, Karli prinsi og hertoga af Vestur- Gautlandi. Þau hjón voru vel metin af Svíum og lifðu ham- ingjusömu hjónabandi þar til Karl prins dó níræður árið 1951. Þau áttu einn son og þrjár dæt- ur. Meðal dætranna voru Ástríð- ur Belgíudrottning, sem giftist Leopold • Belgíukonungi og Martha krónprinsessa Noregs, sem var gift Ólafi núverandi Noregskonungi. . Við útför Ingeborgar prinsessu verða fimm konungar: Gústav Adólf Svíakonungur, Friðrik Danakonungur, Ólafur Noregs- konungur, Baldvi* Belgíukon- ungur og Leopold fyrrum kon- ungur Belga. Kreddufesta Gylfa Sósíalistar á 19. öld héldu því fram, að þjóðfélagsþróunin í „auðvaldslöndunum" færi í þá átt, að hinir riku yrðu æ ríkari en hinir fátæku fátækari. Raun- in hefur orðið öll önnur. llvar- vetna í hinum frjálsa heimi hef- ur efnahagsmuruurinn minnkað, og þó sennilega hvergi meira en á íslandi. Enn má þó sjá, að bók- fróðir en veraldar-f jarlægir I kreddumeistarar halda fram hin- um gömlu kenningum marxista. Dæmi þessa var í Alþýðublaðinu .15. marz s. 1. Þar segir um ástand- ið á Islandi á valdaárum Sjálf- stæðismanna: „Afleiðingin varð svo sí- fellt vaxandi verðbólga, meiri dýrtíð, minni króna og Iægra kaup launastétta“. Þessi orð eru mælt af full- komnum ókunnugleika á kjörum íslenzks almennings, enda fer ekki f jarri að höfundur þeirra sé persónugervingur þeirrar yfir- stéttar, sem aðeins örfá dæmi erw um á íslandi. Hannes á horninu svarar Svo vill til, að á næstu síðu þessa sama Alþýðublaðs gerir Hannes á horninu upp sakirnar við „einn af leiðtogum Alþýðu- flokksins, sem var óánægður með flest“. Ilannes segir þennan leiðtoga að vísu farinn úr flokkn- um, en andi hans er hinn sami og mótar forystugreinina á næstu síðu að framan. Hannes segir m. a.: „En það er ekki hægt að ganga framhjá þeirri staðreynd, að þjóðfélagið hefur breytzt stór- kostlega. Svo gagngerðum breyt- ingum hefur það tekið, að slíks eru engin dæmi um þjóðfélag á svo stuttum tíma.“-------- „Við skulum taka aðeins eitt dæmi: Árið 1930, eða um líkt leyti og hafizt var fyrst handa um byggingu verkamannabú- staða, dreymdi verkamenn, bif- reiðastjóra, sjómenn og annað lágtekjufólk alls ekki um það, að þeir gætu nokkurn tíma eignazt íbúð. Þeir hírðust í einu her- bergi og hálfu eldhúsi o. s. frv. Leigðu þetta hjá öðrurn. Hvernig er þetta nú? Fullyrt er, að 13.600 íbúðareig- endur séu í Reyltjavík. Venju- lega er miðað við fimm manna f jölskyldur í skýrslum, og þá læt- ur nærri að allir fjölskyldufeður eigi íbúð. Svo er þó ekki, því að nokkrir menn eiga nokkrar íbúð- ir og lcigja þær, en sannleikur- I inn er sá, að þessir menn eru ekki margir. Einn mað>ur mun þó eiga um 25 ibúðir, og er hann víst stærsti ibúðaeigandinn, nokkrir menn eiga tvö til þrjú liús með tiltölulega fáum íbúðum.“ — —. „Þak yfir höfuðið er aðalatrið- ið i lifi allra manna. Aðstaða manns, sem á þak yfir liöfuðið, jafnvel þó að hann standi í basli ! með afborganir, er allt önnur en hins, sem leigir og veit aklrei hve lengi hann fær að halda ibúðinni, — Hugsunarháttur fólksins gjör- breytist við breyttar aðstæður. Öryggislíuis maður hugsar allt öðru ví-i en sá, sem býr við öryggi. .' Lvinna og íbúð færir mönnunuin öryggi. Atvinnuleysi og íbúðarskortur færir fólkinu öryggisleysi. Það er fásinna að viðurkcnna ekki staðreyndir. Það er út í hött að fylgjast ekki með tím- anum, livort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða flokka. íslenzkt þjóðfélag hefur gjör- breytzt" — og breytingarnar urðu einmitt á þeim árum þegar Sjálf- stæðismenn höfðu mest áhrif í stjórnmálunum. AMt er þetta rétt hjá Hannesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.