Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 9
Miðvikudagiir 19 marz 1958 Monnvisnr. aðið 9 Genfarráðstefnan: heimilað að á landgrunnsmiðum Tillogur þjóðréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú eru ræddar á sjóréttarráðstefnunni í Genf fiskveiða Strandríki verði ekki taka sér einkarétt ti Genf. 11. marz. EIGA þjóðir kröfu til landgrunns ins út írá ströndum sínum? Ef evo, hve langt nær þá eigna- heimild þeirra? Er strandþjóðunum heimilt að fara með fuila lögsögu yfir íiski- veiðunum í hafinu yfir land- grunninu, eða nær iandgrunns- réttur þeirra aðeins til þess að þeim sé heimiit að vinna auðævi úr sjávarbotninunr? ★ Allar þessar spurningar, og fleiri sama eðlis, hafa verið mjög á döfinni undanfarin ár og um það hefir verið rætt hverjar réttarreglur skyldu gilda á þessu sviði hins alþjóðlega sjóréttar. Fram að þessu hefir ekki verið unnt að gefa endanleg svór um þessi atriði. Hér er um að ræða algjörlega nýjan kafla í þjóðar- réttinum, sem fastar réttarreglur hafa ekki enn mótast um. Það var ekki fyrr en í styrj- aldarlok að þjóðir heims tóku að marki að hugleiða hagsmuni sína varðandi landgrunnið. oæði hvað fiskveiðar og náttúruauð- ævi í því snerti. Fyrir heimsstyrj öldina hafði málið lítt verið rætt á sviði þjóðaréttarins og ríkti því óvissa um hvernig ráða skyldi málum um kröfur strandþjóða til landgrunnsins. En þótt land- grunnsmálið hafi litið verið rætt fyrir síðustu heimsstyrjöld eða þjóðir' gert kröfur til landgrunns ins utan landhelgi sinnar, þá er ÁrLók Baröa- strandarsýslu 1955-56 NÝLEGA er komin á markaðinn Árbók Barðai’strandarsýslu 1955 —1956, áttundi árgangur. Ritstjór ar eru þeir Jón Kr. ísfeld og Tómas Guðmundsson, en í út- gáfunefnd eru Ari Kristinsson, Jónas Magnússon og Jón G. Jóns son. Bókin flytur fjölbreytt efni, kvæði, greinar, frásagnir og ýms an annan fróðleik. Meðal greina má nefna ,,Barð og Barðaströnd“ eftir Trausta Ólafsson. „Presta- tal í Barðarstrandarprófastdæmi" eftir Jón Kr. ísfeld. „Bændatal í Gufudaissveit 1884“ eftir Guð- rúnu Bæringsdóttur og „Frá stofnun sýslunnar" eftir Ara Kristinsson. Kvæði og stökur eru í bókinni eftir Andrés Gislason, Konráð Júlíusson, Heigu Ólafsdóttur og ónafngreindan höfund. Þá eru þar frásagnir ýmsar t.d. Frakkar á Vatneyri fyrir 100 árum. (Úr gömlum blöðum), „Þúsund ára hátíð á Rfeykhólum" eftir Arn- grím Fr. Bjarnason, „Fróðleiks- molar um jarðir í Barðarstrandar sýslu“ og „Fimmtíu ára vígslu- afmæli Bíldudalskirkju“ eftir Jón Kr. ísfeld. Auk þess eru í bókinni minningargreinar, fréttir o.fl. Bókin er 117 lesmálssíður prýdd mörgum myndum. Hún kostar 50 krónur og er til sölu í flestum bókaverzlunum og sömu- leiðis í sýslumannsskrifstofunni á Patreksfirði. Árbókin fæst líka frá upphafi, alls 7 hefti, og kost- ar þá 250 krónur. Bókin kom fyrst út árið 1948. það nú hin síðustu ár orðið eitt mikilvægasta málið innan hins alþjóðlega sjóréttar og brýn nauðsyn hefir borið til þess að fá úr því skorið hvaða réttar- reglur skyldu hér taldar gilda. Því var það að þjóðréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna tók málið til umræðu ásamt öðrum þáttum sjóréttarins, og gerði 1953 fyrsta uppkastið að réttarreglum um landgrunnið. Næstu árin hafði nefndin málið nokkrum sinnum á starfsskrá sinni og hefir nú skilað endanlegu áliti um réttar- reglur um landgrunnið, og fjalla um það greinarnar 62—73 incl. í heildaráliti nefndarinnar, þvi sem nú er til umræðu hér á sjó- réttarráðstefnunni í Genf. Athyglisverðar niðurstöður Niðurstöður nefndarinnar eru mjög athyglisverðar, einkum íyr ir þær þjóðir, sem okkur íslend- inga, sem byggja kröfur sínar á rétti strandríkis til hafsins yfir landgrunninu. í greinunum er fjallað um geysimikilvæga þjóð- arhagsmuni allra strandríka og markast réttur íslendinga sem annarra þjóða af því hvernig til tekst hér á ráðstefnunni að setja réttarreglur um þetta umdeilda atriði þjóðaréttarins. Eins og áður segir þá var það ekki fyrr en eftir síðustu styrj- öld að þjóðir tóku almennt að gera kröfur til landgrunnsins undan ströndum sínum. Fram að þeim tíma hafði verið um réttar- stöðu þess sem um aðra hluta úthafsins og landsins undir pví. Árið 1942 er fyrsta yfirlýsingin gefin út um landgrunnið, þegar samningur var gerður milli Brezka ríkisins og Venezúela varðandi yfirráð þeirra ríkja yfir landgrunninu í Pariaflóanum. 1 ársbyrjun 1944 gaf Argentína út yfirlýsingu, þar sem því er lýst yfir að ríkinu sé áskilin réttur til málmvinnslu í ákveðnum svæðum landgrunnsins. Yfirlýsing Trnmans Árið 1945 gefur síðan Truman þáverandi forseti Bandaríkjanna út yfirlýsingu urn landgrunnið, sem segja má að frekar hafi skapað fordæmi í þessum málum en þær tvær yfirlýsingar sem fyrr eru taldar. Forsetayfirlýsing in var gefin út 28. sept. og segir þar, að Bandaríkjastjórn telji að náttúruauðævi þau, sem felast kunni í landgrunninu, áföstu strönd Bandaríkjanna lúti lög- sögu og yfirráðarétti þeirra. Er þessi réttargjörð rökstudd með því að Ijóst sé að mikil þörf sé fyrir olíu og önnur náttúruauð- ævi í veröldinni, sérfræðingar séu þeirrar skoðunar að slík efni finnist í bandaríska landgrunn- inu og unnt sé að yfirráð eins ríkis séu viðurkennd yfir nátt- úruauðævum landgrunnans, svo rányrkja eigi sér ekki stað, og að tilkall strandríkisms til auð- æva þessarra byggist á sanngirn- is og réttlætissjónarmiiðum m.a. vegna þess að landg-unnið sé hluti viðkomandi lands, sævi þakinn. Þennan sarna dag var einnig gefin út forsetayfirlýsing um vernd og frióun fiskimiða vfir landgrunninu utan landhelgi Bandaríkjanna, með milliríkja- samningum, þar sem allar hlut- aðeigandi fiskiþjóðir eru jafn réttliáar. Kröfur margra ríkja Þessum yfirlýsingum Banda- ríkjastjórnar fylgdu brátt kröfur allmar-gra ríkja, einkum í Suður- Ameríku, til landgrunnsins. Má þar m.a. nefna Costa Rica, Argen tínu, Mexikó, Honduras, Panama, E1 Salvador, Equador, Chile og Perú. Öll þessi ríki gerðu kröfur til fiskveiðiréttinda, mismunandi víðtækra í hafinu yfir landgrunn inu í yfirlýsingum sínum, auk þeirra auðæva sem í sjálíu grunn inu kunna að vera.. Mismunandi er til hve mikillar viðáttu framan greind ríki hafa gert kröfur. Eru þar mörkin sett á tvennan hátt. Annað hvort 200 mílur á haf út, svo sem m.a. Chile og Perú, eða til 200 m dýpis svo sem m.a. Equador, en talið er að á því dýpi séu alla jafnan ytri mörk landgrunnsins. Segja má að kröfur flestra Suður-Ameríkuríkjanna til land grunnsins jafnist á við það. að þau hafi með yfirlýsingunum fært út fiskveiðilandhelgi sína sem því svarar. Á þann hátt voru þessar aðgjörðir þeirra túlk aðar og þeim mótmæit á þeim grundvelli. Á fundi þjóðréttar- nefndar Sameinuðu þjóðanna í árslok 1956 gáfu hins vegar full- trúar allmargra nefndra ríkja þær yfirlýsingar, að nokkurs mis skilnings hefði gætt í túlkun á Santiago-samþykktinni frá 1952, en í henni lýstu Perú, Chile og Equador yfir 200 mílna landhelgi. Hér væri aðeins um kröíu til yfiráðaréttar yfir þessu hafsvæði að ræða, í því skyni að fram- kvæma þar fiskiverndarráðstaf- anir. Mönnum er þó í fersku minni er hvalveiðifloti Onassis var tekinn að veiðum yfir 100 mílur út frá strönd Perú, og út- gerðin krafin bóta af yfirvöldun- urn fyrir veiðar í landhelgi. Landgrunnslögin frá 1948 Auk þeirra ríkja sem hér hafa verið talin og gert hafa kröfur til fiskveiðiréttinda í sjónum yfir landgrunninu utan landhelgi, verður að nefna ísland. Segir í lögum nr. 44 1948 um þetta atriði að sjávarútvegsmálaráðherra sé heimilt að gefa út reglur um til- tekin svæði innan endimarka landgrunnsins þar sem allar fisk- veiðar skyldu hlíta íslenzkum reglum og eftirliti, svo og setja þær reglur er gilda skyldu inn- an svæðanna. í samræmi við þetta var sett reglugerð 1950, þar sem ákveðin var ný grunn- lína fyrir Norðurlandi og land- helgin frá Horni að Langanesi færð út í fjórar mílur. Árið 1952, eftir að Haagdómurinn hafð: fallið í des. 1951 í máli Norð- manna og Breta, voru síðan dregnar nýjar grunnlínur kring um allt landið og landhelgin færð út í 4 mílur. Af framansögðu er ljóst, að varðandi kröfur ríkja til land- grunnsins, er nauðsynlegt að skilja vel á milli þeirra þjóða, sem gera kröfur til yfirráðaréttar í hafinu yfir landgrunninu. svo sem hér hefir verið frá skýrt og þeirra þjóða, sem eingöngu gera kröfur til réttar yfir þeim nátt- úruauðævum sem í sjálfu land- grunninu kunna að felast. Mörg Suður-Ameríkuríkin gera kröfur, sem koma undir báða þessa flokka, en eftirfarandi ríki hafa aðeins gert kröfur til auðæva, sem í landgrunninu kunna að felast: Bandaríkin, Bretland, fyrir hönd almargra hjálendna sinna og verndarrikja, Guatemala, Nicaragua, Brazillia, Filippseyjar, Saudi-Arabia, fran, Pakistan. Engar fastar reglur Staðan í landgrunnsmálunum var því þannig, sem hér hefir verið lýst, í upphafi Genfarráð- steínunnar. Á þriðja tug ríkja höfðu gert kröfu ýmist til einka- réttar til fiskveiða í hafinu yfir landgrunninu, til vinnslu nátt- úruauðæva í því sjálfu — eða til þessa hvort tvegga. í þjóðar- réttinum voru engar fastar vegl- ur til um það hvernig fara skyldi að lögum um þessar kröfur þar sem þær vox’u svo nýlega til komnar. Síðastliðin ár hefir þetta vandamál verið mjög ýtar- lega rætt á sviði þjóðaréttarins og fjölmargar tillögur komið fram um lausn þess, hver réttindi strandþjóðanna skyldu þessu sviði vera, hve rík lögvernd þeirra væri, og hver takmörk bæri að setja þeim. Hér á Genfarráðstefnunni fjall ar fjórða nefndin eingöngu um þetta vandamál og byggir störf sín og umræður á landgrunnstil- lögum þjóðréttar nefndar S. þ. Málið varðar mjög fiskveiðihags muni íslands sem auðsætt er og verða hér rakin á eftir aðalati'ið in úr tillögunum. Þriðji kafli heildartillagnanna fjallar um landgrunnið. í formála hans er þess strax getið að nefnd in hafi orðið ásátt um að hafna bæri kröfum ríkja tilyfirráðaeða lögsögu (sovereignty or juris- diction) yfir landgrunnshafinu. Hins vegar væi’i ríkjum leyfi- legt að fara með lögsögu yfir landgrunninu sjálfu að því er víkur að vinnslu náttúruauðæva þess. Væri þannig opnuð leið til náttúruauðæva, þeirra er í hafs- botninum undan ströndum fæl- ist, en fi-elsi hafsins, hið dýrmæta frelsi til fiskveiða og siglinga vær öllum þjóðum tryggt. Þann- ig er höfuðsjónarmið þjóðréttar- nefndarinnar í landgrunnsmál- ’• unum og í einstökum tillögugrein um er það enn frekar skýrt. ★ Mörk landgrunnsins ★ í 67. grein er sagt, að orðið „landgrunn" (continental shelf) sé hér notað um sjávar- botninn og landið undir honum, utan landhelginnar. Ytri mörlc landgrunnsins eru ákveðin á 200 m dýpi eða utar, ef unnt reynist að koma þar við vinnslu nátt- úruauðæva úr landgrunninu. ★ í 68. grein segir, að strand- ríki fari með yfirráðarétt (sov- erign rights) yfir landgrunninu, að því er varði könnun og vinnslu náttúruauðæva þess. ■Ar í 69. grein segir, að réttindi strandríkis yfir landgrunninu breyti engu um það, að réttinda staða hafsins yfir því sé eftir sem áður réttarstaða úthafsins, og sama gildi um loftið yfir því. Hér er sjónarmið þjóðréttar- nefndarinnar orðað á skýran hátt. I athugasemdum við 68. greinina segir nefndin að hún telji það einkar mikilvægt að varðveita fullt og óskorað frelsi hafsins yfir landgrunninu, svo og loftsins yfir því, þ.e. fullt fiskveiðifrelsi öllum þjóðum jafnt til handa. Nefndin tekur siðan fram, að ekki falli undir orðið „náttúru- auðævi“ (natural resoui'ces) hinir svonefndu botnfiskar. né aðrir fiskar, sem hafist við á sjáv arbotni eða hrygni þar. Hins veg ar nái yfirráðaréttur strandríkis til þeii'ra fiskveiða, sem nefndar eru ensku „sedentary fisheries“ eða sjávardýra ef lifa áföst sjáv- arbotninum. Þá tekur nefndin einnig fram, að ekki þurfi ríki að láta fara fram sérstakt nám á landgrunn- inu til þess að njóta fyrirgreindra réttinda yfir því að gefa útyfirlýs ingu þess efnis. Varðandi vinnslu auðæva úr landgrunninu beri sérstaklega að gæta þess að trufla siglingar og fiskveiðar í hafinu yfir þvi sem allra minnst og fari um þau ati'iði að öðru leyti að reglum þjóðaréttaríns. í skýringunum við 69. grein er rætt um réttarstöðu land- grunnshafsins. Þeirri grein er ætl að að tryggja fullt frelsi hafsins. Er þar sagt, að útilokað sé að réttindi til landgrunnsins geti á nokkurn hátt skapað rétt til hafsins yfir þvi, hvort sem þar væi'i um lögsögu ríkis að ræða eða einkarétt til til fiskveiða eða annarra nota. Reglurnar um land grunnið hljóti jafnan að lúta megini-eglunni um fullt frelsi hafsins. tlmræður á byrjunarstigi Ljóst er af þessum tiUcgum þjóðréttarnefndarinnar, að hiin leggur til að ríkjum verði heim- ilað að taka sér einkarétt til fisk veiða á þeim fiskimiðum, sem ei'u í hafinu yfir landgrunni þess. Þar beri að fylgja þeii'ri megin- reglu, sem tíðkast hefir allt frá tímum Grotiusar, að allar þjóðir eigi þar afnan rétt til veiðanna. Ræður það sjónarmið hjá nefnd- inni, að ella gæti svo farið, að strandþjóðir, sem búa að rikum fiskimiðum, taki þau öll undir sig og útiloki aðrar þjóðir frá þeim mikilvæga atvinnuveg, sem fiskveiðarnar eru í dag. Slík skipting hafsins þjóða í milli sé ekki æskileg. Varðandi það sjónarmið, að strandþjóðum sé það brýn nau'ð- syn að fá í sínar hendur yfirráða- réttinn yfir landgrunnshafinu að því er fiskveiðar varðar, til þess að geta unnið þar óhindrað að fiskifriðun og fiskivernd hefir nefndin einnig gert tllögur um þau atrði, og leggur til að vanda- málið vei'ði leyst á annan hátt þ.e. með milliríkjasamningum, þar sem allar þjóðir njóti sama réttar og strandþjóðin. Verður þeirra tillagna getið hér síðar. Umræðurnar hér á ráðstefn- unni um þessar landgrunnstillög ur, sem hér hafa vei'ið stuttlega raktar, eru enn á byrjunarstigi. Vafalaust ná þær ekki fram að ganga óbreyttar, svo sem hér hefir verið lýst. Þær þóðir, sem eiga auðug fiskimið utan stranda sinna hafa margt við þær að at- huga, en þjóðir, sem sækja á mið við strendur annarra þjóða telja sér það mikilvægt að frelsi hafg- ins til fiskveiða, jafnt sem sigl- inga haldist óskert. Gunnar G. Schram. Jón Jónsson, Firli, Seyðisfirði Fæddur 17. 1. 1874. — Dáinn 16. 3. 1958. Horfinn er við heiðursyrði horskra drengja, stór í dráttum, veðrasæll af öllum áttum orkuslingur, Jón í Firði. Iðja hans var öll með sanni einstæð, hvar, sem gekk að verki drengur sá inn stefnusterki. Störfin lýstu sæmdarmanni. Jón í Firði, jarlamaki, jafnan þreytti kappadáðir, undrasemt tók á sig náðir, árla morguns frár að taki, hvar, sem nytsamt verk að vinna vissi hann ,og svifaglaður. Nú hefir þessi merki maður matsgjöld hlotið starfa sinna. Sig'. Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.