Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 4
4 MORGUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. marz 1958 KfDagbók í dug er 79. dugur ársins. Fimmtudugur 20. niurz. Árdegisflæði kl. 05,35. Síðdegisflæði kl. 17,50. Slysavurðstofu Reykjavíkur í HeiLsuverndarstöðinm er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Sími -5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 11760. Laugavegs- apótek, Ingólfs-apótek og Lyfja- búðin Iðunn fylgja öll lokunar- tíma sölubúða. Garðs-apótek, — Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vesturbæjar-apótek eru öll opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Þessi síðast töldu apótek eru öll opin á sunnu dögum milli kl. 1 og 4. laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kh 13—16. — Sími 23100. Hufnarfjurðar-upótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Ólafur Einarss. Keflavíkur-apólek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Vegna smávægilegra mistaka verður læknavakt í Keflavík ekki Kópavogs-apólek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema birt framvegis. □ Gimli 59583207 — 1 Atkv. Fl. S Helgafell 59583217 — IV/V — 2. I.O.O.F. 5s=l 393208 %=9. II. un sína Olöf Angantýsdóttir, Breiðabliki, Vestmannaeyjum og Sævar Einarsson, Akurgerði 21, Akranesi. AF M Æ Ll Sextugur er í dag Magnús Mar- geirsson, Nóatúni 30 hér í bæ. Sextíu ára verður á morgun, föstudag, Sigurjón Guðmundsson, bóndi, Grímsstöðum, Vestur-Land eyjum, Rangárvallasýslu. §50 Skipin Eimskipufélug íslands h. f.: — Dettifoss kom til Ventspils 14. þ. m., fer þaðan til Turku og Rvík- ur. Fjallfoss fór frá Gautaborg 17. þ.m. til Reykjavikur. Goðafoss fór frá Bíldudal í gærdag til Flateyrar og ísafjarðar og það- an til Vestmannaeyja og Rvíkur. Gullfoss er í Reykjavík. Lagar- foss fór frá Akureyri í gærkveldi til Olafsfjarðar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Faxaflóahafna, — Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Reykjafoss er í Hamborg. Trölla foss fór frá New York 11. þ.m. til Reykjavíkur. Tungufoss er í Reykjavík. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á Akureyri. Arnarfell er í Þor lákshöfn. Jökulfell er á Aust- fjarðahöfnum. Dísarfell losar á Norðurlandshöfnum. Litlafell er í Rendsburg. Helgafell er í Ro- stock. Hamrafell fór 18. þ.m. frá Batumi áleiðis til Reykjavíkur. RMR — Föstud. 21. 3. 20. — VS — Mt. — Htb. Hjönaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- Skipuútg«:rð ríkisius: — Hekla fer frá Reykjavík í dag austur um land í hringferð. Esja er í: Reykjavík. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skjaldbreiði er á Norðurlandí#iöfnum. Þyrill I HEIÐA fór frá Reykjavík í gær til Þor- lákshafnar og Vestmannaeyja. — Skaftfellingur er í Reykjavík. — Hermóður er á Breiðaf jarðar- höfnum. g^Flugvélar Flugfélag íslands li. f.: Hrím faxi er væntanlegur til Reykjavík ur kl. 16,30 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Glasgow. — Flugvélin fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 08,00 í fyrramál- ið. — Innanlandsflug: — 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Bíldudals, Egils- staða, ísafjarðar, Kópaskers, — Patreksfjarðar og Vestmanna- eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhóls- mýrar, Hólmavíkur, Hornafjarð- ar, Isafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Saga er vænt anleg til Reykjavíkur kl. 18,30 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. — Fer þaðan til New York kl. 20,00. J§§Aheit&sainskot Lamaði íþróUumaðurinn, afh. Mbl. A V J kr. 100,00. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.I J krónur 100,00. [H Félagsstörf Slysavarnadeildin Fiskakletlur heldur aðalfund í Sjálfstæðishús- inu í Hafnarfirði n.k. fimmtudags kvöld kl. 8,30. Aðalumræðuefni fundarins verður: Hællurnar við höfnina. — Áríðandi að félagar f jölmenni. Æskulýðsfélag Laugarnessókn- ar heldur fund í kirkjukjallaran- um, í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt fundarefni. — Séra Garðar Svavarsson. Kvenfélag Kópavogs heldur handavinnukvöld í Kársnesskólan um í kvöld kl. 8,30. gn Ymislegt Orð lífsins: — Þá sögðu þeir við hann: Seg oss, hver er at- vinna þin og hvaðan kemur þú? Hvert er föðurland þitt og hverr- ar þjóðar ertu? Hann sagði við þá: Eg er Hebrei og dýrka Drott- in, Guð himinsins, þann er gjört liefur hafið og þurrlendið. (Jón- as 1, 8—9). Ár Forntaður Samb. smávöruverzl. er Páll Sæmundsson, kaupmaður í Liverpool, en ekki Sigurður Magnússon, kaupmaður, eins og stóð í blaðinu í gær. Mænusóltarbólusetningin í Reykjavík stendur nú yfir og er lögð áherzla á að Ijúka henni fyr ir mánaðamótin, en þangað eiga að koma allir þeir er verið hafa tvíbólusettir gegn sóttinni. — Er heilsuverndarstöðin opin daglega frá kl. 9—11 árd. og 1—5 síðd., nema laugardaga frá kl. 9—12 ái'degis. — Skátakaffi. — Undanfarin ár hefur Kvenskátafélag Reykjavík- ur, haft kaffidag einu sinni á ári, til þess að efla minningarsjóð Guðrúnar Bergsveinsdóttur. Næst komandi sunnudag verður „Skáta kaffið" á boðstólum. Gefst fólki þá kostur á góðum kaffisopa, ásamt brauði og heimabökuðum kökum. — Þeir vinir og velunnar- ar sjóðsins, sem hafa hugsað sér að gefa kökur, eru vinsamlega beðnir um að koma þeim í Skáta- heimilið fyrir hádegi á sunnudag. Athygli skal vakin á því, að minn ingarspjöld sjóðsins fást á eftir- töldum stöðum: hjá frú Guðrúnu Jóhannsdóttur, Grundar-gerði 4, frú Áslaugu Friðriksdóttur, Mávahlíð 13 og í Skátabúðinni við Snorrabraut. LeiSrétting. — Smábrengl var í lokakafla „Staksteina" í Mbl. í gær, í sambandi við tilvitnunina í ummæli Hannesar á horninu. — Kaflinn á að vera þannig: — Það er fásinna að viðurkenna ekki staðreyndir. Það er út í hött að fylgjast ekki með tímanum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða flokka. íslenzlct þjóð- félag hefur gjörbreytzt“. — Allt er þetta rétt hjá Hannesi — og breytingarnar urðu einmitt á þeim árum, þegar Sjálfstæðismenn höfðu mest áhrif í stjórnmálun- um. ★ Auðvelt reynist það flestum að ráða yfir fyrstu litlu áfengis- skömmtunum, en þeir stækka fljótt í höndum þeirra, er leika sér að þeim, verða yfirsterkari og gera manninn að vesölum þræli sínum. — Umdæmisstúkan. Lœknar fjarverandi: Kristjana Helgadóttir verður fjarverandi óákveðinn tíma. Stað- gengill er Jón Hj. Gunnlaugsson, Hverfisgötu 50. Ólafur Helgason, fjarverandi óákveðið. — Staðgengill Karl S. Jónasson. Þorbjörg Magnúsdóttir verður fjarverandi frá 19. fébr. í rúman mánuð. Staðgengill Þórannn Guðnason. — Mér sýnist ÞaÓ vera ágæt tegund. En af hverju ertu að eyði reggja það með litum? — Konan mín skilur mig ekki. — Ég skil konuna yðar. IHyndasaga fyrsr börn — Hvernig l'ízt þér á nýja lér- eftið mitt? spurði málarinn. — Hvað er meint með „tómum titlum" ? — Til dæmis þegar konan mín kallar mig húsbóndann á heimil- inu. — Konan þín er víst mjög dug leg og áhugasöm? — Já, það er víst áreiðanlegt. Hún sér aldrei fram úr því á morgnana, hvað ég á að gera yf- ir daginn. fr — Færðu alltaf leiðinleg hlut- verk á leiksviðinu? —. Nei, í næsta leikriti á ég að hlæja bak við tjöldin. 76. Amma Klöru er komin í heimsókn. Heiða hneigir sig kurteislega fyrir henni og segir hátt og greinilega: „Góðan dag- inn, náðuga frú“. „Hvað er þetta, komast menn þannig að orði heima hjá þér í Sviss?“ spyr gamla konan og skellihlær. HNei, en mig minnir, að ungfrú Rotten- meier hafi sagt mér að ávarpa yður þannig". „Þá skalt bara kalla mig ömmu, og hvað heitir þú?“ „Ég heiti Heiða, en .... “ — „Frú Sesemann finnst áreið- anlega eins og méi', að við ættum að kalla hana Aðalheiði“, greipur ungfrúin fram r. Amma klappar Heiðu á kinnina: „Góða ungfrú Rottenmeier. Ef hún heitir Heiða, kalla ég hana því nafni, og svo látum við útrætt um það!“ 77. Heiða kemur nú daglega niður til ömmu, sem leyfir henni að skoða fallega bók með myndum. Það er ólíkt skemmti- legra, en að sitja alein uppi í herberginu sínu og láta sér leiðast, meðan Klara hvílir sig. „Ef þú kynnir að lesa, gætir þú sjálf lesið sögurnar, sem fylgja mynd- unum,“ segir amma. „Pétur segir, að það sé svo erfitt að læra að lesa,“ segir Heiða og andvarpar. „Hann hlýtur að vera skrít- inn þessi Pélur. Þú skalt ekki trúa hon- um. Vertu bara iðin, þá gengur þér vel að læra. Og þegar þú ert orðin vel læs, þá skal ég gefa þér myndabókina í verð- laun“, segir amma. Heiðu langar mikið til að eignast bókina með fallegu myndun- um. 78. Gamla frú Sesemann hefir tekið eft- ir því, að Heiða er stundum döpur á svip- inn, og dag nokkurn segir hún ástúðlega við hana: „Segðu mér, Heiða mín. Hvað er að? Hvers vegna ertu þú svona döpur á svipinn? Leiðist þér hérna?“ „Ég ma ekki segja neinum frá því,“ segir Heiða, og tárin koma fram í augu hennar. „Þeg- ar þú getur ekki sagt öðrum frá sorgum þínum og áhyggjum, þá verður þú að biðja til Guðs á himnum“, segir amma og þerrar tárin af kinnum Heiðu. Heiða fer upp í herbergi sitt, sezt á skenxilinn sinn og spennir greipar. Svo biður hún Guð um að hjálpa sér til að komast til afa upp i fjöllin, þar sem vindurinn hvíslar að grenitrj ánum. ViS höfðum ekki tíma, gvo liurnið kenndi honum að lalu. ★ Viðskiptavinurinn: — Ég ætla að tala við yður um hænuna sem þér selduð mér í gær, ég er ekki alls kostar ánægður með þau kaup. Verzlunarmaðurinn: — Sjálf- sagt, hvernig var þetta með hæn- una? Viðskiptavinurinn: — Ekki of bi'áðlátur, góði, ég ætla að bíða þar til fleiri eru komnir inn í búð- ina.__________________________ __________& _ SMPAUTGCRP RIKISINS SIÍJALDBREIÐ Vestur um land til Akureyrar hinn 25. þ.m. Tekið á móti flutn ingi til Húnaflóa og Skagafjarð- ai'hafna svo og Ólafsfjai'ðar í dag. — Farseðlar seldir á mánud.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.