Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. marz 195S MORGVNBLAÐIÐ 13 — Grein Vilhj. Finsen Framh. af bls. 9. hans. Er ég spurði, hversu mörg- um kafbátum hann hefði sökkt, kom glettnisglampi í augu Wors leys og hann svaraði: „Það get ég ekki sagt yður, en ég hefi nokkra á samvizkunni". □ • □ Þetta var áhættusamt starf og vosmikið, en þeim félögum fannst það vera hvíld samanbor- ið við þá hrakninga, sem þeir höfðu lent í á ísauðnum Suður- skautslandsins. Þegar vopnahlé var samið og Englendingar köll- uðu heim flota sinn, buðust þeir til að taka þátt í flokknum, sem sendur var til Norður-Kússlands til að gera rauðu herjunum skrá- veifur. Þá vildi svo til, að Sir Ernest 'Shackleton varð yfirmað ur þeirra og undir stjórn hans afrekaði enski leiðangurinn miklu. Flokkurinn var kallaður heim eftir stuttan tíma, en það verður að teljast merkilegt, að það tókst að forða því að nokk- urn mann kæli í hinni hörðu heimskautaveðráttu. Vafalaust mátti það þakka mikilli reynslu og persónulegum fyrirmælum Shapkletons. Shackleton og Worsley höfðu séð svo um, að hver maður fékk sams konar út- búnað og menn þeirra höfðu haft í heimskautaleiðöngrunum. Frá Leith til íslands meS kolafarm Er þeir komu aftur heim, voru þessir dugmiklu sjóliðsforingjar atvinnulausir. En starfsiöngun þeirra og ódrepandi orka var í bezta lagi. Þá'langaði til að lenda í fleiri ævintýrum. Þeir keyptu seglskip, gamla skonnortu með tveim siglutrjám — og þeir voru svo heppnir að fá koiafarm í skonnortuna frá Leith til Reykja vikur. Eftir 17 daga baráttu vlð norðvestanstorm höfðu þeir náð á ákvörðunarstað, örmagna af sveínleysi, striti og basli. En skip ið og farmurinn komust heil í höfn, og enn einu sinni höfðu þeir félagar borið sigur úr býtum í viðureigninni við náttúruöflin. □ • □ Meðan á samtali okkar stóð hafði færzt yfir þá kynleg ró. Eftirköst ferðalagsins gerðu vart við sig. Þeir sátu þyngslalegir á hörðum trébekkjum við borðið. Allt var mjög fátæklegt í litl.u káetunni. Enginn hlutur var þar, sem glatt gæti augað. Á veggjun- um voru stórir rakablettir. Þungt, innilokað loftið vakti manni öm- urleikakennd. Skútan var léleg og gömul og varla sjofær lengur, enda 50 ára. Fjöguira manna áhöfn var á skútunni auk ;r.at- sveinsins, sem nú kom niður káetustigann með kvöldmatinn og tvær könnur fullar af sjóð- heitu tei. Storminn hafði lægt. Litla skútan ruggaði við hafnargarð- hin og annað veifið kipptist hún til eins og hún ætlaði að brjóta af sér öll bönd. Kaldur, nístandi vindur blés ofan af snæviþöktum fjöllunum niður yfir bæinn. Fullt tungl óð í skýjum á austurhimni og varpaði birtu sinni andartak á dökk óveðursský yfir Esjunni. Síðan varð allt myrkt aftur — myrkt og óhugnanlegt. En þegar ég stóð aftur á hafnargarðinum gat ég ekki, þrátt fyrir aðdáun mína á stálvilja, þreki og ódrep- andi þrautseigju þessara manna, almennilega skilið, að þessir skeggjuðu og óhreinu menn, sem ég hafði dválizt með stundarkorn, væru frábærir sjóliðsforingjar og þekktir heimskautafarar. Fyrirlestur og skuggamyndir um heimskautaferðir Worsley og Stenhouse höfðu mikla ánægju af dvöl sinni á ís- landi, og Reykvíkingar mátu mikils ágætan fyrirlestur Wors- leys höfuðsmanns um heim- skautaferðir. Worsley sýndi einnig skuggamyndir. Á aðfangadag voru þeir gestir á heimili mínu. Þeir höfðu tekið miklum breytingum. Skeggið var horfið, andlit þeirra voru ekki lengur dökk og óhrein, hendurn- ar vel snyrtar, og fötin í bezta lagi — enskir „sjentilmenn" á ferð. Við sátum og spjölluðum sam- an langt fram eftir kvöldi. Hrakningar Þeir söðu mér til skiptis frá ævintýrunum, sem þeir höfðu ratað í með Shackleton, hvernig þeir hefðu orðið fyrir hverju óhappinu á fætur öðru og lent í miklum hrakningum í þessi þrjú ár, sem voru lengi að líða. Af frásögninni varð ljóst, að Worsley var mjög athugull og sagði frábærlega vel frá. Hann lýsti því á áhrifamikinn hátt, er „Endurance“ fórst, og hversu erfið ferðin var gegnum rekísinn, áður en þeir komust til Fílaeyj- arinnar. Hann lýsti hungrinu, kuldanum, storminum og veik- indunum, sem nærri höfðu bug- að þrek þeirra félaga, og von- leysi þeira, er þeir loks höfðu fast land undir fótum á þessari eyðiey, en lítil sem engin líkindi virtust til þess, að þeim yrði bjargað þaðan. Worsley lýsti mönnunum, sem voru að þvi komnir að missa vitið. sáu sýnir — dökkar, ógnandi skuggamynd- ir bera við næturhimininn, þar sem stjörnurnar tindruðu og suðurljósin leiftruðu í allri sinni dýrð. Aðrir voru svo örmagna, að þeir grátbáðu Shackleton um að skilja sig eftir, svo að þeir gætu dáið í friði undir björtum stjörnuhimninum. Svo skelfileg- ir atburðir hentu þessa menn, að erfitt er að skilja, að þrek þeirra skyldi ekki bila. Og Worsley sag'ði frá ferðinni frá Filaeyjunni til Suður- Georgiu. Þeir Shackleton ásamt fjórum félögum sínum lögðu af stað frá eyjunni á opnum báti og áttu fyrir höndum 800 sjómílna leið yfir vindasamasta og hættu legasta svæðið á öllu úthafi jarð- ar, eins og Worsley komst að orði. Engin meiri háttar óhöpp hentu þá á þessari leið, enda beittu þeir öllu sínu þreki og allri sinni xeikni sem sjómenn. □ • □ Meðan Worsley sagði frá, sat Stenhouse við skrifborðið og teiknaði mynd af mörgæs. Harm til minningar um þetta jólakvöld, - sem við höfðum eytt sanian. „. . . mesta hamingjustund ævi minnar . . .“ Þögn ríkti í stofunni andartak. Var það verndarengill, sem gekk um stofuna? Ég veit það ekki, en svipurinn á andliti þessara æðru- lausu manna bar þess vott, að þeir voru í huganum staddir langt í burtu. Þeir höfðu lifað lífinu þannig, að mörgum sinn- um höfðu þeir horfzt í augu við ■ dauðann og höfðu lært að treysta á verndandi öfl, þó að þeir þekktu ekki eðli þeirra og upp- runa. Þeir sátu þögulir og horfðu á síðustu jólaljósin brenna út. Þá rauf Worsley aftur þögnina. í rödd hans var angurvær tónn, og hann virtist leita að orðun- um: Ég var að hugsa um mestu hamingjustund ævi minnar. Það var, þegar við Shackleton skreiddumst niður hlíðina til Grytviken í Suður-Georgíu eftir að hafa gengið í 36 klukkustund- j ir yfir eyjuna. Þá var um líf eða dauða að tefla. Aldrei gleymi ég þeirri indælu lykt, sem lagði frá norsku hvalveiðistöðinni. í okk- | ar vitund var þetta unaðslegur ilmur frá mannabústað, og við þurftum mjög á hjálp þessara manna að halda. Þá tók ég í hönd Shackletons og þrýsti hana fast og lengi af ómótstæðilegri þörf, og í fyrsta skipti í mörg ár felldi ég tár. Við fundum lífið aftur hjá Norðmönnunum í Grytviken, og þeir lögðu líknarhendi yfir okk- ur eftir þær skelfilegu þjáningar sem við höfðum orðið að þola“. □ • □ Ekki er að undra, þó að Shack- leton óskaði þess að vera lagður ( til hinztu hvílu hjá þeim, sem j eitt sinn höfðu bjargað lífi hans — hjá þeim, sem áttu líf hans. Ósjálfrátt dettur manni í hug, að þessum heimskautaförum hefði verið hiift við öllum þján- ingum og bágindum, ef Shackle- ton hefði haft meðferðis nýtízku senditæki og flugvélar hefðu get; að varpað vistum niður til skip- brotsmanna á ísnum. □ • □ Engan veginn er hægt að bera saman aðstæður heimskautaíara nú og fyrir einum mannsaldri. Hin öra þróún tækninnar hefir skorizt hér í leikinn eins og á áritaði myndina og gaf mer bana ollum oðrum sviðum nutimalifs. i Sfósesgmiííí SgsstaEasfsgur 7 :-r til sölu með tilheyrandi eignarlóð, í einu lagi eða í íbúðum. Upplýsingar í síma 14964. Niðurso&nir ávexfir frá Californiu: P E R U R FERSKJUR BLANDAÐIR Vz og 1/1 dósio* koma með ,,Goðrrfossi" um nuöjjun apríl I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN Reykjavík — Akureyri TIL LEIGU nokkur skrifstofuherbergi á góðum stað við höfn- ina. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir sunnudag- inn 23. marz, merkt: „8930“. LeiguíbúB óskasf 2ja til 3ja herbergja góð íbúðarhæð óskast til leigu strax eða 14. maí n.k. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300 — Bezt að auglýsa i Morgunbladinu — ifjasli tízkuliturinn er Handáburður Night Cream Cleanising C«*eam Naglalakk ' (iala-vörur eru seldar í öllum apótekum ®g heizíu snyrtivöruverzlunum Einkaumboð: Heildverzlun Péiurs Péturssonar Hafnarstræti 4 — Sími 11219 — 19062 li|!itSariPeathl«.17HI Einnig er nýkomið O F LONDON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.