Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ
A-goIa,
Hiti 3-
skýjaS
-5 stig
Heimskaufarannsóknir
er á bls. 11.
67. tbl. — Fimmtudagur 20. marz 1958
Bátur fórst í gærkvöldi við
s1 * es
Mannbjöi
1 GÆRKVÖLDI strandaði stór vélbátur, Von frá Grenivík, suð-
ur á Reykjanesi. Mannbjörg varð, en eftir síðustu fréttum að dæma
i gærkvöldi, þótti sýnt að báturinn myndi farast þarna.
ÞAÐ var um klukkan 9.30 sem
Vonin sendi út neyðarskeyti.
Hafði báturinn sem er nær 70
tonn, strandað í Sandvík á
Reykjanesi, sem er nokkru fyrir
norðan Reykjanesvita.
Slysavarnafélagið kallaði þeg-
ar út björgunarsveitina í Höfn-
unum, eins fór björgunarskipið
Sæbjörg þegar á vettvang. Veður
var stillt en báturinn mun hafa
-□
S.
KEFLAVIK, 17. marz — S. 1.
laugardag var opnuð hér mál-
verkasýning á vegum sýningar-
deildar Bókabúðar Keflavíkur.
Eru þar sýndar 20 ljósprentaðar
myndir af verkum gömlu meist-
aranna, þeirra Rembrandts, van
Gogh, Rafaels og Leonardo da
Vinci. Málverkasýning þessi mun
standa yfir í 10 daga. Þegar hafa
nokkrar myndir selzt. —Ingvar,
-------------------------□
strandað á broti, og var þar nokk
urt brim. Er Sæbjörg kom á
strandstaðinn voru skipverjar
sjálfir að undirbúa björgun sina.
Sæbjörg skaut þegar út gúmmí-
báti og voru sjö menn teknir í
hann. — En á meðan þessu fór
fram synti einn skipverjanna úr
bátnum upp að ströndinni með
kaðal, en á eftir honum björg-
uðu sér á þessum kaðli þrír
menn. Var vitavörðurinn í
Reykjanesvita þá kominn á
strandstaðinn. Klukkan 10.45
voru allir skipbrotsmenn af Von
inni komnir í land eða um borð
í Sæbjörg.
Skipherrann á Sæbjörg sagði
seint í gærkv. að sér virtist ekki
líkindi til þess að hægt yrði að
bjarga bátnum, því að hann væri
þá þegar tekinn að brotna.
Von er eign hlutafél. Gjögurs
í Grenivík og er báturinn smíðað
ur í Reykjavík fyrir 11 árum.
4 ísl. met / gærkvöld
Á SUNDMÓTI KR í gærkvöldi
voru sett 3 ný ísl. met og hið
fjórða jafnað. Það voru ÍR-ing-
ar sem settu öll nýju metin, en
ÍR-ingar sigruðu í 6 sundgrein-
um af 11.
Guðmundur Gíslason setti ísl.
met í 100 m skriðsundi, synti á
58,2, sem er góður tími á Evrópu-
mælikvarða. Hann hnekkti meti
Péturs sem var 58,9 sek.
Hann setti og met í 100 m bak-
sundi á 1:09,4 mín. Gamla metið
átti hann sjálfur, 1:10,3.
Hann var og í boðsundsveit ÍR,
ásamt Ólafi og Gylfa Guðmunds
sonum og Skúla Rúnari, sem met
setti í 4x50 m skriðsundi. Tím-
inn var 1:49,7 mín.
Þá jafnaði 14 ára gömul stúlka
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
(systir Ólafs og Gyifa sem í boð-
sundssveitinni voru) met Þórdís-
ar Árnadóttur í 100 m bringu-
sundi kvenna, 1:28,7.
Sigurvegarar í öðrum greinum
voru: 100 m skriðsund kvenna
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 1:07,5.
100 m bringusund karla Einar
Kristinsson Á 1:18,1. 50 m bak-
sund drengja Sólon Sigurðsson
Á 36,5. Þorsteinn Ingólfsson í 50
m bringusundi drengja innan 14
ára 41.0. Erling Georgsson SH í
100 m skriðsundi drengja 1:06,9.
Hörður Finnsson IBK í 50 m brs.
dr. 14—16 ára 37,5. Hrafnhildur
Guðmundsdáttir í 50 m brs.
telpna á 40,8 sek.
Stefán Iitli Gíslason —
myndin er af honum 4 ára.
Gísli Þ. Stefánsson,
hóteleigandi.
Fá gefna svani
FYRIR tveim árum sendi Reykja
vík að gjöf til Hamborgar svana-
hjón af Reykjavíkurtjörn. Það
var sannast mála, að þessi sæmd
arhjón voru orðin mesti skað-
valdur, því að þau drápu marga
andarunga og létu ófriðlega í
Hljómskálagarðinum. Ekki fara
sögur af því hvernig þeim hefur
líkað á Alstervatninu í Hamborg.
Nú flytja þýzk blöð þær fregn-
ir að Hamborgarar ætli að end-
urgjalda Reykjavík þessa gjöf og
með því að senda hingað tvo
svani af Alstervatni! Menn velta
því fyrir sér hvort hugsazt geti
að gömlu hjónin hafi gert ein-
hvern óskunda og séu komin í
ónáð í Hamborg.
Hörmulegur atburður á Siglufirði:
Hóteleigandi og sonur hans fórust
er stórbruni varð í Hótel Höfn
EINSTAKLEGA hörmulegur atburður átti sér stað norður á Siglu-
firði í gærmorgun. Eldur kom upp í Hótel Höfn, svo bráður að
manntjón varð. Fórst í eldinum sonur Gísla Þ. Stefánssonar, hótel-
eiganda, sem einnig lét lífið af völdum brunasára. Sorg ríkti á
Siglufirði í gærdag og voru fánar hvarvetna í hálfa stöng.
Fregnir af atburði þessum bár-
ust hingað til bæjarins árdegis i
gær, en það var klukkan rúm-
lega 8 sem eldurinn kom upp i
húsinu. Hótel Höfn var þrílyft
hús og urðu báðar efri hæðirnar
alelda á örskammri stund.
Gísli Þ. Stefánsson hjó á
miðhæðinni. Konu hans, Guð-
er gegndi dyravarðarstarfi
Sljórnmálanám-
ikeið Heimdallar
NÆSTI fundur í stjórnmála-
námskeiði Heimdallar verður kl.
8.30 í kvöld í Valhöll við Suður-
;ötu. — Magnús
!)skarsson, lög-
:ræðingur, mun
þá flytja erindi
um vinnulög-
gjöf og verka-
lýðsmál. Á eftir
verður fyrir-
spurnum svarað
og að lokum
sýnd stutt kvik-
mynd. — Öllum
ungum Sjálfstæðismönnum er
heimil þátttaka í námskeiðinu og
einstökum fundum þess.
Magnús
LÖGREGLUÞ J ÓNN í götulög-
reglu Reykjavíkur liggur nú rúm
liggjandi vegna heilahristings er
hann hlaut í ryskingum við
drukkinn svola á mánudagskvöld
ið.
Lögregluþjónn þessi, Bjarki
Elíasson, var við dyravörzlu í
Þórskaffi, * sem er í stórhýsi
Sveins Egilssonar. Var hann ekki
í einkennisbúningi, en algengt er
að lögreglumenn gegni slíkum
störfum á kvöldin, er þeir eiga
ekki að sinna lögreglustörfum.
Þetta gerðist um miðnættið.
Kom þá 24 ára gamall maður í
fatageymsluna. Var hann nokkuð
ölvaður. Bjarki var þá á tali þar
við tvo menn. Hinn drukkni mað
ur tók þá að hella úr skálum
reiði sinnar yfir Bjarka, er að
Rælt um framtíð
Slugvallarins
FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS
heldur fund í kvöld í Tjarnar-
café kl. 8 og verður þar rætt um
framtíðarskipulag Reykjavíkur-
flugvallar. Frummælandi um
málið verður Agnar Kofoed-
Hansen, flugmálastjóri.
Flugmálafélagið hefur boðið
bæjarráðsmönnum á fundinn.
Spilakvöld
á Akurevri
j
SÍÐASTA spilakvöld Sjálfstæðis
félaganna á Akureyri á þessum
vetri er í Hótel KEA í kvöld.
sögn vitna, lét hótanir mannsins
og illyrði afskiptalaus. Síðan
gekk Bjarni með manninum frá
fatageymslunni, er hann hafði
fengið föt sín. Er kom að úti-
dyrum spurði Bjarki manninn,
hvort hann ætlaði ekki út. Maður
inn kvaðst þá ekki mundu þaðan
fara, fyrr en hann væri búinn að
standa við það sem hann hefði
sagt og i sömu svipan sló hann
Bjarka högg mikið í andlitið.
Maður þessi er beljaki mikill, en
Bjarka tókst brátt að koma hon-
um út, en hann setti fótinn milli
stafs og hurðar er Bjarki hugðist
loka. Þurfti hann því að opna
aftur og stjaka manninum frá til
að geta lokað. Er hann gerði það
réðst árásarmaðurinn á hann á
nýjan leik. Tókust nú harðar
sviptingar með þeim og skullu
báðir í götuna. Við það fékk
Bjarki slæmt högg aftan á
hnakkann svo við lá að hann félli
í ómegin. Um leið greip árásar-
maðurinn í hárið á Bjarka
og sló höfði hans nokkrum sinn-
um ofan í götuna. Einnig reyndi
árásarmaðurinn að krækja
fingrum í augu lögreglumanns-
ins, en Bjarka tókst að verja
augun og brátt tókst honum að
né yfirtökunum og snúa árásar-
manninn niður.
Árásarmaður þessi hefur oft
verið sektaður fyrir ölvun og ó-
spektir. Nú hefur hann verið
kæi’ður fyrir þessa fólskulegu
árás.
Hann ber við minnisleysi sak-
ir ölvunar en telur sig muna að
hann átti í ryskingum. Strax að
þeim loknum telur hann sig
muna atburðarásina. en þá var
hann íærður á lögreglustöðina.
rúnu Matthíasdóttur, tókst
að komast út með tvö börn
með sér, svo og konu, sem var
á heimili þeirra, en ekki mátti
þó tæpara standa, því allar út-
gönguleiðir tepptust á
skammri stundu.
Hafði Gísli Þ. Stefáns-
son sýnt mikla hugprýði við
björgun heimilisfólks síns, en
hann komst ekki út úr hinni
brennandi íbúð, þar sem hann
varð eftir ásamt syni sínum
Stefáni, 6 ára. — Fórst litli
drengurinn í eldsvoðanum.
Gísli Þ. Stefánsson varpaði
sér ofan úr glugga og var
fluttur skaðbrenndur í sjúkra-
húsið, en þar lézt hann
skömmu síðar.
Þegar eldurinn brauzt út, hafði
frú Guðrún fariö upp á efra loft-
ið og aðvarað einn mann, sem
bjó í hótelherbergi þar. Hún
komst ekki inn í íbúð sína, er
hún kom að dyrunum aftur.
Tvær hæðir brunnu
Um það bil klukkustund eftir
að eldurinn kom upp í hótelinu
voru efri hæðir þess brunnar,
en fyrir harðfylgi slökkviliðs
Siglufjarðar tókst að bjarga nær
liggjandi húsum, naumlega þó. en
logn var á Siglufirði í gærmorg-
un e'r bruninn varð.
Almenn djúp sorg er ríkjandi
yfir þessum atburði á Siglufirði.
Gísli Þ. Stefánsson var 38 ára
gamall. Lætur hann eftir sig konu
og þrjú börn.
Eitt barna þeirra hjóna var
komið í skólann er þetta gerð-
ist. Stefán litli, sem fórst, var
næstyngsta barn hjónanna. Gisli
Stefánsson var sérlega vel liðinn
á Siglufirði og var hótelrekstur
hans til fyrirmyndar.
Um síðustu áramót var tekinn
í notkun í hóteliuu stór samkomu
salur, með þeim stærri á landinu,
og vistlegur mjög. Áður en Gísli
heitinn fór lil Siglufjarðar, var
hann þjónn á Hótel Borg og
einnig hjá Ríkisskip.
Fjárkláðaskoðim í
umdæmi Rvíkur
EINS og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu, kom upp fjárkláði
suður í Garðahreppi fyrir nokkru
Nú hefur yfirdýralæknir fyrir-
skipað fjáreigendum í umdæmi
Reykjavíkur að framkvæma fjár
kláðaskoðun á sauðfé sínu. Hefst
skoðun þessi í dag og stendur yf-
ir næstu daga. í umdæmi Reykja
víkur eru milli 140 og 150 fjáreig
endur sem eiga nú á fóðrum á
fjórða þúsund fjár.
Búnaðarþingi slitið í
Þingið afgreiddi 37 mál
ær
f GÆR var Búnaðarþingi slitið,
hinu 40. í röðinni. Þorsteinn Sig-
urðsson forseti þingsins og for-
maður B. í. sleit því með ræðu
í gærmorgun. Sagði hann að 41
mál hefði verið lagt fyrir þing-
ið og 37 mál afgreidd. Þingið
stóð í 28 daga og hélt 25 fundi.
Frá því komu 102 þingskjöl. Alls
voru haldnar rúmar 400 ræður á
fundum þingsins. Þetta þing mun
hafa haldið fleiri fundi en flest
önnur Búnaðarþing frá því farið
var að halda þau árlega og á því
urðu óvenjumiklar umræður.
Kvað forseti skoðanir manna hafa
verið óvenjuskiptar um ýmis
mál og væri ekki nema gott eitt
um það að segja. Slíkt leiddi
jafnan til þess að málin væru
betur grunduð og á þeim fengist
oft betri lausn. Þá kvað hann
fulltrúa hafa starfað mjög vel
Qft lægi ótrúlega mikið starf að
baki einnar lítillar ályktunar,
margir nefndarfundir og mikið
upplýsingaverk þar sem oft þyrfti
að leita til nefnda, ráða og ýmissa
sérfræðinga, er kryfja skyldi slík
mál til mergjar. Að síðustu þakk-
aði forseti þingfulltrúum fyrir
samstarfið og árnaði þeim heilla
og góðrar heimferðar.
Guðmundur Erlendsson þakk-
aði forseta góða og sanngjarna
fundarstjórn.
Þá komu og fram þakkir á þess-
um síðasta fundi til blaðanna í
bænum fyrir góðan fréttaflutn-
ing af þinginu.
í dag kl. 2,30 er þingfulltrúum
þeim, sem enn dveljast í bænum,
boðið tii kvikmyndasýningar í
Tjarnarbíói og verður sýnd mynd
þar sem íslenzki hesturinn kem-
ur mikið við sögu. Myndin er
þýzk.