Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNnr 4ÐIÐ . Pimmtudagur 20. marz 1958 TTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristiiisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Asknftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. „STÖÐVUNARSTEFNAN" LEIÐIR TIL „STÖÐVUNAR OG ATVINNULEYSIS" UM síðustu helgi gekkst Alþýðusamband íslands fyrir sjómannaráðstefnu. Stjórnaði forseti sambandsins, félagsmálaráðherra kommúnista, henni og flutti þar ræðu. Aðalniðurstaða þessarar ráð- stefnu varð sú, að samþykkt var að leggja til að sjómannasam- tökin segi upp samningum um síldveiðarnar og setji fram ýms- ar kröfur um bætt kjör. Það vekur athygli að kommún- istar, sem stjórna Alþýðusam- bandinu skuli nú hafa tekið for- ystu um víðtæka uppsögn samn- inga. Siðan vinstri stjórnin var mynduð og kommúnistar komust til valda hafa þeir haldið því fram, að svokölluð „stöðvunar- stefna“ væri sú stefna, sem fylgja bæri. En hún væri í því fólgin að hindra kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags, standa gegn kauphækkunum og verðlags- hækkunum. Nú virðist skyndileg breyting hafa orðið á afstöðu kommúnista til þessara mála. Sjálfur æðsti prestur „stöðvunarstefnunnar", félagsmálaráðherra kommúnista boðar nú til ráðstefnu og beitir sér fyrir því að víðtæk hagsmuna samtök segi upp samningum og krefjist kauphækkana og kjara- bóta. Verðbólgan hefur magnazt Enda þótt kommúnistar og aðr- ir stuðningsmenn vinstri stjórn- arinnar hafi haldið því fram að vöxtur dýrtíðarinnar hafi verið stöðvaður hér á landi siðan V- stjórnin var mynduð veit almenn ingur að það er blekking. Verðbólgan hefur því miður haldið áfram að vaxa og magn- ast. Kaupmáttur launa hefur rýrn að að miklum mun. Sjálf vísital- an hefur hækkað um 5 stig, nið- urgreiðslur á verðlagi hafa verið auknar sem nemur 10 vísitölu- stigum og af launþegum hefur verið tekin kaupuppbót sem svar- ar 6 vísitölustigum. Raunveru- lega hefur dýrtíðin því hækkað um sem svarar rúmlega 20 vísi- tölustigum. En launþegar fá að- eins kaupuppbót miðað við 5 stiga hækkun. Því fer þess vegna víðs fjarri að vinstri stjórninni hafi tekizt að stöðva vöx-t verðbólgunnar. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur haldið áfram. Um 14 þús. launþegar í fjölda verka- lýðsfélaga fengu á s. 1. ári breyt- ingar á samningum sínum, hækk- að kaup og „kjarabætur“, ýmist með verkföllum eða samningum. Lengsta verkfall, sem um getur hérlendis var háð í fyrrasumar. Vinnufriðurinn hefur sjaldan verið jafnótryggur á íslandi og einmitt á s. 1. ári. UnnwíafarvfirKrsin* Stjórnarflokkarnir eru nú að átta sig á því, að öll hin íögru fyrirheit þeirra- um að leysa vanda efnahagslifsins með „nýj- um ieiðum“ og með „varanleg- um úrræðum“ „til frambúðar" voru fals eitt og skrum. Þessir flokkar áttu engin töfra- meðul í fórum sínum, sem ekki höfðu verið reynd áður. Hinar hátíðlegu yfirlýsingar Framsókn- armanna um, að þeir hefðu ekki getað komið fram „úrræðum“ sínum í samvinnu við Sjálfstæðis- menn hafa reynzt blekking ein og ósannindi. Og nú er svo kom- ið, að aðalmálgagn Framsóknar- flokksins lýsir því yfir í gær, að „stöðvunarstefna“ vinstri stjórn- arinnar sé ekki stöðvunarstefna í þeim skilningi að hún stöðvi vöxt verðbólgunnar. Þvert á móti hljóti hún að leiða til sí- vaxandi dýrtíðar og stöðvunar framleiðslunnar. í gær segir í forystugrein Tím- ans m. a.: „Það er nú farið að færast í vöxt að kalla uppbótarstefnu þá, sem nú er fylgt, stöðvunarstefnu. Þetta er þó vart réttnefni ef orðið á að tákna það að uppbót- arkerfið stöðvi dýrtíð og útgjöld. Svo að segja öll árin síðan upp- bótarkerfið var tekið upp hefur orðið að leggja á nýjar og nýjar álögur til að rísa undir því. Nú verður t. d. ekki hægt að halda því áfram nema aflað §é mjög stórfelldra nýrra tekna, ef ekki á að verða því meiri halli hjá ríkissjóði og útflutningssjóði. Hins vegar má vel segja, að uppbótarkerfið og sú tekjuöflun, sem það byggist nú á, endi fyrr eða síðar sem stöðvunarstefna, ef of langt er gengið á þeirri braut. Þetta gerist m. a. vegna þess, að fjáröflun til uppbótarkerfisins er byggð á því, að miður þarfar vör- ur sitji fyrir innflutningi. Aðrar nauðsynlegar vörur sitja á hak- anum. Afleiðingin kemur nú m. a. fram á þann hátt, að farið er að skorta ýms hráefni til iðnaðar og byggingarvörur. Þetta hefur að sjálfsögðu stöðvun og atvinnu leysi í för með sér“. Þetta voru ummæli málgagns Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra í gær. Öllu greinilegri gat uppgjafaryfirlýsing forsætis- ráðherra vinstri stjórnarinnar ekki verið. „Stöðvunarstefna" stjórnarinnar hefur þá eftir allt saman „að sjálfsögðu stöðvun og atvinnuleysi í för með sér“!! Pólitískt gjaldþrot íslendingar horfa í dag upp á mesta pólitískt gjaldþrot, sem saga þeirra greinir. Vinstri stjórn in, sem hét lausn efnahagsvanda- málanna, sem kommúnistar áttu drýgstan þátt í að skapa, stend- ur uppi algerlega ráðþrota. í fyrradag heimtaði blað kommún- ista „einhverjar tillögur af viti í þessum efnum“ af seðlabank- anum. í gær lýsir málgagn for- sætisráðherrans því yfir, að stefna ríkisstjórnarinnar í ^fna- hagsmálum hafi „að sjálfsógðu stöðvun og atvinnuleysi í för með sér“. Ætla mætti að sú rikis- stjórn, sem þannig er á vegi stödd sæi sóma sinn í því að segja af sér og játa um leið skipbrot sitt. En það er þó ekki ætlun vinstri stjórnarinnar. Hún ætlar að halda áfram að vaða ennþá lengra út í íen uppbótastefnunnar, sem leiðir til „stöðvunar og atvinnu- leysis“ samkvæmt yfirlýsingu málgagns forsætisráðherrans í gær. Það á enn að leggja nýja skatta og tolla á þjóðina til þess að framlengja hina ömurlegu valdadaga vinslri stjórnarinnar. E'amUTAN ÚR HEIMI ] Camanmyndir, eins og þœrvoru beztar fyrrum, verða ekki framleiddar framar — segja Marx-brœður FLESTIR kvikmyndahússgestir kannast við Marx-bræður, þre- menningana, sem vöktu hlátur í hverju hjarta — og voru um langt skeið taldir beztu og mestu gamanleikarar í Hollywood. Þeir eru hættir að leika í kvik- myndum fyrir allmörgum árum — og hafa snúið baki við kvik- myndaverunum fyrir fullt og allt. Kvikmyndaframleiðandi einn í Hollywood ákvað fyrir skemstu að hefja undirbúning að því að gera kvikmynd um ævi- feril Marx-bræðra — og sérstak- lega hvað kvikmyndaieik þeirra viðkemur. í þessu sambandi flutti eitt blaðanna á vesturströnd inni viðtöl við þá alla, en þeir stunda nú atvinnu sína hver í sínu lagi — og eru ekki „bræður“ lengur. Hér birtist stuttur útdrátt ur úr þessum viðtölum, en það skal haft í huga, að blaðamenn- irnir ræddu við „bræðuina“ hvern í sínu lagi. Ég er búinn að missa allan áhuga á kvikmyndum, sagði Groucho (fæddur Julius) og tott- aði langa vindilinn. Hann (Groucho — ekki vindilinn) er nú '62 ára að aldri. Við munum ekki láta sjá okkur í „Ævisögu Marx-bræðranna“, sem MGM ætlar að framleiða, a. m. k. ekki nema að mjög litlu leyti. Gamanleikir eru erfiðir, lang- erfiðastir. Við eigum ekki til 25 fyrsta flokks grínista, þeir eru ekki til. Gömlu góðu grínistarnir eru allir horfnir af sjónarsvið- inu. Ég er viss um að fólk hefur enn gaman af gömlu Marx-mynd unum, vegna þess að slíkar mynd ir eru ekki framleiddar nú til dags. Til þess þarf margra mán- aða undirbúning og margra ára reynslu. Og það þarf meira til: Framleiðandinn og rithöíundur- inn verða að hafa trú á efninu, það er mikil áhætta að leggja stórfé í gamanmyndir. Sundurleitustu hlutir vekja hlátur manna — og það er ekki til neitt alþjóðlegt, sem tryggir hláturinn, ekki til neitt ákveðið, sem tryggt er að allir hlægi að. Ef þú framleiðir gamanmynd ertu að leggja milljón dollara í það, sem fólk er ekki sammála um. Hve margir eru þeir nú, sem geta fengið fjöldann til þess að hlæja? Sid Caesar, Bob Hope, Jackie Gleason — þeir ættu að verða slegnir til riddara. Ástæð- an til þess hve fáir gamanleikar- ar eru nú til er sú, að þeir fava undir eins í sjónvarp og þurr- ausa sig á nokkrum vikum — síðan eru þeir horfnir, gleymdir. Engar fleiri Márx-myndir verða framleiddar, vegna þess að þær voru byggðar á ádeilum — og ádeilurnar eru bannaðar nú til dags það er búið að „drepa“ ádeilurnar, sagði Groucho. Harpo (fæddur Arthur) er nú 64 ára og lifir á grapealdin- verzlun. Þeir eru alltaf nógir, sem vilja sjá gamanleiki, en ég held að við höfum hætt á réttum tima, segir hann með smni al- kunnu hógværð — og röddu, sem fæstir kvikmyndahússgestir hafa heyrt, því að Harpo hefur aldrei sagt ankatekið orð á kvikmynda- tjaldinu. Hann var sá mállausi. Þeir eru hættir að framleiða gamanmyndir, eins og við gerð- um, því nennir enginn lengur. Við unnum með rithöfundum í MORGUNBLAÐINU barst á dögunum bréf frá Hal Linker þar sem hann sagði nýjustu fréttir af fjölskyldu sinni. Að undan- förnu hafa hann, Halla og David sonur þeirra komið fram í viku- legum sjónvarpsþætti í Los Angeles þar sem þau hafa sýnt kvikmyndir af ferðalögum sínum í fjarlægum löndum — og nefn- ist sjónvarpsþáttur þeirra „Und- ur veraldar". Hefur þátturinn notið mikilla vinsælda meðal sex mánuði — og síðan unnu rit- höfundarnir einir í aðra sex. Slík vinnubrögð eru löngu úr sögunni. Chico (fæddur Leonard) er elztur þeirrá Marx-bræðra. Hann er nú 66 ára. Nú eru kvikmynda- húsin úr sögunni, það er slæmt, segir hann. Nú hefur sjónvarpið gleypt allt. Þú getur sýnt kunn- áttu þína þrisvar, þá veit allur heimurinn hvað þú getur — og þú ert „dauður“. Áður en sjón- varpið kom til sögunnar gaztu leikið sömu listir í tuttugu ár og æft og eflt hæfileikana. Ég er viss um að fólki þætti gaman að sjá myndirnar okkar enn í dag. Þeir eru að tala um að láta Dean Martin leika Groucho í kvikmyndinni, en hver á þá að leika Harpo? Ef til er einhvef nógu snjall til þess, þá væri þeg- ar búið að krækja í hann. afmælis þáttarins tilkynnti Link- er í einum þeirra að sjónvarps- eigendum gæfist kostur á að taka þátt í smáhappdrætti, sem fjöl- skyldan ætlaði að efna til. Áttu þeir, sem hug hefðu á, að senda nöfn sín og heimilisföng í pósti til þáttarins — og síðan átti David að draga tvö bréfin úr í næsta þætti. Þeir tveir, sem dregnir yrðu úr, áttu að hljóta ókeypis ferð til Mexico City — og stutta dvöl þar. Fyrstu þrjá dagana bárust 15.723 bréf — og straumurinn hélzt alla vikuna. Þegar að næsta þætti kom liöfðu 39,844 bréf borizt þættinum — og varð það til þess að sjónvarps stöðin ákvað að gera Linker- fjölskyldunni rúmlega árs samn ingstilboð til viðbótar við fyrri samning. Það er því ákveðið að „Undur veraldar" verði áfram sýnd vikulega fram í marzmán- uð 1959. Þær myndir, sem sýndar hafa verið, eru frá öllum heimsálfum. Linker er einnig að hefja vítæka sölu stuttra kvikmynda frá fjöl- mörgum þjóðlöndum — og þar á meðal eru tvær myndir frá ís- landi, önnur frá hverasvæðunum svo og af öðrum náttúrufyrirbær um hér, en hin myndm er tekin um borð í hvalveiðibáti á veiðum undan ströndinni. Hal Linker hefur að undan- förnu ferðazt um Bandaríkin þver og endilöng, haldið i'yrir- lestra um ferðir sínar og sýnt myndir — og á meðan hafa þau Halla og David annazt sjónvarps þættina í Los Angeles. Virma þau nú að því að undirbúa þætt- ina, sem sýndir verða í sumar, og ætla þau sér að leggja land undir fót með vorinu. sjónvarpsáhorfenda. Bezta dæmi <jþess er það, að í tilefni eins árs ó u..6una bárust 15,723 bréf — og í þrem stonum voru þau jafnhá fjölskyldunni. Linker-fjölskyldan í vsku legum sjónvarpsþœtti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.