Morgunblaðið - 26.03.1958, Blaðsíða 6
MORCVISBLAÐIÐ
FUNDUR ÆÐSTU MANNA
KOSNINGABEITA EISENHOWERS ?
FYLGISMENN Republikana-
flokksins í Bandarikjunum
eru um þessar mundir niður-
dregnir og svartsýnir. Stjórn
foringja þeirra, Eisenhowers
forseta, á í mestu erfiðleikum
bæði á innlendum og erlend-
um vettvangi. Republikana-
flokkurinn er kominn í algera
vörn og takist honum ekki að
snúa vörn upp í sókn fyrir þing
kosningarnar næsta haust er
einskis annars að vænta en
stórsigurs Demokrataflokks-
ins.
James Reston ritar nýlega
grein í New York Times um hin
miklu og margháttuðu vanda-
mál Repubiikanaflokksins. Er
þar ýmislegt íhugunarvert og
skal það rakið nokkuð hér á eft-
ir:
— Stjórnmálaráðunautar Eisen
howers forseta eru gripnir verstu
martröð. Kreppan og atvinnu-
leysið hefur svipt Republikana-
flokkinn trausti þjóðarinnar. Nú
verða þeir hvað sem það kostar
að snúa blaðinu við fyrir ágúst-
mánuð, ella geta þeir búizt við
100 atkvæða meirihluta Demo-
krata á þingi.
Ef Demokratar næðu svo öflug
um meirihluta má búast við að
Eisenhower veitist stjórn lands-
ins erfið. Hann getur stjórnað
landinu þótt Demokratar hafi
svolítinn meirihluta, eins og nú
er, því að þá ganga frjálslyndir
menn úr báðum flokkum til sam-
starfs um öll helztu nauðsynja-
mál. Aðstaðan yrði allt önnur
eftir mikinn kosningasigur Demo-
krata.
★
„Við erum í slæmri klípu“,
sagði einn helzti stjórnmálaráðu-
nautur Eisenhowers nýlega. „Við
erum stöðugt í vörn. Demokrat-
ar geta komið með tillögur um
skattalækkanir eða mikla fram-
kvæmdaáætlun, eða hvað sem
þeim sýnist. Slíkar tillögur láta
auðvitað vel í eyrum fólks sem
er atvinnulaust. Við verðum hins
vegar að bera fulla ábyrgð á
gerðum okkar. Við verðum að
hugsa fyrir hættunni af verð-
bólgu um leið og við erum að
berjast við núverandi efnahags-
hjöðnun. I augum almennings
virðist ætíð sem við förum
skemmra en Demokratarnir og
þetta skaðar fylgi okkar“.
Republikanarnir eru í svo
slæmri aðstöðu, að það er í raun-
inni sama hvernig málin þróast
eða úr efnahagsörðugleikunum
rætist. Ef efnahagskerfið kemst
í lag fyrir ágústmánuð munu
Demokratar segja, að þetta hafi
tekizt vegna þess að þeir þving-
uðu stjórnina til að grípa til nauð
synlegra læknisaðgerða. Mistak-
ist það hins vegar, geta Demo-
kratar skellt skuldinni á stjórn-
ina fyrir öll mistökin.
Stjórnin er einnig í sjálf-
heldu hvað viðvíkur samning-
um við Rússa um fund æðstu
manna stórveldanna. Ef Eisen-
hower fellst á að halda
slikan fund munu Rússar
segja að þeir hafi neytt Banda-
ríkjamenn til þess. Ef Eisen-
hower neitar að sitja slíkan
fund, þá munu Rússar ákæra
Bandaríkin fyrir að hindra
lausn deilunnar milli Austurs
og Vesturs.
James Reston er þeirrar skoð-
unar, að efnahagsmálin muni
verða stjórninni þyngri í skauti
en utanríkis- og landvarnamálin.
Stjórnmálaráðunautar Eisenhow-
ers eru hikandi og óvissir í,
hvaða aðgerðir í efnahagsmálum
séu til þess fallnar að auka álit
hans meðal almennings. Hins
vegar þykjast þeir eygja ýmis
ráð í utanríkis- og landvarna-
málunum.
Rússnesku spútnikarnir bök-
uðu stjórnendum Bandaríkjanna
álitshnekki á sínum tíma. Þeim
gafst þó tækifæri til að vinna
sig aftur í áliti á því sviði, því
að fyrir haustkosningarnar verða
mörg bandarisk gervitungl á
lofti. Og svo virðist sem fundur
æðstu manna stórveldanna yrði
einmitt vel til þess fallinn að
styrkja álit almennings á utan-
ríkisstefnu Eisenhowers.
James Reston telur, að það
gæti haft mikla þýðingu fyrir
Republikana í kosningabarátt-
unni, ef þeir gætu bent á það,
að Eisenhower forseti liefði
stigið fyrstu sporin í áttina til
afvopnunar á ðundi æðstu
manna stórveldanna. Slíkt geti
orðið röksemdir í kosninga-
baráttunni til að veita forset-
anum öflugt þingfylgi í frið-
araðgerðum hans.
Kemst greinarhöfundur að
þeirri niðurstöðu, að Republik-
anflokkurinn sé farinn að líta á.
fund æðstu manna stórveldanna,
sem þýðingarmikla kosninga-
beitu.
★
Reston minnir á það, að und-
irbúningur að fyrri Genfar-ráð-
stefnunni árið 1955 hefði komið
sér mjög vel fyrir brezka íhalds-
menn í kosningunum sama ár.
Hún gaf íhaldsflokknum friðinn
og friðarhorfurnar að kosninga-
stefnumiði. Bæði brezka og
franska stjórnin eiga nú í erfið-
leikum og myndu fagna því að
hækka sig í áliti með ráðstefnu
æðstu manna.
Bandaríkjastjórn telur sig líka
þurfa breytingu. Það er eins og
allt hafi verið henni mótsnúið að
undanförnu. Þegar þannig stend-
ur á og kosningar eru yfirvof-
andi er það ekki nema eðlilegt
að stjórnarflokkurinn reyni að
hrista erfiðleikana af sér með
einhverjum skyndilegum og
áhrifamiklum ákvörðunum.
Þess vegna segir James Reston
að Eisenhower forseti og ráðu-
nautar hans ræði einslega sín á
milli en með vongleði um fund
æðstu manna stórveldanna.
Stafar heimilunum hœtta
af völdum rafmagnsins
ER FÓLKI nú á dögum hætta
búin á heimilum sínum af völd-
um rafmagns? Þetta er spurning,
sem vel er þess verð að henni sé
gaumur gefinn. Því miður verð-
um við í mörgum tilfellum að
svara þessu. játandi, en margt má
gera til þess að draga úr hætt-
unni. Við skulum fyrst athuga
eldhúsin. Þegar rafmagn var ein-
göngu notað til Ijósa, var hættan
sem stafaði af rafmagni helzt
bpunahætta, enda flest hús þá
byggð úr timbri að verulegu
leyti. Síðar var farið að nota raf-
magn til suður og var þá þegar,
til þess að fyrirbyggja snerti-
hættu, gerð krafa um jarðteng-
ingu eldavéla. Jarðtenging er í
því fólgin, að sérstakur jarð-
leiðsluvír er tengdur við vatns-
pípukerfi hússins, utan við yztu
samsetningu og lagður að raf-
spjaldi. Siðan er tengd við þann
vír sérstök leiðsla í grind þess
tækis, sem jarðbinda á. Komi það
fyrir að einangrun bili í rafleiðsl-
um tækisins og tækið taki að
leiða út, eins og það er kallað í
daglegu tali, er bein og örugg
leiðni úr málmgrindinni til jarð-
ar. Sé þetta ekki gert og einhver
snerti bilað tæki, sem straumur
er á, með annarri hendi og t. d.
vatnsleiðslu eða annað jarðbund-
ið tæki með hinni, myndi sá hinn
sami fá alvarlegt rafmagnshögg.
Allt það rafmagn er út leiddi
myndi reyna að komast í gegn
um viðkomandi til jarðar. Þegar
aftur á móti örugg jarðtenging
er á tækinu, fer straumurinn
ávallt þá leiðina sem greiðfærari
er, en mannslíkaminn er lélegur
rafleiðari, Því má einnig við
bæta, að sé um mikla útleiðslu
að ræða, springa ávallt rétt ör-
yggi tækisins, sé það jarðtengt.
Af þessu má sjá hve mikils
virði örugg jarðbinding tækja er.
Á seinni árum hefur flutzt til
landsins fjöldinn allur af heimilis
tækjum, sitt úr hverri áttinni, en
nú bregður svo undarlega við að
engin krafa er gerð um jarðbind-
ingu flestra þessara tækja í eld-
húsum.
ísskápar, hrærivélar, strauvél-
ar, straujárn, hraðsuðukatlar,
brauðristar o. fl., allt er þetta
shrifar úp
daglega lífinu
Ofagur lestur
í barnatimum
„Hlustandi“ skrifar:
Skýzt þótt skýr sé“ varð mér
að orði, er eg heyrði Helga
Hjörvar lesa Völsungasögu í
„barnatíma". Þessa óþverrasögu
aftan úr grárri forneskju.
Var ekki nóg af bardögum og
grimmd í Ólafs sögu digra, þó
að ekki væri bastt við Völsungu?
Réttlætir þann lestur ekki, þótt
vel sé lesið og skýrt.
Mikill er munur á lestri Guð-
mundar Þorlákssonar, „Börnin
fara í heimsókn til merkra
manna". Það er göfgandi efni
fyrir börn að hlusta á. Má segja,
að Guðmundur flytji kristna lífs—
speki, en Helgi heiðna lífsskoð-
un eins og Steinvör kerling forð-
um daga. Von mín er sú, að mörg
börn hlusti á Guðmund, en sára
fá, helzt engin, á Helga.
Er ekki nóg af óþverra, sem
berst að eyrum og augum ungl-
inga, þótt ekki sé hann grafinn
upp úr forneskju? Er ekki líka
nóg til af drengskapardæmum í
íslendingasögum til að lesa fyr-
ir börnin? T. d. drenglyndi
Ingjalds í Hergilsey, Jóns bisk-
ups Ögmundssonar og þeirra fé-
laga við Gísla, Halls af Síðu o.
fl.?
Ekki trúi ég því, að séra
Magnús Helgason, sem mun hafa
verið lærimeistari H. Hjörvars,
hefði talið það barnalesmál, sem
Helgi hefur lesið í barnatímum
nú upp á síðkastið. Og er ekki
verið að vara unglinga við lestri
glæpa- og klámrita — og ekki að
ástæðulausu? En er hroðinn
nokkuð mætari, þótt gamall sé?
Hvað segir barnaverndarráð um
þetta? Er það samþykkt þessum
lestri?“
Enn um mjólk
MAÐUR nokkur tók Velvak-
anda tali í fyrradag og ræddi
við hann um mjólkina, sem nú
er seld í Reykavík. Allmikið er
um það kvartað, að óbragð sé
að henni á þessum tíma árs, er
kýrnar hafa verið lengi á gjöf.
Fyrir nokkrum dögum birtust
kvartanir vegna þessa hér í dálk
unum, og jafnframt var getið
upplýsinga, sem Velvakandi fékk
hjá . borgarlæknisskrifstofunni
um málið. Þar var sagt, að óbragð
ið stafaði af efnabreytingum í
fitu mjólkurinnar, sem ekki væri
enn unnt að koma með öllu í veg
fyrir, en þó væri vitað um ýmis
atriði, sem máli skipta í þessu
sambandi. Var það sérstaklega
til nefnt, að mjólkin mætti ekki
koma við kopar — og að forðast
bæri að láta hana verða fyrir
birtu, einkum sólarljósi.
Maðurinn, sem við Velvakanda
talaði í fyrradag, benti á, að
stundum ætti sólarljósið greiðan
aðgang að mjólkinni. Bifreiðir
Miðvik'udagur. 26. marz 1958
í daglegri notkun sett í samband
við ójarðbundna tengla, enda eru
yfirleitt ekki jarðbundir tenglar
í eldhúsum.
Þegar þessi tæki komu fyrst til
landsins, má segja að notkun
þeirra ójarðbundinna hafi verið
tiltölulega hættulítil.
Nú er breyting orðin á, tækj-
unum hefur fjölgað mjög ört og
eru þau með hverju órinu sem
líður að verða stærri þáttur í
störfum húsmæðra. Einnig er og
það, að í flestum nýjum eldhús-
um er farið að nota stálvaska og
stálborð mismunandi stór og má
segja að í sumum eldhúsum sé
mikill hluti vinnuborðanna úr
stáli.
Stálborð þessi eru í beinu sam-
bandi við vatnsleiðslu húsanna,
því venjulega eru vatnskranarnir
festir á stálvaskana.
Komi nú húsmóðirin með hrað-
suðuketil eða hrærivél og fari að
nota þau á stálborðinu, getur hún
gengið að því visu, að leiði tækið
út og hún snerti borðið um leið
og hún vinnur með tækinu, fær
hún rafmagnshögg, sé það ekki
jarðtengt.
Það er einnig algeng sjón að
sjá fólk og ekki sízt börn, styðja
hendi á stálborð eða eldavél um
leið og það opnar ísskáp. Sé hann
ekki jarðtengdur er hættan sú
sama.
Ástæða er til að gera sér grein
fyrir því, að engu máli skiptir
um snértihættu hvort tækið tek-
ur lítinn eða mikinn straum, eða
hvort öryggin fyrir tækið eru
lítil eða stór. Mannslíkaminn
hleypir aldrei það miklum straum
í gegnum sig að hann sprengi 10
amper öryggi, en það eru minnstu
öryggi sem notuð eru í íbúðar-
húsum.
Af þessu má sjá að nauðsyn
þess að jarðbinda raftæki stór og
smá, er mikil á þeim stöðum, sem
auðvelt er að snerta jarðtengda
hluti.
Við höfum öll tekið eftir því,
að með flestum tækjum sem frá
Evrópu koma er þríþætt snúra
og t. d. á enskum tækjum er sá
vírinn ávallt grænn, sem ætlaður
er til jarðtengingar. Eins og flest-
ir vita klippum við hann burtu
og tengjum hann ekki mörgum
til mikillar furðu. Af útbúnaði
þessara tækja má greinilega sjá
að aðrar þjóðir gera sér vel
grein fyrir þeirri hættu sem af
þessum tækjum getur stafað. A
amerískum heimilistækjum er
yfirleitt ekki jarðtengivír, enda
er algengasta spennan hjá þeim
til heimilisnota helmingi lægri
en hjá okkur og reglur þeirra
miðaðar við það.
Nú munu sumir ef til vill
spyrja: Hvers vegna í ósköpun-
um setjið þið ekki jarðtengda
tengla í eldhús fyrst hættan er
svona mikil og þið gerið ykkur
grein fyrir henni?
Því er til að svara, að enn sem
komið er er þess ekki krafizt að
settir séu jarðbundnir tenglar í
eldhús og þar af leiðandi ekki
auðvelt að gera fólki grein fyrir
nauðsyn þess.- Eins og allir vita,
þá lítur margt fólk svo á, að ör-
yggi umfram það sem tíðkast
almennt sé sérvizka. Annað er
og það að innflutningur á raf-
búnaði til húsa hefur alla tíð
verið takmarkaður og þó aldrei
eins og nú, en jarðbundnir tengl-
er eru mun dýrari í innkaupi en
hinir. Það er í sjálfu sér skiljan-
legt, að innflytjendur reyni að
fullnægja eftirspurninni eftir
Mjólkursamsölunnar eru opnar
að aftan, og sumar mjólkurbúðir
eru þannig settar, að sól getur
náð að skína þar á mjólkurflösk
urnar. Maðurinn sagði að lokum,
að hann vissi ekki gjörla, hvernig
með mjólkina væri farið, áður
en henni ér ekið í búðirnar, en
spurði, hvort það hefði verið
brýnt fyrir bændum og mjólkur-
mönnum að varna því, að sólar-
ljós kæmist að?
Ekki veit Velvakandi það, en
hitt virðist honum rétt, að mjólk-
in sé ekki fullkomlega varin gegn
óæskilegri birtu í mjólkurbúð-
um og á mjólkurbílum. En annars
virðist honum, að þetta hljóti
að lagast, þegar farið verður að Þeirri vöru> seiu mest er notuð
selja mjólkina í pappaumbúðum. nauðsynlegust er talin, en lati
hitt er færri biðja um, sitja a
hakanum. Væri aftur á móti
skylt að nota jarðbundna tengla
í eldhúsum myndi ekki vera hægt
að fá rafkerfin tengd, nema rétt-
ur búnaður væri fyrir hendi og
myndi þetta þá breytast af sjálfu
sér.
í sambandi við innflutning á
rafbúnaði gegnir það furðu að
flutt skuli vera inn í landið ann-
að en það bezta sem fáanlegt er
á erlendum markaði. Hættan.
sem stafar af lélegu efni er mikil,
en verð þessarar vöru í hlutfalli
við annan byggingarkostnað
húsa er svo lágt að ástæðulaust
er að horfa í að kaupa það bezta
og öruggasta.
1 Framh. á bls. 18.
Frímerkin og
drengurinn
HINN 21. janúar birtist hér í
dálkunum bréf frá „aðstand-
anda“, þar sem því var lýst, að
frímerki hefðu verið rifin af
sendingu, sem ungur safnari fékk
frá Ítalíu. Nú er svo langt um
liðið, síðan bréf þetta birtist, að
Velvákandi hefur fargað frum-
ritinu og getur ekki komið því
fyrir sig, hver skrifaði bréfið. En
hann þyrfti að komast í samband
við þá, sem hér eiga hlut að máli.
Vilja þeir nú ekki hringja í síma
2-24-80 og spyrja eftir Velvak
anda?