Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 13

Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 13
Miðvikudagur 26. marz 1958 MORCVISBLAÐIÐ 13 Magnús Lýðsson Hólmavík 80 ára Frú Elín Jónsdóttir og Magnús Lýð'sson ist nokkuð eftir að þau fluttu til Hólmavíkur og þá einkum hin síðari ár vegna breyttra sam- gangna og þjóðfélagshátta, þá hefur gestrisni þeirra ei að síður alltaf verið mikil og þá ekki síst við þá sem helzt þurftu þess með. Frú Elín hefur verið mikil atorku- og dugnaðarkona. Hún hefur staðið við hlið bónda síns í lífsstarfinu og hvergi hlíft sér. Eg veit að hann telur það sína mestu gæfu í lífinu að hafa’ átt hana að lífsförunaut. Þau hjón hafa eignazt þrjú börn, sem öll eru á lífi. Elztur þeirra er Gunn- ar vélstjóri búsettur í Reykjavík. Hefur hann helgað sjónum lífs- starf sitt, verið sjómaður frá unglingsárum og nú um mörg undanfarin ár vélstjóri á togur- um. Næstur að aldri er Ólafur til heimilis hjá foreldrum sín- um á Hólmavík. Ólafur hefur alltaf verið með foreldrum sín- um og unnið að búi þeirra ásamt ýmsum öðrum störfum. Yngst er Halldóra til heimilis hjá foreldr- um sínum. Hún hefur um mörg undanfarin ár unnið við Lands- símastöðina á Hólmavík. Auk þess ólu þau hjón upp tvo drengi, bróðursyni Hlínar, en foreldrar þeirra létust bæði þegar þeir voru á unga aldri. Reyndust þau þeim sem sinum eigin börnum og slepptu ekki af þeim hendi fyrr en þeir voru búnir að velja sér lífsstarf og að verða full- þroska menn. Magnús er prýði- lega gerður maður bæði til sál- ar og líkama. Þrekið, áhuginn og dugnaðurinn hafa einkennt hann, enda heilsuhraustur allt fram á síðustu ár. Lúi og slit er nú farið að segja til sín og heilsan tekin að bila. Sjón hans hefur mjög daprast einkum tvö síðustu árin svo að nú mun hann vera hættur að geta lesið. Hann mun þó hafa gengið eitthvað að bústörfum ailt til þessa, þó nú sé það orðið meira af áhuga en getu og meira til afþreyingar en til afkasta. Þannig fer okkur öllum, vél okk- ar bilar, hjá öðrum fyrr, en sum- um síðar, og oft er erfitt um viðgerðir, jafnvel þó slitið sé ekki svo alhliða sem hjá áttræð- um erfiðismanni. Við þessu er víst ekkert að gera. Þetta er lög- mál lífsins. Magnús er Sjálfstæðismaður og hefur alltaf verið. Hann er meira en Sjálfstæðismaður í pólitik. Hann hefur alltaf verið sjálf- stæður í hugsun, sjálfstæður í skoðunum og sjálístæður i störf- um og athöfnum. Ekki kemur þetta þó fram sem sérvizka eins og oft hættir til hjá sumum. Nei, allt slíkt er fjarri hugsun Magnúsar til þess er hann of bjartsýnn og frjáls- lyndur. Hann er prýðilega greind ur og hefur frábært minni. Hann hefur lesið mikið og fylgzt vel með störfum og stefnum bæði hér heima og erlendis. Hann er einn af þessum ágætu sjálfmennt- uðu mönnum, sem hófu starf um aldamótin en eru nú sem óðast að kveðja að loknu miklu og heillaríku ævistarfi. Magnús hef- ur ætið krufið málin til mergj- ar og myndað sér skoðun um menn og málefni eftir þeim nið- urstöðum sínum. Hann er hreinn og beinn í skoð unum og kemur ætíð til dyranna eins og hann er klæddur hver sem í hlut á, og hann heldur á málstað sínum af hreinskilni og drengskap. Slíkum mönnum er gott að kynnast og hafa að sam- ferð á lífsleiðinni, jafnvel þó um skamma stund sé. Eg þakka þér Magnús hrein- skilni þína og drengskap og ég þakka þér dugnað þinn og bjart- sýni. Til hamingju með áttatíu ára afmælið. Þér, frú Elín, sem verður sjötíu ára 9. apríl n. k. óska eg einnig til hamingju. — Þið hjón eigið alþjóðarþökk fyr- ir ævistarfið. J. S. Guðni Arnason verzl.stj. Minning ÁTTRÆÐUR verður í dag Magnús Lýðsson bóndi og járn- smiður í Kálfanesi og síðar á Hólmavík, Strandasýslu. Magnús er fæddur 26. marz 1878 á Stað í Hrútafirði, sonur Lýðs Jónssonar, lengst af bónda á Skriðnesenni, Jónssonar bónda s. st., Andréssonar bónda s. st., Sigmundssonar bónda s. st. Er frá honum rakin Ennisætt, sem orðin er allfjölmenn og dreifð viða um land. Sigmundur hóf búskap á Enni í fátækt um 1765 og bjó þar til æviloka 1801 og var þá talinn auðugur enda kall- aður fégjarn og vinnuharður. Slíkt var ekki nýlunda á þeim árum þvi eini möguleikinn til efnalegs sjálfstæðis á þeim árum var sparnaður á öllum sviðum og þrotlaus vinna. Móðir Magnúsar var Anna Magnúsdóttir, Jónssonar frá Óspakseyri, Bjarnasonar frá Ey- hildarholti og konu hans önnu Magnúsdóttur írá Glaumbæ í Skagafirði, er það Reynistaðaætt. Magnús mun vera uppalinn hjá foreldrum sínum fyrst að Stað í Hrútafirði en síðar að Enni en svo er það kallað í dag- legu tali. Ekki er mér kunnugt um æviferil hans fram um þrítugs aldur en þá er hann orðinn bú- settur á Hólmavík og stundar þar járnsmíði o. fl. Vorið 1910 kaupir Magnús jörðina Kálfanes en hún er í næsta nágrenni við kauptúnið Hólmavík enda er það byggt í landi hennar þó sjálft býlið standi nokkuð frá sjó. Þetta sama vor byrjar hann þar búskap og býr þar til vors 1928. Vorið 1928 selur hann jörðina að mestu en tekur þó undan svokallaða Stakkamýri og part af sjávar- grund rétt innan við Hólmavik. Þetta vor flytur hann til Hólma víkur og hefur átt þar heima síðan. Meðan Magnús bjó í Kálfanesi hafði hann gott og gagnsamt bú, enda strax með beztu bændum sinnar sveitar. Þau ár sem Magnús bjó í Kálfanesi byggði hann upp öll hús á jörðinni og þar með vandað íbúðarhús. Hann ræktaði mikið eftir því sem gerð- ist á þeim árum og hafði það sem sjálfsagðan lið í haust og vorstörfum. Hann var einn af fyrstu bændum sem notaði hesta og hestaverkfæri til jarðvinnslu, a. m. k. um norðanverða Stranda- sýslu. Á fullorðinsárum sinum var Magnús eitthvað hjá búnaðar- frömuðinum og skólastjóranum Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal. Ekki var hann nemandi hans. Ég held að hann hafi aðallega stundað smíðar og þá fyrst og fremst járnsmíði, en á henni byrjaði hann ungur og lærði hana án allrar tilsagnar. Hann var þó einn af beztu járnsmiðum sinnar sam- tíðar. Sjólfsagt hefur Magnús orðið fyrir ýmsum góðum áhrif- um frá Torfa skólastjóra og heimili hans því heyrt hef ég hann minnast hans með hlýhug og virðingu. Eftir að Magnús flutti til Hólmavíkur hófst hann strax handa um ræktun og byggingar þvi nú varð að byggja allt frá grunni. Landið var ýmist malar- grundir með grunnan og kaldan leirjarðveg eða vot mýri, sem var mjög erfið til þurrkunar. Á fyrsta ári byggði hann hlöðu og fjárhús fyrir um 100 fjár, en síð- ar komu svo önnur hús og þar á meðal stórt og vandað íbúðar- hús úr steinsteypu. Ræktun hans er öll sérlega vönduð svo að segja má að hjá honum vaxi tvö strá þar sem hjá bændum almennt vex eitt. Slátt byrjar hann að jafnaði viku til hálfum mánuði fyrr en aðrir og er þá jafnan vel sprottið. Afurðir bús hans . eru miklar og góðar enda hefur hann kappkostað að rækta fé sitt sem bezt og fóðra það vel. Hefur hann um mörg ár átt eitt afurða- mesta sauðfjárbú í Strandasýslu. Mér er minnisstætt, þegar niðurskurður sauðfjár var fram- kvæmdur tvisvar með þriggja ára millibili á Hólmavík og ná- grenni vegna mæðiveikinnar, að þá var talið af sumum að Magnús myndi hætta búskap. En það var fjarri honum að hugsa þannig. Hann sagði við mig að hann þyrfti helzt að stækka búið svo það bæri sig vel, og upp úr þvi væri að hafa til samræmis við önnur störf. Þegar hér er kom- ið er Magnús að byrja áttunda áratug ævi sinnar, en það er eng- in uppgjöf hjá honum nema síð- ur sé. Hann hefst handa hvað eftir annað með nýjan bústofn. I-Iann girðir, ræsir fram, byltir og ræktar. Hann sér ótal nýja möguleika í búskap okkar og búmenningu. Hann trúir á gróð- urmátt hinnar íslenzku moldar og hann starfar samkvæmt því. Samhliða búskapnum hefur Magnús stundað járnsmíðar aðal- lega eldsmíði. Á vetrum stóð hann við steðjann í smiðju sinni oft dag eftir dag og hamraði rauðglóandi járnið. Oft hafði hann langan vinnudag og hlífði sér hvergi, enda hefur hann aldrei kunnað slíkt að hvaða störfum sem hann hefur gengið. Fyrr á árum smíðaði*hann ógrynni af hestajárnum ásamt ýmsu fleiru svo og viðgerðum á tækj- um og áhöldum bænda. Eftir að hann flutti til Hólmavíkur sneri hann sér enn meira að járnsmiði en áður enda kallaði nú þörfin meir til þeirra hlula með vax- andi útgerð á trillum og þilfars- bátum. Smíðar Magnúsar voru eftirsóttar því þær þóttu bera af öðrum af útliti og gæðum. T. d. voru hestajárn hans mjög eftirsótt og seldi hann þau víða um land á meðan þeirra var þörf. Öllu verði stillti Magnús í hóf og hræddur er ég um að járnsmiðir nú til dags þættust vanhaldmr af launum sínum ef þau væru ekki hærri en sem samsvaraði því verðlagi er hann hafði á þeirri vinnu sinni. Magnús er kvæntur Elinu Jóns dóttur frá Tröllatungu, Jónsson- ar, Halldórssonar frá Laugabóli við ísafjörð (Arnardalsætt) og konu hans Halldóru Jónsdóttur frá Hjöllum í Gufudalssveit, Finnssonar (Djúpadalsætt). Mjög hafa þau hjón verið samrýmd og samhent í sambúð sinni og lífs- starfi. Dugnaði Elínar og mynd- arskap er viðbrugðið af öllum sem til þekkja. Þeir eru orðnir margir, sem notið hafa gestrisni og fyrirgreiðslu þeirra hjóna á einn eða annan hátt. Gestanauð var mikil á meðan þau bjuggu í Kálfanesi, enda voru samgöngur þá strjálar og aðallega á sjó. Biðu því oft hópar fólks eftir skips- ferð, sem kom sér fyrir í næsta nágrenm Hólmavíkur og þá ekki síst í Kálfanesi, þar sem það var í minnstri fjarlægð frá kauptún- inu. Öllu þessu fólki var veittur I hinn bezti beini og aðhlynning I án allrar þóknunar. Þetta var oft ærin viðbót við hin daglegu störf húsfreyju, enda ekki ósjald- an að seint væri gengið til náða og snemma risið. Þó þetta breytt- GUÐNI ARNASON, fyrrv. deild- arstjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, andaðist 18. þ..m. að heim- ili sínu, Lokastíg 13 í Reykjavík og verður borinn til grafar í dag. Hann var nýlega orðinn 68 ára að aldri, fæddur 7. marz 1890 á Látalæti í Landsveit. Faðir hans var Árni Kollín Jónsson bóndi þar, Árnasonar í Skarði, Finn- bogasonar á Reynifelli. Móðir : Guðna var Þórunn Guðlaugsdótt ir frá Hellum, Þórðarsonar, Stef- ánssonar frá Heysholti. Systkini Guðna voru fimm. Tvö dóu á barnsaldri. Guðmundur bóndi í Múla er látinn fyrir tæpl. 8 ár- um. Á lífi eru Jón og Ingvar, tví burabróðir Guðna, báðir bændur í Landsveit. Guðni var fjögra ára, er hann missti móður sina, og tveim ár- um síðar missti hann föður sinn. Eftir það ólst hann upp í Hvammi á Landi hjá bændahöfð ingjanum Eyjólfi- Guðmundssyni og Guðbjörgu konu hans, en hún var föðursystir Guðna. Sextán ára að aldri fór Guðni í Flens- borgarskólann og stundaði þar nám í tvo vetur. Að því loknu gerðist hann farkennari í Vill- ingaholtshreppi í Flóa og kenndi þar í átta vetur. Við garðyrkju- störf vor og haust var hann nokk ur ár á vegum Einars Helgasonar í Gróðrastöðinni í Reykjavík, enda voru þau störf honum hug- leikin alla ævi. Árið 1921 gerðist hann deildarstjóri hjá Sláturfél- agi Suðurlands, og var hann for- stöðumaður Matardeildarinnar í Hafnarstræti upp frá þvi í full 30 ár, þar til hann vaj-ð að láta af störfum vegna heilsubilunar. Þar vann hann því sitt aðalævi- starf. Þar innti hann af höndum með kostgæfni og trúmennsku tvöfalda þjónustu, annars vegar fyrir stofnun þá, sem hann vann fyrir, og hins vegar fyrir þá hina mörgu, sem leituðu til hans í dag- legum viðskiptum. Árið 1921 kvæntist Guðni Sig- ríði Sigfúsdóttur Thorarensen frá Hróarsholti, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust tvær dætur, sem báðar eru giftar og búsettar hér í bæ, Stefanía er gift Sigurði Jóhannssyni vega- málastjóra, en Þórunn gift Axel Kristjánssyni lögfræðingi. Þannig er löng lífssaga, sögð í stuítu máli. En það munu þeir finna sem manninn þekktu, að hér verður meira lesið milli lín- anna en það, sem í línunum stend ur. Minningarnar um hann verða ekki raktar í svo fáum orðum, sem hér verður við komið. Guðni Árnason var gæfumaður. Hann var alinn upp hjá góðu fólki á fyrirmyndarheimili, naut mennt unar í góðum skóla, þótt ekki væri um langa skólagöngu að ræða. í kennslustarfi sínu vann hann traust og einlæga vináttu nemenda sinna Hann eignaðist síðar gott. heimili, traustan og t yggan lífsförunaut, efnileg og vel gefin biirn. Sjálfur var hann maður ve. af guði gerður, ljúf- n.enni nið mesta, vinsæll og glað ui og lettur í viðmóti og uaut aimenns trausts i starfi. Hurin hafði ynd: s.i tonlist og góðum Lokum og opin eugu fyrir oUu þvi, sem i'agurt er og til fagn iðar ir.á verða i h.'inu. En þess er ekki að dyljast, að dimman skugga lagði á leið hans síðústu æviárin. Það er þung raun starfsömum og starfs- glöðum manni að missa heilsu og krafta fyrir aldur fram. Þá raun varð hann að þola. Og það mót- læti bar hann með rósemi og still ingu. Sálarkröftum sínum hélt hann til lnnzta dags. Nú er hann dáinn og horfinn. En vandamenn hans og vinir geyma í þakklátum huga fagrar minningar um góðan dreng og elskulegan vin. Freysteinn Gunnarsson. FYRIR fáum árum þekktu flestir Reykvikingar Guðna í Matar- deildinni, og það að öllu góðu. Hann var trúr og traustur í starfi og ætíð hinn ábyggilegasti. Hann var einnig svo lipur, að hann vildi allra vanda leysa, hvort heldur var í vinnutíma eða utan hans. Það eru um 30 ár síðan leiðir okkar Guðna lágu saman, og síð- an höfum við ekki skilið, fyrr en nú, á leiðarenda Guðna hér. Við þekktumst því vel, og mér mun alltaf verða minnisstætt, hve marga góða kosti ég fann í fari Guðna, í daglegri umgengni við hann. Minningar minar um hann eru mín einkaeign, en þær eru mér, í senn, hugljúfar og dýrmæt ar. Þjóðskáldið norska, Björn- stjerne, endar bók sína, Á Guðs vegum, með þessum orðum: „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir“. Mér finnst eiga við að kveðja vin minn, Guðna Árna- son, með þessum orðum norska þjóðskáldsins, þvi ég tel að Guðni hafi sannað þau, með líf- erni sínu. Hugur minn og fjöl- skyldu minnar fylgir þér yfir móðuna miklu, með sérstöku þakklæti fyrir samveruna og sam fylgdina. Vertu í Guðs friði. Kristján Karlsson. Rauðmagaveiðar hafnar á Skag- animi AKRANESI, 24. marz. — Rauð- maganet, 2 trossur, lögðu Guð- mundur- Þórðarson og Vaidimar Eyjólfsson 20. þ. m. fyrstir manna hér. Hafa þeir vitjað þrisvar og fengið í fyrstu lögn 10, í annarri 12 og loks 23 rauðmaga. Rauð- maginn er venju fremur snemma á ferðinni, en er góður oe feitur. Einhverjir hafa lagt að sunnan- verðu við skagann, en lítið feng ið. Guðmundur og Valdimar leggja vestan við skagann. Hingað komu í morgun tvö dönsk flutningaskip: Aida. með salt, og Leo, sem lestar fiskimjöl. Hér var Lagarfoss í gær og lest- aði frosinn fisk á Evrópumark- að. Tungufoss var hér á föstudag og tók söltuð hrogn. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.