Morgunblaðið - 26.03.1958, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.03.1958, Qupperneq 18
18 Miðvik'udagur 26. marz 1958 — Rafmagnið Framh. af bls. 6 Vegna þess að fólk fer tiltölu- lega varlega með heimilistæki sín, hafa slys af þeirra völdum verið fátíð. Þar af leiðandi er _)essu máli ekki eins mikill gaum- r gefinn og skyldi. Færi að bera á alvarlegum slys- m, myndum við rumska, en þá • of seint að vara við voðanum. í baðherbergjum er algjörlega jannað að setja tengla. Þykir það mörgum kynlegt bann, þar sem tenglar eru leyfðir í þvotta- húsum og jafnvel úti. Þó er leyfi- legt að fasttengja þar raftæki, t. d. þvottavélar. Vegna þrengsla er oft ekki hægt að fasttengja þvottavélar í baðherbergjum, og hefur fólk er notar pau til þvotta, gripið til þess ráðs að láta setja lengla framan við dyr þeirra. Af þessu leiðir oft að snúrur vélanna merjast í sundur í dyragættinni )g getur af þessu stafað veruleg ætta. Þeir sem einna mest kvarta þó fir tenglaleysi í baðherbergjum, aru hinir mörgu notendur raf- magnsrakvéla, en þeim til hug- léttis má geta þess að nú mun vera að koma á markaðinn ný gerð tengla, sem líkur eru til að leyfðir verði í baðherbergjum, en þeir munu eingöngu vera gerðir fyrir rakvélar. Eitt er það í íbúðum manna, em vert er að vekja athygli á, en það eru langar lampasnúrur, sem oft liggja um stofur þverar og endilangar, undir gólfteppum og víðar. Þegar venjulegar silki- snúrur fara að eldast, harðnar gúmmíið, sem er undir silkiávaf- inu. Þarf þá ekki annað en að stigið sé á snúruna eða hún hreyfð á annan hátt, þá molnar gúmmíið og er þá hætta á að leiði saman í snúrunni. Við það getur auðveldlega myndast glóð, sem kveikir í teppum og hús- wu McCall snið / ortízkan. •4- 4- v Glæsilegi, nýu úrval kjólaefna fyrir telpur og fullorðnar. tirval af hnöppum og alls konar smávörur fyrir heimasaum. <■ * + Póstsendum. Skólavörðustig 12. MORCtnVfílAÐIÐ gögnum. — Af þessu hafa orðið íkveikjur hér í bæ. Það er full ástæða til að vara fólk alvarlega við löngum lampa- snúrum, enda óleyfilegar. Látið heldur fjölga tenglunum, því þótt það sé dýrara í svipinn, er það ekkert á móti því tjóni, sem íkveikja getur valdið. Það er í sjálfu sér merkilegt að tryggingafélögin skuli ekki hafa látið mál þetta til sín taka, því af þessum sökum hafa hlotizt all- veruleg tjón. Það hefur mörgum orðið hált á því að gera hreint í kringum lampa og ljósakrónur. Eins og nú er gengið frá lömpum, freistast fólk til þess að gera hrein loft og veggi án þess að fjarlægja vegg- og loftljós. Kemur það þá fyrir að menn reka raka kluta í raf- leiðslur eða þá eins og oft vill verða að fólk reynir sjálft að taka lampana niður, þar eð kostn aðar- og tafsamt er að kalla til fagmenn. Úr þessu mætti auðveldlega bæta. Það ætti aldrei að ganga öðruvísi frá loft- eða veggdósum en svo að í loki dósanna væru felldir litlir tenglar, sem lampan- um væri stungið í. Sá tenglaútbúnaður á dósalok- um, sem nágrannaþjóðir okkar hafa, hentar okkur ekki, en vafa- laust er hægt að fá hentuga tengla, sem eru nægjanlega fyrir- ferðalitlir til þessara nota og er sjálfsagt að stefna að þvi. Þetta myndi hafa mikil þægindi í för með sér fyrir allan almenning. Fólk myndi geta flutt lampa sína til eftir vild, án þess að kalla á fagmann, enda þess háttar snatt- vinna illa séð. Það er í sjáifu sér óeðlilegt að hvert barn skuli geta stungið í samband hvaða lampa eða heimiiistæki sem er, en að kalla þurfi á rafvirkja ef hreyfa þarf lampa í lofti eða á vegg. Það sem hér hefur verið sagt er ekki til þess að fólk fari að óttast rafmagn eða rafmagns- tæki, en full ástæða er til þess að fólk umgangist rafmagnstæki með stökustu varúð og geri allar þær varúðarráðstafanir, sem til- tækar eru. Það er of seint að rjúka upp til handa og fóta þegar skaðinn er skeður og rétt er að minnast þess, að snerting við raf- spennu þá, er við höfum til dag- legra nota, getur hæglega valdið slæmum brunasárum eða jafnvel dauða. Það er von mín að með þessum línum takist að vekja menn til umhugsunar um, hvort ekki sé tímabært að gera frekari varúð- arráðstafanir til aukins öryggis á íslenzkum heimilum. Árni Brynjólfsson. r Afengisvarnar- nefnd kvenna í Rvík og Hafnar- firði ÁFENGISVARNARNEFND kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði hélt aðalfund sinn 11. marz s.l. Á vegum nefndarinnar er nú starfrækt skólaheimili fyrir stúlkur á skólaaldri í Hlaðgerðar koti í Mosfellssveit, í hinum nýju heimkynnum Mæðrastyrks- nefndar. Skólinn nýtur styrks frá ríki og bæ. Forstöðukona heimilisins er frú Jónína Guð- mundsdóttir. Nefndin hefur opna skrifstofu i Veltusundi 3 á þriðud. og föstud. frá kl. 3—5, þar sem veitt er hjálp, þeim sem þangað leita. Stjórn Áfengisvarnarnefndar var öll endurkosin, hana skipa: Formaður: Guðlaug Narfadótt- ir, Varaform.: Fríður Guðmunds- dóttir, Gjaldkeri: Sesselja Kon- ráðsdóttir, Ritari: Sigríður Björnsdóttir, Meðstjórnendur: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Þór- anna Símonardóttir, Jakobína Matthiesen. Á fundinum ríkti mikiii áhugi á bindindisstarfsemi í landinu. Handknattleiksmót íslands A LAUGARDAGSKVOLD voru leiknir þrír leikir í handknatt- leiksmeistaramótinu. Fyrst léku F.H. og ÍR í 3. fl. karla B. ÍR- ingarnir mættu aðeins sex til leiks, en stóðu sig þó furðuvel í FH.-ingum framan af. í seinni hálfleik náðu F.H.-ingar alger- lega yfirhöndinni í leiknum og unnu 26:9. K.R. — Fram 22:20 Þessa leiks var beðið með nokkurri eftirvæntingu. K.R.- ingar hafa ekki náð sem beztum leik nú upp á síðkastið, en Fram á vaxandi liði á að skipa. Fram- arar leiddu leikinn til að byrja með. Þeir léku hratt og ákveðið og tókst að opna vörn K.R.-inga, einkum á miðjunni. Er um 8 mín. voru af leik stóð 4:2 þeim í vil. Þá náðu K.R.-ingar smám saman meiri tökum á leiknum og er um 5 mín. voru eftir af hálfleiknum stóð 12:6 þeim í vil. í lok hálfleiksins, sem lauk 13:10 En Framarar voru ekki á því að fyrir K.R. Seinni hálfleikur var gefa sig, náðu góðum leikkafla mjög jafn. Tvívegis náðu Fram- arar að jafna, en á síðustu mín- útum tryggðu K.R.-ingar sér sigurinn. Leikurinn var allvel leikinn af báðum liðum. Lið Fram hefur ekki leikið betur það sem af er þessu móti. Hraði var meiri en verið hefur hingað til. Þá not- færðu þeir sér mjög vel þann galla í vörn K.R.-inga, hvað mið- herjinn leikur framarlega. Ungu mennirnir Guðjón, Rúnar og Tóti áttu allir mjög góðan leik. Einnig voru Hilmar og Karl sterkir. Lið K.R. lék betur að þessu sinni en að undanförnu. Þó skorti enn á, að liðið leiki eins létt og fyrir áramót. Þá mega þeir vara sig á því, að láta mið- herjann leika jafn framarlega og í þessum leik. Við það mynd- ast hættuleg eyða milli hans og miðvarðar. Framarar munu hafa gert allt að helmingi mark- anna frá þessum bletti. Beztir K.R.-inganna voru Þórir, og Karl. Dómari var Magnús Pétursson. Í.R. — Afturelding 40:23 Það vantaði ekki mörkin í þennan leik, meira en eitt mark á mínútu. Afturelding gekk ekki heil til leiks, því að liðið vantaði þrjá af föstum leikmönnum þeirra. Í.R.-ingar tóku fljótt for- ystuna í sínar hendur og jókst bilið allt til leiksloka. í liði Í.R. bar mest á Gunnlaugi, sem mun hafa gert hvorki meira né minna en 16 mörk, og Pétri, sem er mjög vaxandi leikmaður. Hjá Bolton Sáir-- íði Blackfe Jtií UNDANÚRSLITALEi u bikarkeppninnar fóru , sl. laugardag. Yfir 144 þúsund áhorf endur voru viðstaddir leikina og borguðu samtals 40 þúsund sterl ingspund í inngangseyri. Bolton sigraði Biackburn með tveim mörkum gegn einu, en Manchest er United og Fulham skildu jöfn, tvö mörk gegn tveimur. Blackburn byrjaði vel gegn Boiton og hélt uppi látlausri sókn fyrri helming hálfleiksins. Það kom því ekki á óvart, er liðiö skoraði á tuttugustu mínútu. — Markið gerði miðherjinn Dobing með skalla úr horni. Virtist nú öllu iokið fyrir Boiton, þar eð lið ið var mestallan tímann i vörn og komst ekkert áfram gegn sterkri vörn Blackburn. En á 38. mínútu bilar vörn Blackburn illi lega og miðherji Bolton, Gubb- ings, kemst í gegn og skorar. Innan mínútu brýzt Gubbings aftur í gegn og skorar örugglega. Á einni mínútu hefur leikurinn unnizt og tapazt í senn. Seinni hálfleikurinn minnti mjög á ieik Bolton gegn Úlfunuin í sjöttu umferð. Blackburn hélt uppi iátlausri sókn, en komst ekki í gegnum vörn Bolton, sem lék örugglega út allan leikinn. Fyrirliði Bolton, hinn heims- frægi miðherji Lofthouse gat ekki leikið með í þessum leik vegna meiðsla. Lofthouse hefur leikið mjög vel í vetur og hefur átt mikinn þátt í velgengni iiðsins í bikarkeppninni.Ef Loft- house verður orðinn góður eftir meiðslin jnun hann að öllum lík- indum leika með liðinu í úrslita leiknum á Wembley þ. 3. maí. — Bolton lék á Wembley árið 1953, þegar Blackpool sigraði með 4 mörkum gegn þremur fVSanch. li. Fulham 2:2 Fulham og Manchester United skildu jöfn eftir hörkuspennandi leik. Fulham lék mun fallegri og virkari knattspyrnu en United; og er talið líklegra til sigurs í aukaleiknum, sem fram fer nk. miðvikudag á leikvangi Arsenal í London. Framlína Fulham lék mjög vel, einkum innherjarnir Hill og Haynes, og mynduðust oft hættu leg augnablik innan vítateigs and stæðinganna. Manchester skoraði þó fyrsta markið. Hayn Crowther náði knettinum frá framherjum Ful- ham og sendi hann til Ernie Taylor, sem skaut honum við- stöðulaust inn fyrir vörn and- stæðinganna til Carlton, sem aði með þrumuskoti úti við u. .ig. Stevens jafnaði litlu seinna fyrir Fuiham með send- ingu frá Langley bakverði. Fulham átti nú meira í leikn- um og komst nálægt því að skora þegar hægri útherjinn Dwight brenndi af frá markteig með markið autt. Á 38. min. tókst Fulham þó að skora. Vinstri inn herjinn Haynes náði knettinum í sínum eigin vitateig og sendi hann til Dwight, sem vippaði honum áfram tii hægri innherj- ans Hill. Hiil lék á vörn United og skor- aði af stuttu færi. Þrem mínútum seinna meiddist Langley í árekstri við Dawson miðherja Man. Utd. Langley varð að yfirgefa völlinn, en lék seinni hálfleik á vinstra kanti. Charlton jafnaði fyrir Manch. United, þegar 1 mín. var eítir af fyrri hálfleik. Manch. United tókst næstum því að sigra , þegar Charl- ton skaut þrumuskoti í þversiá, þegar 10 mín. voru til leiks- loka. Sænska knaftspyrnu Aftureldingu var Helgi Jónssen beztur. Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ voru leiknir þrír leikir í Handknatt- leiksmeistaramóti íslands. Fyrst léku Haukar gegn Fram í 3. fl. karla B. Haukar unnu 14:9. Valur — Þróttur 27:22 Valsmenn áttu í vök að verj- ast gegn Þrótturum fyrri háif- leikinn. Vörn Vals var mjög opin og allt spil þeirra mjög í molum. í hálfleik var Þróttur 3 mörkum yfir. í seinni hálfleik náði Valsmenn betri tökum á leik sinum og unnu með 5 marka mun. Beztir í liði Vals voru Geir og Valur. Lið Þróttar var all- sæmilegt framan af, en er liða tók á leikinn urðu leikmennirn- ir staðir og viljalausir. Var engu líkara en þeim væri hjartanlega sama, hvernig leikurinn endaði. Skástir voru Guðmundur og Grétar. Dómari var Frimann Gunnlaugsson. F.H. — Víkingur 22:12 Fyrri hálfleikur endaði 14:4 fyrir F.H. Hafnfirðingar léku á fullum hraða og Víkingar smit- uðust af þeim, og léku með meiri hraða, en þeir réðu við. í seinni hálfleik breyttu þeir um leikaðferð og léku nú afarrólega, sumir gerðu jafnvel ýmiss konar kúnstir með knöttinn. Að visu átti leikur þeirra lítið skylt við handknattleik, en jöfnu héldu þeir við Hafnfirðinga í seinni hálfleik og má það kallast gott. í liði F.H. voru Einar, Ragnar og Birgir beztir. Hjá Víking bar mest á Birni og Axel. Dómari var Karl Jóhannsson. Svíar unnu Dani Oslo, 17. marz 1958. DANIR og Svíar háðu 37. lands- leik sinn í körfuknattleik í Hels- ingborg í gær. Lauk honum með sænskum sigri 17:14. í leikhléi var staðan 7:4. Sænskir höfðu yf- irleitt 3—4 mörk yfir allan tím- ann. í þau 37 skipti, sem þessir að- ilar hafa leitt saman „hesta“ sína, hafa Svíar unnið 30 sinn- um, og aldrei tapað á heimavelli. í gær lauk fyrsta meistaramóti Danmerkur í körfuknattleik. í karlaflokki urðu Árhus Basket- ball Forening fyrstu Danmerkur- meistararnir, en háskólalið frá Kaupmannahöfn sigraði í kvenna flokki. — J.Á. Oslo, 18. marz 1958. NÝLEGA fóru 33 sænskir knatt- spyrnumenn og þjálfarar til Como á Ítalíu, ca. 5 míl. fyrir norðan Milano. Þar munu þeir dveljast í 10 daga á æfingastöð. Þetta er einn liður í undirbún- ingi sænska knattspyrnusam- bandsins fyrir heimsmeistara- keppnina. U.S.S.R. og USA munu heyja landskeppni í frjálsum íþróttum í Moskvu 27.—28. júlí n.k. USA sendir 44 karla og 20 kon- ur til keppninnar. — J.Á. Japönsk glíma í SAMBANDI við íslandsmótið í körfuknattleik fór fram sýning á japanskri glímu að Háloga- landi s. 1. föstudag. Glímuna sýndu tveir flugliðar af Kefla- víkurflugvelli ásamt tveim ung- um glímumönnum sem aðeins voru um 10 ára að aldri. Glímu- mennirnir voru búnir japönskum búningi, eða hvítum kyrtli og hálfsíðum brókum. Sandala sína skildu þeir eftir utan hrings og glímdu berfættir, enda eru fætur mikið notaðir í japanskri glímu. Fyrst sýndu McDonald og Smith ýmis grip og varnar og sóknar- aðferðir, en Bandaríkjamaður út- skýrði fyrir áhorfendum. M. a. sýndu þeir varnir er ráðist er að manni með hníf eða byssu. Þóttu handtökin snör og skemmti leg. Ennfremur fóru þeir í kapp- glímu og tók undir í salnum er kapparnir skullu í gólfið, en í glímu þessari geta menn fengið högg mikil og hörð. Glíma drengj anna vakti fögnuð og ekki sízt er þeir glímdu við hina full- orðnu kappa og skelltu þeim í gólfið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.