Morgunblaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORGVNBL AÐIÐ Föstudagur 28. marz 1958 Mánaðarleg lán úr veðlánakerf- inu miklu minni í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður var Hannibal segist ekki hafa upplýsingai\ sein liggja fyrir framan hann ENN urðu miklar umræður um húsiiæðismál á funúi í neðri deild Alþingis i gær. Þar kom fram, að upphæð þeirra lána, sem veitt hafa verið úr hinu almenna veð lánakerfi á mánuði hver jum, hef- ur verið mun lægri að meðaltali í tíð' núverandi stjórnar, en var, er Sjálfstæðismenn áttu sæíi í ríkisstjórn. Þá vakti það sérstaka athygli, að Hannibal Valdimarsson neit- aði því, að hann hefði tölur um lánveitingar úr bygginga- sjóði ríkisins fyrir árin 1957 og 1958 hvort um sig, en síðar sann- aðist, að þær voru í skýrslu, sem hann var að lesa ýmsar aðrar töl- ui úr. Á fundinum í gær fór fram 3. umr. un» stjórnarfruxnvarpið um nokkrar smábreytingar á húsnæð ismálalögg j öf inni. Jóhann Hafstein tók fyrstur til máls og sagði m.a.: Ég hef nú í höndum nokkru fyllri upplýsing- ar en við 2. umr. þessa máls um lánveitingar til íbúðabygg- inga á undanförnum árum, og er ástæða til að þær komi fram, þar sem hér urðu deilur um at- riði, sem ættu að liggja ljós fyr- ir. , Að vísu ræddu menn nokkuð hver um sitt atriði í umræðun- um um daginn, — ýmist heildar- upphæð allra ibúðalána til langs tima eða upphæð þeirra lána einna, sem veitt hafa verið úr hinu almenna veðlánakerfi, sem nú er nefnt byggingarsjóður ríkisins. Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra sagði, að í skýrslum Landsbankans um fyrra atriði væru áætlunarupp- hæðir að nokkru leyti. Það skipt- ir ekki miklu máli. Um hitt ætti ekki að þurfa að deila, hve mik- ið hefur verið lánað úr veðlána- kerfinu, en því hefur verið hald- ið fram, að Sjálfstæðismenn hafi brugðizt fyrirheitum sínum um fjáröflun til þess. Ég hef fengið skýrslu frá veð- deild Landsbankans um afgreiðsl ur lána úr veðlánakerfinu og byggingarsjóði („A- og B-lána“) frá því að slíkar lánveitingar hóf ust á árinu 1955. Ég skal geta þess, að lánaafgreiðslan fer ekki fram sama dag og úthlutun lán- anna, en þar skeikar ekki svo miklu, að heildarmyndin raskist. Niðurstöðutölur úr skýrslunni eru þessar: 1955: Frá því afgreiðsla lána hófst 2. nóv. og til áramóta voru afgreidd lán 27.434.000 kr. 1956: Fyrstu 6 mánuði ársins (en þá sat fyrrverandi stjórn að völdum): kr. 42.065.000 kr. Síð- ustu sex mánuðina: 21.590.000 — eða alls á árinu 63.655.000 kr. 1957: 45.670.000. kr. Alls hafa því verið veitt úr Veðlánakerfinu á árunum 1955— 57 lán að upphæð kr. 136.759.000 kr. Þegar þessar tölur eru athug- aðar, sést, að því fer fjarri, að aukr.ing hafi orðið á lánveiting- um í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skýrslan sýnir, að á síðustu 8 mánuðunum, er fyrrverandi rík- isstjórn, sem Sjálfstæðisflokkur- inn átti fulltrúa í, sat að völdum, voru veittar úr veðlánasjóði 69.499.000. kr. eða 8,7 millj. kr. að meðaltali á mánuöi Siðan núverandi ríkisstjórn tók við og til síðustu áramóta var heildarupphæð lánanna 67.260.000. kr. eða 3,7 miilj. kr. að meðaltali á mánuði Þess er og að geta, að núver- andi ríkisstjórn byggir aðgerðir sínar í húsnæðismálunum að langmestu leyti á þeim grund- velli, er fyrrverandi stjórn lagði. Til viðbótar get ég upplýst, að frá s.l. áramótum liefur verið af- greitt í lánum úr byggingarsjóði 34.069.000 kr., og sýnir það, að mikil lánaafgreiðsla hefur farið fram í sambandi við bæjarstjórn arkosningarnar. Var þá gripið til þess að fá lán út á tekjur, sem til áttu að falla síðar á árinu og er því óséð, hvað verður til ráð- stöfunar hér eftir, og fram til næstu áramóta. , Hannibal Valdimarsson: Jó- hann Hafstein fer hér enn með rangt mál. Ég skal rifja upp, hvað núverandi stjórn hefur gert til að útvega aukið fjármagn til íbúðabygginga: — Fjárveitingar til verka- mannabústaða hafa verið tvöfald aðar með lagaboði, bæði framlög ríkis og bæja. — Ríkisframlagið til útrýming ar heilsuspillandi húsnæðis hefur verið aukið úr 3 í 4 millj. kr. á ári. — Veðlánakerfið hefur fengið nýja tekjustofna: skyldusparn- aðarfé, væntanlegt fé, sem fæst með frjálsum sparnaði, 1% af tolltekjum ríkisins og % af stór- eignaskattinum. Jóhann Hafstein las hér skýrslu um afgreidd lán, en það er út- hlutunin, ákvarðanir um lán- veitingar, sem máli skipta. Út- hlutunin hefur verið þessi skv. skýrslu húsnæðismálastofnunar- innar: 1955: 34.559.000 kr. 1956: 40.789.000 kr. 1957 og þar til lokið var í þess- um mánuði lánaúthlutuninni, sem hófst í nóvember: 65.436.000 kr. (Jóhann Hafstein grípur fram í: Er ekki til sundurgreint, hve mikið var lánað 1957?) Hér er engin sundurgreining, allt féð var útvegað 1957. Og svo er verið að tala um kosningaúthlutun. Ég get ekki gert að því, hvenær kosið er, kosningar eru ákveðnar í lögum. Mér þykir leitt, að ég hef ekki skýrslu Framkvæmdabankans um fjárfestingu í íbúðum, en þar kemur fram, að um verulega aukningu var að ræða á árinu 1957, alls 30 millj. að mig minn- ir. Jóhann Hafstein: Ég hef aðeins farið hér með það, sem rétt er. Það verður hins vegar ekki sagt um félagsmálaráðherrann. Hann les skýrslu um lánveitingar síðan 1955. Þegar kemur að 1957 hikar hann, gefur síðan upp heildartölu lánanna bæði 1957 og fram í þenn an mánuð og segir svo, að gefnu tilefni frá mér, að ekki liggi fyrir tala um lánveitingar 1957 sérstaklega. Ég hef hér afrit af skýrslw þeirri, sem ráðherrann hafði fyr- ir framan sig í ræðustólnum. Þar stendur, að lánveitingarnar 1957 hafi numið 43.174.000 kr. og lán- veitingar frá áramótum til 14. marz s. 1. 22.262.000 kr. Mismunur sá á árum í skýrslu minni um lánaafgreiðslur og skýrslu ráðherrans um lánaút- hlutanir stafar af því, að lánin eru afgreidd nokkru eftir að ákvörðun er tekin um þau. En hann skiptir alls engu í þessu sambandi og breytir engu um þá staðreynd, að í tíð núverandi stjórnar hefur minna verið lán- að úr byggingasjóði en áður var. Ráðherrann var hér að tala um aukin framlög til verkamannabú- staða. Um þau var alls ekki ver- ið að ræða, heldur um lán úr byggingasjóði, sem hann sjálfur vildi halda sig við við 2. umr. um málið. Það er einnig líklegt að fjárfesting til íbúða hafi auk- izt 1957, enda var skriðan kom- in af stað og hlaut að aukast. Þá vék ráðherrann að því, að ríkisframlag til heilsuspillandi húsnæðis hefði verið aukið úr 3 í 4 millj. á ári. Árið 1955 var sett sú meginregla, að ríki og bæjarfélög legðu jafnmikið fram, en ekki var þá vitað um framlög bæjanna og ríkisframlagið sett 3 millj. Er í Ijós kom, að meira þurfti var veitt til viðbótar af tekjuafgangi 1955. f tíð núver- andi stjórnar hefur rikið dregizt langt aftur úr bæjarfélögunum með framlög sín. Svo segir ráðherrann að nýir tekjustofnar hafi fengizt með lögum. Hann sleppir því, að um aðaltekjustofn byggingarsjóðs er ekkert í lögum, en það eru fram- lög banka og sparisjóða. Um þau er samið á grundvelli sparifjár- myndunarinnar, og urðu þau minni á s. 1. ári en áður. Aðal- atriði málsins er, að fólkið fékk minna lánsfé á árinu 1957 en áður var. Miklar umræður urðu enn um málið. Hannibal Valdimarsson sagði, að í skýrslu húsnæðismála- stofnunarinnar væri tekið fram, að sama úthlutunin hefði staðið yfir frá þvi í nóv. þar til í þess- um mánuði. Jóhann Hafstein sagði, að tölurnar stæðu í skýrsl- unni greinilega sundurgreindar fyrir 1957 og 1958. Hannibal Valdimarsson sagði, að í skýrslu sína vantaði ýmsa liði, er máli skiptu, m. a. lán til sveitanna, svo og 4 millj. frá tryggingafélögum og 2,5 millj. frá Sparisjóði Reykjavíkur, er út- hlutað væri eftir sömu reglum | og húsnæðismálastjórnin notar. Bjarni Benediktsson ræddi nokkuð um lánveitingar Spari- sjóðs Reykjavíkur. Hann sagði,1 að sjóðurinn hefði samþykkt að láta með ákveðnum skilyrðum tiltekna fjárhæð til lánveitinga eftir regium húsnæðismálastofn- unarinnar. Um það hefði ekki verið endanlega samið, en til lánveitinganna kæmi ekki fyrr en á þessu ári, svo að blekkjandi væri að telja, að upphæðina vantaði í skýrslu um þær lán- veitingar, sem farið hefðu fram — Genfarráðsfefna Frh. af bls. 1 inn, til að tryggja sem mest magn fæðu og annarra afurða sjávar- ins. Ráðstafanir til verndunar fiskstofninum skulu gerðar til þess að tryggja fyrst og fremst öflun matvæla til manneldis". Síðari málsgreininni var bætt við frumdrögin ao uppkastinu eft ir breytingartillögu frá sænska fulltrúanum, og var sú breyting- artillaga samþykkt með 32 atkv. gegn 7, en 26 ríki sátu hjá. Reglugerðin hlýtur ekki gildi fyrr en liún hefur verið sam- þykkt af ráðstefnunni í heild. Nefndin ræddi síðan uppkast að annarri reglugerð þar sem segir: „Þegar þegnar ákveðins ríkis stunda fiskveiðar á ein- hverju svæði hafsins þar sem þegnar annarra þjóða fiska ekki, þá á þetta ríki að gera ráðstaf- anir til að setja reglur um og hafa eftirlit með íiskveiðum á nefndu svæði, ef það telst nauð- synlegt til að vernda lifandi auð- lindir hafsins“. . 1957. Þess væri og að geta, að aðrar lánveitingar þessa spari- sjóðs til íbúðabygginga yrðu að sama skapi minni, svo að hér væri ekki um aukningu heildar- lána að ræða. Bjarni sagði, að það skipti meginmáli, þegar um það er deilt, hvort lán tilheyra árinu 1957 eða 1958, af hvaða tekjum byggingarsjóðs lánsféð væri fengið. Það væri sannað, að 25 millj. kr. af tekjum ársins 1958 hefðu verið veðsettar til að fá fé í úthlutun, sem nýlokið er, — og lán, sem veitt voru af því fé, ættu að sjálfsögðu að teljast með árinu 1958. Þá sagði Bjarni, að það væri út í bláinn, er Hannibal Valdi- marsson segði, að fleiri tekju- stofnar byggingasjóðs þýddu auknar tekjur hans. Reynslan væri því miður sú, að svo væri ekki, þar sem sparif járaukningin í landinu hefði ekki orðið eins mikil 1957 og áður. Frekari umræður urðu um sparifjármyndunina. — Taldi Hannibal Valdimarsson, að í því sambandi bæri að reikna bapði með veltiinnlánum og spariinn- k LONDON, 27. marz. — Mac- millan forsætisráðherra Breta sagði í dag, að Rússar hefðu gert meira en 50 tilraunir með kjarna- og vetnissprengjur á nokkrum undanförnum árum. Þegar hann var spurður, hvort Rússar virt- ust hafa dregið saman seglin á þessum vettvangi, bæði að því er varðaði umfang og fjölda slíkra tilrauna, svaraði hann: „Þvert á móti“. ★ SINGAPORE, 27. marz. — Hersveitir Dj akartastj órnarinnar sóttu í dag suður á bóginn frá Medan höfuðborg Norður- Súmötru, og var þeim veitt sára- lítið viðnám, segir í fréttum út- varpsins í Djakarta. En útvarp uppreisnarmanna ber á móti þessu og kveður hersveitir upp- reisnarmanna hafa meginhlutann af Mið- og Norður Súmötru á valdi sínu. — Vitnar það 1 Barlian höfuðsmann, yfirmann hersveitanna á Suður-Súmötru, en hann hefur verið hlut- laus fram að þessu. Hann er sagður hafa látið svo ummælt í lútvarp, að uppreisnarmönnum ykist stöðugt fylgi. Óstaðfestar fréttir herma, að stjórnarherinn mæti öflugri mótspyrnu, en sæki samt fram. ■k BONN, 27, marz. — Erich Ollenhauer foringi vestur-þýzkra jafnaðarmanna, sagði í dag, að þeir mundu beita öllum löglegum ráðum, sem tiltæk væru, þ. á m. verkföllum, til að koma í veg fyrir, að stjórnin búi vestur- þýzka herinn kjarnavopnum. — Landvarnanefnd þingsins hefur þegar samþykkt að kaupa 24 eldflaugar af Matador-gerð frá Bandaríkjunum. Eldflaugarnar verða ekki hlaðnar kjarnavopn- um. Þær fara um 1000 km., en ekki er hægt að stjórna flugi þeirra nema fyrstu 400 kílómetr- ana. —■ k BELGRAD, 27. marz. — Júgóslavneskir stjórnmálamenn eru nú að kanna afstöðu ná- grannaríkjanna til nýrrar áætlun ar þess efnis, að sjö ríki á Balk- anskaga komi sér saman um að taka ekki við kjarnavopnum. Ríkin eru Júgóslavía, Ítalía, Grikkland, Búlgaría, Albanía, Ungverjaland og Rúmenía. Það er tekið fram, áð þessari áætlun sé ekki stefnt gegn tillögum Pól- verja um belti án kjarnavopna í Mið-Evrópu. k HÖFN, 27. marz. — Kjarn- orkustöðin í Risö, um 30 km. fyrir vestan Kaupmannahöfn hefur komizt að þeirri jiiður- stöðu, að kjarnageislun í Dan- mörku hafi aukizt verulega. Er talið að geislunin sé fimm til tíu sinnum meiri en eðlilegt sé. Þessarar aukningar varð fyrst vart 21. jmarz og er hún sett í lánum í bönkum og sparisjóðum. Þeir Jóhann Ilafstein og Ölafur Björnsson töldu þetta alrangt og benti Jóhann á, að aðeins hefur verið reiknað með spariinnlán- um, þegar ákvarðanir hafa verið teknar um framlög bankanna til íbúðalána á grundvelli aukningar sparifjárins hjá þeim. Ólafur benti á, að í skýrslum hagstof- unnar og Landsbankans væri aukning veltiinnlána ekki talin sparif j áraukning. Að umræðunni lokinni var frumvarpið sent efri deild með atkvæðum stjórnarliða. Tíðindalausf, segir Townsend LONDON, 27. marz. — í dag gaf Peter Townsend, hinn heims- kunni vonbiðill Margrétar Breta- prinsessu, út eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Það er alls engin ástæða til að ætla, að fundur minn við Margréti prinsessu breyti á nokk- urn hátt því ástandi sem prinsess- an gaf sérstaka yfirlýsingu um haustið 1955“. samband við tilraunir Rússa með kjarnavopn undanfarið. k GENF, 27. marz. — Kjarn- orkusérfræðingar frá Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum komu saman í Lausanne í dag til þriggja daga ráðstefnu um áhrif kjarnageislunar í heiminum. Ráðstefnuna sækja 165 vísinda- menn. — Krúsjeff Frh. af bls. 1 uði. Þá bauð hann sig fram I f jarlægu héraði í Suður-Rúss- landi, Maikop-héraðinu, og þótti mörgum sem það væri fyrirboði falls hans. GerSi betur cn Stalin Krúsjeff hefur nú rutt öllum keppinautum sínum úr vegi. — Beria var drepinn í desember 1953. 1 júní 1957 rak hann Mal- enkov, Molotov og Kaganovitsj í „útlegð", en þeir voru allir gaml- ir valdamenn í flokknum. I októ- ber sl. losaði hann sig loks við Sjúkov landvarnaráðherra, sem hafði stutt hann í baráttunni við þremenningana. Scgja má, að Krúsjeff liafl staðið sig belur en Stalin í valda- baráttunni. Stalin stjómaði llúss- landi i 15 ár sem framkvæmda- stjóri kommúnislaflokksins, áður en hann varð líka forsætisráð- lierra árið 1941. Krúsjeff varð framkvæmdastjóri flokksins viku eftir dauða Stalins og nú, 5 árum síðar, tekur liann líka við cmbætti forsætisráðherra. Vestrænar skoðanlr Blöð á Vesturlöndum líta yfir- leitt svo á, að hin „samvirka for- usta“ í Kreml sé nú úr sögunni. Nú hefur Krúsjeff fengið löglega heimild til að tala máli Rússa á ráðstefnu æðstu manna. Nú mun hann einnig undirskrifa bréfin til leiðtoga Vesturveldanna. Flestir eru sammála um, að rússneskt stjórnarfar sé að komast i sama horf og á dögum Stalins, en menn efast um, að harkan verði jafnmikil. Ekki er búizt við breytingum á utanríkisstefnu Rússa, þar sem hún hefur raun- verulega verið ákveðin af Krús- jeff síðustu 2—3 árin. k Þegar æðstaráðið hafði kosið Krúsjeff forsætisráðherra sam- kvæmt tillögu Vorosjilovs for- seta Sovétríkjanna og hann hafði þakkað fyrir sig, hóf hann þriggja stunda ræðu um land- búnaðarmál, sem að mestu fjall- aði um traktora. Eftir ræðu hans var þingfundi slitið, en á morgun munu deildir þingsins koma saman hvor fyrir sig. Búizt er við, að þingið verði kallað á sameiginlegan fund á laugardag, og að þá muni Krús- jeff skýra frá stjórnarmyndun. Fréttir í stuttu máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.