Morgunblaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. marz 1958
MORCVKBLAÐIÐ
17
Unnur Hoigadóttir
Minning
í DAG verður til moldar borin
Unnur Helgadóttir, sem lézt í
Landsspítalanum 17. þ.m.
í>að er sagt að það sé gott að
eiga sér vini á meðan maður er
ungur, en það er sannarlega enn
betra, þegar lengra er komið á
lífsleiðina, því í æsku eru vinirn-
ir, sem annað eins og sjálfsagðir,
en seinna finnum við fyrst hve
dýrmætir þeir eru. En það er svo
um það eins og svo margt annað,
sem forsjónin miðlar okkur af
gæðum sínum: „Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur“.
Unnur Helgadóttir var fædd
10. sept. 1911 í Hjörsey á Mýrum.
Foreidrar hennar voru þau hjón
in Helgi Guðmundsson bóndi í
afbrigðum vel, sérstaklega eftir
að heilsu hennar hrakaði, og auð-
sætt var, að hverju stefndi. Vil
ég fyrir hönd aðstandenda henn-
ar færa þeim hjónum hjartans
þakkir fyrir góðvild þeirra og
umhyggju.
Öll orð verða svo fátækleg,
þegar við stöndum gagnvart gát-
unni miklu, dauðanum. Mirjning-
arnar koma og fara gegnum huga
minn. Minningar um glaðværa
æskudaga, minningar um sam-
eiginlega gleði og vonbrigði
hversdagslífsins, en þó fyrst og
fremst minningar um tryggð þína
og vináttu, sem aldrei brást.
Þú vars aldrei gestur í lífi vina
þinna, þú varst hluti að þeim
sjálfum.
Trú þinni á lífið, glaðværð
þinni og hjálpsemi miðlaðir þú
öllum sem þú hittir á leið þinni.
Á stundum fannst okkur sem
þekktu þig bezt, samvizkusemi
þín ganga úr nófi en nú opnast
augu okkar fyrir þeim eiginleik-
um ennþá betur þegar þú ert
horfin, hve flekklaus þú varst í
lífi þínu og starfi. Sæti þitt var
aldrei autt, þú varst alltaf heil
og óskipt, að hverju, sem þú
gekkst. Skipaðir sæti þitt í lífinu
með prýði.
Kveðjuorð eiga þetta ekki að
vera, því áður en varir hittumst
við aftur bak við móðuna miklu,
sem skilur okkur að í bili.
Því þegar ein hurðin lokast,
opnast önnur.
Ég trúi því, Unnur mín, að
þar bíði þín það hlutverk, sem
þú undirbjóst með lífi þínu, á
meðan þú dvaldist hér með okk-
ur.
Þóra Einarsdóttir.
Skólafálk
Loksins er hún komin bókin, sem allt skólafólk
hefir beðið eftir. Hún heitir Skólaminningar og er
smekklega út gefin og kostar aðeins 45.00 kr. og
fæst í öllum bókabúðum í bænum.
Keflavík
Til sölu íbúðarhæð 112 ferm.
4 herb. og eldhús ásamt geymslu í kjallara. íbúðin
er í ágætu standi og á góðum stað.
Nánari upplýsingar gefur
Tómas Tómasson lögfr., Keflavík.
Hjörsey Sigurðssonar bónda s.st.
og Jóhanna Ólöf Jónatansdóttir
bónda í Hjörsey Salómonssonar
frá Tandraseli í Borgarhreppi.
Unnur ólst upp með foreldrum
sínum í Hjörsey, þar til árið 1917
er þau brugðu búi og fluttust til
Reykjavíkur með fjölskyldu sína.
Þau Helgi og Jóhanna eignuðust
átta börn, og var Unnur yngst
þeirra systkina. Af þessum stóra
barnahóp eru aðeins þrjú á lifi,
en þau eru: Guðmundur, Hall-
dóra og Ólöf, öll heimilisföst hér
í Reykjavík. Þau sem látin eru
auk Unnar voru: Jón, elzta barn
þeirra hjóna, dó á fyrsta aldurs-
ári, Helgi d. 1921 25 ára að aldri,
Ágústa dó í sömu vikunni, aðeins
18 ára, og Jónatan d. 1948 einnig
á bezta aldursskeiði.
Frú Jóhanna lézt árið 1933, og
Helgi maður hennar 1948.
Unnur stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum, og útskrifaðist
þaðan 1933. Næstu 10 árin stund
aði hún verzlunarstörf, þar til
árið 1943, er hún réðst sem skrif-
stofustúlka til Landsambands
iðnaðarmanna, og vann þar til
hún veiktist í júní sl.
Sl. fjögur ár bjó Unnur hjá
þeim mætu hjónum Guðmundi
Thoroddsen og frú Linu konu
hans. Reyndust þau henni með
Málfundafélagift
dfllNN
minnist tuttugu ára afmælis með hófi í Sjálfstæðishúsinu
í kvöld. Samkvæmið heist með sameiginlegu borðhaldi
kl. 7 síðdegis.
Flutt verða stutt ávörp meðan á borðhaldi stendur.
Á eftir verða skemmtiatriði.
1. Árni Jónsson tenor.
2. Brynjólfur Jóhannesson leikari.
3. ? ? ?. ? ?
4. Hjálmar Gíslason gamanleikari.
5. Dans.
Aðgöngumiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 3—6
síödegis. Ekki samkvæmisklæðnaður.
Aðalfundur Félags
sslenzkra
stórkaupmanna
verður haldinn í Tjarnarcafé niðri, laugardaginn 29. marz
næstkomandi, kl. 12 á hádegi, og hefst fundurinn með
borðhaldi.
Venjuleg aðalfnndarstörf skv. félagslögum.
Verðlagsmálin.
Mjög áríðandi er, að félagsmenn fjöhnenni á fundinn.
Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna
skrifstofu félagsins þátttöku sína í símum 1-5407 og
og 1-98-13. STJÓRNIN.
I
Kjötiðnaðarmaður
Óskum að ráða til okkatr vanan
kjötiðnaðarmann 1. apríl.
SÍLD & FISKUR
Bergstaðastræti 37
Prýðið heimili yðar með há-klassískum listaverkum!
Knattleikur. Afsteypa af marmaramynd í ríkislistasafninu
í Aþenu. Myndin er frá árinu 510 f.Kr.
Snorrabraut 48. Sími 11912.
Húsgagnavcrzlun
Aðeins örfáar afsteypur
þessarar myndar verða
seldar í dag og næstu
daga í húsgagnaverzlun-
inni SnSorrabraut 48.
TILVALIN
TÆKIFÆRISGJÖF
Prýðið heimili yðar með
há-klassískum listaverk-
um.
BÚSÁHÖLD
HLÍÐARBÚAR
NýkomiS svarl kliaki og 5aðrir
litir. — Mislitt lcreft 140 cm.
breitt. Hvítir og drappaðir
storesar. —
Blönduhlíð 35
Stakkahlíðar-
megin.
PÁLL S. PÁLSSON
liæstarcttarlögmaðui.
Rankastræti 7. — Sími 24-200.
A uglýsendur !
Allar auglýsingar, sem
birtast eiga í sunnu-
dagsblaðinu, þurfa að
hafa borizt fyrir kl. 6
á föstudag.
Erindrekastarf
Stórstúka Islands vili ráða erindreka.
Þeir, sem kynnu að hafa hug á starfinu, snúi sér
til skrifstofu Stórstúkunnar, Fríkirkjuveg 11, fyrir
1. maí n.k.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
með búðarplássi ca. 100 fermetrar á götuhæð við
miðbæinn (25 metra frá Laugaveginum) er til
leigu fyrir þrifalegan iðnað frá 14. maí n.k.
Upplýsingar gefa
Lögmenn
Geir Hallgrímsson
Eyjólfur Konráð Jónsson
Tjarnargötu 16. — Símar 1-1164 og 2-2801.
Aluminium
SUÐUPOTTAR
SKAFTPOTTAR
MJÓLKURBRÚSAR
SKÁLASETT
VATNSGLÖS
HITAKÖNNUR
HITABRÚSAR
ÞVOTTAFÖT, emel.
NÁTTPOTTAR
Eggert Kristjánsson & Co., H.f.
Símarr 1-14-00
J