Morgunblaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 15
Föstudagur 28 mar7 1958 Moncinvnr AfíiÐ 15 Frá síðasta aðalíundi Oðins. samheldni félags- og flokks- manna. Auðvitað eru málefni Sjálf- stæðisflokksins stór liður í s'tarf- seminni og má þar til netna kosn ingar, sameiginlega fundi o. fl. Félagslífið er fjörugt. Það eru haldnar skemmtanir fyrir félaga, einnig fyrir börn þeirra, farnar skemmtiferðir, skógræktarferðir, berjaferðir, auk þess sem gengizt er fyrir fjáöflunar-skemmtunum, að ónefndnum almennum fund- um. Það er ánægjulegt þroskamerki®* í félaginu að félagafjölgun hefir aldrei verið meiri en á síðasta starfsári. Það er ósk mín á þessu af- mæli að sem flestir ungir menn sameinist undir merki Óðins og Sjálfstæðisstefnunnar og berjist þar fyrir framgangi hagsmuna íslenzkra launþegasamtaka svo að verkalýðshreyfingin megi heimta frelsi sitt úr viðjum kommúnismans. * Matthías Olafsson — minning „Hóglega hæglega á hafsæng þýða sólin sæla! síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þín farin yfir frjóvga jörð“. MATTHÍAS Ólafsson fæddist í Reykjavík 2G. febrúar 1922. Son- ur Ólafs H. Matthíassonar og konu hans af fyrra hjónabandi, Sigrúnar Guðmundsdóttur. Matthías mun hafa verið þriggja ára er hann veiktist af berklum. í rúm þrjátíu ár hefur hann dvalið lengur eða skemur í sjúkrahúsum, en aldrei var æðr- azt, aldrei kvartað, aldrei miðað við aðra, aðeins þakkað fyrir sig og beðið fyrir öðrum. Þannig leið líf þessa unga manns er aldrei hlaut sjálfur það er hann óskaði öðrum til handa. Nei, ævi hans varð ekki löng og hún var þögul barátta. Leiðir okkar Matta lágu saman er við vorum ungir að árum og sú vinátta er við þá bundumst hélzt fölskvalaus alla tíð. Árið 1940 gekkst Matthías und- ir mikla aðgerð norður á Akur- eyi'i og fyrir fjórum árum var gerð ein af mörgum aðgerðum á honum í heilsuhæli í Danmörku. Nú er þessu lokið og' friður fenginn. Matthías lætur eftir sig unn- ustu, Guðrúnu Jónsdóttur. Þau eignuðust tvö börn, Ólaf Hauk, sex ára gamlan, sem dvelst hjá afa sínum, og Lilju, þriggja ára. Bæði voru börnin foreldrum sín- um til yndisauka. Þeim öllum fylgja hlýjar samúðarkveðjur og sömuleiðis foreldrum hans og bróður, Torfa. Vér biðjum þig, ó herra liár, ver hjá oss alla stund. Þyrnana brjót og þerra tár þurrka burt hjartans und. Þú ert hinn sami aldir, ár eilíf þín líknarmund. Megi vini mínum verða að bænum aínum. „Hníg þú hóglega í hafskaut mjúka, röðull rósfagur, og rís að morgni, frelsari, frjóvgari fagur guðs dagur, blessaður, blessandi blíður röðull þýður". Sigfús Halldórsson. Saguröur Péturssora frá Sauðárkróki — Minning SKAGAFJARÐARHÉRAÐ hefir alið margan dáðríkan dreng og göfuga konu, enda er héraðið vel til þess fallið að ala upp stór- menni. Hinn mikli, rishái fjalla- hringur beinir ’nuganum upp á við, — hærra, æ hærra. upp í „nóttlausa voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“. Hinar dreym- andi ár og vötn, sem liðast eftir héraðinu alla leið til sjávar, minna á að „elfa tímans aldrei stanzar andartak" og moldin, milda og frjóva býður hverri starfandi hönd öll lífsins gæði og örvar til drengskapar og dóða. í þessu fagra, svipmikla um- hverfi fæddist Sigurður Péturs- son og ólst þar upp. Hann unni héraðinu hugástum og mun hon- um jafnan hafa fundizt að hvergi ætti hann annars staðar heima. Hafa og jarðneskar leifar hans verið lagðar í mjúka mold þess, við hlið frænda og vina. Eigi er ætlunin með þessum línum að rekja ætt né einstök æviatriði Sigurðar Péturssonar; það munu aðrir gera. En ég er einn af þeim mörgu, sem voru svo lánssamir að vera þessum mæta manni samferða um nokk- urt skeið og því eru þessar lín- ur skrifaðar. Samfylgd okkar varð mér námstími og hefir svo — Kjarnorka og kvenhylli Framh. af bls. b' ekki annað en að sýna sig á svið- inu, til þess að vekja hlátur hjá áhorfendum, enda er Sigmundur ákaflega vel gerður frá höfund- arins hendi. Sigrúnu leikur frk. Elín Antonsdóttir, hún hefur leikið áður hér á Selfossi, en aldrei tekist eins vel og nú. Hún hefur ágæta rödd og framsögn hennar er svo skýr að enginn missir orð af því sem hún segir. Doktor Alfreds leikur Ólafur Jó- hannsson. Hann virtist dálítið óstyrkur til að byrja með, en það lagaðist, er líða tók á leik- inn. Hann mætti vera svolítið ákveðnari, annars var leikur hans góður. Sigurður Ingimundarson leikur Epihara prófessor. Þetta er mjög lítið hlutverk, en Sigurði tekst að gera því þannig skil, að hann verður áhorfendum minnis- stæður. Halldór Magnússon í hlutverki Elíasar sjómanns er ágætur. Frú Erla Gránz leikur Gunnu. Hún talar í sama tón og leikur með sama látbragði eins og karlmenn hugsa sér samtöl í saumaklúbbum, sem sagt ágælur leikur. Val sumra leikenda geta orkað tvímælis, t. d. virðist Daníel Þorsteinsson ekki vera rétt „typa“ í Valdemar stjórn- málaleiðtoga. Daníel lék hér í vetur og stóð sig þá með ágæt- um, en það verður ekki sagt um leik hans nú. Um önnur hlutverk virðist ekki ástæða til að fjölyrða. Leiktjöld hefur Benedikt Guð- Ólafur sem dr. Alfreds Kristín sein Addi. og mundsson málað. Þau eru prýði- lega gerð og eiga sinn þátt í því að gera heildarsvip sýningarinn- ar góðan. Framkvæmdastjóri leikfélags- ins er frú Áslaug Símonardóttir. P. París í marz — Franska stjórn- in kvaddi út þúsundir hermanna í dag til að gæta stjórnarbygg- inga og þinghúss þegar Gaillard forsætisráðherra fer fram á traustsyfirlýsingu á morgun. Yfirvöldin óttast að lögreglu- menn Parísar efni til annarrar kröfugöngu á morgun, en á fimmtudaginn umkringdu þeir þinghúsið og héldu því í hei'kvi nokkrar klukkustundir. vissulega orðið fleirum. Því haldbezta námið er, að umgang- ast góða menn. Og Sigurður Pét- ursson var einn þeirra manna, sem hægt er að nema af hagnýt- ustu fræði. lífsins: trúmennsku, drengskap og góðvilja, sem hann átti í rikari mæli en títt er. Sigurður var kominn af traustu og góðu bændafólki og alinn upp í anda íslenzkrar bændamenning- urður einn þeirra manna, sem t vaxa því meir sem þeir kynnast lengur. Hversdagslega var hann fáskiptinn og dulur og mörgum ókunnugum fannst hann kulda- legur, fyrst í stað. En þeir sem þekktu hann vissu, að undir þessari þungbúnu hversdags- brynju sló heitt og tilfinninga- ríkt hjarta, sem ekkert aumt mátti sjá og jafnan var reiðu- búið til að rétta hjálparhönd og halda skildi fyrir varnarlausum, — hjarta, sem gerði annarra sorg- . ir að sínum sorgum og gleði annarra að sinni gleði. Svo vel skildi hann tilfinningar og lífs- kjör annarra. örlyndur var hann, svo sem tilfinningamönn- um er títt, en allra manna sátt- fúsastur, svo að dægurþras og skoðanamunur var honum stundarfyrirbrigði. Minnti það mig oft á orð Emersons um Abraham Lincoin: „Hjarta hans rúmaði alheiminn. Sarnt var þar ekkert rúm fyrir mótgerðir, sem hann varð fyrir.“ Sigurður Pétursson bar í brjósti mjög sterka fullkomnun- arþrá; hann var aldrei ánægður með sjálfan sig. í hjarta hans brann þráin tii að gera jafnan betur. öll slörf sín leysti hann af hendi eins vel og frekast var unnt; samt held ég að honum hafi alltaf fundizt eitthvað vanta. En það er einmitt ein- kenni þei-rra, sem næst standa mannlegri fullkomnun. Vitur maður hefir sagt: „Fullkomnun felst ekki í því, að gera ein- hverja frábæra hluti, heldur hinu, að gera hversdagslega hluti frábærlega vel.“ Sigurður var heitur trúmaður, þótt lítt flíkaði hann því, fremur en öðru. Hugur hans hneigðist mjög til dulspeki, einkum á seinni árum. Oft heyrði ég á honum, að hann leit mjög björtum augum á framhaldslífið og hugði gott til þess, og viss er ég úm, að sól- aruppkoman hefir orðið honum fögur. Samband hans við anda- heiminn var áreiðanlega meira en nokkur vissi; má vera að það hafi að nokkuru valdið því, að hann vissi meira um óorðna hluti og kom færra á óvart, en flestum öðrum. Mætti nefna dæmi um það, hversu framsýni hans forð- aði mönnum og verðmætum frá tjóni, á hættulegum stöðum. Starf Sigurðar fyrir íslenzka sjómannastétt er ómetanlegt, því fullvíst er, að færri vitar væru ar> *”**£*, °,g skyldurækni 1 nú til að lýsa sæfarendum leið starfi, heiðarleik og drengskap í viðskiptum. Mun það hafa orðið honum haldgott veganesti gegn um margþætt og oft ábyrgðar- mikið ævistarf. Störf Sigurðar voru margþætt. En mikinn hluta ævinnar hafði hann á hendi verkstjórn, fyrst í vegagerð og ýmsu öðru og nú síðast var hann verkstjóri hjá vitamálastjórninni í 23 ár sam- fleytt; vann hann þá mest að byggingu nýrra vita og mun hafa byggt nærri sex tugum nýrra vita og sjómerkja, auk íbúðarhúsa og annarra mann- virkja fyrir vitaverði. Hjá yfir- mönnum sínum naut hann óskor- aðs trausts og munu tillögur hans jafnan hafa verið teknar til greina, því öllum var ljóst, að þar fylgdi skörp íhugun hverri ákvörðun og að engu var gengið án rækilegrar athugunar. Við undirmenn sína var hann nærgætinn og umhyggjusamur og allur umbúnaður á vinnustöð- um var traustur og vandaður, svo sem frekast varð á kosið, enda urðu aldrei teljandi meiðsli á mönnum í liði hans, þótt oft yrði hann að etja við hættur og erfið- leika, á óbyggðum eyjum og eyðiskerjum. Og þótt h'ann krefð- ist oft mikillar vinnu af mönn- um sínum, skildu allir, að það var aðeins vegna skyldurækni við starfið, sem honum var trú- að fyrir og áhuga fyrir því að það kæmi að sem beztum not- uin, enda unnu margir hjá hon- um i áratugi. Sigurður Pétursson var mikill að vallarsýn, þrekinn og krafta- legur, enda ramur að afli og full- hugi. Svipurinn var mikill og karlmannlegur, festulegur og drengilegur og vakti traust, þeg- ar við fyrstu sýn, enda var Sig- fram hjá boðum og blindskerj- um við strendur landsins, hefði dugnaðar hans og áhuga ekki notið við. Og líkast þykir mér, að í því starfi hafi hann fundið köllun sina. Því þeir menn, sem bera ljósþrána í brjósti, eru jafn- an ljósflytjendur. Þeir eru geisl- ar frá alheimsljósinu, — vitar, sem senda birtu á leið samtíðar og framtíðar, gegnum móðu og myrkur ára og alda. Starfi þessa merka manns er nú lokið meðal okkar, — manns- ins, sem sannaði svo vel orð spek ingsins Konfuciusar, að „göfug- ur maður er hófsamur í orðum, en eldlegur í starfi“. En hann er ekki horfinn okkur. Traust og vönduð verk hans munu endast í aldir og vera glæsileg minnis- merki um dugnað og skyldu- rækni. En glæsilegast er þó það minnismerkið, sem hann reisti sjálfum sér í vitund okkar allra sem þekktum hann og skildum hugsjónir hans. Hvar sem við sjáum ötulan og skyldurækinn mann að verki, hjálpfúsan mann greiða götu ánnarra eða styðja gott málefni og hvar sem við heyrum viðkvæmt hjarta slá, — þar er mynd Sigurðar Péturs- sonar. Þess vegna kveðjum við þenna góða vin okkar með hin- um fögru eftirmælum Jóns bisk- ups Ögmundssonar, sem hann mælti eftir fóstra sinn: „Hans minnist ég jafnan er ég heyri góðs manns getið.“ Einar Einarsson. Eirs.íK iSMIJ ISDSSON luesiaréllurlöginabiir. HAFSTEIWS SICIJROSSON !ióiniVclóni«!ögiimí' ur. Sími 15407. Skrifstofa, Hafnarstmti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.