Morgunblaðið - 01.04.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.04.1958, Qupperneq 2
2 MORCVNfíL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 1. apríl 1958 Snmkv. skoðanakönnun ætti Dieienbaker að fó meirihlnta OTTAWA 31. marz. í dag, uði, vegna þess að flokkur hans gengu um 7 millj. Kanadamanna að kjörborðinu og skáru úr um það hvort stjórn íhaldsmanna skyldi sitja áfram að völdum, en íhaldsmenn sigruðu í þingkosn- ingunum í fyrra og bundu þar með endi á 22 ára óslitið valda- tímabil frjálslyndra. í dag voru kosnir 265 fulltrúar til setu í neðri deild þingsins, en 831 fram bjóðandi var í kjöri. Diefenbaker forsætisráðherra, foringi íhaldsmanna, sleit þingi í febrúar, eftir að hafa setið í forsætisráðherrastóli í 10 mán- Brennandi skip LONÐON, 31. marz. — 10.000 lesta norskt farþegaskip á leið frá Evrópu til Ástralíu tilkynnti í kvöld, að mikill eldur hefði brot izt út um borð, en það er nú statt á Indlandshafi. Með skipinu eru 1,100 farþegar, og eru um 800 þeirra innflytjendur til Ástralíu. Brezkt skip, sem var í 17 míina fjarlægð, hélt þegar til hjálpar. Verkfall yfirvofandi í Ruhr LONDON, 31. marz — Leiðtogar stáliðnaðarverkamanna í Ruhr- héraðinu í V-Þýzkalandi hafa boðað verkfall í stáliðnaðinum í næstu viku. Hefur einn samn- ingafundur verið boðaður með at- vinnurekendum og verður þá gerð lokatilraun til þess að semja um laun verkamanna. í skoðana- könnun, sem fram hefur farið meðal verkamanna, er Ijóst, að um 80% þeirra eru fylgj^ndi verk falli. Höf ðu étið 8 hunda CHURCHILL, Manitoba. — A dögunum bjargaði ein af flugvél- um kandíska flughersins liðlega fimmtugri eskimóakonu og 14 ára dóttur hennar frá hungurdauða í auðninni í einu af norðurhéruð- um Kanada, skammt sunnan við heimskautsbaug. Kona þessi ásamt dóttur og þrítugum syni hafði orðið viðskila við hóp veiði- manna, sem þau voru með. Komu þau sér upp litlum kofa og hugð- ust bíða þess að einhverjir veiði- menn gengju fram á þau þar. — En þegar þau var farið að skorta tilfinnanlega fæðu — og höfðu etið 8 af 10 hundum sínum — ákvað sonurinn að leggja upp og freista þess að komast á slóð veiðimanna. Heppnaðist þetta — og var boðum komið til kanad- íska flughersins. — Fór lítil flugvél á vettvang mæðgunum til bjargar. hafði ekki nægilegan meirihluta á þingi. Helzta stefnuskráratriði hans í kosningabaráttunni hefur verið aukið verzlunarsamband við Bretland svo og aukinn ríkis- styrkur til landbúnaðarins og hækkuð ellilaun auk margs ann- ars, er lýtur að lýðhjálp, Lester Pearson, foringi íhalds- manna hefur lagt aðaláherzluna á lækkaða skatta og úrbætur, sem komið gætu í veg fyrir at- vinnuleysi. Samkv. skoðanakönnun, sem gerð var um allt land fyrir um viku, ættu íhaldsmenn að hljóta 51% atkv., en frjálslyndir 30%. Á síðasta þingi sátu í neðri deild- inni 113 íhaldsmenn, 108 frjáls- lyndir, 25 samvinnuflokksmenn, 10 frá Social credit-flokknum og 2 óháðir. Balisla æilar að lála kné fylgja kviði HAVANA, Kúbu, 31. marz. — Kúbanska þingið veitti Batista, einræðisherra, í dag aukin völd til þess að láta til skarar skríða gegn uppreisnarmönnum. Mikill viðbúnaður var í höfuðborginni, lögregla og her var vel á verði, en ekki kom til neinna átaka. — Hafa ýmsir foringjar verka- manna, sem grunaðir eru um að styðja uppreisnarmenn, verið handteknir síðustu dagana. Þjóðlcikliúsið og óperan BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi athugasemd frá Þjóðleik- húsinu vegna ummæla Kristins Hallssonar í Mbl. s. 1. sunnudag um ísl. óperu: Kristinn segir að leiga á hús- inu pr. sýningarkvöld á óperunni La Boheme hafi verið 18 þús. krónur og er það rétt. En Þjóð- leikhúsið óskar að taka fram að innifalin í þessari leigu eru laun 35 hljómsveitarmanna og um 40 starfsmanna Þjóðleikhússins sem unnu við hverja sýningu, eða laun samtals 75 manns við hverja sýningu, auk annars kostnaðar. Leiðrétling á kökuuppskrlft Á KVENNASÉÐUNNI s. 1. sunnu- dag varð meinleg villa í köku- uppskrift. — Rétt er uppskriftin þannig: Aflangar smákökur 1 kg. hveiti. % kg. smjörlíki. % kg. sykur. Tæpur peli mjólk 1 sléttf. tesk. hjartarsalt 1 egg. Kort af Öxnadalsheiði. Til vinstri sjást Fremri-K ot, en þar varð flugvélarinnar seinast vart. Lengst til hægri er Bakkasel, en þaðan eru %Yí— 3 km upp að flakinu. Flugslysið Frh. af bls. 1 flugferð sína hér í Reykjavík laust fyrir klukkan 5 á laugar- daginn. Flugvélin, „Cessna 172“, er fjögurra manna vél. Hún er frábrugðin sjúkraflugvél Björns Pálssonar að því leyti, að hún er með kraftminni hreyfil og með nefhjól, í stað hjóls undir stéli, eins og sjúkraflugvélin. Hún flýgur með um 110 mílna hraða. Ferðafélagarnir voru allir í góðum hlífðarfötum, úlpum ut- an yfir dökkum sparifötunum, er þeir settust upp í flugvélina litlu. Áætlað var, að flugvélin lenti á Akureyri um klukkan 6,40 á laugardagskvöldið. Geir Geirsson, flugmaðurinn, var við flugnám í Flugskólanum Þyt og átti skólinn flugvélina. — Hefði Geir átt að Ijúka seinasta skriflega prófinu, í lokaprófi sínu til þess að öðlast réttindi sem at- vinnuflugmaður, í gær. Hann átti nokkru af hinu verklega ólokið. Átti hann að baki sér 160 flug- tíma, en undir atvinnuflugmanns próf er krafizt 200 flugtíma. Að vetri til ber einhreyfilsflug vélum, er þær fljúga milli Reykja víkur og Akureyrar og raunar annarra staða, að halda sig sem næst byggð. Þegar þeir félagar voru komn- ir norður yfir Holtavörðuheiði, munu þeir hafa flogið yfir efri sveitir Húnavatnssýslu — hjá Mælifelli í Skagafirði og Silfra- stöðum og inn í Norðurárdalinn. Þar sást til flugvélarinnar sam- tímis frá Fremri-Kotum og Eg- ilsá. Var klukkan þá um 6.30 um kvöldið. Miðað við hraða flug- vélarinnar og fjarlægðina milli Fremri-Kota og Bakkasels í Öxnadal, er um 5 mín flug á milli þessarra bæja. Flugveðrið á leiðinni var hag- stætt, að öðru leyti en því, að skýjabólstrar munu hafa tekið að myndast yfir Öxnadalsheiðinni og gengið þar á með slyddu- eða hríðaréljum. Akureyrarflugvöll- ur mun hafa gert árangurslausar tilraunir til þess að kalla flug- vélina litlu upp til þess að vara flugmanninn við þessum éljadrög um. Strax klukkan 6.40, er flugvél- in var ókomin til Akureyrar, voru gerðar ráðstafanir til þess að spyrjast fyrir um ferðir vélar- innar. Flugturninn hér í Reykja- vík, með aðstoð langlínustöðvar Landssímans, hélt uppi fyrir- spurnum um flugvélina, og svo sem hálftíma síðar var lýst neyð- arástandi. Þá kom brátt á daginn, að til flugvélarinnar hafði sézt Strandríki hafi einkarétf til fiskveiða innan 12 mílna beltis með ströndum Tillaga Kanada á Genfarráðstefnunni GENF, 31; marz. — Fulltrúi Kanada á Genfarréðstefnunni um rétt- erreglur á hafinu bar í dag fram formlega tillögu þess efnis, að landhelgi verði ákveðin 3 sjómílur, en strandríki fái einkarétt til fiskveiða á 12 mílna svæði. Sagðist hann viðurkenna að 12 sjómílna fiskveiðitakmörk mundu valda aflarýrnun um stundarsakir hjá þeim sjómönn- um sem sækja á fjarlæg mið, en kvaðst ekki vera þeirrar skoðun- ar, að þar yrði um alvarlegt tjón að Tæða. Kvað hann tillöguna borna íram í þeirri von að hun yrði grundvöllur að samkomu- lagi, en ólík sjónarmið hefðu komið fram á ráðstefnurmi. Það hefði tekið 28 ár að koma ráð stefnunni saman — og nauðsyn- legt væri að allt yrði gert til þess að reyna að ná sanrkomulagi um reglur um þessi mál. Þá var felld á nefndarfundi tiilaga Rússa um að banna her- veldum að takmarka siglinga- frelsi á höfum úti vegna heræf- inga á alþjóðasiglingaleiðum og í nánd við strendur erlendra ríkja. Samþykkti nefndin 27 máls- grein þar sem lýst er yfir óskert- um fiskveiðiréttindum allra á út höfum, til þess að leggja sæsíma strengi um úthafsbotn, alls kyns leiðslur — og síðast en ekki sízt: frelsi allra þjóða til þess að fljúga .flugvélum sínum yfir út- höfum. í brezkri viðbótartillögu kvað svo á, að öllum ríkjum bæri að virða þessar reglur með tilliti til hagsmuna annarra rikja. frá Fremri-Kotum í Norðurár- dal, sem fyrr greinir, en í Bakka- seli taldi heimilisfólkið sig ekki hafa heyrt í flugvél. — Þetta beindi athygli flugumferðar- stjórnarinnar að Öxnadalsheiði. — Fyrstu ráðstafanir, sem gerðar voru í þá átt að láta kanna heið- ina fyrir myrkur, var að einn af Föxum Flugfélagsins, sem var á Akureyri, hóf sig upp af Akur- eyrarflugvelli um kl. 7, og skyldu flugmenn skyggnast um eftir hinni týndu flugvél. Jafnframt þessu var leitað til flugbjörgunar sveitanna hér í Reykjavík og eins á Akureyri, er þegar hófu að út- búa leitarsveitir. Þessi fyrr- nefnda flugvél Flugfélagsins, flaug eftir hinni fyrirhuguðu flug leið frá Akureyri. Er kom fram undir Öxnadalsheiði, var hríð á heiðinni. Flugstjórinn varð að hækka flugið og fara hátt yfir fjöllum. — Þegar komið var yfir í Skagafjörð, var þar bjart veður, og þá lækkaði flugvélin aftur flugið og þræddi síðan flugleið litlu flugvélarinnar, eins og gert er ráð fyrir, að hún hafi flogið, allt til Reykjavíkur, en leitin bar ekki árangur. Klukkan um 10,30 á laugardags kvöldið flaug skíðamannasveit úr Flugbjörgunarsveitinni norður á Sauðárkrók, tilbúin að halda þaðan förinni áfram á skíðum, án tafar, norður á Öxnadalsheiði. Áður en lent var á Sauðárkrók, flaug flugvél björgunarsveitarinn ar yfir Öxnadalsheiði. Þá var þar bjart veður. Var þetta gert í þeirri von, að vera mætti, að piltunum á hinni týndu flugvél hefði tekizt að komast lífs af og að þeir hefðu þá kveikt neyðar- bál. — Sú von brást. Kolsvarta- myrkur grúfði yfir allri heiðinni. Flugvélin mun hafa orðið að halda sig í nokkurri hæð til þess að tefla ekki um of í tvísýnu. — Þegar þetta flug ekki bar neinn árangur, var flogið til Sauðár- króks. Þaðan hélt svo Flugbjörg- unarsveitin för sinni áfram, án tafar, áleiðis inn Norðurárdal og upp á Öxnadalsheiði. Um klukkan 10 um kvöldið voru Akureyringarnir ferðbúnir, og fer hér á eftir frásögn af leið- angri þeirra á slysstaðinn. í leiðangri Akureyringanna voru 45 menn og var hon- um skipt í þrennt. Leitaði einn Hörgárdalsheiði, annar fór fram Öxnadal og hinn þriðji beið átekta að Þverá í Öxnadal, tilbú- inn að leita Hólafjall, ef til kæmi. Tryggvi Þorsteinsson skátafor- ingi á Akureyri hafði á hendi stjórn leitarinnar. Var hann í hópi 14 manna er leituðu Öxnadalsheiði. Leitarflokkurinn lagði af stað frá Akureyri kl. 10 á laugardags- kvöldið. Var farið á heimilis- dráttarvél með beltaútbúnaði og á jeppum fram að Engimýri í Öxna dal, en þaðan svo á dráttarvélinni og hengu leitarmenn aftan í henni og létu hana draga sig á skíðum. Sleði var aftan í vélinni og á honum fullkominn útbúnað- ur til þess að veita mönnunum hjúkrun. Einnig var læknir með í förinni. Klukkan um 6.30 um morguninn kom leitarflokkurinn að Bakkaseli og hafði þar enga viðdvöl, en hélt þegar upp á heiði. Fundu leitarmenn flakið af vélinni mjög fljótt og var það ca. 3—400 m vestan afréttargirð- ingar þeirrar, sem er á heiðar- brúninni nyrzt. Var flakið um 30 m norðan vegarins. Hefur vélin senniiega rekið niður hægri væng síðan stungizt ofan í hjarnið, og svo kastazt um 30 m leið og num- ið staðar á hvolfi. Vélin var á vest urleið er slysið varS. Flugvélar- flakið er heillegt en að sjálfsögðu illa farið. Þess var enginn kostur aS senda fólk til leitar frá Bakka- seli, því þar búa aðeins gömul kona og ungur maður, sem ekki gat tekizt ferð á hendur upp á heiði. Ekkert benti til þess að neinn þeirra fjórmenninganna er í flug vélinni voru hafi hreyft sig, eða haft meðvitund eftir að slysið varð. Tveir þeirra hafa henzt út úr flakinu er það nam staðar en tveir voru spenntir niður í sætin. Einn þeirra félaga var með lífsmarki er leitarflokkurinn kom að en hafði þó enga meðvitund. Var þegar dælt í hann hressandi lyfjum og pencillini en slíkt bar ekki árangur. Pilturinn kom aldr ei til meðvitundar og dó á leið- inni til Bakkasels. Hafði verið búið vel um hann í mörgum svefn pokum og hlúð að honum eftir mætti. Leiðangurinn kom til Ak- ureyrar með líkin kl. um 2.30 í gærdag. Veður var þannig á laugardag* kvöldið að bjart var og hiti um frostmark. Var auðvelt að leita um nóttina því tunglskin var. Fólk neðan til í Öxnadal hafði talið sig heyra í flugvél, sem gat verið sú er saknað var, en það mun hafa reynzt einhver önnur. Leitarflokkur beið, sem fyrr seg- ir, að Þverá í Öxnadal reiðubúinn að hefja leit er birti, en áður hafði borizt frétt um að vélin væri fundin. Er flugvélarflakið fannst, var snúið við leitarsveit- inni frá Reykjavík og eins þeirri er lögð var af stað inn á Hörgár- dalsheiði. Á það skal bent að leit þessi var gerð við mjög ófullkomnar aðstæður hvað farartæki snertir. Enginn snjóbíll er til á Akureyri eða í Eyjafirði. Hefði svo verið er talið fullvíst að komast hefði mátt að flugvélinni eftir tvo til þrjá tíma frá því að leitin hófst eða um miðnætti á sunnudags- nótt. Hins vegar leið um 12 V2 klukkustund frá því að slysið varð og þar til leiðangursmenn komu á slysstað. Upplýsingar þessar um leitar- förina hefir blaðið frá flugbjörg- unarsveitinni á Akureyri. Á Akureyri urðu tíðindin um hina horfnu flugvél almennt kunn milli klukkan 10 og 11 um kvöldið. í Menntaskólanum var þá byrjuð skólaskemmtunin. Skólameistari lét þegar slíta sam komunni, er hann spurði tíðind- in. í gær féll kennsla niður í Há- 4' skóla íslands vegna þessa mikla slyss. Einnig var kennsla látin niður falla í M. A. Þar mun skólameistarinn Þórarinn Björns son minnast atburðarins á Sal í dag. Það er talin sennilegasta skýr- ingin á slysinu, að er litla flug- vélin hafi flogið inn yfir Öxna- dalsheiðina, hafi hún brátt lent í hríð. Þar uppi er allt undir sam felldri fannbreiðu. Hefur allt runnið í eitt, í hríðinni, loft og jörð. Hafi Geir verið að snúa flugvélinni við, er hún snerti jörðina. Er ekki vitað hvort held- ur fyrr hefur snert jörðina nef, hjól eða vængbroddui* hægra vængs. Við það hefur flugvélin stungizt fram yfir sig ofan í hjarnið. Á vegum flugmálastjórnarinn- ar fór Sigurður Jónsson á slys- stað til þess að gera athuganir. Flugráð hélt fund í gær og var flugráðsmönnum þá gerð grein fyrir því sem þá var vitað um aðdraganda slyssins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.