Morgunblaðið - 02.04.1958, Page 3

Morgunblaðið - 02.04.1958, Page 3
Miðvikudagur 2. apríl 1958 MORCUNBT. 4Ðlh 3 Aðalfundur Félags ís- lenzkra stórkaupmanna Aðalfundur Félags íslenzkra | stórkaupmanna var haldinn laug j ardaginn 29. marz í Tjarnarcafé. | Formaður stjórnarinnar. Páll Þorgeirsson, flutti skýrslu félags stjórnar og rakti helztu viðfangs efni félagsins á sl. starfsári. Síð- an gerði gjaldkeri félagsins, Bjarni Björnsson, grein fyrir reikningum -félagsins, en annar fulltrúi F.Í.S. í stjórn ísl. vöru- skiptafélagsins s.f., Karl Þor- Aftankul ÞAÐ er ætíð bókmenntalegur viðburður er Jakob Thorarensen sendir frá sér nýja bók. Ofan- nefnd kvæðabók barst mér fyrir tveimur dögum, hef ég ekki orð- ið hennar var fyrr, enda þótt út- gefendur (Helgafell) prenti á forsíðu, að bókin sé .gefin út 1957. Bókin er 128 blaðsíður og í henni eru 48 kvæði, öll ný, eða óprentuð áður a. m. k. í. bók, þó hef ég séð eitthvað af þeim á prenti, svo sem Ávarp fjallkon- unnar og ég held, Til samferða- manna. Jakob Thorarsensen er gagn merkt skáld, enda löngu í fremstu röð þjóðskálda og margir telja hann bezta ljóðskáld núlif- andi. Ekki vil ég um það dæma, að svo stöddu, en víst er það, að hann er mikið skáld og mikill gáfumaður, fastur í rásinni. Hann mun aldrei hverfa frá hefð- bundnu íslenzku formi í kveð- skap og aldrei mun hann senda frá sér neitt bull og aldrei setj- ast niður við að yrkja um „eitt- hvað“. Hann veit ætíð hvað hann er að gera. Ef gripið er niður í einhverja bók hans, hvort heldur er kvæði eða sögur, bregzt aldrei að þar er eitthvað umhugsunar- vert á ferð. Kraftur og nokkur óvægni, hreinskilni og skarp- skyggni einkenna allt er Jakob skrifar. Hann tekur skáldskap- inn alvarlegum tökum, ber virð- ingu fyrir sinni köllun sem skáid og þeim skáldum, sem hann met- ur nokkurs, en fyrirlítur þá menn af heilum huga, sem hann telur misþyrma hinni göfugu list — og eru þeir nokkuð margir. Oft bregður hann fyrir sig glettni og jafnvel kaldhæðni — svo og góð látlegu spaugi. Það hefur sann- azt og mun sannast betur síðar að skáldskapur Jakobs Thorar- ensens verður mikils metinn og sennilega mun hann vaxa löngu eftir að hann er farinn til feðra sinna, meðan nokkur töggur er í þjóð vorri. Ég geri ráð fyrir að hann verði settur á bekk með, Stephani G., Grími Thomsen og öðrum slíkum, enda telja margir að hann hafi unnið sér sæti á þeim bekk. Ég ætla ekki að skrifa neinn ritdóm um einstök kvæði í bók þessari. Flytur hún fjölbreytt efni. Það dylst engum að kvæðm eru öll góð og mörg ágæt. Ann- ars er það svo með kvæði Jakobs Thorarensen, fyrr og síðar, að þau fæðast aldrei andvana og er þá mikið sagt. Ég vil, af handa- hófi nefna, úr þessari nýju bók, kvæðin Landið góða, Merk- ishjón, Þrisvar fæddur, Kindin, Jólabrjál, Viðskilnaður, Við Ey- vindarrústir, Daglæti, Apríldag- ar, Jörvagleðir, Jónas og Helgi, Séra Eiríkur í Vogsósum, auk þeirra kvæða, er ég hef áður nefnt og nokkurra ágætra kvæða er hann kvað á ferðalagi um 'Suð urlönd. Það er vandi að velja úr þessum kvæðum, því í bókinni eru einungis úrvalskvæði. Sem sagt, ég hef ekkert út á bókina að setja. Hún er efnis- mikil og skáldið hefursjaldan eða aldrei ort betur. Hann er ómyrk- ur í máli að venju, hugsunin heið rík, dómgreindin skörp, stefnan föst og ákveðin. Þar fer afburða vitmaður og skáld með penna. Þorsteinn Jónsson. steins, skýrði frá störfum þess á si. ári. Guðmundur Árnason, full- trúi F.Í.S. í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, gerði grein fyr- ir störfum og reikningum sjóðs- ins. Að því loknu var gengið til stjornarkjörs og voru kjörnir í stjórn félagsins eftirtaldir stór- kaupmenn: Páll Þorgeirsson, for- maður, og meðstjórnendur þeir Guðmundur Árnason, Sveinn Helgason, Ólafur Ó. Johnson og Tómas Pétursson. í varastjórn voru kjörnir þeir Björn Hall- grímsson og Friðrik Sigurbjörns son. Fráfarandi gjaldkeri, Bjarni Björnsson, baðst eindregið und- an endurkosningu. Endurskoðendur voru kosnir Ólafur fjaukur Ólafsson og Sveinn Björnsson. í stjórn Verzlunarráðs íslands voru þessir menn kjörnir: Páll Þorgeirsson, Egill Guttormsson, Gunnar Guðjónsson og Ólafur Ó. Johnson. Fulltrúar F.Í.S. í stjórn fsl. vöruskiptafélagsins s.f. voru kosnir þeir Karl Þorsteins og Bergur G Gíslason. Á fundinum voru verðlagsmál- in rædd mjög ítarlega. Fundar- menn voru á einu máli um, að nú gildandi verðlagsákvæði væru ó- heyrilega ströng og svo langt frá allri sanngirni, að öllum verzlun- arrekstri væri stefnt í hreinan voða, ef eigi fengist úr bætt. Enda kom það skýrt fram í um- ræðunum, að heildsöluálagning hér myndi vera mun lægri en á nokkru hinna Norðurlandanna. Að lokum var gerð ályktun í sambandi við verðlagsmálin, er stjórn félagsins var falið að vinna að. Friðrik teflir á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 31. marz. — Friðrik Ólafsson, skákmeistari, kom til Sauðárkróks sl. laugar- dag og tefldi þá um kvöldið fjöl- tefli við Sauðkræklinga og aðra úr nágrenninu. Teflt var á 71 borði og fóru leikar þannig að Friðrik vann 61 skák, gerði 7 jafntefli en tapaði 3. Á sunnudaginn tefldi Friðrik samtímaskák á 10 borðum, þar af eina 'blindskák. Úrslit urðu þau að Friðrik vann á 9 borðum þar með blindskákina, en gerði eitt jafntefli. —- Jón. ^iguiOjuni Lmaiaaun. Ný bók eftir Sigurbjörn Einorsson „Opinberun Jóhnnnesnr" í DAG kemur á markaðinn ný og merkileg bók eftir prófessor Sigurbjörn Einarsson, „Opinber- un Jóhannesar". Bókin fjallar um eitt erfiðasta og sérstæðasta rit Biblíunnar, Opinberunarbók- ina, og tímana þegar hún var skrifuð. Kristin kirkja var þá ung, fámenn og snauð, en varð að berjast við ofurefli hins róm- verska heimsveldis, sem þá laut einum versta keisara sínum, Domitianusi. Hann heimtaði al- ger yfirráð yfir sál og samvizku þegna sinna, og má segja að bók- in sé því mjög tímabær nú. Prófessor Sigurbjörn Einarsson leitast við að skýra hið torræða rit í bók sinni. Hann tekur tákn- mál þess og skýrir það og brýt- ur til mergjar. í ýtarlegum inn- gangi gerir hann grein fyrir gerð ritsins, tímanum sem það er samið á, höfundi þess og þeim aðstæðum sem það miðar fyrst og fremst við. Þá er og gerð grein fyrir skýringaraðferðum og gúdi Opinberunarbókarinnar fyrir nu- tímann. Því næst er hún túlkuð vers fyrir vers. Skýringar höf- undar byggjast á vísindalegum rannsóknum nútímans, en efnis- meðferð er alþýðleg og miðuð við það, að hver hugsandi maður geti haft full not af henni og góða hjálp til skilnings á Opin- berunarbókinni. Bók prófessors Sigurbjarnar er 231 bls. í stóru broti, prentuð á góðan pappír og frágangur allur hinn smekklegasti. ísafoldar- prentsmiðja gefur bókina út og verður hún að teljast tilvalin tækifærisgjöf nú um páskana auk þess sem hún er nauðsynleg heimild hverjum þeim sem vill kynna sér efni og tilgang eins umdeildasta rits Biblíunnar. Góður gestur Tónlistarfélagsins FiðiusniIIingurinn Roman Tofenberg leikur hér TÓNLISTARFÉLAGIÐ efnir til tónleika fyrir styrktarmeðlimi sína í kvöld, kl. 9, og á morgun kl. 3 e. h., og verða þessir tón- leikar haldnir í Austurbæjarbíói. Það er hinn kunni, bandaríski fiðlusnillingur, Roman Toten- berg, sem leika mun að þessu sinni fyrir styrktarmeðlimi Tón- listarfélagsins, en hann er nú á leið vestur um haf að aflokinni langri tónleikaferð víðsvegar um Totenberg hefur um langt skeið notið mikilla vinsælda og frægð- ar, og kemur að jafnaði fram oft- ar en 100 sinnum á ári hverju sem fiðluleikari, ýmist með hljómsveitum eða einleikstón- leikum, bæði í Bandaríkjunum og víðar um lönd. Dómar tónlistargagnrýnenda um fiðluleik Totenbergs eru að jafnaði mjög lofsamlegir. Á tónleikunum í kvöld mun Roman Totenberg leika m .a. Sónötu fyrir einleiksfiðlu eftir Bela Bartok, sem aldrei hefur verið leikin hér áður, en þykir eitt af öndvegisverkum i nútíma tónlist. Auk þess leikur hann verk eftir Beethoven, DeFalla, Pagan- ini og Copeland. Það skal sérstaklega tekið fram að tónleikarnir verða að þessu sinni haldnir á öðrum tímum en venja er. Miðvikudagstónleikarn- ir byrja kl. 9 e. h., en tónleik- arnir á fimmtudag (skírdag) fara fram kl. 3 e. h. ui.i-n Toteiibcij Austur- og Vestur-Evrópu. Roman Totenberg er löngu orð- inn þekktur sem afburða góður fiðluleikari, bæði austan hafs og vestan, en hann er fæddur í borg- inni Lodz í Póllandi árið 1913 og flyzt til Bandaríkjanna rúmlega tvítugur að aldri. Hann hlaut því tónlistarmenntun sína aðallega í Evrópu, útskrifaðist úr tónlistar- háskólanum í Varsjá og stundaði eftir það nám í fiðluleik hjá þeim Carl Flesch í Berlín og Georg Enescu í París, en báðir eru þeir heimskunnir kennarar í fiðluleik. Ávarp til Akurnesínga EINS og Akurnesingum er kunnugt hafði Kvenfélag Akra- ness með höndum fjáröflun til byggingar Sjúkrahúss Akraness og var það eitt af höfuð-viðfangs- efnum félagsins um margra ára bil. Margþætt var starf þess til fjáröflunar á þeim árum er hús- ið var enn óbyggt og var þá oft og á ýmsan hátt leitað til bæjar- búa um fjárframlög. Vill Kven- félagið þakka Akurnesingum góða liðveizlu við þessa starf- semi þess. Nú eru senn liðin 6 ár síðan Sjúkrahúsið tók til starfa og þarf ekki að lýsa því fyrir Akurnes- ingum hve mikil blessun hefir fylgt þvi starfi sem þar er unnið. Auðskilið er að mikið vantar á að svo ung stofnun sé fullbúin tækjum, sem þó mega teljast nauðsynleg. Seinustu árin hefir Kvenfélagið selt merki annan páskadag ár hvert og hefur því fé sem safnazt hefur, verið varið til kaupa á ýmsum tækjum. Nú á næstunni bætist Sjúkra- húsinu húsnæði það sem að und anförnu hefir verið 'notað sem íbúð yfirlæknis og verða þar stofur fyrir 8—9 sjúkrarúm og einnig dagstofa sjúklinga, en fyr- ir hvort tveggja er mikil þörf. Og er þá komið að tilefni þess- ara skrifa. Kvenfélag Akraness hefir hug á að leita nú enn til Akurnesinga með beiðni um fjár- framlag til styi'ktar þessu óska- barni allra bæjarbúa. Því fé sem þér góðir Akurnesingar kunnið að fá Kvenfélaginu til umráða að þessu sinni, hyggst það verja til kaupa á innbúi í væntanlega dagstofu sjúklinganna. Öllu því fé sem varið er til að létta sjúk- um þungar byrðar er vel varið. Akurnesingar, Kvenfélagskon- urnar sem koma til yðar annan páskadag n.k. með söínunarlista og biðja um framlag yðar, vona að þér bregðizt vel við og allir leggi eitthvað af mörkum. Hver eftir sinni getu. Margt smátt gjörir eitt stórt. Meg fyrirfram þakklæti . Stjórn Kvenfélags Akraness. Lisfamenn ræða um kirkjumál í KVÖLD — eins og alla mið- vikudaga — er listamannaklúbb- urinn opinn í baðstofu Nausts- ins. Umræðuefni verða í þetta sinn: „Kirkjan og tónlistin". Málshefjandi er dr. Páll ísólfs- son, og umræður hefjast kl. 9 STAKSTEIMAR Villandi leiðbeiningar Halldórs Halldór Kristjánsson, Kirkju- bóli, birtir í gær í Timanum grein, sem hann nefnir: „Viilandi leiðbeiningar“ og verðlauna- mál. Upphaf hennar hjóðar svo: „Bjarni Benediktsson aðalrit- stjóri Morgunblaðsins naut þeirr ar sæmdar á siðasta hausti, að honum voru dæmd verðlaun fyrir góð og snjöll tök á móðurmáli sínu, svo sem frægt er orðið. Verðlaunaíslenzka Þetta kom mér í hug eins og raunar oftar, þegar ég las þessi orð í blaði han: „Vilhjálmur Þór-------veitti Eysteini ekki málfrið (svo!), heldur lét réttunum fylgja ýms ar leiðbeiningar, að vísu villandi á köflum“. Þeir menn, sem svona tala, eru á alþýðumáli nefndir grautar- hausar, því að það er tvennt and stætt, að villa um menn og leið- beina mönnum. Það sem er vill- andi getur aldrei kallast leiðbein- ing“. Hér kemur enn fram, að Tíma menn telja, að aðrir hefðu frem- ur átt að fá þessi verðlaun en sá, sem þau hlaut. Enda eru þeir sjálfir ósparir á leiðbeiningar um, hvernig rétt mál skuli rita. Sjálfsagt er að taka öllum leið- réttingum með þökkum, því sð svo lengi lærir sem lifir. Lakara er þó, ef sá, sem með yfirlæti segist kunna skil á leiðinni beinir manni inn á ranga braut. Svo hefur Halldóri farið hér, því að flestir aðrir en hann vita, að því miður er hægt að beina vegfar- anda jafnt á ranga leið sem rétta. Það var því í senn rétt að máli og efni, þegar sagt var um Vil- Vilhjálm Þór á dögunum, að leið- beiningar hans hefðu verið vill- andi. Á sama veg fer Halldóri Krist- jánssyni, þegar hann síðar í grein sinni ræðir um „þjóðhollustu“ Alþýðubandalagsins og styður hana við hógværð bandalagsins í kaupgjaldsmálum. Sú leiðbein- ing Halldórs um traust til AI- þýðubandalagsins or mjög vill- andi. Hótanir Hannibals Halldór segir: „Flestum hugsandi mönnum mun koma saman um það, að al- mennar kauphækkanir séu ekki tímabærar hér á landi“. En hvað segir Alþýðubandalag j ið sjálft? Formaður þess, Hannibal Valdi marsson, beitti sér nýlega fyrir uppsögn sjómanna á síldveiði- samningum i sumar. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki kom izt með því að þegja um hana á Tímavísu. En hvað skyldi Tím- inn hafa sagt um þessa uppsögn, ef Sjálfstæðismenn hefðu haft þar slíka forystu sem Hannibal? Þá fær ekki dulizt við hvað I Hannibal á, þegar hann segir hinn 28. marz sl. í Þjóðviljanum: „En minnumst þess þá líka, að áður en varir getum vér þurft að grípa til fyrri baráttuaðferða. Fari svo, verður verkalýðshreyf ingin áreiðanlega tilbúin“. Hér er endurtekin hótunin gamla, að ef kommúnistar hverfi úr rikisstjórn verði gripið til „fyrri baráttuaðferða", þ. e. verk falla eins og 1955. Foringjar kommúnista nota verkalýðsfélögin sem sé einungis sjálfum sér til framdráttar i valdastreitunni og skrökva því til, að þeir tali í hennar nafni, þegar þeir beita þar ýmist ein- ræði eða algerum klíkuskap.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.