Morgunblaðið - 02.04.1958, Side 8
8
MORCVNBLifílh
Miðvikudagur 2. apríl 1958
Júlíus Havsteen fyrrv. sýsfumaður:
Saga kjördœmamálsins
Andmæli Hermanns Jónassonar
o. fl.
Framsóknarmenn risu strax
gegn þessari stjórnarskrárbreyt-
ingu og tók alþingismaður Her-
mj:nn Jónasson fram, sem þá var
fg forsætisráð-
herra eins og
nú, m. a.: „Þær
breytingar,
sem hér er lagt
til að gera,
fara að vísu í
sömu átt og
breytingar
þær, sem áður
voru gerðar á
stjórnskipun-
arlögunum og
stjskr. en ég hygg, að flestir séu
sammála um að sú stjskr. eins
og frá henni var gengið, og sú
stefna sem þar var tekin upp,
bæði að efni og öllu formi, sé
þannig, að fæstir séu ánægðir
með hana og þjóðin er yfirleitt
alls ekki ánægð með hana. Þetta
fyrirkomulag með uppbótarþm.
o. s. frv. hefir alls ekki reynzt
vel, það hefir reynzt illa. Og ég
álít, að þegar við erum að lappa
upp á það fyrirkomulag, sem við
búum viS nú, þá mundi sú stjórn
arskrá, sem við þá mundum fá,
verða ennþá meira óhermi, ef ég
má nota það orð, heldur en sú
sem við höfum núna, eins og það
að ætla að fjölga þm. upp í 54“.
Læt ég nægja þessa glefsu úr
mikilli ræðu, því hún er nokkurs
konar stef, en rétt er að taka og
fram stuttan kafla úr framsögu
ræðu minnihlutans, alþingis-
manns séra Sveinbjarnar Högna-
sonar, því nefnd var skipuð í
þetta mál, sem sjálfsagt var, en
hann segir m. a. svo: ,,Allt okk-
ar stjórnarfyrirkomulag frá
fyrstu tíð, allt frá goðorðunum,
hefur byggzt á sjálfstæðum heild
um, þar sem meirihl. hefur ráð-
ið. Með breytingum 1933 rofnar
fyrst skarð í þetta með uppbótar-
þingsætunum. Hv. þm. hafa séð,
að við þetta hefur stjórnarfarið
í landinu og trúin á lýðræðið
veikzt. Eigum við að halda áfram
að senda minnihl. þingmenn á
Alþing og vita hvort hægt sé að
vinna því virðingu ó þann hátt?
Hinir 11 uppbótarþingmenn hafa
orðið til þess að rýra virðingu
þingsins, og nú á að bæta við
6-8 minnihlutaþingmönnum. Fyr
ir þetta mél á að fórna öllu sam-
starfi og friði, og um það sam-
einast hinar mestu andstæður,
allt frá svartasta nazisma til
rauðasta kommúnisma. Á þeim
degi urðú þeir Heródes og Píla-
tus vinir. Fyrir þetta á e. t. v. að
fórna frelsi, gæfu og gengi þjóð-
arinnar um ókomin ár“.
Þá hélt og alþingismaðurinn
Bergur Jónsson sýslumaður fram
þeirri hugsunarvillu f. h. Fram-
sóknarflokksins, að hlutfallskosn
ingar kæmu aðeins til greina og
ættu aðeins við þegar kjósa ætti
fleiri en tvo. í tvímenningskjör-
dæmum ætti sú kosningaaðferð
alls ekki heima.
Ummæli Jóns Pálmasonar.
Sjálfstæðisflökkurinn stóð með
Alþýðuflokknum nú sem fyrr,
Jón Pálmason
FjórBa og siðasta
grein
um réttlátari kjördæmaskipun og
set ég sem sýnishorn upphafið á
ræðu alþingismanns Austur-Hún
vetninga Jóns Pálmasonar:
„Ég geri ráð
fyrir því, að fá
um hafi dottið j
í hug, þegar
stjórnarskrár-
breytingin var
afgreidd 1933,
að sú lausn,
sem þá fékkst,
yrði látin
standa lengi.
Af þeirri
reynslu, sem
síðar hefur fengizt, verð ég að
segja það, að mig furðar á þeirri
þolinmæði, sem Sjálfstæðismenn
og Alþýðuflokksmenn hafa sýnt
í þessu máli, og að' þeir skuli
ekki fyrr hafa borið fram frum-
varp, er gengi í þá átt að auka
jafnrétti kjósendanna. Ég vil
lýsa ánægju minni á þeirri stefnu
breytingu, sem orðið hefur hjá
Alþýðuflokknum frá því sem
áður var, og tel ég það
góðs vita. Aðalatriði frum-
varpsins er fyrir mér ákvæðin
um hlutfallskosningar í tvímenn
ingskjördæmum, og eins og tek-
ið er fram í greinargerð og í
framsögu, nægir sú breyting ein
næstum því til að jafna at-
kvæðatölu flokkanna. — Ég held
að þessi umsögn grg. hafi við
rök að styðjast. — Hins vegar er
það hreinasta fjarstæða að halda
því fram, eins og hér hefur verið
gert, að hlutfallskosning í tví-
menningskjördæmum rýri vald
sveitanna, og það er líka hrein-
asti misskilningur, að baráttan í
Orðsendtng
frá Hitaveitu Reykjavíkur
Yfir hátíðarnar verður tekið við kvörtunum vegna alvai -
legra bilana á Varðstofu Rafmagnsveitunnar, sítni
1 53 59, milli kl. 10 og 14. Laugardaginn fyrir páska
tekur skrifstofa Hitaveitunnar við kvörtunum milli kl.
10 og 12.
Hitaveita Reykjavíkur.
Til leigu
þessu máli standi um vald bæja
annars vegar og sveita hins
vegar. Og óneitanlega skýtur
skökku við allt tal Framsóknar-
manna hér um ranglæti hlutfalls
kosninga, að þeir sjálfir hafa kom
ið á hlutfallskosningu á fulltrú-
um til búnaðarþings“.
Mikill ágreiningur.
Miklar og heitar umræður fóru
fram á Alþingi um þessa stjórn-
arskrárbreytingu og geta þeir,
sem vilja, lesið ræðurnar í Al-
þingistíðindum 1942, en ég tel
þessi fáu framangreindu sýnis-
horn eða útdrætti úr ræðum
nægja til þess að sýna glöggt af-
stöðu stjórnmálaflokkanna til
málsins.
Þá var ekki minna barizt á
framboðsfundum í júní 1942 og
leiddum við Jónas Jónsson sam-
an hesta okkar á fundum í Suður
Þingeyjarsýslu, þar sem hann var
gjörsamlega genginn af trú sinni
á réttmæti hlutfallskosninga og
m. a. af þeirri ástæðu ósigrandi.
Svo mikið varð ráðherrum Fram
sóknarflokksins um þessa stjórn-
arskrárbreytingu, að þeir rufu
stjórnarsamvinnuna, og ekki man
ég betur en að fjármálaráðherra
Eysteinn Jónsson bæði í útvarps
umræðum þá og í blaðinu „Tím-
anjum“ færi fram á eða teldi rétt
að beita „stöðvunarvaldi“, en svo
langt inn í myrkur afturhaldsins
vildi forsætisráðherra Hermann
Jónasson ekki ganga.
Þegar málið var fyrir kjósend-
ur lagt, var um þetta þrennt bar-
izt:
1. Að tekin væri upp hlutfalls-
kosning í tvímenningskjör-
dæmunum.
2. Að þingmönnum Reykjavíkur
væri fjölgað um tvo.
3. Að Siglufjörður yrði sér-
stakt kjördæmi,
Svo fóru leikar, að þessar sann
gjörnu ' kröfur sigruðid, sem og
hlaut að verða.
Stjórnarskrá lýðveldisins.
Samkvæmt stjórnarskrá lýð -
veldisins íslands, 31. gr., eiga nú
sæti á Alþingi 52 þingmenn. í
Reykjavík eru 8 kosnir hlut-
bundnum kosningum, en annars
staðar á landinu er 21 kjörinn
í einmenningskjördæmum per-
sónulegri kosningu, 12 kjörnir í
6 tvímenningskjördæmum hlut-
bundinni kosningu og allt að 11
þingmenn til jöfnunar milli
flokka, svo að hver þeirra hafi
þingsæti í sem fyllstu samræmi j
við atkvæðatölu sína við almenn
ar kosningar. Uppbótarþingsætin j
áttu að vera trygging fyrir því
sem var kjörorð Jóns Baldvins-
sonar í forustunni í kjördæma-
málinu fyrir Alþðuflokkinn á ár-
unum 1929 til 1931 og aftur 1942,
að tryggja skyldi kjósendum jafn
an rétt til ánrifa á skipun AI- j
þingis, hvar sem þeir eru búsettirl
á landinu og hvar í stjórnmála-
flokki, sem þeir standa.
Mismunandi skoðanir.
Eins og að framan er sagt í
ritgerð þessari, vildi Jón Bald-
vinsson gera landið allt að einu
kjördæmi með hlufallskosning-
um og ef aðeins væri um skoð-
analegt jafnrétti að ræða, væri
sjálfsagt að fallast á þessa aðal-
tillögu Jóns, en þá væri um leið
hið staðarlega jafnrétti horfið
eða mjög svo skertur hlutur fá-
mennisins, sem í dreifbýlinu býr,
og gátu því hvorki Sjálfstæðis-
menn né Framsóknarmenn fall-
izt á þessa tillögu, en á varatil-
lögu Jóns, að skipta landinu í
nokkur Stór kjördæmi með hlut-
fallskosningu, sem upphaflega
var tillaga Hannesar Hafsteins,
gátu Sjálfstæðismenn fallizt en
þá ri&u upp æfareiðir Framsókn
armenn, sem beitt hafa öllum
hugsanlegum brögðum frá 1931
til þess að koma í veg fyrir nýja
kjördæmaskipun, hlutfallskosn-
ingar og uppbótarþingsæti.Stefna
Framsóknarmanna í kjördæma-
málinu hefur verið og er enn sú,
að Islendingar skuli búa við sama
skipulag og var fyrir röskum
mannsaldri. í framkvæmd hefði
þetta afturhald Framsóknar-
flokksins reynzt þannig, miðað
við Alþingiskosningarnar 1953,
að þá hefði Alþýðuflokkurinn
fengið einn þingmann með 15,6%
af gildum atkvæðum, Sósíal-
isaflokkurinn sömuleiðis einn
með 16,1% gildra atkvæða og
Þjóðvarnarí'lokkurinn ekki kom-
ið til greina. Andstæðingar ríkis-
stjórnarinnar, eins og hún þá var
skipuð, hefðu fengið 2 þingmenn
af 42 með 41% kjósenda.
Refskák Framsóknar.
En Framsóknarmenn hafa
óneitanlega haldið vel á sínum
spilum í kjördæmamálinu og
þeir eru furðuklókir mannþekkj-
arar og kunna öll brögð ref-
skákarinnar.
Þeir tefla fram, eða máske rétt
ara að orða það svo, setja íram
fjóra stóla, tvö sendiherrasæti og
tvö ráðherrasæti handa foringj-
um Alþýðuflokksins og í þessum
hægindum gleyma þeir bæði
flokknum og kjördæmamálinu.
Og Framsókn gerir meira. Hún
lætur lagaprófessor úr sinum
flokki og hagfræðiprófessor úr
Alþýðuflokknum leggja ráðin á,
hvernig megi takast að brjóta
anda stjórnarskrárinnar, fara
kringum lögin um kosningar til
Alþingis, og nota sér veikleikann
á kjördæmaskipuninni til þess að
ná ^reinum þingmeirihluta með
aðeins um þriðjung kjósenda
landsins og svo nærri lá að þetta
tækist með hinu svonefnda
„Hræðslubandalagi", að hefðu
Framsóknarmenn náð til sín sex
kjósendum úr Sjálfstæðisflokkn-
um í Vestur-Skaftafellssýslu og
5 kjósendum Alþýðubandalagsins
í Suður-Múlasýslu, þá hefðu
þessi 11 atkvæði tryggt Frarn-
sóknar og Alþýðuflokknum meiri
hluta og skollaleikurinn hefði
heppnazt og áreiðanlega ekki ver
Mjólkurísvél
Tilboð óskast í SWEDEN mjólkurísvél.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld
merkt: „Isvél 8397“.
Húsnæði fyrir skrifstofu eða léttan iðnað, 400 ferm.
til leigu 14. maí n.k.
Nánari upplýsingar gefur:
Mált'lutningsskrifstofa
Einars B. (Juðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
og Guðmundar Péturssonar.
Aðalstræti 6, III hæð (Morgunblaðshúsið)
Símar: 1-2002 1-3202 og 1-3602
Austurbar
AusturbæJíirbíóS tilkymiir
Opið á skírdag, föstudaginn langa, laugardag,
páskadag, anuan páskadag.
Athugið heitur matur alia dagana.
Austurbar sími 19611
ið sótzt eftir stuðningi kommún-
ista.
Hitt er svo annað mál, að þing
meirihluti með minnahluta at-
kvæða er stjórnmálalegur ráns-
fengur, sem jafnlýðræðissinnuð
þjóð og við fslendingar myndi
ekki þola, því ég tel ekki líklegt
að minnihlutastjórn á íslandi
þyrði að bæta gráu ofan á svart
með því að brjóta bæði lýðræði
og þingræði með einræði, en þang
að liggja óneitanlega sponn,
þegar svona er farið.
í stórum dráttum hefi ég með
ritgerð þessari leitazt við að
rekja sögu kjördæmamálsins og
nú er svo komið að þjóðin unir
ekki lengur því ófremdarástandi,
sem við ’búum við. Sést þetta á
greinum þeim, sem síðarihluta
ársins sem leið hafa birzt í Al-
þýðublaðinu, íslending og Morg-
unblaðinu. Það er engin von
til þess áð kaupstaðabúar þoli
það ár eftir ár, að kosningarétt-
ur þeirra sé aðeins metinn örlít-
ið brot af rétti kjósenda í dreif-
býlinu, eða eins og einn kjósandi
sagði í áheyrn minni fyrir
skömmu: „Það þarf 15—20 at-
kvæði í Reykjavík til þess að
vega upp á móti einu atkvæði í
sveit eða smákaupstað".
Má vera að bér sé fulldúpt
í árinni tekið, en mikill sann-
leikur felst í orðum þessum. Það
eru atvinnuhættirnir sem valda
því, aðalhlutfallið milli íbúa- og
kjósendafjölda dreifbýlisins hef-
ir ávallt breikkað og á því miður
enn eftir að stækka, ef Framsókn
arflokkurinn fær að ráða og kem
ur þá veikleiki kjördæmaskipU-
lagsins ennþá gx-einilegar í ljós,
en þegar er orðið, og vissulega
ekki á bætandi.
Það er gleðilegt tímanna tákn,
að það er ungur Alþýðuflokks-
maður, sem fyrstur kveður. sér
hljóðs í Alþýðublaðinu 8. og 9.
ágúst um „hróplegt ranglæti
kjördáemaskipulagsins“ og hvern
ig fari fyrir þeim stjórnmála-
mönnum og stjórnmálaflokkum,
sem svíkja lit.
Vísa ég að öðru leyti til þessara
skorinorðu og vel rökstuddu
greina hans um leið og ég leyfi
mér að skora a alla uhga Alþýðu
flokksmenn að taka nú aftur upp
í kjördæmamálinu merki Jóns
Baldvinssonar og treysti þeir sér
ekki einir til þessa sökum
„Hræðslubandalagsins", þá er ég
þess fullviss, að ungir Sjálfstæð
ismenn veita þeim í þessu máli
fulltingi sem þarf.
Að endingu þykir hlýða, að ég
láti sltoðun mína í ljós um þá
tilhögun, sem ég tel heppilegasta
fyrir skiptingu kjördæma hér á
landi.
Frá upphafi hefi ég ávallt ver
ið fylgjandi frumvarpi því, sem
Hannes Hafstein lagði fyrir Al-
þingi 1905, sem illu heilli var
stöðvað fi’ekar en fellt með að
eins eins atkvæðis mun, því þá
þekkti hvorki þing né þjóð sinn
vitjunartíma. Það er og þessi leið,
sem þeir vilja fara, menntaskóla
kennari Gísli Jónsson, með grein
inni ,,Mynd af nýrri kjördæma-
skipan", í blaðinu íslendingi 13.
sept. sl. og séra Jónas Gíslason í
greininni „Hugleiðingar um kjör
dæmaskipan á íslandi“ sem birt
ist í Morgunblaðinu 12. nóv. sl.
Þessir menn báðir vilja engin
uppbótarþingsæti, en binda sig
við að tala þingmanna sé 52.
Mér finnst vel mega fjölga töiu
þingmanna upp í 59 eða 60,
þannig að Norðurlandskjördæmi
Gísla fái 13 þingmenn, Suðvestur
landskjördæmið 7 þingmenn og
Reykjavík 16—17. Þá næst býsna
gott samræmi milli kjósenda-
fjölda á þingmann í þeim kjör-
dæmum 7, sem Gísli skiptir land
inu í og þá næst bæði staðar-
legt og skoðanalegt jafnrétti um
land allt, sem nú er ekki til.
Þau málin sem nú kalla hið
unga ísland til dáða eru land-
helgismálið og kjördæmamálið
og ég ávarpa æskulýðinn með her
ópi skáldsins og stjórnmála-
mannsins: „Heilir hildar til!
Heilir hildi frá!“