Morgunblaðið - 17.04.1958, Page 9

Morgunblaðið - 17.04.1958, Page 9
Fimmtudagur 17. apríl 1958 MORCVISBLAÐIÐ 9 Bleyjubuxur (Plast) Vestur-þýzkar og amerískar. \f®JW1 Austurstræti 12. Rússar kosta mest allra þjóða til sýningar sinnar ekki nægja að sýna „krýningar- dýrgripi, skáta og penicillin", eins og einn blaðamaður komst að orði. Vestur-Þjóðverjar hafa komið sér upp allmörgum glerhúsum. Leggja þeir áherzlu á að sýna að aðbúnaður manna í þýzkum verksmiðjum sé góður. Sumir telja að þýzka sýningin verði. einhver hin skemmtilegasta á þessari heimssýningu. Spánverjar blanda saman spænskri og serkneskri menningu og nýtizkulegum sýningarsölum. Svisslendingar eru eins og iðnar býflugur í býkúpum úr gleri. Austurríkismenn sýna land sitt sem brú milli austurs og vesturs. Sýningarsvæði Finna er við hlið- ina á sýningu Norðmanna og gera þeir enn tilraunir með sérkenni- lega tré-byggingarlist. Ítalía opn ar faðm sinn fyrir nýjum skemmtiferðamönnum, vekur á- huga þeirra á „La bella ltalia“ Ýmis lönd austan járntjalds hafa lagt mikla vinnu í að koma upp reisulegum sýningarhöllum. Hol- land hefur fram að færa sér- kennilega sýningu um hafið, hvernig það er samtímis vinur og erkifjandi. Það er freistandi, að halda hringferðinni áfram og lýsa marg breytilegum sýningum Suður- og Mið-Ameríkuríkjanna, eða heim- sækja sýningarsvæði dvergríkj- anna Luxemburg, San Marino, Andorra og Monako, sem hafa ekki farið eins að og Danir og Svíar að virða einskis þennan möguleika á kynningu í hinu „kaupsterka“ landi, Belgíu. Við skulum nú bregða okkur upp á einhvern sjónarhól og fá heildar- mynd af svæðinu, eins og það lítur nú út við drunur frá jarð- ýtum og krönum. Stækkað járnatóm Þungamiðja allrar sýningarinn ar er eins og þegar hefur síazt út, undarlegt risavaxið merki eða bygging, sem nefnist ATOMIUM. Tákn þetta er eftirlíking af járn- atómi stækkuðu 200.000 milljón sinnum. í byrjun var ætlunin að merki sýningarinnar yrði stál- turn hærri en risabyggingin Em- pire State, en þá dó turn-teikn- arinn Magnel og með honum hug mynd hans. Það hefur verið sagt, að höf- undur Atomiums sem er Water- keyn húsameistari, hafi fengið hugmyndina þegar hann og kona hans sátu saman í kyrrð og ró á heimili sínu. Konan var að prjóna og voru það bandprjónarnir með stórum hnúðum sem vöktu hug- myndaflug byggingameistarans. Og nú er svo komið að þessi furðulega samsetning skag- ar 100 metra upp í loftið, þótt hrakspármennirnir væru margir í fyrstu. Annars er sagt, að byggingar- stíllinn á heimssýningunni sé almennt heldur lágur. Þar sjást aðeins örfá dæmi um háreista lýsandi boga, gorma og turna. Yfirleitt eru húsin frekar á lang- veginn, — lárétt — og er einmitt talið að það sýni stefnu bygging- arlistarinnar eftir 20 ár, jafnvel 50 ár. Belgar eru miklir garðyrkju- menn og mjög vandlátir með blómaskreytingar. Allt umhverfis sýningarhallarinnar eru hvann- grænir grasfletir og mikið blóma skrúð. Rússarnir höfðu í hyggju að setja upp fyrir utan sýningar- höll sína stæði fyrir dráttarvélar, bíla, landbúnaðarvélar, krana og flugvélar. En sýningarnefndin leyfir slíkt ekki. Allar sýningarn ar verða að fara fram undir þaki. Ekki einu sinni spútnikkinn fær að vera utanhúss. Hægt væri að nefna fjölda margt annað merkilegt, eins og stóru brúna sem hvelfist yfir allt sýningarsvæðið og veitir glæsi- legt útsýni yfir sýninguna. Eða sýningargatan með Ijósabreyting um sínum. En við skulum bíða með lýsingu á þessu Öllu þangað til sýningin verður opnuð og menn af öllum þjóðum hittast í Brússel í leit að mannlegri fram- tíðarheimi. Þeir munu leita í dul arfullum efnarannsóknarstofum í Atomium, í sofandi strætum hinnar gömlu Belgíu, í Fílahöll Kambodja, eða í sýningarhöll Monako, sem lítur út eins og brúðkaupsterta, í hökuskeggi Lenins eða Sams frænda. Niels J. Miirer. . Myndin er af hinni risavöxnu sýningarhöll þeirra. Hluti af hinni furðulegu byggingarsamstæðu ATOMIUM, sem er miðja og merki sýningarinnar. Efri hæð og ris I Laugarneshverfi til sölu nú þegar. Hvor hæðin um sig er ca. 195 ferm. að flatarmáli. Á hæðinni eru 5 stofur og stórt hall. 1 risinu eru 5 herbergi. Selst saman eða hvort í sínu lagi. Semja ber við Ólaf Þorgrímsson, hrl. Austurstræti 14. Stúlka Dugleg stúlka, ca. 20 ára gömul getur fengið atvinnu á blaðafgreiðslu. Tilboð auðkend „Blaðafgreiðsla“, sendist Morgunblaðinu. Byggingaverkfræðingur Óskast til starfa hjá Bæjarverkfræðingnum á Akureyrl. Umsóknir sendist fyrir 30. þ.m. til Bæjarverkfræðings, sem gefur nánari upplýsingar. BÆJARSTJÓRINN A AKUREYRI 10. apríl 1958. VINNA Nokkrar stúlkur og unglingspiltur óskast til starfa. DÓSAVERKSMIÐJAN H.F. Borgartúni 1. — Sími 12085. Sér sundtím&r kvenna eru í Sudhöllinni þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9 e.h. Ókeypis kennsla. Öllum konum heimill að- gangur. Sundfélag kvenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.