Morgunblaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUNBT. 4 ÐIÐ
Fimmtudagur 17. apríl 1958
tltg.: H.í. Arvakur, Reykjavfk.
Framkvæindastjóri: bigfus Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Hitstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Augiysingar: Arni Garðar Knstmsson.
Ritstjörn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasolu kr. 1.50 eintakið.
VARHUGAVERÐUR MÁLFLUTNING-
UR SEÐLABANKANS
JTAN UR HEIMI
AUKNING sparifjár er mik-
ilvægur þáttur í eðlilegri
fjárhagsþróun og fram-
förum á íslandi. Möguleikar til
lána út á nýbyggingar og þar
með lausn húsnæðisvandræðanna
eru t.d. mjög háðir sparifjáraukn
ingunni. Allar skynsamlegar ráð-
stafanir til aukningar sparifjár
ber því að styðja. Eitt ráðið í
þeirri viðleitni var þegar spari-
fé fyrir nokkrum árum var gert
skattfrjálst.
Útgáfa vísitölutryggðra skulda-
bréfa er spor í sömu átt. Sér-
fróða menn greinir að vísu nokk-
uð á um, hversu heppilegt það
spor sé, og hvort það, þegar til
lengdar lætur, nái tilgangi sín-
um, einkum ef slík visitölutrygg
ing hætti að vera undantekning
og væri gerð að almennri reglu.
Þetta er deiluefni, sem hér skal
ekki gerð tilraun til að skera úr.
En einungis bent á, að fjarri fer,
að fróðum mönnum komi saman
um, að hér sé um allsherjar bjarg
ráð að ræða.
Hitt verður að segja eins og er,
að Seðlabankinn hefur gengið of
langt í áróðri sínum fyrir sölu
þessara vísitölutryggðu bréfa. I
tilkynningu, sem birt var hér í
blaðinu hinn 11. apríl sl. frá
Landsbanka íslands, Seðla-
bankanum segir m. a.:
„Með útgáfu hiinna vísitölu-
tryggðu skuldabréfa var brotið
upp á hinu merkasta nýmæli á
þessu sviði hér á landi um langt
skeið, því að þá var í fyrsta sinn
séð svo um, að kaupendur skulda
bréfa yrðu tryggðir gegn áhætt-
um verðbólgunnar.“
Énnfremur segir í þessari til-
kynningu:
„Kosturinn við útgáfu þessara
vísitölubréfa er því tvíhliða. Um
leið og kaupendur bréfanna eru
tryggðir gegn óhættu verðbólg-
unnar, er hér um leið aflað fjár
til að standa undir íbúðarhúsa-
byggingum. —---------
Er því vert að hvetja allan al-
menning til að styrkja þessa fjár-
öflunarviðleitni með því að
kaupa vísitölubréfin og tryggja
sig um leið gegn áhættu verð-
bólgunnar. Ekki er úr vegi að
vekja athygli á því, að vísitölu-
bréf þessi eru hin heppilegasta
gjöf handa börnum, sem gæti
komið þeim vel síðar í lífinu“.
Daginn eftir birti svo sjálfur
Seðlabankinn auglýsingu, þar
sem segir:
„Með útgáfu vísitölutryggðra
skuldabréfa var í fyrsta sinn séð
svo um, að kaupendur skulda-
bréfa yrðu tryggðir gegn áhættu
verðbólgunnar. “
Samhliða eru birtar teikning-
ar, sem sýna eiga með stærðar-
mun, hversu mikils virði þessi
trygging sé. Þær eru vægast sagt
mjög villandi, því að munurinn
á stærðum er miklu meiri en
efni standa til.
★
Þessi vísitölutryggðu skulda-
bréf tryggja ekki nema að mjög
takmörkuðu leyti gegn áhættu
verðbólgunnar. Verðbólgan hér á
landi hefur vaxið stórum meira
en vísitalan segir til um.
Aldrei hefur sá munur orðið
meiri en á valdatíma V-stjórn-
arinnar. Á þeim tæpu 2 árum,
sem hún hefur verið við völd,
hefur verið gengið að því með
óþreytandi óhuga á kerfisbund-
inn hátt að láta verðhækkanir
koma fram á öðrum vörum en
vísitöluvörunum en halda verð-
lagi þeirra sem mest í skefjum.
Þetta hefur m. a. verið gert með
því að leggja stórkostleg gjöld
á aðrar vörur en þær, sem vísi-
talan er reiknuð eftir. Ennfrem-
ur með því að svipta launþega
kauphækkun, sem nam 6 vísi-
tölustigum og með því að greiða
niður raunverulega hækkun vísi-
tölunnar, svo nemur 9 stigum frá
því að V-stjórnin tók við.
Slíkar niðurgreiðslur nema nú
alls 21—22 vísitölustigum.
Með öllum þessum ráðstöfun
um hefur V-stjórnin hindrað að
vísitalan hækkaði meira en 5
stig. Valdhafarnir telja sig hafa
unnið mikið afrek með því að
koma í veg fyrir frekari hækk-
un og vitna til þess sem mesta
stolts vinstri stjórnarsamstarfs-
ins. Sú hækkun er þó út af fyrir
sig meiri en varð á tímabilinu
frá árslokum 1952 þangað til
áhrif verkfallsins mikla fóru að
segja til sín á árinu 1955. Hvað
sem um það er, þá er það ó-
hnekkjanleg staðreynd að þessi 5
vísitölustiga hækkun gefur al-
ranga mynd af raunverulegum
vexti verðbólgunnar í landinu.
Enda hefði með auknum fram-
lögum úr ríkissjóði verið hægt
að borga þau niður til viðbótar.
Dettur nokkrum í hug að með
því hefði verðbólgan verið stöðv-
uð til fulls?
Það fær því ekki rtaðizt, þeg-
ar Seðlabankinn segir fororðs-
laust að með þessu séu kaupend-
ur skuldabréfa tryggðir gegn
áhæ'ttu verðbólgunnar. Þeir eru
einungis tryggðir gegn áhættunni
sem felst í hækkun vísitöluvara
en engan veginn af hækkun hinna
ótalmörgu nauðsynja, sem eru
utan vísitölunnar. Það er sízt af
öllu lagað til þess að auka traust
æskulýðsins á verðgildi sparifjár
eða yfirlýsingum stjórnvalda, þeg
ar hvatt er til að gefa honum
þessi bréf með slíkum skýring-
um.
Morgunblaðið hefði kosið að
þurfa ekki að benda á þessar
staðreyndir, slík höfuðnauðsyn
sem íslendingum er á aukningu
sparifjár og fé til íbúðarhúsa-
bygginga. En hér sem ella verð-
ur að hafa það sem sannara reyn-
ist.
í skýrslu aðalbankastjóra
Landsbankans á dögunum voru
gefnar mjög villandi upplýsingar
núverandi ríkisstjórn til fram-
dráttar um hið raunverulega fjár
hagsástand þjóðarinnar. Reynt
var að dylja, hvernig því hefur
hrakað frá því að V-stjórnin tók
við. Sú mynd var fengin með
því að halda sig við tilteknar
tölur einar saman og gera ekki
að öðru leyti grein fyrir ástandi
fjármálanna, þar á meðal vöru-
birgðum í landinu. Slíkur hálf-
sannleikur er verri en enginn.
Það víti átti að verða til varn-
aðar. Þvílíkir starfshættir gera
meiri skaða en gagn, jafnvel þótt
í þjónustu góðs málefnis sé.
Á myndinni til vinstri er Margrét prinsessa hjá ifa sínum, Kristjáni X, nokkrum vikum eftir
fæðingu hennar. — Til hægri er hún ung, átján ára stúlka, ríkiserfingi Danmerkur.
Margrét prinsessa — ríkiserfingi
Dana — átján ára
MARGRET Danaprinsessa varð
18 ára í gær og var afmælisins
minnzt um alla Danmörk. Fánar
blöktu alls staðar við hún, á göt-
um og gatnamótum voru mynd-
ir af prinsessunni — og blóm-
skrúð var mikið. Margrét er rík-
isarfi Danmerkur, elzt þriggja
dætra Friðriks Danakonungs og
Ingiríðar drottningar hans. Sam-
kvæmt dönskum lögum verður
ríkisarfinn myndugur 18 ára að
aldri — og tekur þá sæti í ríkis-
ráðinu. Tugþúsundir Dana fögn-
uðu prinsessunni og konungi, er
þau óku í opnum vagni á fund
ríkisráðsins í gær — þar sem rík-
iserfinginn tók formlega sæti. A
fundinum vann Margrét eið
sinn, konungur flutti stutta ræð.u
— og forsætisráðherrann sömu
leiðis. Fagnaði hann prinsess-
unni, sem verður fyrsta drottn-
ing Danaveldis síðan á 14. ð'.d.
Afhenti forsætisráðherra henni
eintak af Grundvallarlögunum —
og síðan undirritaði prinsessati
eiðstafinn.
Þá sæmdi konungur ríkisarf-
ann æðsta heiðursmerki Dana-
veldis, Fílsorðunni — og danska
þingið hefur ákveðið að prins-
essunni verði greidd laun, sem
síðan hækka, er hún nær 21 árs
aldri.
Margrét ríkiserfingi fæddist
viku eftir hernám Þjóðverja árið
1940. Litla prinsessan veitti
dönsku þjóðinni aukna von í erf-
iðleikum styrjaldaráranna — og
hún hefur jafnan verið mjög vin-
sæl meðal þjóðar sinnar. Hún
hefur hlotið góða menntun, haft
náin kynni af þjóðlífinu og tengzt
þjóð sinni sterkum böndum.
Skóla hefur hún jafnan sótt með
jafnöldrum sínum, fyrst í bernsku
í Danmörku, síðar í Englandi, en
síðustu árin hefur hún stundað
kvennaskólanám í Höfn.
Listfeng er hún og hefur mik-
inn áhuga á náttúruvísindum.
Hún hefur tekið þátt í fornleifa-
rannsóknum með afa sínum, Svía
konungi — og hefur notið stað-
góðrar alhliða uppfræðslu.
í tilefni afmælis ríkiserfingj-
ans hafa verið slegnir 300 000
danskir silfurpeningar með mynd
af Margréti — og Friðriki kon-
ungi. Slegnir peningar eru ekki
nema sem svarar einum á hverja
20 Dani (heima og erlendis) —
svo að hver silfurkróna af þess-
ari gerð verður með tímanum
mjög verðmæt og munu margir
Framhald á bls. 18.
Kampmann fjármálaráðherra færði Margréti prinsessu einn
hinna nýslegnu peninga á dögunum. Að vísu var sá ekki úr
silfri, heldur úr gulli. Verðmæti hvers silfurpenings er 3 kr.,
en hann er seldur á 4 kr. — og mun hagnaðurinn renna til
barnahjálpar í Grænlandi.
Dönsku bændasamtökin gáfu Margréti ríkisarfa fyrirmyndarbúgarð, „Nordengaarden“ í Ring-
sted, í tilefr.i 18. afmælisdagsins. Er þetta mikil og góð jörð — og er myndin tekin á dögunum
af búgarðinum,