Morgunblaðið - 17.04.1958, Side 16

Morgunblaðið - 17.04.1958, Side 16
16 MORCVISBL 4Ð1Ð Fimmtudagur 17. apríl 1958 Iþað, hvort hann á að fara inn á leftir flugmanninum og krefja Ihann um ökugjaldið, eða bíða. IHann hristir höfuðið: Þessir flug anenn eru alltaf á’ þönum — hugs »r hann. 6,41 . . 6,42 . . sekúnduvísarnir á klukkunni í fordyri hótelsins itifa áfram einn hring af öðrum. IÞeir hægja ekki á sér hvað sem i húfi er. Bellamy dregur upp sigarettu í óþolinmæði sinni. Hann klemmir tvarirnar fast utan um hana og Ikveikir í. Og hann sýgur sigarett- wna, eins og hann ætli að reykja Ihana í einum teyg. — Halló! Hér er hann. Jean Carmont, flugmaður hjá Air IFrance, þriðju hæð, herbergi 214. Hálfri annarri mínútu síðar bér Bellamy harkalega á dyrnar «ð herbergi 214. Og honum finnst leilífðartími líða þar til flugstjór- Snn lýkur upp og rekur höfuðið át í gættina. Hann er reiðilegur ©g syfjulegur: — Hvað á þetta að þýða? Bellamy hrindir hurðina upp á gátt, stikar inn í herbergið — og íkveikir loftljósið um leið. Carmont hefur hugboð um það í hvaða tilgangi þessi gestur vek- iur hann svo snemma. Hann, sem íhafði sofið svo vel! — Þér eruð að leita að serum- bögglinum? — Já! Hvar í fjandanum er Jiann? — Sirnét er með hann. — Og hvar get ég hitt hann? — Hjá vinkonu hans, Doriu Brenner, Leipzigerstrasse 126. — Þakka yður kærlega. Bella- *ny snýr samstundis til dyranna. — Halló, bíðið þér ögn! — Já, hvað? — Vitið þér hvar Leipziger Strasse er? — Nei, hvar? — í Austur-Berlin! — Nú, fari það í logandi. .. Bellamy finnst hann hafa verið sleginn utan undir. Hann hristir höfuðið þunglamalega til þess að reyna að átta sig. Það væri óðs jnanns æði að hætta á að fara dnn í Austur-Berlín í bandaríska ílugmannsbúningnum án þess að biðja sérstaks leyfis. Jean Carmont sér strax ráða- leysi flugmannsins. Hann er ekki í vafa um að hér er um líf og dauða að tefla. Það var honum að kenna að Sirnét tók böggulinn imeð sér. Cai-mont finnur til þungrar ábyrgðar. — Þér komizt ekki inn í Austur-Berlín ' þess- um búningi. Carmont tekur bláa regnfrakkann sinn af fataheng- inu og réttir Bellamy. Banda- iríkjamaðurinn kastar einkennis- Ijakkanum og húfunni á rúm rfranska flugmannsins og fer í foláa regnfrakkann. Nú er hann Iborgaralega klæddur. Carmont er lað klæða sig. Hann fer ekki í Iflugmannsbúninginn, hann hefur 1) „Við finnum Dídí hvergi tim borð, frú Anna,“ sagði Mark- ús. — „Kannski hafa grávöru- þjófarnir rænt henni,“ skaut Vinna inn í. — „En spennandi". lönnur föt meðferðis í töskunni. (Það er venja, sem hann hefur iskapað sér eftir margra ára ireynslu. Ef betri fötin eru ekki með — þá þarf hann alltaf að mota þau! — Ég kem með yður! — Hvers vegna? — Til vonar og vara. Þessi Bellamy virðist vera hálf gerður angurgapi! Carmont vill ekki hætta á að liann lendi í ein- hverjum vandræðum. Carmont er hæglátur og gætinn smáborgari, annálaður fyrir stundvísi og ná- kvæmni í starfi. Þegar ábyrgðar- tilfinning hans er á annað borð vakin, lætur hann ekki málið úr sínum höndum, fyrr en takmark- inu er náð. Tíu mínútum síðar eru þeir komnir af stað í leigubíln- um. — Hraðar! hrópar Bellamy. Við megum engan tíma missa. . . Gjaldið skiptir okkur engu máli! Hraðar! Göturnar eru hver annarri lík- ar, rústir og aftur rústir. Potz- dammer Platz. Bíllinn er stöðvað- ur. Syfjulegur v-þýzkur lögreglu þjónn rekur höfuðið inn um gluggann: — Allt í lagi hér. ... Bíllinn ekur hægt yfir torgið, að a-þýzku lögregluvörðunum. — Þeir eru tveir, og gefa merki um að bíllinn eigi að aka nær — og stanza. Bellamy rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Nú! hugs ar hann. Annar lögregluþjónninn r.ekur höfuðið inn um gluggann og horfir á hann hvössum augum. Hann er mjög ungur. Guð á himninum! Guð á himn- inum! muldrar Bellamy. — Áfram, segir lögregluþjónn inn með saxneskum hreim. Bella- my lætur fallast aftur í sætið, honum léttir. — Þarna vorum við heppnir! segir Frakkinn. — Það væri ósk- andi að okkur gengi jafnvel það sem eftir er. Þýzki leigubílstjórinn leggur hlustirnar við. Hann verður sífellt áhyggjufyllri. .. . Um þrem mínútum síðar hrökkva þau Dora og Sirnét í kút við að barið er óþyrmilega á dyrn ap. Sirnét sezt upp og hlustai;. —- Hann heyrir nafn sitt kal’lað. — Þetta er Jean Carmont....! hrópar hann. — Ertu viss? — Alveg viss. .. Hann stekk- ur á fætur og ætlar að hlaupa til dyranna. — En ef þetta er nú gildra? Kannske er það lögreglan, sem stendur þarna úti. .. Þú veizt ekki...... — Ég kem, Jean, hrópar Sir- nét. Skömmu síðar ganga þeir Bella- my og Carmont inn í litlu íbúðina. Dora hefur brugðið sér í rauðan slopp. Falleg stúlka! er það sagði Dóra. „Og Bárður, þessi myndarlegi maður, var einn þeirra.“ fyrsta, sem bandariski flugmaður inn hugsar. Sirnét er hálf-villt- ur þar sem hann stendur þarna í bláum buxum og náttjakka. — Guði sé lof! hrópar Bella- my, þegar Frakkinn réttir honum serumböggulinn. Hann fagnar í hjarta sínu. Það hefur heppnazt. Allt hefur gengið vonum framar. Veðmálið er næstum unnið. ... Tvímenningarnir hraða sér út úr íbúðinni og það er ekki laust við að þeir séu dálítið feimnir. — Aftur til flugvallarins, skip ar Bellamy, þegar þeir eru seztir aftur í leigubílinn. Bílstjórinn, Walter Lorben, á heima 1 Berlin-Neuköln og hefur ekið leigubíl í fjölda ára. Heima á hann konu og börn. Hann er kominn af léttasta skeiði. Hann þekkir Bei-lín, hann þekkir árin eftir stríðið og í brjósti hans bær- ist einhver tilfinning blandin.við- bjóði, tilfinning um að eitbhvað sé bogið við ferð þessa Banda- ríkjamanns og Frakka yfir í A.- Berlín.... Lorben ekur bílnum út af gang- stéttinni. Hvað á ég að segja „alþýðu- lögreglunni“, ef þeir stöðva mig? hugsar hann með sjálfum sér. — Auðvitað eru þeir einhvérjir út- sendarar, þeir í aftursætinu! Það er hægt að lesa vondu samvizk- una út úr svip þeirra. Ég, fíflið, átti aldrei að aka þeim þessa ferð. Nú á ég á hættu að vera hantek- inn af „alþýðulögreglunni", því að ég veit, eins og allir aðrir, að bandarísku hermennirnir mega ekki fara yfir í Austur-Bei'lín. Og Bandai-íkjamaðurinn hefur dulbú- ið sig. Þegar hann kom til Hotel am Zoo, var hann í einkennis- búningi. Hvað á ég að segja „al- þýðulögreglunni?" Lorben ekur bíl sínum um myrkar götur Austur-Berlínar, í áttina að Vestur-Berlín og í hug- anum er hann í yfirheyrslu hjá á-þýzku lögreglunni. Þeir nálg- ast Potsdammer Platz. Hvað á hann að gera? Stöðva bílinn og biðja Bandaríkjamanninn að stíga út? Þá mundi Bandaríkjamaður- inn sennilega kæra hann fyrir lög reglunni í V.-Bei'lín. Þar yrði hann þá að standa við gerðir sín- ar. — — Þér hafið hjálpað Banda- ríkjamanni til þess að laumast yfir í Austur-Berlín. Getið þér sannað að þé. séuð ekki útsendari SED? Kaldur sviti sprettur fram á andliti Lorben. Hann er óttasleg inn. Potsdammer Platz er nú framundan, tignarlegt og eyði- legt eins og háslétta. Umferðin er mjög lítil á þessum tíma sólar- hring^ — og engin leið er að sleppa óséðui' yfir markalínuna. Kvellt og skerandi ýlfur lög- regluflautunnar kveður við í morg unkyrðinni. Lögreglumennirnir 2.—3) Litlu síðar kemur skip- stjórinn til Markúsar. „Einn há- setinn fann þennan vasaklút bundinn í stigahandriðið. Það tveir, þeir sömu og áður, standa gleiðir á miðri akbrautinni. — Nemið staðar! Leigubílstjórinn stöðvar bílinn, það ískrar í hemlunum. Ungi lögreglumaðurinn með saxneska málhreiminn er skarp- leitur og vandlætingarfullur á svip. Hann er snar í snúningum -— og lýkur bílhurðinni upp, rek- ur höfuðið inn og virðir þá Bella- my og Clarmont fyrir sér. —- Má ég sjá skilríki ykkar! segir hann lágri röddu. Hinn lögreglumaðurinn stendur álengdar og virðist gefa félaga sínum og bílnum lítinn gaum. — Gæzlustarfið er orðið honum hversdagslegt, þessi bíll er einn af þúsund, sem daglega aka yfir markalínuna. Hægri hönd hans hvílir kæruleysislega á beltinu, rétt við byssuskeftið. Andspænis, hinum megin Pots- dammer Platz, gnæfir hái Ijós- fréttaturninn. Efst á honum er letrað lýsandi stöfum: „Hér tad- ar hin frjálsa heimsfréttaþjón- usta“. Það rennur nú upp fyrir Bella- my, að skilríki hans eru í vasan- um á einkennisbúningnum, sem hann skildi eftir í Hotel am Zoo, £ herbergi Carmont. Hann getur því engan veginn gert grein fyrir sjálfum sér, eða ferð sinni. Franski flugmaðurinn réttir bros andi, hörkulega lögreglumannin- um skilríki sín. Síðan lítur hann spyrjandi á Bellamy. Bandaríkjamaðurinn hallar sér að Frakkanum og seg- ir honum hljóðlega hvernig allt er £ pottinn búið, að hann hafi gleymt skilríkjum sínum £ hótel- inu. Carmont verður áhyggjufull- ur á svip. Hann snýr sér að lög- reglunni — og segir: — Vinur minn er bandariskur flugforingi. Ég ábyrgist hann. Lögregluþjónninn blaðar i skil- ríkjunum. Hann ber þau undir félaga sinn og þeir ræða saman i hálfum hljóðum skammt frá bíln- um. Lorben bölvar þeirri óheppni að hafa nokkru sinni komizt í tæri við þessa náunga, flugmenn- ina, sem komið hafa honum í verstu klípu. Það er greinilega eitthvað að. Nú erum við laglega settir! Ungi lögregluþjónninn gengur aftur að bílnum. — V:ð getum ekki leyft yður að fara yfir markalínuna án skil- ríkja, segir hann. — En við verðum að komast til Tempelhof eins fljótt og kostur er, við ei'um með serum! hrópar Bellamy. —- Hver sekúnda er okk . ur dýrmæt! Lögregluþjónninn hristir höfuð ið. Hann er greinilega óánægður. — Þér verðið að koma með mér til varðstöðvarinnar. Yfirlögreglu þjónninn verður að fá málið í sín ar hendur .... í það minnsta, bætir hann við — eins og það boði allt annað en gott. Nú eru góð ráð dýr. Ef þeir verða handteknir fer dýrmætur tími til spillis. En Bellamy dett- ur snjallræði í hug: — Skilríki vinar míns eru i lagi? segir hann. — 'Fullkomlega! — Hann þarf þá ekki að gera frekari grein fyrir ferðum sín- um? Ungi lögregluþjónninn er óá- kveðinn. Hann skynjar, að brögð eru í tafli. Hann snýr sér aftur að hinum lögregluþjóninum. Þeir er skrifað á hann með varalit." — „Það er augljóst, að þeir hafa tekið Dídí með sér,“ sagði Mark- ús, „og hún hlýtur að hafa kom- izt að fyrirsetlunum þeirra“. ræða málið og í bilnum ríkir kvalafull þögn. Síðan ganga báðir Kigregluþjón arnir að bílnum. — Frakkinn þarf ekki að koma með okkur til stöðvarinnar, ef hann óskar þess ekki, segir sá, sem staðið hefur álengdar allan tímann. Bellamy léttir, hann brosir. — Hann hafði vonað það. — Þá er þetta í lagi, Carmont, ég læt yður hafa serumböggulinn. Þér verðið að sjá um að hann komist þegar í stað áleiðis til Osló, segir Bellamy hljóðlega. Eftir andartak situr Carmont einn í bílnum með bílstjóranum. Bellamy og lögregluþjónarnir tveir eru horfnir fyrir næsta hús- horn. Carmont virðir böggulinn fyrir sér. Hann er lamaður. Slik ævin- týri eru algerlega andstæð eðli hans, formfestu og tilgerð. Hann fær ekki skilið hvernig hann hef- ur látið leiðast út í þessa tvisýnu. Hann hugleiðir í nokkrar sekúnd- 'ur hvort hann á að segja bílstjór. anum að snúa við og aka eftir Bellamy og lögregluþjónunum. Hann getur heldur ekki varizt þeirri hugsun, að nú sjái hann regnfrakkann sinn aldrei framar. En skyndilega er eins og eðli málsins verði honum fyrst greini- lega Ijóst. Hér er ekki um að ræða heimskulegt og glannalegt veðmál bandaríska flugmannsins og fé- laga hans. Norður í ísbafi eru menn í nauðum staddir, skipshöfn. Bellamy sagði Carmont allt af létta meðan þeir óku um myrkar götur Berlínar, sagði honum allt, sem hann vissi, allt, sem staðið hafði í bréfinu frá þýzka loft- skeytaáhugamanninum Eugen Ho ajlltvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni“, sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 14,00 Erindi bændavikunnar: a) Um búf jársjúkdóma (Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir). — b) 'Um búvélar (Haraldur Árnason verkfæraráðunautur). c) Kart- öflur og kartöflurækt (Jóhann Jónasson forstjóri). 18,30 Forn- sögulestur fyrir börn (Helgi Hjör var). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,10 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plöt- ur). 20,30 Kvöldvaka bændavik- unnar: a) Ávarp (Sverrir Gísla- .son formaður Stéttarsambands bænda). b) Erindi: Frá Gota- •landi (Jóhannes Davíðsson bóndi í Neðri-Hjarðardal). c) Erindi: Á bændahátíð í Noregi (Stéin- grímur Steinþórsson búnaðarmála stjóri). d) Harmonikulög, gömul og ný: Reynir Jónasson og félag- ar hans leika. e) Lokaorð (Þor- steinn Sigurðsson formaður Bún- aðarfélags Islands). 21,45 íslenzkt ■mál (Dr. Jakob Benediktsson).- — •22,10 Erindi með tónleikum: Helgi Þorláksson yfirkennari tal- ar um Sibelius. 23,00 Dagskrárlok. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Guðsþjónusta í Dómkirkj- unni, í sambandi við opnun fær- eyskxar sjómannastofu (Séra Jo- en Joensen prófastur í Þórshöfn prédikar). 13,05 Lesiix dagskrá næstu viku. 13,15 Erindi bænda- vikunnar: a) Kjamfóðuimotkun (Pétur Gunnarsson tilraunastj.). b) Refa- og minkaveiðar (Sveinn Einarsson veiðistj.). c) Bústofn- inn á jöxðunum (Páll Zóphónías- son alþm.). 18,30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leið •sögumaður: Guðmundur M. Þor- láksson kennax'i). 18,55 Framburð ai'kennsla * esperanto. 19,10 Þing fréttir. 19,30 Tónleikar: Létt lög (plötur). 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvai'sson kand. mag.). — 20,35 Erindi: St. Lawrence-áin og Mikluvötn; fyi'ra erindi (Gísli Guðnxundsson). 21,00 Einsöngur: Lily Pons syngur (plötur). 21,25 Útvarpssagan: „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagra skógi; XXIII. (Þorsteinn Ö. Step- hensen). 22,10 „Mót sól“, Ítalíu- bréf frá Eggert Stefáxxssyni. —- 22,30 Fi-ægir hljómsveitarstjórar (plötur). 23,0ö Dagskrárlok. a L ú ó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.