Morgunblaðið - 01.05.1958, Page 6
6
MUKGUHBLAOIÐ
Fimmtudagur 1. maí 1958
sæki heimssýninguna í Brussell
HARALDUR J. HAMÁR.
blaðamaður, er um þessar
mundir á heimssýningunni t
Brussell, og mun hann rita
nokkrar greinar þaðan. Fer sú
fyrsta hér á eftir:
BRUSSELL, laugardag. — Búizt
er við, að 40 milljónir manna
muni sækja heimssýninguna í
Brussell, sem nú hefur verið opin
í eina viku. Þessa fyrstu viku
voru sýningargestir liðlega ein
milljón, en þess er fastlega vænzt,
að aukningin verði mikil næstu
tvær vikurnar. Vorið kom óvenju
seint í Belgíu að þessu sinni —
og undanfarna daga hefur veðrið
verið fremur hráslagalegt og
gróður er nú fyrst að vakna til
lífsins eftir vetrardvalann. Belgíu
menn búast við fjölda útlendinga
strax með vorinu, þó aðallega frá
Hollandi, Frakklandi og Þýzka-
landi. Þegar lengra kemur fram
á sumarið byrjar fólksstraumur-
inn frá fjarlægari löndum — og
írá Bandarikjunum er búizt við
a. m. k. einni milljón sýningar-
gesta.
Heimssýningin hefur orðiö
Belgíumönnum dýr — og enda
þótt fjöldi sýningafgesta fari
fram úr því, sem nú er áætlað,
Þá mun belgiski ríkiskassinn
ekki heimta allt það inn, sern
varið hefur verið til sýningar-
innar. Það var því miklu fremur
metnaður en gróðafýkn, sem olli
því, að belgísk stjórnarvöld
ákváðu að efna til þessarar miklu
sýningar, sem engan á sinn líka.
Markmiðið er í rauninni að hefja
Brussell yfir allar aðrar borgir í
V-Evrópu í voninni um að hún
verði fyrir valinu sem höfuðborg
„Litlu Evrópu“.
Undirbúningur hefur tekið
mörg ár — og talið er, að belgíski
ríkissjóðurinn hafi varið sem
svarar 200 millj. dollara til syn-
ingarinnar sjálfrar, en auk þess
helmingi meiri upphæð tii
ýmissa endurbóta, sem nauðsyn-
legar voru til þess að hægt yrði
að taka við öllum þeim fjÖlda
sýningargesta, sem búizt er við
Nýjar götur hafa verið lagðar,
brýr hafa verið byggðar — svo
og jarðgöng víða í Brussell og
við sýningarsvæðið hafa veriö
byggð bílastæði fyrir 70 þús. bila
Allt þetta hefur tekið ótrúlega
skamman tíma. Belgíumenn eru
mjög ánægðir með allar bessai
framkvæmdir, enda þótt þær hafi
orðið dýrar. Alls þessa var í raun
inni þörf, enda þótt engin heims-
sýning hefði verið haldin, segja
þeir.
Margir íslendingar hafa hug á
því að sækja heimssýninguna i
sumar. Sumir þeirra hafa aldrei
komið til Belgíu áður — og þeim
er ferðin enn meira tilhlökkun
arefni en ella, því að Brussell er
fögur borg í sumarskrúðanum —
og heimssýningin ógleymanleg.
Frá íslandi er hagfelldast að
komast til Brussell með því að
fljúga með íslenzkri flugvél tii
London og taka sér þaðan íar
með SABENA samdægurs tii
Brussell og fara síðan sömu leið
heim. Farmiðann er hægt að
greiða í íslenzkum peningum a
skrifstofum flugfélaganna svo að
ekki er þörf að eyða þeim litla
gjaldeyri, sem nú er veittur tii
ferðalaga, í fargjaldið sjálft.
En þegar til Brussell kemur,
geta horfurnar versnað. 1 sumar
verður mjög erfitt að fá hótelrum
í borginni, enda þótt víðtækar
ráðstafanir hafi verið gerðar til
þess að hýsa sem flesta ferða-
menn. Venjulega eru um 15,000
hótelrúm í borginni, en nú hefur
tekizt að fjölga þeim upp í 70,000.
Einstaklingar hafa verið hvattir
til þess að rýma í húsum sínum
eins og kostur er — og leigja
ferðamönnum herbergi, sem þó
eru ekki öll upp á það bezta,
enda þótt verðið sé hátt. Stjórn-
arvöldin hafa að vísu komið í
veg fyrir allt okur á leigu gisti-
herbergja — og í því skyni sett
upp leigumiðstöð, sem nefnd er
„Logexpo“. 1 þessari miðstöð eru
öll gistirúm leigð út í sumar.
Starfið er æði umfangsmikið, en
„Logexpo" hefur tekið í sína
þjónustu rafmagnsheila og ann-
an nýtízku útbúnað — svo að
starfsmennirnir geta á nokkrum
sekúndum séð hvort eitthvert her
bergi er laust —- og hvar það er
En herbergin eru dýr, sem fyrr
segir. Lélegt eins manns herbergi
í íbúðarhúsi kostar sem svarar
sterlingspundi yfir nóttina — og
góð hótelherbergi geta farið upp
í 4—5 sterlingspund.
En það versta — hvað útlend-
Sextugsafmæli Ófeigsstabahjóna
ÞANN 8. apríl sl. átti Baldur
Baldvinsson oddviti að Ófeigs-
stöðum í Köldukinn, sextugsaf-
shrifar úp
daglega lifinu
Ætlar þú til Noregs?
UM það er nú rætt að hópur
íslendinga, sennilega um 50
manns, fari til Noregs í sumar
til að setja niður trjáplöntur, en
jafnstór hópur Norðmanna komi
hingað í staðinn sömu erinda. —
Velvakanda skilst, að farið verði
til Hörðalands, héraðsins, sem
Bergen stendur í. Hefur honum
borizt bréf frá íslendingi, sem
dvelst á Voss, nokkra tugi km
norð-austur af Bergen og segir
þar frá þessari byggð.
í bréfinu segir: Voss er nafn á
járnbrautarbæ og sveitinm þar í
kring. Að landslagi og veðráttu
líkist hún meira landinu austan-
en vestanfjalls í Noregi, en þó
er Voss miðstöð vestlenzkra siða.
Hér er það landsmálið, sem er
dýrkað. Voss málið er róttækt
landsmál, sem líkist íslenzkunni.
Málstriðið, sem hér er háð, er
stríð um orð. Landsmálið vinnur
gegn dönskum orðum og ending-
um. Því svíður mér oft, þegar
ég fæ bréf frá íslandi með utan
áskriftinni Norge. Landið heitir
á sínu máli Noreg.
Um Vossbúa er sagt, að höfuð-
tekjur þeirra séu af skólafólki!
Það er satt, að margir skólar og
nemendur eru á Voss, þótt flein
séu þar atvinnugreinarnar. — Oft
sjást hér á götunum menn með
bakpoka. Það eru bændur, sem
hafa brugðið sér í bæinn til að
verzla, — menn, sém hafa faaðzt
á sama bænum og forfeður þeirra
í marga liðu, líklega gifzt dóttur
nágrannans eins og forfeðurnir
og lifað í samræmi við forna
siðu á annán hátt. Býlin þeirra
eru lítil miðað við það, sem tið-
kast á íslandi. Góð jörð er 15 ha,
en allt gamla fólkið, sem ber
aldurinn svo vel, sýnir, að það
heíur ekki slitið sér út fyrir
framavonina.
Voss er samgöngumiðstöð. „AJl
ar leiðir liggja til Voss“ er sagt
hér um slóðir. Hér er skiptistöð
á brautinni milli Osló og Bergen,
rafreiðin tekur hér við af eim-
reiðinni. Héðan er einnig mikið
ekið til Sogns og Harðangurs á
sumrin, þegar ferðamennirmr
þeytast um landið.
Skógrækt er aðaláhugamál
fólksins. Nú og í fyrra var 1,1
millj. trjáa plantað á Voss. Skóg-
arnir voru vanræktir vegna fá-
fræði og áhugaleysis, en nú hafa
dugandi menn vakið áhuga bænd
anna með því að lofa gulli fyrir
sígræna skóga. Eftir mannsaidur
verður birkikjarrið vafalaust
horfið, en grenið al\s ráðandi.
í sumar verður efnt til skóg-
viku. Fara þá Vestlendingar til
íslands og Islendingar koma í
staðinn. Það væri gaman að á-
huginn á þessari ferð sýndi sig
í góðri þátttöku ...
Steinar í Stórholti
¥»AÐ voru lagðir gulir steinár
í Stórholti fyrir sumardag-
inn fyrsta, og voru þeir settir
sunnan götunnar sem gangstétt-
arafmörkun fyrir gangandi fólk.
Var braut þessi 3 m á breidd.
Síðan brautin var gerð, hefur
öllum litlu bílunum verið lagt á
þessa gangbraut, sem fólkinu er
ætluð. Stóru bílarnir standa hins
vegar utan við steinana og óneit-
anlega jafnframt hættulega langt
út í umferðina.
Ég spyr þá, sem verki þessu
réðu: Hefði ekki verið betra að
hafa göngubrautina helmingi
mjórri? Það myndi fullnægja
gangandi fólki á þessari götu og
fyrirbyggja, að bílar stæðu þar,
sem fólk á að ganga. Eðíilega
leggja allir bílum sínum við hfim
ili sitt, ef unnt er. Einnig kæmi
til greina að úthluta bílastæðum
sem næst þessari götu.
Mér finnst, að nú sé verið að
bjóða hættunni heim, og vænti
ég, að ráðandi menn kynni sér
þetta ástand og reyni að bæta úr
því.
Stórholtsbúi."
Skálholt
VELVAKANDA hafa borizt
nokkur bréf um Skálholt í
sambandi við umræður þær, sem
nýlega fóru fram á Alþingj um
það, hvort þar skyldi settur bisk-
upsstóll. — Maður nokkur gerir
það að tillögu sinni, að Skálholt
verði sumarsetur biskupsins yfir
íslandi. Kona í Reykjavík leggur
til, að vígslubiskupamir hafí að-
setur á hinum fornu biskups-
setrum. Sú hugmynd kom einnig
fram í umræðunum á Alþingi,
sbr. Morgunblaðið sl. þriðjudag,
þó að reyndar hafi verið talað
um, að vígslubiskuparnir bæru
biskupsheiti og sinntu öðrum og
fjölbreyttari verkefnum en nú.
mæli. Kona hans, Sigurbjörg
Jónsdóttir, átti einnig sextugsaf-
mæli fyrir skömmu, eða 12. marz
síðastliðinn.
Mikið fjölmenni heimsótti
Ófeigsstaðahjón víðs vegar að úr
héraðinu á afmæli Baldurs til
þess að árna þeim heilla í til-
efni þessara merkisafmæla. Barst
þeim hjónum mikill fjöldi
heillaskeyta og veglegar gjafir
frá vinum og sveitungum afmæl-
isdagana, en óveður og slæm
færð hamlaði því að fjólmenni
heimsækti húsfreyjuna á afmæli
hennar. Margar ræður voiu
fluttar og kvæði fyrir minni hjón
anna. Sátu gestirnar í góðum
fagnaði lengi dags og fram á nótt.
Mátti glögglega sjá við þetta
tækifæri, hve vinsæl og vel látin
Ófeigsstaðahjón eru, enda er
heimili þeirra annálað fyrir
greiðasemi og gestrisni. Ófeigs-
staðir standa við krossgötur og
þjóðbraut, og má segja, að stanz-
laus straumur gesta sé þar árið
um kring, en allir eru jafnvel-
komnir til þess að þiggja höfð-
inglegar viðtökur og veitingar á
heimilí Ófeigsstaðahjóna.
Baldur og Sigurbjörg hafa bú-
ið á Ófeigsstöðum í 24 ár og prýtt
jörð sína myndarlega.
Börn þeirra eru: Svanhildur,
gift Einari Kristjánssyni frá
Finnstöðum og Ófeigur,- er vinn-
ur að búi foreldra sinna heima.
Baldvin er þriðja barn Baldurí
að fyrra hjónabandi, en nann er
tvígiftur. Missti Baldur fyrri konu
sína eftir stutta sambúð. Bald-
vin er giftur Sigrúnu Jónsdóttur
frá Hömrum, og hafa þ»u stofnað
nýbýli á Ófeigsstöðum.
Baldur Baldvinsson er kunnur
félagsmálamaður. Hann hefur
lengi verið oddviti sveitar sinn-
ar, átt sæti í stjórn Kaupfélags
Þingeyinga um fjölmörg ár, ver-
ið í stjórn Búnaðarsambands S.-
Þingeyinga og Búnaðarþings-
fulltrúi um 10 ára skeið, svo að
nokkuð sé nefnt. —H. G.
ingum viðkemur — er það, að her
bergjapantanir eru ekki teknar
til greina hjá Logexpo" nema að
greitt sé fyrirfram. Þetta getur
valdið íslenzkum ferðamönnum
nokkrum erfiðleikum þar eð is-
lenzku flugfélögin hafa engar
skrifstofur í Brussell, en annars
mundu þau vísust til þess að taka
að sér slíka fyrirgreiðslu fyrir
ferðamenn.
Matur í veitingahúsum í Bruss-
ell er frekar dýr — þó sérsiak-
lega á sýningarsvæðinu. í flest-
um stærri sýningarhöllunum eru
einnig stórir veitingasalir — og
þar er hægt að fá þjóðarrétti
viðkomandi landa. Bandaríski
matsalurinn er einn sá vinsæl-
asti á öllu sýningarsvæðinu —
og þá sérstaklega matbarinn, en
þar eru jafnan langar biðraðir.
Talið var til tíðinda, að þar geng'u
til þurrðar pönnukökur og síróp
á fimmta degi sýningarinnar, en
búizt hafði verið við að hráefnið
entist í 3—4 vikur. Rússneski
matsalurinn er og mjög fjölsótt-
ur — og Rússarnir höfðu einnig
sömu sögu að segja: Kavíar og
vodka gengu til þurrðar fyrr en
varði — og sent var eftir auka-
birgðum til Moskvu.
Á hinum þjóðlegu veitingahús-
um er verðið misjafnt, en mat-
urinn undantekningarlaust goð-
ur. Fer verðið nokkuð eftir pví,
sem það er í heimalandinu og
hafa Hollendingar þegar getið sér
orð fyrir góðan mat við sann-
gjörnu verði.
í borginni eru veitingahusin
yfirleitt hagstæðari — og vel er
hægt að komast af með lítið, ef
heppnin er með. Vín eru dýr í
Belgíu og bregður íslendingum
ekki við það, en bjór fæst við
sanngjörnu verði.
Sýningarsvæðið er um 5—6 Km.
frá miðhluta borgarinnár. Þang-
að er auðvelt að komast úr öll-
um borgarhlutum, bæði með
sporvöngum og strætisvögnum.
En það fyrsta, sem Belgíumað-
ur varar útlendinginn við, eru
leigubílarnir. Leigubílstjórar eru
óvíða verri viðureignar og leika
gjarnan á útlendinga, sem þekkja
ekki til borgarinnar.
hjh.
Myndin er tekin að kveldlagi af hluta af sýningarhöll verkfrædinga á frauska sýningarsvæðinu.
Búizt við að 40 milljónir manna