Morgunblaðið - 04.05.1958, Qupperneq 6
6
MORGVHBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. maí 1958
Císli Sveinsson fyrrv. sendiherra:
Kirkjuþing
X.
NÚ LÍÐUR senn að því, að kjósa
skal fulltrúa til Kirkjuþings ís-
lenzku þjóðkirkjunnar, sem
stofnað var til með lögum nr. 43,
3. júní 1957. Hefir Mbl. af þessu
tilefni óskað þess, að ég reifaði
stuttlega þetta mál í blaðinu,
enda ekki að óþörfu.
Eftir ákvæðum laganna skal
Kirkjuþing halda í Reykjavík
annað hvert ár, að jafnaði í októ-
bermánuði. Hefur fyrirfram skip-
uð kjörstjórn nú ákvarðað, að
þingið komi saman í fyrsta skipti
í næstkomandi október eftir
nánari tilskikkan, en lögin mæia
svo fyrir, að eigi skuli þingið
eiga setu lengur en tvær vikur
hverju sinni. í kjörstjórn eiga
sæti: Ásmundur Guðmundsson
biskup, sem er sjálfkjörinn for-
maður, Gísli Sveinsson fyrrv
sendiherra kjörinn af Kirkjuráði
og Gustav A. Jónasson ráðuneyt-
isstjóri tilnefndur af kirkjumála-
ráðherra.
í þessari veru er landinu skipt
í 7 kjördæmi, sem eru þessi:
1. Reykjavíkurprófastsdæmi; 2.
Kjalarness-, Mýra-, Borgarfjarð-
ar- og Snæfellsnessprófastdæmi,
3. Dala-, Barðastrandar-, Vestur-
ísafjarðar- og Norður-ísafjarðar-
prófastsdæmi; 4. Stranda-, Húna-
vatns- og Skagafjarðarprófasts-
dæmi; 5. Eyjafjarðar-, Suður-
Þingeyjar- og Norður-Þingeyjar-
prófastsdæmi; 6. Norður-Múla
Suður-Múla- og Austur-Skafta-
fellsprófastsdæmi; 7. Vestur-
Skaftafells-, Rangárvalla- og
Árnessprófastsdæmi. — í kjör-
dæmi hverju skal kjósa 2 kirkju-
þingsmenn, prest og leikmann,
segja lögin. Eru þannig kjörnir
14 kjördæmaþingmenn, en að
auki 1 af guðfræðideild Háskóla
íslands. En sjálfgert sæti eiga a
Kirkjuþingi biskup og kirkju-
málaráðherra. Er því samkoman
alls 17 manns.
II.
Kosningarétt (og um leið kjör-
gengi) innan hvers kjördæmis
hafa þessir: I fyrsta lagi prestar
þjónandi í prestakalli (og prófast-
ar), og kjósa þeir „úr sínum
hópi“ einn kirkjuþingsmann fyr-
ir kjördæmið og tvo varamenn.
En kennarar guðfræðideildar
kjósa á sömu lund einn fulltrúa
og einn til vara. 1 öðru lagi sókn-
arnefndarmenn og safnaðarfull-
trúar hvers kjördæmis kjósa
(hver um sig) „úr sínum hópi“
einn kirkjuþingsmann og tvc
varamenn, og eru það leikmenn.
Sami maður hefur vitaskuld að-
eins eitt atkvæði, þótí gegni
tveim af nefndum störfum.
I aprílmánuði það ár, er kjósa
skal, sendir kjörstjórn öllurr,
þessum hlutaðeigandi kjósendum
tilskiiin kjörgögn, sem eru í líku
formi og utankjörstaða-kjörgögn
til annara opinberra kosninga,
og skal kjósandi rita á atkvæða-
seðil nafn þess (þeirra), er hann
vill kjósa o. s. frv. Að því loknu
sendir hann gögnin eins og fyrir
er lagt til kjörstjórnar í ábyrgð-
arpósti og innan ákveðins tíma,
enda skal talning atkvæða fram
fara í fyrstu viku ágústmánaðar.
Leiðbeiningar um hvaðeina petta
varðandi fylgja með til kjósenda,
svo og fullgerð kjörskrá (tii
leikmanna).
Kjörstjórn úrskurðar, hverir
eigi kosningarrétt. Og í tæka tið
telur hún atkvæðin og úrskurðar
kjörið. En við kosningar þessar
verða einfaldléga þeir rétt kjörn-
ir, sem flest fá gildra atkvæða
(úr kjördæmi). Hlutkesti er við-
haft, ef með þarf. Ef sami mað-
ur fær flest atkvæði bæði sem
aðalmaður og varamaður, telst
hann kjörinn aðalmaður. — Að
lokum gefur kjörstjórn hinum
kjörnu kjörbréf (varamönnum
skírteini). En kjörtímabilið er 6
ár. Varamenn koma til þingsetu
eftir röð, ef forföll hindra aðal-
menn. — Kærur út af kosningu
sendast kjörstjórn, en hún af-
hendir þær Kirkjuþinginu, þegar
er það kemur saman, og fellir
það síðan hið bráðasta úrskurc
sinn um málið með atkvæða-
greiðslu. — Biskup er lögskip-
aður aðalforseti Kirkjuþings, en
það kýs sér í upphafi varafor-
seta.
III.
Um sjálft Kirkjuþingið, vald
þess og störf, er annars þetta að
segja, en samkomudag þess
verður að ákveða og tilkynna
með hæfilegum fyrirvara:
Kirkjuþingið hefir aðeins ráð-
gjafaratkvæði og tillögurétt um
þau málefni, er undir það heyra,
en um ekkert óskorað samþykkt-
aratkvæði, og er því vald þess
engu meira en Kirkjuráðsins.
sem starfað hefur undanfarinn
aldarfjórðung, en var afnumið
með kirkjuþingslögunum. Það
rís þó upp að nýju samkvæmt
kjöri þingsins, en væntanlega
eitthvað umsvifaminna. Munu
þá skipa það eins og áður 5
menn, og er biskup einn þeirra
(sjálfkjörinn og forseti þess)
Um þetta flest er nánara til-
greint í lögunum og verður eigi
rakið frekar hér, — og eru
ákvæði þeirra þó eigi nógu gagn-
ger í öllum greinum.
Raunar mun mega segja, að
allir kirkjulegir mannfundir í
landinu hafi tillögurétt í kirkju-
málum m. m. (lögmæltir eru
prestastefna, héraðsfundir og
safnaðarfundir, auk frjálsra
funda áhugamanna) og sé því
naumast hér á ferð neitt nýmæli,
en vænta verður meiri áhriía
frá slíkri allsherjarsamkundu
sem þessari, sem áður gilti einn-
ig að sínu leyti um Kirkjuráðið.
Aðgætandi er einnig, að Kirkju-
þingið, eins og það er formað
er í eðli sínu nokkurs konar
fulltrúafundur, þótt þing kallist,
enda án lögskipaðra „þingskapa".
IV.
Frómt frá sagt hefi ég persánu-
lega aldrei verið ánægður með
frágang þessarar lagasetningar
og því að mestu leyti látið hana
afskiptalausa, svo sem ég og lýsti
á sínum tíma í Kirkjuráði. Sumt
í ákvæðunum of laust í reipum
og ónákvæmt, eins og vikið hefxi
verið að, og meðferðinni utan
Alþingis og innan þannig ábóta-
vant. Enda að mínum dómi og
fleiri ekki næsta mikið leggj-
andi upp úr aðeins ráðgefanói
samkomu í þessum mikilvægu
málefnum, ef fullgilt þing ætti
að kallast. Loks er ákvæðum
einnig svo fyrir komið, að klerk-
dómurinn, sem eðlilega er fremur
fámennur með þjóðinni, myndar
meirihluta þessarar ráðstefnu,
sem vissulega má deila um,
hvort rétt sé o. s. frv. — En
nú er að hlíta því sem er og
vinna úr því, og að sjálfsögðu
ber að leitast við með góðum
vilja að gera það gott úr þess-
ari frumsmíð, er kleift þykir,
því að flest getur staðið til bóta.
Verða þar vinnubrögð þingsins
sjálfs, þegar til kemur, reynsla
sú, er það aflar sér, og álit það,
er það getur sér, að skera úr
um framtíð þess og ef til viil
víkkað valdsvið. Starfstími þess
er ærið skammur (2 vikur) og
liðskostur ekki mikill, og mun
hinum víðáttumiklu og mann-
mörgu kjördæmum trúlegast.
þykja fulltrúar af skornum
skammti, t. d. úr Reykjavík (sein
heldur brátt helming allra lands-
búa) 1 fulltrúi af leikmanna-
stétt og sömuleiðis aðeins 1 úr
hverju kjördæmi ella, sem hvert
um sig er fleiri prófastsdæmi
(sýslur) saman.
En hvað sem öllu þessu líður,
óska vissulega allir, sem áhuga
hafa á málefnum íslenzku kirkj-
unnar, þessari viðleitni blessun-
ar og þroska.
Hlýtur norskan námsstyrk
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur lagt til, að Árni Vilhjálms
son, hagfræðingur, Flókagötu 53,
Reykjavík, hljóti styrk þann, er
norsk stjórnarvöld veita íslend-
ingi til náms í Noregi næsta vet-
ur. Árni mun kynna sér hagrann
sóknir í Noregi.
Kennaratalsnefndin að starfi. Talið frá vinstri: Ingimar Jó-
hannesson, formaður, Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri, Guð-
mundur I. Guðjónsson og Vilbergur Júlíusson.
3. hefti Kennaratals
ÚT ER komið þriðja hefti ritsins
Kennaratal á íslandi. í því eru
675 æviágrip, 500 karla og 175
kvenna. Þetta hefti hefst á ísleifi
Árnasyni og endar á Maríu Jóns-
dóttur. í heftinu eru 660 myndir,
og vantar þá aðeins myndir af 15
kennurum, 13 körlum og 2 kon-
um.
Eins og að líkum lætur eru
Jónarnir fyrirferðarmestir í heft-
inu. Þeir eru samtals 163. Þá eru
í þessu hefti 44 Jóhannar og 21
Jóhanna.
Þetta hefti er 10 arkir (160
bls.), og fylgir því sérstakt titil-
blað, ef menn skyldu vilja binda
3 fyrstu heftin saman í eina bók.
Ritstjóri verksins, Ólafur Þ. Krist
jánsson, ritar nokkur formálsorð
og gerir örstutta grein fyrir út-
gáfunni.
Þrjú hefti — 2089 æviágrip
Á útmánuðum 1952 voru fjórir
menn skipaðir í nefnd til þess
að vinna að útgáfu kennaratals
á íslandi. Undanfarin sex ár hef-
ur stöðugt verið unnið að þessu
mikla verki. Eru nú útkomin
sbrifar úr
daglcga líflnu
Sinubrennur og varp.
Dýraverndunarfélagið
hefur nýlega birt áskorun
um, að sina verði ekki brennd hér
eftir á þessu vori. Mun áskorunin
vafalaust fram borin til að min.-.a
menn á, að hér eftir geta mó-
fuglar farið að koma sér fyriv
í felustöðum í sölnuðu grasi og
verpa, þó að aðalvarptíminn sé
að vísu frá miðjum maí og fram
í miðjan júní.
Hitt er svo annað mál, að fugl
ar verpa ekki á landi, þar sem
sina hefur verið brennd sama ár
ið. Bæði endur og vaðfuglar
koma. hreiðrum sínum fyrir inn-
an um hátt gras, þar sem lítið
ber á þeim, og til þess er sviðin
jörð ekki heppileg. Endurnar
á tjörninni í Reykjavík leita t.
d. í mýrar og garðlönd í ná-
grenni tjarnarinnar: Vatnsmýr-
ina, Fossvoginn, Aldamótagarð-
ana og aðra slíka staði.
Börn t búðum.
HÚSMÓÐIR í Reykjavík
hringdi til Morgunblaðsins
í fyrradag, Hún hafði sent barn
í fiskbúð í nágrenninu og látið
það hafa með sér miða, sem á
stóð: Nýjan fisk — helzt ýsu.
Barnið kom tómhent heiin aftur.
Konan hringdi til fisksalans og
fékk upplýsingar um, að nóg væri
til af þorski, en barnið hefði ver-
ið sent heim, þar sem ýsa var
engin til. Þetta fannst konunni
afleitt sem vonlegt er. Taldi hún
að fisksalinn hefði getað verið
liðlegri í afgreiðslunni.
Margar húsmæður eiga þess
iítinn kost að fara sjálfar til inn-
kaupa á hverjum morgni. Kem-
ur sér þá vel að geta sent krakka
í búðirnar. En nauðsynlegt er,
að bæði húsmæðurnar og verzl-
unarfólkið sýni smáfólkinu nægi
lega hugulsemi. Það er til líit.ls
að þylja yfir litlum börnum
langa lista og sízt má biðja þau
að kaupa annaðhvort þetta eða
hitt eftir því, hvað til sé. Bezt
er að skrifa innkaupaseðil eins
og konan, sem frá var sagt hér
að ofan, gerði, en auðvitað verða
þar að vera fullnægjandi upp-
lýsingar. Ef þessum reglum er
ekki fyigt, geta orðið miklar taf-
ir og vandræði við afgreiðsluna.
Afleitt er einnig, ef þess er ekki
gætt að láta börnin hafa næga
peninga. Vörurnar fást ekki, ef
peningana vantar, og eins gott
er að gera sér grein fyrir því,
áður en barnið fer af stað.
En svo verður afgreiðslufólkið
að sinna börnunum af alúð.Slæmt
er, ef öðrum viðskiptavinum er
látið haldast uppi að troða sér
fram fyrir krakkana, svo að þeir
þurfi að bíða langar stundir. Og
auðvitað verður að hjálpa til við
vöruvalið, ef þannig stendur á,
og greinlegar leiðbeiningar eru
t. d. á innkaupaseðlunum, sem
börnin koma með, eins cg vor
í tilvikinu, sem frá er sagt að
ofan.
Flugmódel.
Igærmorgun var skýrt frá því
í Mbl., að ungur Reykvík-
ingur hefði týnt flugmódeli með
hjálparvél, sem hann var að
reyna yfir golfvellinum. Nú er
gripurinn kominn i leitirnar, og
hver veit nema eigandinn hafi
skroppið aftur upp á golfvöll
síðdegis í gær.
Velvakandi hringdi í Tóm-
stundabúðina við Austurstræti,
sem selur allt það, sem flugmódel
um heyrir til, og fékk nokkr-
ar upplýsingar um þau. Honum
var sagt, að mikill fjöldi manna,
bæði stráka og fullorðinna feng-
ist við flugmódelsmíði. Gera
þeir ýmist svifflugur eða „módel
flugur“ með vél. Stærstu módei-
flugurnar, sem verzlunin veit um
hér á landi, eru 1,37 m að væng
hafi, en svifflugurnar eru til enn
stærri. Módelflugunum er yfir-
leitt stýrt með vír og hliðarstýr-
ið fest, svo að þær fljúga í hringi.
En einnig má fá radíótæki ti'.
að stýra þeim.
Heppilegast er að setja módel-
in á loft, þar sem landrými er
nóg, á túnum eða móum. Leita
menn því nokkuð á golfvöllinn
og slíka staði, en einnig er farið
upp að Rauðavatni, og hafa sum-
ir látið sér detta í hug að gera
svæði þar að sérstokum flug-
módelvelli.
þrjú tíu arka bindi, í stóru broti,
samtals 2089 æviágrip. Gert er
ráð fyrir, að heftin verði 5—6
með rúmlega 4000 æviágripum.
Talið er sennilegt, að eigi færri
en 40 þúsund íslendingar verði
nafngreindir í öllu ritverkinu.
Kennaratal á íslandi er safn
æviágripa allra kennara landsins,
við æðri sem lægri skóla. í því
eru upplýsingar um ætt kennar'-
ans, menntun hans og störf. Auk
þess verður Kennaratalið mikil-
væg heimild um fjölmörg atriði í
fræðslu- og skólamálum þjóðæ:-
innar. Aldrei fyrr hefur svo stór
mannamyndabók verið gefin út
á íslandi.
4. heftið í undirbúningi
Verið er að búa fjórða hefti
Kennaratalsins undir prentun. I
því verða æviágrip kennara, sem
hafa m, n, o, ó, p, r og s að upp-
hafstöfúm. Kennaratalsnefndin
biður alla þá, sem eiga að vera
í 4. heftinu, að skrifa nefndinni
hið bráðasta, ef þeir þurfa að
koma á framfæri æviágripi, við-
bótum eða leiðréttingum. Myndir
þurfa að fylgja öllum æviágrip-
unum.
Bréf og fyrirspurnir varðandi
efni og innihald Kennaratalsins
má senda til: Kennaratal á ís-
landi, pósthólf 2, Hafnarfirði.
Firmakeppni í bridge
í Keflavík
NÝLEGA er lokið í Keflavík
firmakeppni í bridge. Alls tóku
23 fyrirtæki þátt í keppninni og
voru spilaðar þrjár umferðir.
Fylgzt var með keppninni af
miklum áhuga og voru oft marg-
ir áhorfendur.
Eftirtaldir þátttakendur voru í
keppninni og er stigatala hvers
fyrir sig aftan við nafnið:
Hraðfrystihúsið Jökull hf, 229;
keppandi: Alfreð Sigurðsson; Sér
leyfisbifreiðir Keflavíkur, 223;
Verzlunin Nonni & Bubbi, 221;
Enfalaug Suðurnesja, 219; Hrað-
frystihús Keflavíkur, 215; Verzl-
unin Edda, 215; Úra- og skart-
gripaverzlunin, 213; Vörubílastöð-
in, 212; Verzlunin Stapafell, 205;
Verzlunin FONS, 204; Verzl. D.
Danivalssonar, 202; Aðalstöðin,
200; Rörasteypan, 199; Hraðfrysti-
stöðin, 199; Gunnarsbakarí, 194;
Bílaverkstæði G.S., 193; Fiskiðj-
an, 184; Kaupfélag Suðurnesja,
179; Breiðablik, 178; Olíusamlag-
ið; 171; Vélaverkstæði Björns
Magnússonar, 169; Nýja fiskbúð-
in, 159 og Matstofan VÍK, 156.
Þetta er fyrsta firmakeppni i
bridge, sem fram fer í Keflavík.
Spilaáhugi er mikill í Keflavík
og starfar Bridgefélagið af mikl-
um krafti.
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í fyrradag var frumv. um breyt-
ingu á lögunum frá 1957 um leigu
bifreiðir afgreitt sem lög. Efni
frumv. er það, að mælt er fyrir
um viðurlög við brotum gegn
ákvæðunum um þessi efni.