Morgunblaðið - 04.05.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1958, Blaðsíða 8
0 M O R C V N n r 4 Ð I fí Sunnudagur 4. maí 1958 Dagur h]á Dulles Dulles svarar spurningum blaðamanna á fjölmennum fundi. JOHN FOSTER DULLES, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er mjög umdeildur maður. Andstæðingar hans í bandarískum stjórnmálum halda þv: fram, að hann stjómi utanríkismálunum að eigin geðþótta, án þess að leita álits kunnugustu manna. Þeii hafa kallað hann „einmanaleg asta manninn“ og látið í það skína, að hann sitji einmana- legur í skrifstofu sinni og þiggi einskis manns ráð. Bandaríska tímaritið U. S. Dulles leggur af stað að heiinan News & World Report vildi nýlega fá úr því skorið, hvort þessar ásakanir væru réttar. Fékk fréttamaður þess að fylgjast með starfi Dullesar i utanríkisráðuneytinu einn dag. Fer sú lýsing hér á eftir í styttri mynd. Dulles vaknaði eins og venju- lega kl. 6,30. Hann klæddi sig snæddi morgunverð, — ávexti, tvö soðin egg, ristað brauð og kaffi, — og fór yfir þrjú dag- blöð, — New York Times, New York Herald Tribune og Washing ton Post. Þar sem Dulles ætlaði að halda fund með blaðamönnum síðar um daginn, hlustaði hann á þrjár fréttasendingar í útvarpinu, k'l. 7,30, 7,5S og 8,00. Hann var samt ónáðaður í síðustu fréttasend- ingunni. Síminn hringdi, — pað var Hagerty, blaðafulltrúi for setans. Þeir ræddu um bréf Eis- enhowers til Krúsjeffs, sem hafði verið afhent nokkrum klukku- stundum áður, en nú skyldi birta það í Hvíta húsinu kl. 10 árd. Að símtalinu ioknu tók Dulles saman ýmis skjöl, settist út í bílinn og jafnskjótt var honum ekið til skrifstofunnar. Ferðin tók 10 mínútur. Dulles gekk inn í utanríkis- ráðuneytið, — hann fór upp með einkalyftu og hraðaði sér síðan gegnum forstofu, þar sem hann svipti af sér hatti og frakka. Annir dagsins hófust. Ritarar, aðstoðarmenn og sérstakir ið- stoðarmenn komu hver eftir ann- an og skunduðu út aftur. Morgunskýrslai- A meðan gafst utanríkisráð- herranum færi á að kynna sér þýðingarmikið plagg, sem er byrjun hvers vinnudags hjá hon um. Það er stutt yfirlit yfir það helzta, sem gerzt hefur sið- asta sólarhring. Nefnd sérfræð- inga hefur unnið að því að semja þetta yfirlit síðan kl. 4 um morg- uninn. Yfirlitið er samið upp úr skeytum og sérstökum skýrslum frá sendiráðum Bandaríkjanna. Yfirlitið yfir 8. apríl var stutt. Þar var skýrt frá því að ýmis- legt benti til þess, að Nasser forseti Egyptalands vildi semja um eignarnámsbætur til Súez- skurðarfélagsins, — að ísrael og Sýrland hefðu sætt sig við gerð- ardóm um að skurður, sem ísra- elsmenn voru að grafa væri ínni á hlutlausu belti. Einnig skýrði plaggið stjórn- málaástandið í Laos, þar sem kosningar eru í vændum. Greint var frá ákvæðum varðandi landa- mæri milli Marokko og spænska Marokko og sagt að líklegt væri að uppreisnarmenn í Alsír stofn- uðu útlagastjórn í Kairó. Dulles var tilkynnt formlega, að bréf Eisenhowers til Krúsjeífs hefði verið afhent Rússum. Hann símaði jafnskjótt til Hagerty og sagði að bréfið mætti birta kl. 10. Einnig hafði hann tíma tii að ræða við kjarnorkumálaraðu- naut sinn, Philip J. Farley, um málefni, sem upp kynnu að koma á blaðamannafundinum. Rætt við Herter og aðra samstarfsmenn Stundvíslega kl. 9 kom Christi- an A. Herter, aðstoðarutanríkis- ráðherra. Slíkan fund halda þeir Dulles daglega en hafa auk þess jafnan mjög náið samband sín á milli. Kl. 9,15 gengu þeir Dulles og Herter til nálægs fundarher ■ bergis, þar sem allir helztu sam- starfsmenn þeirra voru saman komnir. Á þriðjudögum og fimmtudögum eru haldnir „stór- fundir“, þegar 35 starfsmenn eða fleiri koma saman. Elia er fund- urinn fámennari. 8. apríl var þriðjudagur, svo að fundurinn var stór. Fundurinn hófst að þessu sinni með því að Hugh S. Cummmg, jr., yfirmaður upplýsingaþjón ustu ráðuneytisins flutti ai- menna skýrslu. Hún beindist einkum og sér í lagi að Austur Asíu og Indónesíu. Mr. Cumming lýsti því, hvaða áhrif atburðirnir í Indónesíu hefðu á Austur-Asiu- þjóðir, einkum á Filippseyinga. Hann greindi einnig ýtarlega frá fyrirætlunum Indónesíustjórnar um hernaðaraðgerðir gegn upp reisnarmönnum. John Keppel, sem er sérfræð- ingur í málefnum Rússlands og Austur-Evrópu, kom næstur með skýrslu um ástandið í Austur- Evrópu. Hann lagði áherzlu á ýmisiegt, sem fram hafði komið í síðustu ræðu Krúsjeffs í Ung- verjalandi. Hann benti og á, að meira rúmi væri nú varið í russ- neskum blöðum og útvarpi en áður til að útskýra tillögur rúss- nesku stjórnarinnar um stöðvun kjarnorkutilrauna. Einnig rakti hann, hvaða hagsmuni Rússai hefðu af stofnun útlagastjórnai Serkja í Karió. Þannig héldu sam starfsmennirnir áfram að gefa skýrslur og lauk fundinum kl. 10. Blaðamannafundur Næstu klukkustund var Dulles önnum kafinn við að undirhúa blaðamannafundinn. Kvöldið áð- ur hafði honum verið afhentui listi yfir þau viðfangsefni, sem líklegt var að vakið yrði máls á á fundinum. Á listanum voru nokkur atriði, sem ekki komu tii umræðu. Við þennan undirbún- ing kallaði Dulles á allmarga starfsmenn ráðuneytisins og leit- aði upplýsinga hjá þeim. Hann átti og langt símasamtal við Eis- enhower forseta. Kl. 11 stundvíslega skunduðu Dulles og nokkrir aðstoðarmenn hans inn í samkomusal ráðuneyt isins og héldu fund með blaða- mönnum. Var fundurinn fjölsótt- ur. Á honum ræddi utanríkis- ráðherrann m. a. um bréfið tii Krúsjeffs og borgarastyrjöldina í Indónesíu. Bráðlega beindust spurningar blaðamanna að þvi. hvort hægt væri að fylgjast með kjarnorkutilraunum Rússa og þannig hægt að hafa eftirlit með því hvort þeir sjálfir efndu iof- orð og samninga um bann við kj arnorkutilraunum. Ein spurningin hljóðaði svo: „Herra utanríkisráðherra. — Þegar þér talið um nauðsyn á eftirliti, eigið þér þá við, að það sé nauðsynlegt að geta fram- kvæmt eftirlit innan landamæra Sovétríkjanna, en ekki að það nægi að hafa hring eftirlits- stöðva umhverfis Sovétríkin? “ „Já, það er rétt,“ svaraði Dull- es. „Til þess að eftirlitið væri öruggt þyrftu eftirlitsstöðvar að vera í nágrenni við sprengistað- inn og eftirlitsmönnum að vera heimilt að ferðast til svæða, sem grunur leikur á að kjarn- orkusprenging hafi verið fram- kvæmd á. Eftirlitsmennirnir þurfa að geta farið á staðinn til að komast að raun um, hvort að- eins hafi verið um að ræða jarð- skjálfta, eða hvort sprenging hef- ur verið gerð sem liður í verk- legum framkvæmdum, en ekxi í hernaðarskyni." Þegar blaðamannafundinum var lokið, eyddi Dulles hálfn annarri klukukstund í að lesa ummæli sín á fundinum. Ailt sem fram hafði farið á fundinum var vélritað í mesta skyndi í ráðuneytinu og-var það sent inn til Dulles smám saman, jafnóðum og hver kafli var tilbúinn. Dulles kallaði á ýmsa starfsmenn ráðu- neytisins sér til hjálpar og um- mæli hans voru grandskoðuðuð af sérfræðingum. Þeir fundu eina villu, sem hið skjótasta var Kom- ið á framfæri við fréttastofnanir. Snæðir hádegisverð í einrúmi Því næst snæddi utanríkisráð- herrann hádegisverð í litlu her- þergi við hlið skrifstofunnar. — Hann sat þar aleinn og leit um leið yfir opinbera skyrslu. Þarna sat hann makindalega í 26 mínút- ur, japlaði á eplum, borðaði ost- rétt, sötraði te og sneri síðan aftur til skrifstofu sinnar. Á síðdegisstarfsskrá utanríkis- ráðherrans voru margvísleg verkefni. Sum þeirra aðkallandi stjórnarstörf, — önnur kurteisis- móttökur, — bréfaskriftir og sím- töl. Fyrst eftir hádegisverðinn kom Robert Newbegin, hinn nýskip- aði sendiherra Bandaríkjanna i Honduras. Hann var að leggja af stað suður á bóginn og kom að kveðja ráðherrann. Dulies gaf honum áritaða ljósmynd af sér og óskaði honum góðrar ferðar. Þá kom sendiherra Libýu, fjölda bréfa Suleiman Jerbi, til að kveðja. — Hann var að láta af störfum. — Rétt áður en hann kom inn, fekk Dulles ýmsar upplýsingar og minnisblöð um Libýu, sem gerðu honum kleift að ræða á viðeig- andi hátt við sendiherrann. Vinafundur Mestur tími fór þó í afvopnun- armálin, sem ekki eru auðleyst. Fyrst ræddi Dulles í 20 mínútui við James J. Wadsworth, sem nýlega var skipaður sérstakur fulltrúi Bandaríkjanna í viðræð- um um afvopnun á vettvangi SÞ Því næst hélt Dulles fyrsta fund sinn með nýskipaðri nefnd, sem á að ræða óformlega við hann um afvopnunarmálin. 1 henni sitja m. a. Alfred M. Gruenther hershöfðingi fyrrum yfirmaður NATO, Walther Bed- ell Smith, fyrrum sendi- herra í Moskvu, og John J. McCloy, fyrrum hernámsstjóri í Vestur-Þýzkalandi. Þetta var vinafundur og hófst hann með gamansömu rabbi um heima og geima. Síðar skýrði Dulles, hvaða gagn hann teldi af slíkum óform- legum fundum: „Það er auðvelt að fá ráð fró mönnum, sem hafa takmarkað sig við ákveðna sérgrein. Þeir geta komið strax og svarað einföldum spurningum, sem ná yfir tak- markað svið. Hitt er miklu erfið- ara að fá menn með víðan sjón- deildarhring. Þessir menn hafa sjóð þekk- ingar bæði í borgaralegum og hernaðarlegum efnum. Revnsla þeirra er bæði alþjóðleg og þjóð- leg. Eg ætlast ekki endilega til að þeir komi með nýjar hug- myndir. Það er ekki heldur svo auðvelt að grafa upp nýjar hug- myndir á þessu sviði. En álit þeirra t. d. á því hve- nær tími er hentugur og ýmis- legt fleira er mikils virði. Ef satt skal segja, þá komu þeir í dag fram með allmargar at- hugasemdir, sem eg er nú að kanna betur“. Skýrslur og símtöl Enn héldu fundir áfram um kvöldið. W. Randolph Burgess, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, kom til að ræða tvo ráð- herrafundi NATO, sem eru 1 vændum. Annar var fundur her málaráðherra, sem skyldi hald- in næstu daga, — hinn var fund- ur utanríkisráðherra, sem verð- ur haldinn í byrjun maí. Aðstoðarmaður kom inn með nýtt trúnaðarskjal um ástandið í nálægum Austurlöndum. Dull- es kallaði til sín fleiri aðstoðar- menn til að skýra ýmis atriði skýrslunnar. Ýmis fleiri skjöl voru borin inn. Við sum þeirra þurfti rað- herrann, að leita skýringa að- stoðarmanna sinna eða tala í sima við aðra ráðunauta. Við og við var símað til ráð- herrans. T. d. hringdi Allen W. Dulles, yfirmaður upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna, kl. 3,30. Utanríkisráðherrann var þá á hin um óformlega fundi um afvopn- unarmál, og það var ekki fyrr en kl. 4,45, sem Allen Dulles komst að. Utanríkisráðherranum var tilkynnt: „Bróðir yðar er i hvíta símanum.“ Á skrifborði Dulles eru þrír símar, — einn þeirra er hvítur og er hann í beinu sambandi við Hvíta hús- ið. — Síðar um daginn hringdi Duil- es til Henry Cabot Lodge, sendi- herra hjá SÞ. Lodge var á leið- inni til íbúðar sinnar í Waldorf hóteli. Nokkru síðar kom Lodge í símann og töluðu þeir saman um afvopnunarmálin. Kl. 5 hafði Dulles tíma til að svara símtali fulltrúadeildarþing- manns eins að nafni Richard Wigglesworh frá Massachusetts. Þingmaðurinn óskaði eftir við- talstíma við ráðherrann. Að lokum fór Dulles að vinna Framh. á bls. 23 Kl. 9 árdegis er hinu daglegi fundur Dullesar og Herters aðstoðarutanríkisráðherra. Stórfundur starfsmanna utanríkisráðuneytisins. — Á myndinni er Hugh S. Cumming að lýsa ástandinu í Indónesíu. Mr. Cumming er þekktur hér á landi, því að hingað kom hann 1946 í sambandi við Keflavíkursamninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.