Morgunblaðið - 04.05.1958, Side 12

Morgunblaðið - 04.05.1958, Side 12
12 MORCV1SBL4ÐIÐ Sunnudagur 4. maí 1958 tTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. HVAÐ ER ÁLAGNING? ASIÐARI tímum hefur orðið álagning oft verið dregið inn í stjórnmálaumræð- urnar, og er ekki fyrir það að synja að margoft hefur þetta orð verið misnotað og lagt í það röng og villandi merking. Vafa- laust vita þeir betur, sem slíku hafa beitt en orðið álagning hefur óspart verið notað í áróðrinum gegn verzlunarstéttinni, þar sem reynt hefur verið að koma því orði á að þeir, sem við verzlun fást séu einskis nýtar afætur á þjóðfélaginu. í sambandi við þennan illskeytta áróður, hefur svo fjöldi fólks fengið þá hug- mynd, að álagning á vöru væri sama og hagnaður, sem rynni ó- skiptur í vasa þess, sem selur vöruna. Það er því ekki úr vegi að skýra í stórum dráttum hvað álagning raunverulega er. ★ Álagning er sá hluti af vöru- verði, sem kaupmenn, kaupfélög eða iðnaður leggja á seldar vörur til að standast tiltekinn kostnað og afla þess hagnaðar, sem fyrir- tækjunum er nauðsynlegur. Þess ir liðir eru mjög margvíslegir. Þar er að finna allan kostnað í sambandi við sölu og dreyfingu vöru svo sem laun starfsmanna, húsaleigu, ljós og hita, auglýsing- ar, símakostnað og yfirleitt allan almennan skrifstofukostnað. Enn fremur greiðist af álagningunni kostnaður við útsendingu vara og umbúðir um þær, trye jlngar svo sem slysá- og brunaL yggingar, svo og rýrnun. EnnLc .ur felast í álagningunni vextir :" rekstrar- fé öðru en eigin lán íó en verzl- unin verður mjög að stjðjast við lánsfé. Ekki má he’dur gleyma sköttum til ríkis eða útsvörun- um en einkaverzlunin og iðnað- urinn eru meðal helztu skattaðila í landinu. Þessir aðilar bera fulla skatta en samvinnuverzlanir njóta stórfelldra ívilnana á þessu sviði, og er athyglisvert að þrátt fyrír þennan mikla aðstöðumun, hefur vöruverð sízt verið hærra hjá einkaverzlunum, þegar á heildina er litið. En þegar búið er að greiða alla kostnaðarliði og skattana með álagningunni verð- ur jafnaðarlega lítið eða jafnvel ekkert eftir í hagnað handa fyrir- tækjunum, en það ér ástæðan til þess, hve verzlunar- og iðnfyrir- tæki einstaklinga hér á landi hafa lítið eigið rekstrarfé en verða að byggja starfsemi sína á dýru lánsfé frá bönkum landsins. Hér að ofan hafa verið taldir upp hinir helztu kostnaðarliðir, sem greiðast af álagningunni og má þá öllum vera ljóst, að hún er sízt af öllu hagnaður, sem verzlunarmenn eða iðnrekendur stinga í vasa sína, eins og látið er í áróðri sumra blaða eða á æsingafundum. ★ Oft er einnig talað um að það þurfi að „halda álagningunni niðri“ og er það raunar eitt af slagorðunum í vinstri herbúðun- um. En ef litið er á þá kostnaðar- liði, sem taldir eru að ofan og fólgnir eru í álagningunni má vera ljóst að þeir, sem reka verzl- un og iðnað, geta litlu ráðið um upphæð flestra þessara liða. Lang flestir þessir kostnaðarliðir á- kvarðast af hinni almennu þróun, sem er í efnahagsmálum þjóðar- innar eða eru að öðru leyti ekki á valdi þeirra, sem með rekstur- inn fara. Laun starfsfólks ákvarð ast af kaupi og kjarasamningum, sem reksturinn hefur ekki nema takmörkuð áhrif á eða af hinu opinbera vísitölukerfi. Sumir kostnaðarliðir, svo sem gjöld til síma og pósts og fleira þvi líkt, er ákveðið af opinberum yfir- völdum. Það má því vera ljóst að stjórn arstefnan og yfirvöldin hafa mest ráðin um það, hver verður til- kostnaður iðnaðar og verzlunar á hverjum tíma og ráða þar með raunverulega mestu um hve á- lagning þarf að vera há. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þessum staðreyndum og ætla sér að „halda álagningunni niðri“ með því að ákveða álagn- ingarprósentuna með valdboði, hvað sem tilkostnaðinum raun- verulega líður. Slíku er ef til vill hægt að beita um skamman tíma, en það er augljóst, að ef iðnaður og verzlunarfyrirtæki ekki bera úr býtum það, sem þau þurfa til að standast nauðsynlegan kostnað við reksturinn, hljóta þau að gefast upp, hvert af öðru, í fyllingu tímans. Valdboð í sambandi við verzl- unarálagningu eru tilgangslaus, enda er það nú viðurkennt af flestum þótt slíku kerfi sé nú haldið uppi hér um stund í póli- tísku ofsóknarskyni. Hið eina afl, sem fært er um að halda til- kostnaðinum í eðlilegu horfi eða „halda niðri álagningunni“ er frelsi og samkeppni í verzlun og viðskiptum. Ef slíkt fær að njóta sín er hagsmunum heildarinnar og fyrirtækjanna bezt borgið. Á undanförnum tíma hefur þróun- in í þjóðfélaginu leitt af sér að tilkostnaður fyrirtækja hefur far ið síhækkandi en áróðursmenn vinstri flokkanna reyna að skella skuldinni á verzlunina og iðnað- inn og hrópa um háa álagningu. Þetta er einn liðurinn í áróðurs- herferð vinstri flokkanna. En hér er um hina freklegustu blekkingu að ræða, eins og öllum má vera ljóst, ef þeir athuga hvað álagn- ing raunverulega er og hvaða öfl það eru, sem valda því hve miklu hún nemur á hverjum tíma. Það er háskalegt þegar röngum hugmyndum varðandi þýðingar- mikla atvinnuvegi er haldið að miklum fjölda manna. Slíkt hef- ur því miður margoft gerzt í þjóðfélagi voru og er i því sam- bandi að minnast áróðursins gegn útgerðinni sem varð þeim at- vinnuvegi og þjóðarheildinni allri til stórtjóns. Svipuð- um áróðri er nú haldið uppi gegn verzluninni og eru blekkingarnar út af álagningunni skýrt dæmi um það. En áróðrinum er bezt svarað með þvi að skýra fyrir al- menningi á annan og einfaldan hátt hvernig í málunum liggur. Þegar almenningi verður ljóst hvað álagning í verzlun og iðnaði raunverulega er, þá er um leið brotinn broddurinn af rangfærsl- um og ósönnum áburði, sem bor- inn er fram í þeim eina tilgangi að sverta pólitíska andstæðinga. Nýtízku bandarískar óperur í CITY CENTER söngleikahús- inu í New York eru í vor sýndir nýtízku bandarískir söngleikir eingöngu. í söngleikjum þessum kennir margra grasa, enda hafa þeir átt misjöfnum vinsældum að fagna það sem af er. Þó er það augljóst, að hér er um merk verk að ræða og banda- rískir tónlistargagnrýnendur telja, að með þetta framtak City Center söngleikahússins marki tímamót í sögu bandarískra söng leikja. 1 New York Times Maga- zine er komizt svo að orði: „Enn er of snemmt að fella nokkurn lokadóm. Vera kann, að engin meistaraverk finnist meðal þess- ara söngleikja, en greinilegt er að við erum að ná fótfestu með okkar eigin verkum í heimi söng- leikjanna.“ „Góði dátinn Svejk“. — Höfundur þessa söngleiks, Robert Kurka, lézt í desember sl. Þetta er bitur ádeila á skriffinnskuna innan hersins, og hefir Lewis Allan samið textann upp úr samnefndri skáldsögu Jaroslavs Haseks. Söngleikur þessi var frurnsýndur seint í apiíl. — „The Taming of the Shrew“. — Vittorio Giannini hefir haft þessi orð Shakespeares að kveikju í samnefndum söngleik sínum, sem mjög er sniðmn eftir ítölskum gamansöngleikjum. Söngleikurinn „Lost in the Stars" er gerður efíir hmni fallegu skáldsögu Alan Patons „Grát, ást- kæra fósturmoId“. Söngleik þennan sömdu peir Maxwell Anderson og Kurt Weill. Áhrifamestu ' kaflarnir í söngleiknum eru kóratriðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.