Morgunblaðið - 04.05.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 04.05.1958, Síða 10
10 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 4. maí 1958 TYRK LI6AN0N, ÍSRAEL ^ LI8YA ÍROAMlA KUWAIT SAUDI -ARABIA Burfimi FRANSkA \ 50MALIWNW TIOPIA •“erezkt verndarsvæbi H A 0 R A M A UT SOVETRf^,N SUDAN / ~ i B ......... BREZKA V“^> SeMAULAKíB^V KONUNGSRIKI »ARABA8ANDALAGIÐ BA&DAD-8AN0ALAGI0 I l Bretar óttast slœmar afleiBingar af heimsókn Nassers til Moskvu r IHEIMSBLÖÐUNUM er nú margt skrifað um heimsókn Nassers til Moskvu og meðal enskra stjorn- málamanna er talið að gæti mik- ils uggs í sambandi við þróun málanna í löndunum fyrir botm Miðjarðarhafs. Ekki er búizt við að neinir stóratburðir gerist út af heimsókn Nassers til Moskvu, en þó eru uppi um það margar raddir, að með þessari heimsókn muni hefjast ný atburðakeðja, sem kunni að verða ekki síðui örlagarík fyrir England, en Suez- deilan fyrir 15 mánuðum. ★ Það sem liefur gefið tilefni tii svartsýni í þessu sambandi, eru meðal annars þær viðsjár, sen. orðið hafa á landamaerunum milli brezku nýlendunnar og varnarsvæðisins Aden annars vegar og Jemen hins vegar, sem nú er orðið aðili að hinu nýja arabíska sambandslýðveldi. í Lundúnaborg eru menn ekki í neinum efa um, að þessar við- sjár eigi rót sína að rekja til undirróðurs af hálfu Egypta og Rússa í Jemen. Búizt er við, að næsta skrefið verði að Rússar og Egyptar í sameiningu reyni ekki aðeins að grafa undan aðstöðu Breta í Aden og á verndarsvæð- inu, heldur einnig \ soldáns- og sjeikdæmum þeim, þar sem Eng- lendingar hafa þýðingarmiki: sambönd og þaðan sem þeir f-í mikla olíu, en lönd þessi liggja á Arabíuskaga við Persaflóa. Talið er, að fyrirsjáanlegt haíi verið fyrir löngu að mál- in tækju þessa stefnu, en pratl fyrir það hafi Englendingar ekki getað mannað sig upp ! að gera neinar varúðarráðstafanir gegn því aðrar en þær að senda nu fyrir skömmu aukið herlið 'il Aden. Astæðan til þess er talm vera sú, að Bretum hafi ekki á neinn hátt tekizt að rétta viö alstöðu sína í löndunum fyru botni Miðjarðarhafs, eftir hina afdrifaríku arás á Egyptaland. 1 þessu sambandi er bent a hina miklu hættu, sem stafi af því, að Nasser takist, með Rúss- land að baki sér, að ná yfirrað um yfir mestum hluta af oliu- leiðslunum, sem liggja frá Persa- flóa til Miðjarðarhafs. Þegar rætt er um ferð Nassers til Moskvu er það yfirleitt álit manna að Nasser kæri sig sízi af öllu um að verða á nokkurn ■hátt háður Rússlandi, heldur vilji hann verða sem óháðastur bæðv austri og vestri. Með þeirri aðstöðu er talið að Nasser telji sig geta komizt emna lengst. En í Lundúnum er þó á það bent, að ekki sé unnt að loka aug unum fyrir því, að Rússar naíi veitt 60 milljóna dollara lán tij þess að byggja hafnir í Hodeida í Jemen, en þessi mannvirki verð' í framtíðinni bækistöðvar fyrir rússneska kafbáta, sem þá geti leikið lausum hala í öllu Indlandshafi. Ennfremur segja Bretar, að miklu af rússneskum vopnum af öllum tegundum sé nú I safnað saman í Jemen og beinisc I þessi vopnabúnaður gegn Aden ! og verndarsvæðinu þar í krmg Allur þessi vígbúnaður sé undir yfirstjórn egypzkra herforingja og'rússneskra tæknimanna. Þær upplýsingar, sem Bretar telja sig hafa nú um rússneskan vígbúnað á þessu svæði, eru miklu greini- legri en þær fregnir, sem þen höfðu um rússneska hernaðar- aðstoð við Egyptaland, áður en þeir gerðu árásina 1956. Bretar finna nú einnig til þess, að Bagdadsamningurinn, sem nær til Englands, Egyptalands, Irak og Pakistan sé ekki nægilega sterkur bakhjarl til þess ,að ráð- ið verði við þær hættur, sem felast í aðgjörðum Rússa og Egypta þar eystra Það sem Bretar fyrst og fremst óttast er að Rússar og Egyptar muni halda áfram að grafa und- an aðstöðu Breta og æsa stærri og minni lönd og þjóðir þar eystra á móti þeim. Afleiðingin af þessu kunni fyrr eða síðar að verða sú, að Bretar missi alger- lega tök þau, er þeir hafa, á til- teknum olíusvæðum þar eystra en þar með er olíuflutningur til Bretlands og raunar mikils hluta Vestur-Evrópu í braðri hættu en iðnaðurinn í þessum löndum byggist að verulegu leyti á olíunni þar eystra. f GÆR var frumv. um breytingar á lögunum um hlutatrygginga- sjóð afgreitt til efri deildar Al- þingis. Neðri deid samþykkti breytingatillögu sjávarútvegs- nefndar, sem frá var sagt í blað- inu á miðvikudag. Tónleikar Hljómsveit Rikisútvarpsins heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu í dag kl. ltí.00 Stjórnandi: Hans-Joachim Wunderlich EINSÖNGVARAR: Kerstin Anderson, Jiilius Katona í þessu samband: er á það bent, að Rretar hafi ekki verið þess megnugir að taka upp samninga um nýtt samkomulag við Egypta- land. — Brezka utanríkisstjórn- in mun þó haía gert nokkrar til- rau.rir í þessu augnamiði, en þær hafa ekki borið árangur. kainmersöngvarar, Guðrún Á. Síinouar og Guðmundur Jónsson. Viðfangsefni: Tónlist nr óperum og óperettum. Aðgöngumiðasala í Þjóðieikhúsinu. Tónleikarnir verða endurteknir á inánudagskvöld ki. 21,00. Jakob Jakobsson fiskifrœðingur: Kokkrar afhugasemdir vegna síldarleitarinnar í sumar ENGUM vafa er undirorpið, að gerbylting varð í síldarleit á sjó, eftir að farið var að nota asdic- tæki við leitina. Það voru frænd- ur vorir Norðmenn, sem fyrstir manna notuðu þess koaar tæki við síldarleit um 1950 á sínu nýja hafrannsóknarskipi G. O. Sars. Hinn góði árangur þeirra vavð til þess, að asdic-tæki voru keypt til landsins árið 1953 og sett þá um haustið í varðskipið Ægi. Jafnframt þessu fóru fram ýmsar breytingar á skipinu,. svo að þar pr nú orðin ailgóð aðstaða við síldarleit, og gildir þetta einnig að nokkru leyti hvað sjó- og svif- rannsóknum viðvíkur. Enginn taki þessi orð svo, að ég telji Ægi vel útbúið hafrannsóknarskip eins og gerist með öðrum þjóð- um, enda þó allgóð aðstaða sé þar við vissa þætti rannsóknanna. Það sem mestu máli skiptir hvað síldarleitinni sjálfri viðkem ur, er sú staðreynd, að asdic- tæki skipsins hafa reynzt mjög vel og öllum, sem ti! þessara mála þekkja ber saman um, að sívaxandi gagn hafi orðið að skip inu við síldarleit síðan hún hófst 1954. Öll þessi ár hefur leitinni verið stjórnað af starfsmönnum Fiski- deildar Atvinnudeildar Há- skólans, og hafa þeir unnið að margþættum rannsóknarstörf- um um borð meðan á síldarleit- inni stóð. Á ég þar fyrst og fremst við áturannsóknir sem hafnar voru 1955 og hefur sú reynsla, sem fengizt hefur á þessum 3 árum gefið mjög miklar vísbendingar um áhrif svifsins á torfumyndun og síldargöngur, svo ekki sé meira ságt. Þess væri þvi að vænta, að hugur íslendinga stæði til þess að auka þá þjónustu, sem síld- veiðiskipunum er veitt á sumrin en ekkj minnka har.a, — svo mikilvægt er það þjóðinni að síldveiðarnar takizt giftusamlega. Síðustu tvö ár hefur því verið leigður bátur Ægi til aðsíoðar í leitinni. Reynslan af þessu saríi- starfi hefur óneytanlega verið jákvæð, enda þótt greinilega hafi komið í Ijós sá eðlismunur, sem er á leitartækjum Ægis og þeirra tækja, sem eru í íslenzkum fiski- skipum. Munurinn er sá, að bátatækin hafa einungis reynzt vel sem veiðitæki þ. e. þau hafa komið að miklu gagni við staðsetningu einstakra síldartorfa innan eins síldarsvæðis. Hins vegar hafa tæki þessi reynzt alveg óhæf til eiginlegrar síldarleitar. Sú leit hefur öll hvílt á Ægi eftir sem áður. Þetta er öllum, sem fengizt hafa við síldarleit fulljóst.. Einr,- ig er ég sannfærður um, að flestir síldveiðisjómenn gera sér futla grein fyrir þessum reginmun, sem komið hefur fram sl. tvö sumur. Því er vonandi, að þeir skilji, að í sumar verða ekki með neinni sanngirni gerðar sömu kröfur til síldarleitarinnar og undanfarin ár, þar eð stjórnendum síldarleit- arinnar hefur verið tilkynnt, að Ægir verði ekki notaður við síld- arleit eftir 24. júní í sumar, nema e. t. v. í hjáverkum. Er þá ekkert annað ísl. skip, sem hefur álíka síldarleitartæki og Ægir? Jú, eitt skip munum við væntanlega eiga búið slikurn tækjum í sumar, því að væntan- lega verður varð- og björgunar- skipið Albert búið góðum síldar- leitartækjum þá, enda þótt engin reynsla sé enn komin á notaglidi þeirra. Svo óheppilega hefur sem sagt til tekizt, að þau tvö síldarleitar- tæki, sem að mestu gagni koma við síldarleit eru sett í skip, sem bundin verða við önnur störf. Á sama tíma og allar nágranna þjóðir okkar láta smíða hvert hafrannsóknaskipið af öðru, er málum svo komið hjá þeirri þjóð, sem háðari er fiskveiðum en nokk ur önnur, að hún hefur aldrei átt sómasamlegt rannsóknaskip. í sumar á svo að kóróna þetta reginhneyksli með því að nota ekki einu sinni það skársta sem við eigum til þessara starfa. Enginn skyldi þó taka orð mín svo, að ég skilji ekki þaríir og vandamál Landhelgisgæzlunnar, enda þótt mér finnist að hugsan- legt hefði verið að leysa hennar skipaþörf með leiguskipi, Rökm fyrir þessari skoðun minni eru þau, að ég tel geriegt að útbua skip, sem komist nær því að leysa Ægi af hólmi sem gæzlu- skip en rannsókna- og síldar- leitarskip. Tilgangurinn með þessum orð- um er að gera lesendum þeirra það ljóst að aðstöðu þeirra manna, sem eiga að fást við rannsóknir og þjónustu í undir- stöðuatvinnuvegi okkar, er verið að gera vonlausa miðað við þær kröfur, sem sjómenn og útgerðar- menn réttilega gera til þeirra. Þegar forstjóra norsku haf- rannsóknanna, dr. Rollefsen, var afhent nýtt og glæsilegt skip í vor, þakkaði hann ríkisstjórn sinni, en gat þess um leið, að það ljóst, að aðstöðu þeirra þriggja rannsóknarskipa, sem Norðmenn þyrftu til viðboiar þeim sjö hafrannsóknaskipum, sem þeir nú þegar reka. Fróð.egt væri að vita, hvenær íslendingar hyggjast hefja slíkan rekstur. Reykávík, 2. maí 1958. Ísíensk skáld og hagyrðingar Takið eftir Brátt eru liðin 2 ár, síðan S. K. T. efndi til síðustu dægur- lagakeppni sinnar. En nú hefur stjórnin ákveðið að efna til dægurlagakeppni í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík á hausti komandi. Til undirbúnings þeirri keppni, óskar S. K. T. eftir íslenzkum ljóðum, sem íslenzkum tónskáldum gæfist svo kostur á að semja lög við. Ljóóin verða að hafa borizt í pósthólf 88, Rcykjavík, fyrir 1. júní n.k. Óskað er sérstaklega eftir holium, skemmtilegum ljóð- um við unglinga hæfi. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir beztu ljóðin. Stjórn S. K. T.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.