Morgunblaðið - 04.05.1958, Síða 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. maí 1958
Valgarður Kristjánsson, iögfr.,
Akranesi, sími 398.
Tilkynning frá Stefi
til eigenda segulbandstækja og útvarps-
tækja með segulbandi.
Samkvæmt íslenzkum lögum er óheimilt að taka
tónverk á segulband eða önnur hijóðritunartæki,
nema sé leyfi höfundarétthafa.
Er því hér með skorað á eigendur slíkra tækja
að gefa sig fram við STEF og fá leyfi þess til slíkrar
tónupptöku. Leyfisgjald fyrir árið 1958 er 200 krón-
ur og er þegar fallið í gjalddaga.
Feir, sem ekki verða við tilmælum þessum, geta
búizt við að þurfa að sæta ábyrgð samkvæmt 17. og
18. gr. laga nr. 13/1905, m.a. þannig að tækin verði
gerð upptæk.
STEF
Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar |
Freyjugötu 3, Reykjavík, sími 16173.
Hér getur að ljta dansandi sæluvikugestL Meðal þeirra eru ýmis
spreytt sig á að reyna að þekkja þau.
Svipmyndir frá sœluviku
„Skagfirðingar kunna vel
að skemmta sér.
Þeir skilja bezt á „sælunni“,
hvað lífið er.
Allir fara í Bifröstina, og bregða
sér í dans,
með brennivín í maganum og
leika Óla skans.
Giftir menn og giftar frúr,
ganga hjónaböndum úr.
Hver einn þá er frjáls og frí,
að faðma það, sem hann langar í.
Á „sælunni“ eru allir fyrir hopp
og hí“.
— Reykjavlkurbréf
Framh. af bls. 13
an við að koma þeim upp mundi
hafa mikla þýðingu og sjálf fram-
leiðslan renna nýrri, öflugri stoð
undir afkomu þjóðarinnar. Efa-
laust þarf að leysa mörg vanda-
mál áður en úr þessu getur orð-
ið, en viljann til þess má ekki
vanta. Hér sannast enn hvílíka
þýðingu náin samvinna við aðr-
ar lýðræðisþjóðir hefur fyrir
okkur fslendinga.
Ég sit með hirðskáldi sælu-
viku Skagfirðinga, Haraldi
Hjálmarssyni frá Kambi og hann
þylur yfir mér síðustu gleði-
kvæðin, sem hann hefir ort. Og
þetta vers, sem hann var að enda
við að kveða, hefur hann kallað
Sæluvikumarz. Haraldur í Kjöt-
búðinni eins og hann er kallaður
á Króknum, snarast nú úr hvita
sloppnum og sezt niður við skrif-
borð hjá einum virðulegum verzl
unarmanni. Önn dagsins er að
ljúka og það tilheyrir á sælu-
viku að bjóða hirðskáldinu upp
á brennivín, hvað þessi verzlun-
armaður gerir með það sama.
Og Haraldur heldur áfram að
kveða og rabbar við okkur urn
menn og skáldskap. Hanr. er ekki
einasta kunnur norður í Skaga-
firði. í höfuðborginni hefur hann
dvalizt um langt skeið og þekkir
þar fjölda manna. Hann kveður
sig þekkja t. d. alla rónana í
Heykjavík og hlær um leið með
öllu andlitinu og hallar ofurlítið
undir flatt.
— Og Steinn Steinarr, sem nú.
kunn andlit og geta menn
(Ljósm. vig.)
liggur í sjúkrahúsi, er mik-
ill vinur minn, segir Haraldur og
andlitið verður alvarlegt á ný.
Fljótt koma þó brosviprur í munn
vikin, því nú rifjast upp fyrir
honum gamlar og góðar samveru
stundir þeirra skáldanna.
Haraldur fer ekki dult með
það, að honum þyki gott í staup-
inu. Hann segir:
Brennivín er bezti matur,
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég flatur,
fyrir því á hverjum degi.
En auðvitað er þetta fyrst og
fremst gárungans hjal. Þessi
skrifstofudrykkja tekur skjótt
enda. Menn þurfa að fara heim
og prúðbúast fyrir kvöldið. Þeir
ætla ýmist á málfund, leiksýn-
ingu eða kórsöng um kvöldið og
í nótt ætla þeir eð dansa. Við
kveðjumst við dyrnar og ég
heyri Harald raula: „Blessuð
sértu sveitin mín“, þegar hann
gengur á brott, en hann hefur
texta við lagið, sem ég hef ekki
heyrt áður. Hann hljóðar svo:
Brennivín er betra en smjör,
betra en hákarl, skyr og rjómi.
Það yljar hjarta, eykur fjör,
svo andrík ljóðin dansa á vör.
Það léttir skap og lundin ör
lagið syngur gleðiómi.
Brennivín er betra en smjör,
betra en hákarl, skyr og rjómi.
Þetta heitir Kjallaravers og
það eiga allir að syngja í Bifrast-
arkjallaranum í kvöld.
Við kvöldverðarborðið hjá hin-
um ágæta gestgjafa, Pétri Helga
syni, hitti ég skáldið Guðmund
G. Hagalín. Hann á að hafa fram
sögu á málfundi sæluvikunnar.
Slíkir málfundir hafa um áratugi
verið fastur liður á „sælunni“
og hafa andans menn þar leitt
saman hésta sína oft í djörfum
og hvötum leik. Hagalín ætlar
að tala um bókmenntir og ís-
lenzkunámið í skólum.
Karlakórinn Heimir kyrjar
söng svo undir tekur í Bifröst.
Kórinn er vel æfður og hann
skipa söngglaðir og söngelskir
bændur og bændasynir, sem með
veðurbitin andlit og vinnulúnar
hendur raða sér í boga fyrir fram
an söngstjóra sinn, Jón á Haf-
steinsstöðum. f kórnum eru menr.
úr Staðarhreppi, Seyluhreppi og
Lýtingsstaðahreppi og jafnvel
allt handan yfir Héraðsvötn. En
fjarlægðirnar skipta hér engu
máli. Söngurinn sameinar félag-
ana víðs vegar að úr héraðinu.
Og það er ekki einasta Leikfé-
lag Sauðárkróks, hinn 70 ára
gamli framherji á sviði leik-
listarinnar, sem heldur uppi
leiksýningu á sæluvikunni. Verka
kvennafélagið Aldan sýnir ein-
þáttung er nefnist „Vinnukonu-
auglýsingin". Auðvitað eru það
fyrst og fremst konur, sem þar
ganga fram á sviðið. Konurnar
hafa fengið Baldur og Konna
sunnan úr Reykjavík til þess að
bæ;ta við dagskrána hjá sér og
einnig syngja nokkrar ungar
stúlkur nýjustu dægurlögin.
Þessi þáttur sæluvikunnar er
einkum og sér í lagi ætlaður
börnunum þótt allir hafi auð-
vitað ánægju af hinu græsku-
lausa gamni.
Akranes
Til sölu er fokhelt einbýlishús á góðum stað í baen-
um. Allar upplýsingar veitir
Höggvarin
★
Vatnsþétt
★
17 steina
★
Nýtízkuleg
★
PIERPONT-merkið er trygging
fyrir vönduðu úri
Siúlka
óskast í eldhús Sjálfstæðishússlns.
Upplýsingar frá kl. 3—5 í dag.
Gengið inn frá Vallarstræti.
Og þannig heldur vikan áfram
að líða við ýmis skemmtiatriði
og fræðsluþætti.
Eitt er sérkennilegt við sælu-
vikuna umfram allar aðrar
skemmtanir þar sem ég hef kom
ið, nema ef vera kynni stúdenta-
hátíðir, en það er kjallarasöng-
urinn, sem kallaður er. Mestur
er þessi söngur á föstudags- og
laugardagskvöld. Þá safnast ung
ir sem gamlir saman niðri í kjall
aranum í Bifröst og er þar sung-
ið af miklu fjöri. Hér má sá
gráhærða héraðshöfðingja kyrja
Hólastemmu við hliðina á ung-
um sjómönnum og ekki var það
óalgengt að yfirvald sýslunr.ar
væri hrókur alls fagnaðar. Það
hefur jafnan verið aðalsmerki
sæluvikunnar að allt skemmtana
líf hefur farið fram með friði
og spekt. Til var það áður
fyrri að einn og einn maður
stofnaði til deilna, en þá hópuðu
sig nokkrir menn í kringum nann
og tóku lagði, sem endaði auðvit-
að með þvi að hann tók undir
sönginn og öll illindi voru þar
með úr sögunni.
Nú á þessari sæluviku gekk
hinn aldurhnigni héraðshöfðingi
og yfirvald þeirra Skagfirðinga,
Sigurður 'Sigurðsson sýslumaður,
sem nú lætur af embætti, milli
gamalla félaga í kjallaranum og
kvaddi þá. Hann kvaðst þurfa
að kveðja alla gömlu karlana
sina, því ekki væri víst að hann
sæi þá 4 þessum gleðifundi oft-
ar. Sigurður var ástsælt yfirvald
og margir munu sakna hans.
Hann var ekki einungis vórður
íaga í Skagafirði og dómari í
héraði, heldur líka félagi á gleð-
innar stundum. Þannig hverfa
þeir einn af öðrum þessir svip-
miklu persónuleikar, sem voiu
hrókar alls fagnaðar í kjallaran-
um í Bifrösf.
En nú skulum við halda upp
í salinn, þar sem dansinn dunar.
Það er þröng á þingi hér, því að
á 7. hundrað manns er saman
komið í Bifröst þetta kvöid. Við
sjáum einn leikarann úr „Júpiter
hlær“, syngja nýjustu dægurlög-
in og tjaldamálarinn lemur
trumburnar. En hér hefur bætzt
nýr maður í hljómsveitina, einn
af gestunum á sæluvikunni. Hann
heitir Otto Jörgensen, og er #h-
stjóri á Siglufirði. Sá er þéttur
á velli og léttur í lund. Hann
hefur tekið með sér flautuna
sína og stillir saman með hljóm-
sveitinni. Jörgensen er kátur og
fjörugur karl og hefir sótt sælu-
vikuna árlega mörg undanfarin
ár. Brandararnir fjúka hjá hon-
um bæði á eigin kostnað og ann-
arra. Eitt kvöldið luku þeir dans
leiknum hann og Guðjón Sig-
urðsson bakari, með því að
dansa tveir einir við mikla hrifn-
ingu áhorfenda. Þannig er sælu-
vikan full af græskulausu gamni,
sem háæruverðugir embættis-
menn, forstjórar og bæjarfulltrú-
ar kynoka sér ekki við að taka
þátt í af tullu fjöri.
En ég lendi í fleiri ævintýr-
um á Króknum en þeim, ar ger-
ast í Bifröst. Sauðárkróksbúar
eru búnir að járna gæðingana
sína og mér gefst kostur á að
koma á hestbak. Ég er svo hepp-
inn, ef svo illgirnislega má að
orði kveða, að hótelstjórinn Pét-
ur Helgason dettur í stiga og
meiðist í baki, svo að hann get-
ur ekki komið á bak stríðöldum
gæðingum sínum. Hann bíður
mér því í útreiðartúr, sem ég
þigg með ánægju. Á hestbaki
hitti ég meðal margra annarra
þá Steingrím Arason, Friðrik J.
Friðriksson héraðslæknir og
Svein Guðmundsson. Það er
þeyst um sandana suðaustur af
Króknum og má þar sjá margan
gustmikinn sprett.
En öll sæla tekur enda. því
jafnvel Skagfirðingar geta ekki
lifað í eilifri sælu á þessum síð-
ustu tímum. Á mánudaginn hef-
ur Sauðárkrókur fengið sinn fyrri
svip á ný. Eftir eru skemmtilegar
minningar um góðar gleðistund-
ir — og kannske hjá einstaka
manni ofurlitlir timburmenn.
vig.