Morgunblaðið - 04.05.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.05.1958, Qupperneq 20
20 MORCVWBLAÐIÐ Sunnudagur 4. mal 1958 hinni hávöxnu, gáfuðu ensku Stúlku, sem sonur hans hafði val- ið sér fyrir eiginkonu. Hún hafði ekki aðeins gott verzlunarvit, heldur einnig sömu ástina á eðal- steinum og tengdafaðir hennar og eiginmaður. Það var þessu sameiginlega á- hugamáli að þakka að fundum unga, glæsilega Frakkans og ensku stúlkunnar bar saman. Hann hafði dáð hana og elskað, svo að tilbeiðslu gekk nsast, tii dauðadags. Um leið og madame Cortez skellti skáphurðinni í lás, leit hún snöggt í kringum sig. Einhver hafði bankað létt á hurðina og hún flýtti sér, til þess að Ijúka upp. Hreyfingar hennar voru óvenjulega léttar og liðugar, mið- að við aldurinn. Hún var komin nær sjötugu, en aidurinn virtist ekki há henni hið minnsta. Hún hugsaði aldrei um það, hve göm- ul hún væri. Hún hafði dyrnar alltaf lokað- ar og læstar, þegar peningaskáp- urinn var opinn. Madame Cortez þekkti að vísu ekki neitt sem kall azt gat taugaveiklun, en hins veg ar gleymdi hún aldrei að gera skynsamlegar öryggisráðstafanir. Hún gerði ráð fyrir að þetta væri Ron, hinn ungi frændi henn ar og sú tilgáta reyndist líka rétt. Madame Cortez heilsaði honum með daufu, kuldalegu brosi. Henni þótti vænt um hann, en henni geðj aðist ekki alltaf að viðhorfum hans eða athöfnum. „Jæja?“ sagði hún spyrjandi. „Hefurðu séð nokkurn þeirra? — 1—2) „Á fætur með þig og •Jdaðu sjálfur", skipar Bárður. r— Þorparinn gerði eins og hon- Hefurðu þekkt nokkurn þeirra aft ur, hérna á skipinu? Ron Cortez svaraði ekki strax. Hann hallaði sér upp að glerborð inu og tók vindling úr gullvesk- inu sínu. Síðan barði hann hon- um létt við borðplötuna og fór sér að engu óðslega, þar eð hann vissi, að biðin var frænku hans mjög á móti skapi. Stundum hafði hann gaman af að stríða henni. Öðru hverju varð hann að gera upp- reisn. Hún gat verið svo óskap- lega ráðrík og kúgað aðstoðar- fólk sitt, eins og duttlungafull drottning þjóna sína. „Stattu ekki þarna eins og þvara“, sagði hún æst. — „Reyndu heldur að svara spurningu minni“. „Ég er bara að hugsa um, hvernig ég á að svara henni, kæra frænka", sagði hann brosandi. — „Það er nú ekki langt síðan ég varð að bíða eftir svari frá þér — eins og þú kannske manst“. „Þú átt kannske við það, þegar þú baðst mig um stórt lán, sem raunverulega hefði verið sama og gjöf“, sagði hún þurrlega. „Nú ert það þú, sem spyrð mig“, sagði hann og hélt áfram að brosa. „Hvað áttu við með því?“ Hann gerði sér upp undrunar- svip: — „Þú hefur enn einu sinni beðið mig um dálítið, sem hefur meiri þýðingu fyrir þig en pen- ingar — já, margfalt meiri þýð- ingu. Þú hefur beðið mig um að beita brögðum, ljúga, gera nokk- uð sem er mjög hættulegt, jafnvel þótt það sé ekki beinlínis glæpsam legt“. 1 þögninni sem á eftir fylgdi, um var sagt, en hugsar með sér, að nú viti hann þó, hver hafi falið stúlkuna í skinnunum. kveikti hann í vindlingnum. Þau horfðu hvort á annað — háa, grannvaxna, gamla frúin, sem í dag leit betur út en í æsku sinni,;i og ungi, dökkleiti maðurinn, sem leit næstum of vel út. Hægt og, að því er virtist, á móti vilja sínum, brosti madame Cortez. „Ekki hélt ég að þú’hopaðir fyr ir hættunni, Ron. Að mínu áliti hefur hugrekkið alltaf verið þinn göfugasti eiginleiki". „Þökk fyrir hin fallegu orð, Amy frænka. Það gleður mig að vita, að þú skulir álíta mig gædd- an sérstökum eiginleikum — eða a. m. k. einum. Er það nokkuð fleira, sem þú getur nefnt mér til ágætis?“ Svo virtist sem hann væri að hæðast að henni, en samt varð bros hennar vingjarnlegra: „Ég gæti eflaust séð fleiri kosti í fari þínu, ef ég væri yngri og ef þú værir ekki frændi minn .. kosti, sem valda því, að ég get notað þig“. „Já, eins og einhvern blending af sporhundi og skósveini", sagði hann kuldalega. — „Til annars hef ég ekki dugað, síðan ég kom úr hernum. Er það kannske ekki satt? Varðhundur, sem gætti þinna dýrmætu skartgripa. Hvers vegna fékkstu þér ekki heldur þaulæfðan leynilögreglumann?" „A hverju hefðir þú þá lifað, Ron? Og þú sem vilt helzt lifa góðu lífi. Það eina, sem þú komst með, úr liðsforingjatilveru þinni, voru kostnaðarsamar venjur og óbeit á líkamlegu erfiði. Vinnan í verzluninni var a. m. k. ekki við þitt hæfi“. Því miður er ég ekki neitt sér- lega efnilegur kaupsýslumaður", viðurkenndi hann hlæjandi og hristi höfuðið. — „En hvað þess- ar perlur fara þér dásamlega vel. Þær eru í sjálfu sér fallegar, en á þér eru þær hreinasta opinber- un“. Hann hló og kramdi vindling- inn í sundur á milli fingranna, enda þótt hann væri nýbyrjaður að reykja hann. „Þú gætir orðið ágætur kaup- sýslumaður — ef þú bara vildir", hreytti hún út sér. Hann héit áfram að hlæja. „Af því að ég er mjög snjall lygari, eða hvað?“ „Láttu nú ekki svona heimsku lega. Þegar maður á í höggi við glæpamenn, eru öll brögð leyfileg. Þú veizt að sami óaldarflokkur- inn hefur reynt að stela söfnun- um mínum £ síðastliðin tvö ár“. „Já, og þess vegna álít ég, að þú ættir að leita hjálpar hjá lög- reglunni“. „Lögreglan fæst ekki til að gera neitt, fyrr en ránið hefur ver ið framið“, sagði hún beisklega. „Talarðu af eigin reynslu?" „Ég hef einu sinni leitað til lögreglunnar. Það var þegar roða steinunum hafði verið stolið úr 3) „Þakka þér kærlega fyrir, Bárður, kærlega“, sagði Dídí. „Ertu sár á hendinni?“ — „Það verzluninni í París. Þeir fundu nokkra hina verðminnstu aftur. Það var allt og sumt“. „En þú fékkst aftur tryggingar féð greitt“. „Gimsteinar • vorir verða ekki metnir í peningum", sagði hún yf- irlætislega. — „Tryggingin borg- ar aðeins gangverð gimsteinanna. Maður fær ekkert fyrir margra ára þrotlaust strit og áhyggjur, við söfnun þeirra. I fyrra, þegar ég flutti demantasafnið heim aft- ur frá sýningunni, vissi ég að það myndi verða gerð djörf til- raun til að stela því. Það var heill glæpamannaflokkur með skipinu. Ég hafði alltaf átt von á því að þeir létu til skai’ar skríða, bæði á leiðinni út og heim aftur. Þess vegna bað ég þig að hjálpa mér“. „Og álítur þú, að ég hafi orðið að einhverju liði?“ Hann leit með alvarlegum spurnarsvip á frænku sína. „Safnið komst a. m. k. óskert til Parísar aftur. Ég kunni líka vel að meta þá hjálp sem þú veittir". Hann svaraði ekki strax, en kveikti sér £ nýjum vindlingi. „Þó það nú væri. Ég fékk mína þóknun. Að öðrum kosti hefði ég ekki getað lifað I vellystingum praktuglega síðasbliðið hálft ár. En nú er ég búinn að eyða hverj- um einasta eyri, Amy frænka. — Þess vegna kom ég nú með hatt- inn. Þú hefir ekki fleygt miklu £ hann, upp á síðkastið". Hann stundi þungan, en slíkt virtist ekki hafa mikil áhrif á gömlu frúna. Hún lét sér nægja að spyrja: „Er þér nú ekki orðið það nokkurn veginn ljóst, að það er heill hópur glæpamanna á hnot- skógi eftir safninu mínu?“ „Jú, það var greinilegt .... en unga stúlkan dó“, svaraði hann stuttur £ spuna. Eftir langa þögn spurði ma- dame Cortez: „Og heldurðu raunverulega að það hafi verið þeir, sem myrtu hana?“ Hann kinkaði kolli. „Já, en ég get ekki sannað það. Eða réttara sagt: — Ég álít, að þeir hafi staðið á bak við, en það var ég sem rak hana £ dauðann. Aumingja stúlkan........... þeir vissu, að hún myndi segja mér eitthvað". „Elskaðirðu hana? Ég hef mik- ið hugsað um það“. „Elskaði og elskaði ekki. Slíkt er erfitt að fullyrða. Samvizka mín myndi vera betri, ef ég hefði raunverulega elskað hana. Ég ætla að láta það nægja, að segja að mér hafi geðjazt mjög vel að henni. Hún var eins og lítill, flögr andi spörfugl — hrædd við að segja mér það sem hún vissi, en jafnframt hiædd um að missa mig, ef hún segði mér það ekki. Alltaf þessi bölvaða glæsimennska mín“. Hann glotti kaklhæðnislega, en brosið náði ekki til augnanna. „Og þú heldur, að það sé sami glæpamannaflokkurinn, sem þá ásældist demantana?" spurði hún eftir aðra, langa þögn. Hann kinkaði kolli og kveikti sér £ nýjum vindling. „Þá hefurðu líka komizt á snoðir um eitthvað, nú þegar?“ sagði hún ákveðnum rómi. „Já, ég er búinn að sjá mann- eskju, sem I þessu sambandi vek- ur áhuga minn". Hann sneri sér hægt frá henni. „Ég er búinn að sjá eina persónu, sem ég held að geti verið hlekkur er engu líkara en kjálki Magnús- ar sé úr steinsteypu“, sagði Bárður. í keðjunni — lítill, yndislegur hlekkur i keðju tuttugu morð- ingj a“. „Og meira viltu ekki segja?“ „Ekki að svo kornnú máli“, svar aði hann og röddin varð hörku- lleg. — 3. KAFLI. Þegar skipið byrjaði að taka þungar, hægar dýfur, vissi Joan strax, að það var komið út á rúm- sævi. Hún hafði enn ekki jafnað sig fyllilega eftir hina skyndilegu ákvörðun — að vera kyrr £ skip- inu, í ,stað Lisette, en hún vissi, að hér eftir yrði ekki snúið við. Hún minntist þess sem Lisette hafði sagt, um mann, sem elti hana og að það væri vegna hans, sem hún þyrði ekki að fara þessa ferð. Var þetta nokkuð nema fyr- ir.sláttur? Það var ekki líkt Lis- ette, að óttast aðdáendur s£na. Joan athugaði skjöl Lisette, Sem virtust vera i bezta lagi. — iMyndin I vegabréfinu gat alveg 'eins verið af Joan, svo að það gat tæplega leitt til uppljðstrunar. — Annars var ekkert, sem merkilegt gat talizt í tösku Lisette — nokk- 'ur nafnspjöld og allmargir fransk ir peningaseðlar, en ekkert sem gefið gat skýringu á hinu kynlega athæfi hennar. í ferðakistunni var einungis fatnaður — hand- saumuð nærföt og náttföt svo iburðarmikil, að Joan gat ekki skil ið hvernig Lisette hafði haft efni á að veita sér slíkt. SHUtvarpiö Sunnudagur 4. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa i Laugarneskirkju (Prestur: Séra Garðar Svavars- son. Organleikari: Kristinn Ing- varsson). 15,00 Miðdegistónleikar. 16,00 Frá tónleikum hljómsveitar Ríkisútvai’psins i Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi: Hans Joachim Wund erlich. Einsöngvarar: Julius Katona kammersöngvari, Kerstin Anderson, Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson. 17,00 Guðs- þjónusta Fíladelfiusafnaðarins i útvarpssal. — Ásmundur Eiríks- son prédikar. Kór og kvartett safnaðarins syngja. 18,00 Sunnu- dagslögin". 18,30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari). 19,30 Tónleikar (plötur). 20,20 Tónleikar (plötur). 20,40 Upplest ur: „Smiðurinn og skrúfan", kvæði eftir Francois Coppée, í þýðingu Matthíasar Jochumsson- ar (Steingrímur Þorsteinsson prófeáSar les og flytur formáls- orð). 21,05 Um helgina. — Um- sjónarmenn: Gestur Þorgríms- son og Páll Bergþórsson. 22,05 Danslög (plötur). Mánudagur 5. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson rit- stjóri). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,20 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálms- son rithöfundur). 20,40 Einsöng- ur: Paul Robeson syngur (plöt- ur). 21,00 „Spurt og spjiallað": Umræðufundur í útvarpssal. —■ Þátttakendur: Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, Björn Sigfússon háskóla bókavörður, Helgi Hjörvar skrif- stofustjóri og Skúli Thoroddsen læknir. Fundarstjóri: Sigurður Magnússon fulltrúi. 22,10 Hæsta- réttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,30 Kammer tónleikar (plötur). 23,10 Dag- skrárlok. Þriðjudugur 6. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleik- ar: Óperettulög (plötur). 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Bretar og stórveldapólitíkin í upphafi 19. aldar; I. (Bergsteinn Jónsson kand. mag.). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,25 Útvarpssagan: „Sólon íslandus" eftir Davíð Stefánsson f rá Fagraskógi; XXVIII. (Þorsteinn ö. Stephen- sen). 22,10 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,30 „Þriðjudags- þátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa á hendi umsjón. 23,25 Dagskrárlok. ÚtstilUngamenn Stórt verzlunarfyrirtæki í miðbænum vantar góðan útstillingamann. Tilboð ásamt uppl. um reynslu og menntun í starfinu sendist afgr. blaðsins fyrir þriðjudag, merkt: „Útstillingamenn — 8139“. Trjáplöntur salan er byrjuð Gróðrastöðin við Miklatorg. Sími 19775.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.