Morgunblaðið - 04.05.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Hægviðri, léttskýjað. oírjpmMaföiiíí Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 100. tbl. — Sunnudagur 4. maí 1958 Mikil spjöll unnin á Hólm- bergsvita við Keflavík FRAMIN hafa verið fáheyrð var tekin I notkun, sem slíkt á skemmdarverk suður hjá Kefla- sér stað. Kveikt var á vitanum vík. Skemmdarvargar hafa ráð- 1. marz sl. izt þar á hinn nýja vita á Hólms- bergi og framið þar skemmdar- verk, sem auðveldlega heföu getað haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Skrifstofu sýslumanns Gull- bringu- og Kjósarsýslu í Hafnar- firði, skýrði Mbl. frá þessu í gær. Sýslumannsfulltrúi gat þess að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem viti þessi yrði fyrir barð- inu á skemmdarvörgum, en það væri 1 fyrsta skipti, eftir að hann Enn engin niðurstaða f FYRRINÓTT fram til kl. 3 sat „19-mannanefndin“ á fundi þar sem fjallað var um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, „bjargráðin" svonefndu. Eftir þeim fregnum að dæma sem bárust af þessum fundi árdegis í gær hafði nefndin ekki komizt að neinni niðurstöðu varðandi afstöðu sína til tillagnanna. Og það hafði ekki verið ráðið á þess- um fundi hvort nefndin myndi Ijúka störfum um þessa helgi, en ákveðið hafði verið að hún skyldi enn á ný kvödd saman til fundar síðdegis í gær. — Þá átti sex manna nefnd, sem komið hefur verið á laggirnar, skipuð fulltrúum innan 19 manna nefndarinnar, að hafa lokið fundi sínum, en hún hafði komið saman til fundar klukkan 2 í gærdag. Bænum boðin lóð til kauns SKÓLANEFND Húsmæðraskóla Reykjavíkur hefur skrifað bæjar yfirvöldunum bréf út af lóðinni Þingholtsstræti 28. Sem kunnugt er brann stórhýsi úr timbri á þeirri lóð á gamlárskvöld. Vill skólanefndin bjóða bænum lóð- ina til kaups. Á fundi bæjarráðs á föstudaginn var erindi skóla- nefndarinnar vísað til athugunar hjá borgarlögmanni. Sigluijarðartogarar af Grænlands- mibum SIGLUFIRÐI, 2. maí. — Togar- inn Hafliði hefur landað hér 2Í4 tonna afla af Grænlandsmiðmn og Eiliði, sem þar var Hka, kort>. með um 300 tonna afla. Afli línubáta sem héðan róa er sáralítiil. Hér tekur snjð seint upp. Þett bezta veður sé, er lofthiti er.n mjög lítill og frost um nætur. Bærinn fær allslóra lóð fyrir bílasfæði Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn var sam- þykkt að heimila borgarstjóra að gera samning við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis um af- not af lóð sparisjóðsins að Skóla vörðustíg 11 og 11A. Á lóðum þessum ætlar bærinn að láta gera bíiastæði. Árásir skemmdarverkamanna á vitann áður voru í því fólgnar að rúður í vitanum voru brotnar með því að skjóta á þær af 'riffl- um, og hurðin stórskemmd er hún var notuð sem skotmark. Vitavörðurinn á Garðskaga, Sigurbergur Þorleifsson, sem hei- ur eftirlit með hinum sjálfvirka Hólmsbergsvita, kom þangað í eftirlitsför í fyrradag. Þegar hann kom upp í sjálft ljóskershúsið, sá hann að þar höfðu mikil spjöll verið framin: skotið hafði verið á það, kúlan farið gegnum glerið og lent í hinni grænu glerskííu. ljósakrónunnar. Mölbrotnaði hún svo að vitinn lýsti ekki grænt horn. Einnig hafði ljóslinsan orð- ið fyrir skemmdum. Það er verið að rannsaka mál þetta. Bersýnilegt er að mikið er farið með skotvopn fram á Hólmsberg, því mikið er um tóm skothylki á víð og dreif. Heitið er á alla þá er upplýs- ingar kynnu að geta gefið um skemmdarvargana sem hér hafa verið að verki, að gera Kefia- víkurlögreglu aðvart eða sýslu- mannsskrifstofunni. Hér er um að ræða mjög alvarlegt mál, serr. sýslumannsembættið leggur mikla áherzlu á að upplýsist. - Þetta er í annað skipti, sem ráð- izt er á vitann með skothríð og hver veit nema það séu sömu menn í bæði skiptin, þó slíkt verði engan veginn fullyrt. Starfsmenn frá Vélsm. Héðni við vélaprófun annarrar samstæðunnar í Sorpeyðingarstöðinni.— Þessi vélarsamstæða vegur tóm 40 tonn. Sorpeyðingarstöðin á Ártúnshöfða nær fullgerð LANGÞRÁÐU marki verður senn náð hér í Reykjayík. Sorp- eyðingarstöðin á Ártúnshöfða, skammt fyrir norðan gömlu sand gryfjurnar við Elliðaárvog, mun senn taka til starfa. Sorpeyðingarstöðin er byggð samkv. danskri fyrirmynd, „kerfi“, sem „Dano“ nefnist, en gangurirm í sorpeyðing- unni er í stórum dráttum sá, að þegar sorphreins- unarbílarnir hafa verið fylltir, aka þeir hlassinu í stöðina, losa þar „alít draslið" niður í feikn- stórar trektir, síðan er sorpið fært að öflugu gúmmífæribandi með þrepum í. Það fer með sorpið að vélasamstæðu sem það fer í gegnum og við rotnun sem þar myndast breytist sorpið í líf- rænt áburðarefni og gróðurmold á 4—5 dögum. í sorpeyðingarstöð bæjarins geta fjórir sorpbílar losað í einu og sorpeyðingin fer fram í tveim- ur stórum vélasamstæðum, sem líkastar eru mjölþurrkurum. Þær snúast í sífellu, hvor samstæða er um 20 metra löng. Þær hvíla Þetta er sorpeyðingarstöð bæjarins á Ártúnsiiöfða. — I húsinu til vinstri handar losa sorp- hreinsunarbílarnir sorpið í stöðina, síðan taka færibönd við og flytja það að stórum vélasam- stæðum þar sem sorpeyðingin fer fram. Frá vélunum liggur færiband upp í neðra stöðvarhúsið en þar skilja síur hið lífræna áburðarefni frá. Forsætisráðherra hættir við för til Minnesota Getur ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna tafar við lausn efnahagsmálanna. HERMANN JÓNASSON, forsætisráðherra, hefur neyðzt til aó hætta við heimsókn sína til Minnesotaríkis í Bandaríkjunum þann 8—11. maí. Ráðherrann vonaði áður að hann gæti farið í þetta íerðalag og tók heimboðinu, þó með fyrirvara um að svo kynrd að fara, að hann ætti ekki heimangengt vegna anna. Nú hefur lausn efnahagsmálanna dregizt stöðugt, svo að sýnt er að forsæti .- ráðherrann verður enn önnum kafinn við „úrræðin", þegar Minne- sotahátíðahöldin fara fram. Enginn annar ráðherra mun heldur fara en Thor Thors sendiherra verður fulltrúi íslands við hálíðina. Vinátta Minnesota og Norðurlanda Forsætisráðherra og hans var boðið til Minne- sota í tilefni þess, að 100 ár eru liðin síðan þar var stofnað sambandsríki. Minnesota er eit’ af nyrztu ríkjum í Bandaríkj- unum og býr þar mikill fjöid’ fólks af íslenzkum ættum. Vegna þess ákvað ríkisstjórn Minnesota að minnast einkum tengsia sinna konu j við Norðurlönd og bjóða til hátíð arinnar, forsætisráðherrum og meðlimum konungsfjölskyldna Norðurlanda. Má geta þess að fyrir hönd Noregs munu mæta á hátíðahöxdunum Astríður prins- essa, dóttir Ólafs konungs og Einar Gerhardsen, forsætisráðh. daginn 11. maí. Fyrir Dani umn mæta þar H. C. Hansen forsætis- og utanríkisráð- herra og fyrir Svía Bertil prins. Meðal Vestur-lslendinga Sendinefndum Norðurlanda verður sýndur sérstakur sómi við hátíðahöldin. Munu þær sitja í heiðurssætum við margbreytileg hátíðahöld og sitja í veizlum í boði ríkisstjórnar Minnesota. — Auk þess hafa íbúar Minnesota ríkis af ýmsum þjóðernum und- irbúið fjölbreyttar samkomur og mót fyrir sendinefndir heima- landanna. Þann 9. maí er t. d. gert ráð fyrir að íslenzka sendi- nefndin sitji veizlu Islendingafé- lagsins í Minnesota, en veizlu- stjóri verður Ragnar Guttorms- son. Þann 10. maí mun íslenzka sendinefndin snæða hádegisverð að heimili Björns Björnssonar ræðismanns Islands og síðar um kvöldið mun hún sitja veizlu í boði Hekluklúbbsins, en því hofi stýrir ungfrú Christine Hall- grímsson. Aðalhátíðahöldin verða á lands svæði Minnesotaháskóla, sunnu á steinsúlum og eru mikil smíði og munu tómar vega um 40 tonn hvor, en tugir tonna af sorpi geta rúmazt í hvorri samstæðu. Áður en færibandið frá trektunum, sem sorpbílarnir losa í, færir sorp ið að vélunum hafa seglar dregið til sín allt járn, dósir og þess háttar, einnig er þá búið að „veiða“ grjót og fleiri algjörlega ólífræn efni t. d. pappír. Þegar rotnunin hefur farið fram og sorpið er orðið að áburð- arefni og gróðurmold, sem fyrr segir, skila færibönd þessu hvoru í sínu lagi, áburðinum sér og gróðurmoldarefninu sér. í fyrradag voru nokkrir járn- iðnaðarmenn frá' Vélsm. Héðni önnum kafnir við að reyna véla- samstæðurnar en Héðinn hefur smíðað vélarnar. — Þeir sögðu að nú um helgina kæmi sérfræð- ingur frá Danoverksmiðjunum í Kaupmannahöfn, sem athuga ætti stöðina og framkvæma nokkurs konar „úttekt" á henni, áður en hún verður tekin til not- kunar, en það mun geta orðið mjög bráðlega töldu þeir. Athafnasvæði stöðvarinnar er mikið á höfðanum og þegar hún tekur til starfa munu trúlega starfa við hana 5 menn. Áburðar- efnið sem stöðin framleiðir þykir sérlega gott í garða, en bæjar- búar eru yfirleitt í vandræðum með að fá heppilegan áburð í garða sína og lóðir. Eins og sjá má af þessu eru dagar hinna gömlu öskuhauga senn taldir. Enginn mun sjá eftir þeim, en bæjarbúar almennt fagna hinni nýju sorpeyðingar- stöð, sem hefur í för með sér bætta hollustuhaétti og aukið hreinlæti í höfuðborginni. Krhtján Davíðsson opnar málverka- sýningu KRISTJÁN Davíðsson listmálari opnaði málverkasýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins síðdegis í gær. Á sýningunni eru 39 mál- verk og ein .,scrígraphía“. Hún er prentuð í 200 eintökum og verður eintakið selt á kr. 150.00. Kristján Davíðsson hefur ekki haldið jafnstóra sýningu frá því 1950, þegar hann sýndi í Lista- mannaskálanum. Þó hefur hsnn sýnt nokkur verk sín á þessu tímabili, bæði á samsýningum innanlandsog utanlands og einnig hefur hann sýnt málverk í Sýn- ingarsalnum við Hverfisgötu og Morgunblaðsglugganum. Flest verkin á sýningunni í Bogasalnum eru gerð á þessu og síðasta ári. Nokkur þeirra voru sýnd í Morgunblaðsglugganum í síðasta mánuði og vöktu athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.