Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 8
MOncrNTÍT 4 ÐIÐ Þriðjudagur 13. maí 195 Þjóðleikhúsið: FAÐIRINN eftir August Strindberg Leikstjóri: Lárus Pálsson ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi si. laugardagskvöld hinn mikia harmleik ,Föðurinn‘, eftir sænska skáldið og rithöfundinn August Strindberg. — Er það fyrsta sænska leikritið, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Strindberg (f. 1849, d. 1912), var einn af stór- brotnustu rithöfundum sinnar samtíðar og við hlið Ibsens eitt áhrifamesta leikritaskáld, sem uppi hefur verið á Norðurlönd- um. Það stóð jafnan styrr um verk þessa tröllaukna snillings, enda deildi hann vægðarlaust á menn og málefni samtíðarinnar, ekki sízt kvenþjóðina, sem hann réðst á í hverju skáldverkinu eft- ir annað, með sjúklegu ofstæki. Þrátt fyrir þetta hafa þó verk Strindbergs na'ldið velli í umróti tímans fram til þessa dags og áhrifa hans gætir mjög í leik- bókmentnum vorra daga. A æskuárum sinum átti Strind berg við margs konar örðugleika að stríða, er mörkuðu djúp spor í sálarlíf hins viðkvæma ung- lings og má til þeirra reynsluára rekja þær veilur í skapferli skáldsins, er síðar urðu að al- gerri sálsýki. — Ótti og hungur, misskilningur og margs konar mótlæti annað vakti tortryggni hans og jafnvel hatur til rr ann- anna, er jókst með árunum og varð að lokum að óiæknandi þrá hyggju. Kom þetta eii'kum frarn í hjúskaparlífi Strindbergs, en hann var þríkvæntur og skildi við allar konur sínar, sannfærður um að þær sætu á svikráðum við sig og leituðust jafnvel við að ráða hann af dögum. — Mikill meiri hluti hinna mörgu ritverka Strindbergs, eru í raun og veru sjálfsævisaga hans, í hverju formi sem þau eru samin. Það er því nauðsynlegt, til þess að skilja skáldrit þessa óhamingjusama snillings, að vita deili á æviferli hans. En hér er því miður ekki rúm til að fara út í þá sálma, að nokkru ráði. Strindberg kynntist fyrstu konu sinni, leikkonunni Siri von Essen sumarið 1875 og varð þegar ástfanginn af henni. Hún var þá gift kona, en fór frá eiginmanni sínum og ungri dóttur til þess að giftast Strindberg árið 1877. Tvö fyrstu börn þeirra dóu skömmu eftir fæðinguna og hafði það djúp og varanleg áhvif á Strindberg. Þó nutu þau hjónin mikillar hjúskaparhamingju fyrstu árin við góð lífskjór og í félagsskap glaðværra vina og að dáenda. En er leið á, tók tor- tryggnin og hugsýkin að ná æ meiri tökum á Strindberg. Hann bar konu sinni á brýn, að hún væri honum ótrú og sá grunur heltók hann að hann væri ekki faðir barna þeirra. Hann var sann færður um að konan leitaðist við að kvelja hann sem mest, að það væri fastur ásetningur hennar að ræna hann vitinu svo að hún gæti að lokum hneppt hann í spenni- treyju geðveikrahælisins. Sjálfur efast Strindberg ekki um and- lega heilbrigði sína um þetta leyti og hann ákveður að semja leikrit, þar sem hann hrópi ut yfir heiminn þær óbærilegu þjan ingar, sem faðirinn verði svo oít að þola. Þannig var komið hjúskapar- lífi Strindbergs og konu hans, þegar hann hóf að skrifa leik- ritið „Föðurinn“, vorið 1887. — Þeim var þá báðum ljóst að hjóna band þeirra hafði orðið hörniuleg hafa og leiktjöld Lárusar Ingólfs- sonar og sviðsbúnaður allur skap að leiknum hið rétta úmhverfi frá síðustu aldamótum. Aðalhlutverkin, riddaraliðsfor ingjann og Lauru konu hans leika þau Valur Gíslason og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Bæði þessi hlut verk eru geysierfið og ekki á ann arra færi enmikilhæfraleikaraað gera þeim veruleg skil. — Hefur Valur vissulega reynzt þeim vanda vaxinn, því að túlkun hans á þessum þjáða og óhamingju- sama manni er áhrifamikil og sannfærandi. Hann sýnir vel hversu efasemd riddaraliðsforingj ans um það, að hann sé faðir Berthu litlu, nístir sál hans sí og æ og verður æ áleitnari, jafn- framt því, sem taugaveiklunin og hatrið til eiginkonunnar magn- ast. En hæst nær þó leikur Vals í síðasta þætti, er hann kemur niður með bækurnar og maður sér ofsann loga í augum hans. Sá leikur verður manni lengi minn- isstæður. Valur Gíslason í hlutverki riddaraliðsforingjans og Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem Laura, kona hans. mistök og hlaut að leysast upp. Hún sá hversu sálsýki skáldsins færðiS’ í aukana með degi hverj- um og því lengur sem hann vann að leikritinu, því meira runnu þær saman í huga hans, Siri von Essen — og Laura í leikritinu, — „mannætan“, sem fyrst eyðilagði hjarta eiginmanns síns, síðan sál hans og loks líkama hans, — kon- an, sem sagði, að hann hefði lok- ið hlut-verki sínu, sem barnsfaðir, og fyrirvinna, — og gæti því farið sína leið. Leikritið „Faðirinn", þræðir að heita má til fullnustu þessi óhugn anlegu og hörmulegu átök í hjú- skaparlífi Strindbergs, auðvitað einhliða og stórkostlega ýkt í sjúkum huga höfundarins. Þegar hann hafði lokið við leikritið, var það þegar þýtt á dönsku, þýzku og frönsku. Það var fyrst frum- sýnt í Kaupmannahöfn og nokkru síðar í Stokkhólmi. Vakti leikrit- ið, sem vænta mátti geysiiega at- hygli meðal áhorfenda, sem horfðu með ógn og skelfingu á alla þá mannlegu þjáningu og hatur, sem fyrir augu þeirra bar á leiksviðinu. Sumir gagnrýnend ur mótmæltu kröftuglega hinni miskunnaralausu ádeilu á hend- ur konunni, en allir viðurkenndu þeir þó snilli höfundarins. í Stokk hólmi gengu þó margir áhorfend- ur út í miðjum klíðum til þess að láta í ljós andúð sína á leikn- um og er hann hafði verið sýnd- ur níu sinnum, var sýningum hætt. „Faðirinn“ hefur löngum verið talinn einn stórfenglegasti harm- leikur sænskra leikbómennta, enda hefur leikurinn vissulega margt til síns ágætis. Hver setn- ing er meitluð og hæfir beint í mark, atburðarásin er rökföst svo hverki skeikar, efnið samanþjapp að og spenna leiksins óhugnan- lega mögnuð. Er átakanlegt að sjá hversu riddaraliðsforinginn, þessi stóri og sterki maður, að því er virðist, bugast smám saman and- lega og líkamlega af því, eitri lyga og haturs, sem kona hans lætur drjúpa í sál hans unz taug- ar hans bresta, og haan tær slag. En leikritið hefur einnig sinar veiku hliðar, og þá fyrst og fremst hversu hatursfull og einhliða er málfærsla höfundarins gegn kon- unni, sem hann gerir svo omann- lega, að hún verður blátt áfrarr. ósennileg og því siður > n svo málstað höfundarins til fram- dráttar. Hygg ég að þetta vaki fyrir Emile Zola, er hann segir í bréfi til Strindbergs um leikrit- ið, sem Strindberg hafði sent honum, að hinn nafnlausi riddara liðsforingi og aðrar persónur leiksins séu ekki eins raunsannar og hann hafði kosið. Lárus Pálsson, sem haft hefur leikstjórnina á hendi, hefur unn- ið hér mikið og gott verk. Við- fangsefnið er vandasamt, en mér virðist Lárusi hafa tekizt að fá fram í leiknum það, sem miklu rnáli skiptir, — hina ónugnanlegu spennu, sem liggur í loftinu og áhorfandinn verður var við, þegar frá byrjun. Og stígandi leiksins er jöfn og vaxandi unz hún nær há- marki í lok síðasta þáttar — Þá Leikur Guðbjargar Þorbjarnar dóttur í hlutverki Lauru, er einnig mjög góður, hnitmiðaður og öruggur, enda fellur hlutverk- ið vel við leikmáta hennar yfir- leitt. Tekst leikkonunni vel að sýna þann hatrama hug, er Laura ber til eiginmanns síns (en ekki eins vel ástina á dóttur sinni) og þá ómannlegu lævísi, sem hún beitir til þess að koma fram hin- um djöfullegu áformum sínum. Þó hefði ég kosið, að svipbrigði hennar hefðu verið meiri og reyndar blæbrigðin í leik hennar yfirleitt. Arndís Björnsdóttir leikur fóstr una gömlu, sem annaðist riddara- i liðsforingjann í bernsku hans og á fullt traust hans. Leikur Arndís hlutverk þetta af mikilli nær- færni, svo mikilli, að jafnvel þegar hún lokkar liðsforingjann í Hataldur Bjömsson í hlut- verki prestsins spennitreyjuna sjálfri sér til óum ræðilegs sársauka, þá er eitthvað ljúft yfir því atriði, er gerir það enn átakanlegra. Haraldur Björnsson leikur prestinn, mág riddaraliðsforingj- ans, heldur lítilsigldan guðsmann, er leggur lítið til málanna. Leik- ur Haralds er góður í fyrsti þætti, en í síðasta þætti virtist mér þessi ágæti leikari eins og úti á þekju. Jón Aðils leikur Österman lækni. Er leikur hans ekki eins góður og búast hefði mátt við af jafn snjöllum leikara. Dótturina, Berthu, sem öll átök in í leiknum snúast um, leikur Ása Jónsdóttir. Hlutverkið er ekki mikið, en hin unga leikkona fer vel með það, — og bezt í síð- asta þætti, þegar mest reynir á. Erlingur Gíslason leikur Nöjd og Klemenz Jónsson umsjónar- mann, lítil hlutverk. Loftur Guðmundsson hefir þýtt leikinn. Er þýðingin vönduð, en nokkuð bókmálskennd á einstaka stað. Áhorfendur tóku leiknum ágæt lega og hylltu leikstjórann og leikendur innilega að leikslokum. Hafi Þjóðleikhúsið þökk fyrir þessa ágætu sýningu, þvi að hún er vissulega mikill leiklistarvíð- burður. Sigurður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.